Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
Frakkland og
Mexíkó hóta að
segja sig úr IBI
Ástæðan er snarhækkandi útgjöld stofnunarinnar
Róm, 7. des. AF.
FRAKKLAND og Mexíkó hafa hótað að segja sig úr IBI, einni af undirstofn-
unum UNESt'O. IBI (International Bureau of Informatics) hefur það að
verkefni að efla tölvutækni í þriðja heiminum og eru yfir 40 þjóðir aðilar að
þessari stofnun.
Frakkar og Mexíkanar segjast
nú vera að „endurmeta" aðild sína
að þessari stofnun, sökum þess að
samþykkt hafi verið 2 ára fjár-
hagsáætlun fyrir árin 1985—1986,
sem nemur 40 millj. dollara. Er
hún 18 millj. dollara hærri en síð-
asta 2 ára áætlun. Þessi nýja fjár-
hagsáætlun var samþykkt með 26
atkvæðum gegn 4 á aðalfundi IBI
á fimmtudag, en 2 fulltrúar sátu
hjá.
„Vegna þessar nýju fjárhags-
áætlunar, þá munum við taka
ákvörðun um það í lok mánaðar-
ins, hvort við hættum aðild
okkar," var haft eftir_ einum af
frönsku fulltrúunum á aðalfundi
IBI í gær. Sagði hann, að Frakkar
væru búnir að hóta því í tvö ár að
hætta aðild að IBI til þess að mót-
mæla vaxandi útgjöidum stofnun-
arinnar. Þá sagði hann ennfrem-
ur, að IBI yrði að gera betri grein
fyrir því, hvert fjármunir stofnun-
arinnar rynnu.
Frakkland er í hópi þeirra ríkja,
sem leggja mest af mörkum til IBI
eða um 30% af útgjöldum stofnun-
arinnar. IBI var stofnað 1974 í því
skyni að greiða fyrir aðgangi
þjóða þriðja heimsins að tölvu-
tækni nútímans. Er því haldið
fram af hálfu stofnunarinnar, að
80% af útgjöldum hennar fari til
þjálfunar í tölvutækni og til þess
að fátæk lönd geti keypt tölvuút-
búnað af Evrópuríkjum.
Auk Frakkiands og Mexíkó
greiddu Venesúela og Chile at-
kvæði gegn fjárhagsáætlun IBI.
Ronald Reagan Bandarlkjaforseti og suAur-afríski biskupinn og friðarverð-
launahafi Nóbels, Desmond Tutu, ræðast við í Hvíta húsinu í Washington í
gær.
Desmond Tutu á
fundi með Reagan
Wwhinffton, 7. den. AP.
DESMOND Tutu, friðarverð-
launahafi Nóbels, ræddi í dag við
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
um stjórnmálaþróunina í Suður-
Afríku. Fór fundur þeirra fram í
Hvíta húsinu í Washington og
stóð hann í 40 mínútur. Að fundi
þeirra loknum átti Tutu einnig
fund með George Bush varafor-
seta.
Tutu hefur gagnrýnt stefnu
Reagans forseta gagnvart Suður-
Afríku og sagt, að hún yrði til þess
að efla aðskilnaðarstefnu stjórn-
arinnar þar.
Hádegisjazz íBlómasalnum
Vegna mikilla vinsælda mun Hótel Loftleiðir
halda áfram með hádegisjazz fyrir alla fjölskylduna.
Sambland af morgun- og hádegisverði með
léttri og lifandi tónlist.
Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu:
Kvartett Kristjáns Magnússonar.
Gestur Björn Thoroddsen gítarleikari
Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og
Ijúffengum réttum í Blómasalnum.
Borðapantanir í símum 22321 og 22322.
Verið velkomin
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
AP/Slmamynd.
William J. Schröder gervihjartaþegi f gönguferð i sjúkrahúsi í Louisville í Kentucky. Um öxl sér hefur hann
búnað þann sem knýr hjartað.
Schröder farinn að ganga
Loutsvillc, 7. deacmbcr. AP.
WILLIAM J. Schröder, sem grætt var í gervihjarta
25. nóvember sl., fékk að fara á fætur og ganga
einn og óstuddur í gær, að sögn lækna sem annast
hann.
Gekk Schröder ein 10 skref og hafði um öxl sér
tækjabúnað þann, sem sér um að knýja gerfihjart-
að, en alls vegur búnaðurinn um 5 kíló.
Fer Schröder fram með degi hverjum og er óðum
að komast eðlilegur hrynjandi á svefn og vöku.
