Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.12.1984, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Mæðrastyrksnefnd: Fleiri beiðnir og minna fé Mæðrastyrksnefnd mun á mánudag hefja sína árlegu út- hlutun á fatnaði fyrir jólin og verður úthlutað í Garðastræti 3, mánudaga, þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—6. I*ar er einnig tek- ið á móti fötum. Mæðrastyrks- nefnd hefur nú í 55 ár veitt þeim, sem erfitt eiga, aðstoð fyrir jólin í formi fatnaðar eða peninga. Sagði Unnur Jónasdótt- ir, formaður nefndarinnar, að greinilega væri mikil þörf nú. Beiðnirnar væru fleiri en áður, en minna hefði ennþá borist af peningum. Sú úthlutun fer fram á skrifstofu Mæðrastyrksnefnd- ar og er skilyrðum háð. Sagði Unnur að þegar hefði borist mikið af góðum fatnaði. En mjög bagalegt væri hve peningagjafir bærust Mæðra- styrksnefnd seint þótt þær kæmu, oft sendar með gíró- seðlum og næðu ekki til við- takenda fyrir jólin. En þá er þörfin einmitt mest hjá skjólstæðingum Mæðrastyrks- nefndar. í fyrra var úthlutað peningum til um 300 einstakl- inga og fjölskyldna og miklu af fatnaði. Eru flestir þeir sem til Mæðrastyrksnefndar leita ör- yrkjar, einstæðar mæður með börn og sjúklingar, oft sama fólkið þannig að Mæðrastyrks- nefnd þekkir skort þess. Nú sagði Unnur að þörfin væri geysimikil, enda allt orðið mjög dýrt, einkum matvæli. „Mæðrastyrksnefnd hefur notið mikills traust og velvild- ar bæjarbúa, sem hafa ávallt gefið föt og fé til úthlutunar til samborgaranna, sem á því þurfa að halda," sagði Unnur. Síðan 1940 hefur Mæðrast- yrksnefnd ávallt veitt ókeypis lögfræðiþjónustu, sem margar konur hafa notfært sér. Nú tekur Sigrún Benediktsdóttir, lögfræðingur á móti fólki kl. 10—12 á mánudögum. Morgunblaöið/Emilfa. Unnur Jónsdóttir, formaóur Mæórastyrksnefndar (t.h.) og Gudlaug Run- ólfsdóttir gjaldkeri og skrifstofumaður nefndarinnar. Jólapottar Hjálp- ræðishersins Byggðasjóður lánar 20 milljón- ir til fiskeldis NÚ ERU enn að koma jól, og það er orðinn fastur siður í jólaundirbún- ingi margra íslendinga að láta af hendi rakna í jólapotta Hjálpræðis- hersins. Um allan heim er Hjálpræð- isherinn með söfnun sem þessa fyrir jól. Jólasöfnunin í Englandi byrjaði laugardaginn 1. desember, og gat þá víða að líta lúðrasveitir Hjálpræðis- hersins sem spihiðu jólalög meðan aðrir stóðu með söfnunarbauka. Við erum ekki jafn snemma á ferðinni hér heima, en munum byrja söfnun okkar um og eftir þessa helgi. Föstu- daginn 7. desember komu jólapott- arnir út á götur Reykjavíkurborgar, laugardaginn 8. desember hefst söfnunin á Akureyri og eftir helgi verður hafist handa á fsafírði. Á jólapottunum stendur: „Hjálpið okkur að gleðja aðra“, og hafa þessi einkunnarorð verið undirstaða söfnunar okkar öll ár- in. Vegna þess, að íslendingar hafa verið duglegir við „að láta sjóða I pottunum" á undanförnum árum hafa margir einmana og heimilislausir getað notið matar og ánægjulegra stunda í Herkast- alanum. Margir hafa einnig fengið jólaglaðning eða föt fyrir jólin. Einnig hafa margir leitað til okkar á öðrum tímum ársins og við höfum af fremsta megni reynt að veita einhverja aðstoð. Ég er þess fullviss, að íslend- ingar munu einnig í ár „hjálpa okkur að gleðja aðra“ þó svo að fjárhagur margra sé erfiður. Ég vil einnig minna á, að Jólaherópið er nú komið út, og er hægt að kaupa það hjá Jólapottunum. Verðið á því er kr. 50.00. í því eru margar jólasögur og annað lesefni bæði fyrir fullorðna og börn. Einnig eru útklippumyndir og annað, sem börnin geta dundað við að klippa út og lita í jólafríinu. Ég vil óska landsmönnum öllum blessunar Drottins við undirbún- ing jólanna og bið þess, að við megum öll öðlast friðsæla og blessunarríka jólahátið. Daníel Óskarsson Mennirnir komnir fram EKKERT verður úr því að Flug- félag Norðurlands sendi flugvél til þess að leita að veiðimönnun- um tveim, sem saknað var á Grænlandi og sagt var frá hér í blaðinu um daginn. Flugfélagið fékk tilkynningu um það *. gær að