Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Nýja Reykjanesbrautin: Tilboð Hagvirk- is var 50 % undir kostnaðaráætlun NÝLEGA voru opnuð tilboð í lagningu Reykjancsbrautar, frá Vífilsstaðavegi að Breiðholtsbraut í Mjóddinni. Níu tilboð bárust og voru þau öll lægri en kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins. Lægsta tilboðið var frá Hagvirki, 16,6 milljónir króna, sem er um 50%af kostnaðaráætluninni. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, sagði í samtali við Mbl. að fyrirtækið byggði frumáætlan- ir sínar á því að vinna verkið hratt. Notaðar yrðu stórvirkar vinnuvélar sem þessa dagana væru að ljúka verkefnum sínum við Kvislaveitu. Sagði Jóhann fyrirhugað að byrja á verkinu strax eftir áramótin og ljúka því fyrir næsta haust. í útboði Vega- gerðarinnar var hins vegar gert ráð fyrir skilatíma í maí 1986. Vegarkaflinn er um 3,5 km að lengd. Lagning bundins slitlags á veginn er ekki inni í útboðinu. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar hljóðaði upp á 32,8 milljónir kr. Næstlægsta tilboðið var frá Loft- orku, 19,2 milljónir. Hæsta tilboð- ið hljóðaði upp á 29,7 milljónir eða um 90% af kostnaðaráætlun. Að sögn Jóns Rðgnvaldssonar hjá Vegagerðinni hefur ekki verið gengið til samninga um verkið, en bjóst hann við að það yrði gert í næstu viku. Myndin sýnir hvar nýja Reykjanesbrautin endar við Vífilsstaðaveg og svæðið sem hún verður lögð eftir, en hún tengist Breiðholtsbraut f Mjóddinni. Ljósmynd/Friðþjófur. Rauði kross íslands 60 ára Rauði kross íslands heldur í dag bítíðlegt 60 ára afmteli sitt Af því tilefni er kominn hingað til lands aðalframkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða kross-félaga, Hans Höeg. Sést hann hér í hópi íslenskra Rauða kross-manna í gærkvöldi. Talið frá vinstri: Björn Tryggvason, Benedikt Blöndal, Hans Höeg og Björn Frið- finnsson. 760 þúsund lestir af loðnu hafa veiðzt á árinu: Búið að veiða upp í aflamark á þorski Ekki horfur á að aflamark annarra tegunda náist YFIR.STANDANDI ár er þegar orðið eitt mesta aflaár í sögu landsins. Um síðustu mánaðamót var heildaraflinn orðinn 1.367.258 lestir. Aðeins árin 1978 til 1981 hefur heildaraflinn orðið meiri en þegar er orðið, en þá var hann á bilinu 1.434.595 lestir til 1.640.688 lestir. Nú munar mestu um rúmlega 760.000 lesta loðnuafla en í fyrra nam hann á sama tíma 63.107 lestum. Botnfiskaflinn er á hinn bóginn nú um 22.000 lestum minni en í fyrra og lítur út fyrir að leyfilegt aflamark marki nánast náð. Þorskaflinn í nóvember var 1.356 lestum meiri en í sama mán- uði í fyrra, afli báta var nú 2.635 lestum meiri, en togara 1.279 lest- um minni. Annar botnfiskafli er hins vegar 536 lestum meiri nú. Það, sem af er árinu, hefur þorskaflinn dregizt saman um rúmar 20.000 lestir og er sá sam- dráttur allur hjá bátum og gott betur, þar sem þorskafli togara er náist ekki nema í þorski, en þar er nú tæpum 3.000 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. Annar botn- fiskafli er nú 21.703 lestum minni en á sama tíma í fyrra, hjá bátum tæplega 6.000 lestum minni og hjá togurum tæplega 16.000 lestum minni. Síldaraflinn um mánaða- mótin var 5.807 lestum minni en í fyrra. Heildaraflinn var um mán- aðamótin orðinn 1.367.258 lestir á móti 714.183 lestum í fyrra eða 653.075 lestum meiri. Þorskaflinn um mánaðamótin var orðinn 256.264 lestir, en leyfi- legt aflamagn var 257.000. Fyrstu 10 mánuði ársins var ýsuaflinn orðinn um 40.000 lestir (65.000), af karfa 98.000 (119.000), af ufsa 56.000 (77.000) og grálúðu 27.000 (32.000) lestir. Leyfilegt aflamagn er í svigunum. Miðað við afla þess- ara tegunda tvo síðustu mánuði síðasta árs lítur út fyrir að leyfi- legt aflamagn þessara tegunda ná- ist ekki. Það stefnir því í að 19.000 lestir vanti upp á ýsukvótann, 16.000 á ufsakvótann, 8.000 á karfakvótann og 4.000 upp á grá- lúðukvótann. Verði þorskafli í des- ember sá sami og í fyrra verður heildaraflinn 268.000 lestir eða 11.000 umfram leyfilegt magn. Ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn: Olíumengaði saltfiskurinn úr Stuðlafossi: Engar breytingar án samkomulags allra aðila — sagði Þorsteinn Pálsson á miðstjórnarfundi Á MIÐffTJÓRNARFUNDI Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn þriðjudag skýrði Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, frá því að hann hefði sagt Þorsteini Pálssyni, formanni Sjáifstæðisflokksins, frá því tveimur til þremur mánuðum eftir landsfund flokksins, sem haldinn var í nóvember 1983, að sér væri það ekki fast í hendi að vera ráðherra. Gaf Matthías þá til kynna, að hann yrði tilbúinn til að standa upp úr ráðherra- stólnum nú í haust. Á fundinum staðfesti Þorsteinn Pálsson, að þetta væri rétt. Matthías Bjarnason sagði, að formaður flokksins hefði þá sagt við sig, að þetta leysti í sjálfu sér engan vanda. Matthías sagði síð- an, að eftir þetta hefði byrjað óskaplegur „draugagangur" í Sjálfstæðisflokknum eins og hann orðaði það. Og umtal orðið um það að reka ætti menn úr ríkisstjórninni. Málum væri svo komið nú að hann væri alls ekki tilbúinn til að standa upp úr sín- um ráðherrastóli. Það væri langt frá því. Hann hefði ekki gleymt Seltjarnarnessræðu Friðriks Sophussonar, varaformanns flokksins. Formenn flokka hefðu ekki alltaf setið í ríkisstjórn. Til dæmis hefði ólafur Thors verið utan stjórnar, Jónas Jónsson frá Hriflu og Hermann Jónasson. Þorsteinn Pálsson lýsti þeirri skoðun sinni á fundinum, að hann hefði talið það rétt eftir landsfund flokksins að starfa utan ríkisstjórnar og hann sæi ekki eftir þeirri ákvörðun. Það væri rétt að Matthías Bjarnason hefði greint sér frá því síðastlið- ið vor, að hann væri til með að hætta í ríkisstjórn í haust. Itrek- aði Þorsteinn að hann teldi það ekki leysa neinn vanda. Sér væri ekkert kappsmál að fara í ríkis- stjórn en hann væri auðvitað reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem starf hans sem formaður flokksins krefðist. Hann hefði lagt það pólitíska mat sitt, að eftir byltuna i kjarasamningun- um yrði að styrkja stjórnina fyrir ráðherra flokksins snemma i nóvember. Við þvi hefði hann ekki fengið neitt svar. Þá lagði Þorsteinn Pálsson áherslu á að. hann mundi ekki stuðla að þvi eða gera neina tillögu um breyt- ingu á stöðu Sjálfstæðisflokks- ins í þessari ríkisstjórn með átökum, annað hvort yrði það gert í samkomulagi og sam- kvæmt tillögu ráðherra flokks- ins eða ekki. Ónýtar 25 lestir að verðmæti 2 milljónir Hugsanlegur aukatollur 4 milljónir VeNtmannaeyjum, 7. desember. í DAG voru hér fulltrúar SÍF, mats- menn og tjónaskoðunarmenn, til þess að skoða og meta skemmdir á þeim 500 tonnum af saltfiski sem skipa varð á land hér í vikunni vegna olíumengunar 1 afturlestum Stuðlafoss. Ákveðið var að fara í gegnum allan farminn í Vestmanna- eyjum en Ijóst er talið að mikill meirihluti fisksins hefur alveg slopp- ið við olíumengunina. Samkvæmt heimildum Mbl. er talið að um 5% þeirra 500 tonna sem voru í afturlestum MS Stuðla- foss, eða um 25 tonn, hafi eyði- lagst. Er það tjón metið á um 2 milljónir kr. Auk þess kemur til mikill kostnaður vegna umpökk- unar, mats og geymslu fisksins í Vestmannaeyjum. Þá er með öllu óljóst hvort undanþága fæst í Portúgai fyrir þessi 500 tonn frá 12% innflutningstolli sem kemur til framkvæmda þar í landi þann 12. desember. Tollur af þessu magni, kæmi hann til, yrði um 4 milljónir kr. —hkj. Ríkissjóður: 200jþús. kr. til RKÍ-söfnunar RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sín- um í gærmorgun að leggja fram 200 þúsund kr. í söfnun Rauða Kross ís- lands til bágstaddra í Eþíópíu. Rauði Krossinn á íslandi fór fram á að ríkissjóður legði fram sinn skerf til söfnunarinnar og samþykkti rfk- isstjórnin að leggja fram sömu upp- hæð og Rauði Kross fslands leggur sjálfur fram til söfnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.