Áður en Schröder er leyft að standa á fætur er
ganghraði hjartans aukinn úr 70 í 75 slög á mín-
útu.
Dumas tékur við
starfi Cheysson
Pmrís, 7. desember. AF.
ROLAND Dumas tók í dag
vid starfi utanríkisráðherra
af Claude Cheysson er Laur-
ent Fabius forsætisráðherra
tilkynnti nokkrar breytingar
á ríkisstjórn sinni.
Dumas er lögfræðingur og ná-
inn vinur Francois Mitterrand
forseta um langt skeið. Dumas
tók við ráðherrastarfi í júní er
hann var gerður að aðstoðarut-
anríkisráðherra. Var honum fal-
in umsjón evrópskra málefna og
gerður að stjórnartalsmanni.
Við síðari starfanum tekur
Georgina Dufoix, sem heldur
stól sínum sem félagsmálaráð-
herra. Catherine Lalumiere að-
stoðarráðherra, sem fór með
neytendamál, tekur við deild
þeirri sem Dumas stýrði í utan-
Austurríki:
ríkisráðuneytinu áður en fær
ekki ráðherratitil.
Claude Cheysson hverfur aft-
Roland Dumas
ur til Evrópubandalagsins og
tekur við starfi í framkvæmda-
ráði þess í Brussel. Búist er við
að hann verði settur yfir deild
þá er fer með samskipti banda-
lagsins og þróunarríkja.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 snjóói
Ameterdam 10 heMskfrt
Aþena 13 skýjsó
Barcelona vantar
Berlín vantar
Brussel 10 heióskírt
Chicago +10 skýjsð
Dublin 10 skýjsð
Feneyjar vantar
Franklurt 3 skýjað
Genf 5 skýjað
Helsinki 2 rigning
Hong Kong 21 heiósktrt
Jerúsalem 9 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Las Palmas vantar
Lissabon 13 rigníng
London 12 skýjað
Los Angeles 25 akýjað
Luxemborg vantar
Malaga 17 akýjað
MaHorca 16 akýjaO
Miami 29 haiðskírt
Montreal +4 snjókoma
Moskva +2 skýjað
New York 8 heiðskirt
0*16 6 skýjað
París 0 skýjað
Peking 6 akýjað
Reykjavík 0 þokumóða
Rio da Janeiro 30 skýjaó
Rómaborg 18 heióskirt
Stokkhólmur 5 skýjaó
Sydney 20 rigning
Tókýó 10 haióakirt
Vínarborg 2 skýjaö
Þórshöfn 7 rigning
Pólitískar deilur um
opnunartíma verzlana
V ínarborg, 7. desember. AP.
MIKLAR pólitískar deilur hafa blossað upp í Austurríki út af
opnunartíma verzlana fyrir hátíöirnar. Ástæöan er sú að yfir-
völd í Salzburg hafa heimilað verzlunareigendum að hafa
búðir sínar opnar á morgun, laugardag.
Mesta athygli vekur ágreining- því sem honum komi ekki við, og
ur stjórnmálamanna í málinu og
hafa blöð gert mikið úr honum.
Hafa sumir stjórnmálamannanna
gengið það langt að yfirvöld í
Salzburg hafi með ákvörðun sinni
framið stjórnarskrárbrot og farið
langt út fyrir valdsvið sitt.
Alfred Dallinger félagsmálaráð-
herra, sem jafnframt er formaður
samtaka starfsfólks sem vinnur
hjá einkafyrirtækjum, hefur kraf-
izt þess að yfirvöld í Salzburg
dragi ákvörðun sína ti) baka og
hótað mótmælaaðgerðum af hálfu
samtaka sinna.
Norbert Steger viðskiptaráð-
herra hefur sagt opinberlega að
Dallinger eigi ekki að skipta sér af
varð það Alois Mock leiðtoga
stjórnarandstöðunnar tilefni til að
krefjast þess að Steger yrði settur
af.
Lög um opnunartíma verzlana í
Austurríki eru mjög ströng, og að-
eins er heimilt að hafa verzlanir
opnar eftir kl. 12.30 á laugardög-
um næsta laugardag á undan jól-
um. Yfirvöld í.Salzburg töldu hins
vegar alla aðila hagnast á því að
bæta við einum opnunar-laugar-
degi en sú ákvörðun hefur dregið
mikinn dilk á eftir sér og sér ekki
fyrir endan á þessari deilu. En
hvað sem því viðvíkur bendir ekk-
ert til þess að ákvörðuninni verði
breytt.