mennirnir væru komnir fram heilu og höldnu. Höfðu skilað sér heim aftur án nokkurrar að- stoðar. NÝLEGA veitti Byggðasjóður lán til 10 fiskeldisstöðva samtals að fjárhæð 20 milljónir. l*essar 20 milljónir eru hluti af því fjármagni sem útvegað var til ýmissa verk- efna eftir samkomulag stjórnar- flokkanna um efnahagsmál í lok maí sl. Tunglsljós hamlar loðnu- veiðum LOÐNUVEIÐI hefur verið mjög lítil undanfarna daga, ýmist vegna brælu eða tunglsljóss. í mikilli birtu stendur loðnan of djúpt til að hún sé veiðanleg. Engin veiði var á fimmtudag, aðallega vegna brælu og klukk- an 17 í gær höfðu aðeins fjögur skip tilkynnt um afla: Bergur VE, 280, Þórshamar GK, 500, Fífill GK, 220, og Höfrungur AK 280 lestir. Canon- sýning VERSLUNIN Týli, Austur- stræti 3, gengst í dag fyrir kynningu á Canon-ferðamynd- bandstækjum og upptökutækj- urp. Einnig verður boðið upp á ókeypis skoðun á Canon- myndavélum. Elliðaárnar: Dagurinn á 3.100 kr. Á FUNDI sinum fyrir skömmu samþykkti stjórn veitustofnana í Reykjavík að veiðileiga í Elliðaánum næsta sumar skuli vera 3.100 krónur á dag fyrir hverja stöng. Er það 29,2% hækkun frá því sem var í sumar. Stærstu lánin fengu fiskeld- isstöðvarnar Laxalón sf. við Reykjavík og Islax hf. á Naut- eyri í ísafjarðardjúpi, 4 milljón- ir kr. hvor stöð. Fiskræktarstöð Vesturlands hf. í Hálsasveit í Borgarfirði fékk 2.550 þúsund, Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði 2,5 milljónir og Fiskeldi Grindavíkur hf. 2 millj- ónir. Laugarlax hf. í Laugardal fékk 1,5 milljónir kr. en Lax hf. í Tálknafirði og stöð Ásgríms Pálssonar á Stokkseyri 1,2 millj- ónir hvor stöð. Fyrirtækið Öl- unn hf. á Dalvík fékk 700 þús- und og Þórslax hf. í Tálknafirði 350 þúsund kr. Guðmundur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri lánadeildar Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, sagði í samtali við blm. Mbl. að lánin væru veitt til 12 ára. Þau væru afborgunarlaus fyrstu þrjú árin en bæru fulla vexti. Lánin hefðu einkum verið veitt til miðlungsstórra stöðva enda hefði þetta fé engan veginn dug- að til að fjármagna stórfyrir- tæki á þessu sviði. Hinsvegar væri stefnt að því að útvega meira fé á næsta ári til að lána til fiskeldis. Lars Emil Árnason opnaði í gær myndlistasýningin á Mokka-kaffí við Skólavörðustíg. Lars Emil er Reykvíkingur, fæddur 1962, og stundaði nám i Myndlistaskóla Reykjavíkur, Handíða- og myndlistaskóla íslands og við Akademie voor beeldende Kunst, Enschede, Hollandi. Lars Emil hefur tek- ið þátt i samsýningum heima og erlendis og er þetta fyrsta einkasýning hans hérlendis. Myndirnar á sýningunni eru unnar í blandaða tækni og eru allar frá þessu ári og hluti þeirra unninn sem bóka- skreytingar. Myndirnar eru allar tii sölu. Kveikt á Oslóar- trénu SUNNUDAGINN 9. desember verður kveikt á jólatrénu á Aust- urvelli. Tréð er að venju gjöf Oslóborgarbúa til Reykjavíkur, en Oslóborg hefur nú í rúm 30 ár sýnt borgarbúum vinarhug með þess- um hætti. Athygli er vakin á því, að nú hefst athöfnin aðeins fyrr en undanfarin ár eða kl. 15.00 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en ljósin á trénu verða tendruð kl. 15.30. Sendiherra Noregs á íslandi, Annemarie Lorentzen, mun afhenda tréð, en Davíð Oddsson, borgarstjóri, veitir trénu viðtöku fyrir hönd borg- arbúa. Athöfninni lýkur með því að Dómkórinn syngur jóla- sálma. Að því loknu hefst barna- skemmtun á Austurvelli. Bíóhöllin sýnir teiknimyndina „Eldar og ís“ BÍÓHÖLLIN sýnir um þessar mund- ir kvikmyndina „Eldar og ís“, „Fire and Ice“, sem er teiknimynd gerð af Ralph Bakshi. Myndin gerist á tímum, þegar ísöld virðist ætla að umlykja hnöttinn. Mannfólkið flýr inn í skóga hitabeltisins og kýs að dvelja sem næst eldfjöllunum, en þar er síðasta hlýjan, sem því stendur til boða áður en miskunn- arlaus kuldinn umlykur það — svo segir m.a. í kynningu kvikmynda- hússins á myndinni, sem er í lit- um. _ * Lars Emil Arna- son sýnir á Mokka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.