Morgunblaðið - 08.12.1984, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
WCISMflít
t/ Sv/orvcx. -for þcL um þessíx kem'ii^u (=> i
aijöri irt 5e- hnottur."
«3
l>ið hljótið að geta ekið því
alla leið, það eru hjól undir
því.
HÖGNI HREKKVÍSI
//Vl£> EZUAA AO TAICA TlL Á HÁAUOFTINU./ "
Alþýðuskólinn á Eiðum
H-S. skrifar:
„í fyrra, 1983, varð Eiðaskóli
100 ára. Þá var haldin þar hátíð og
þá kom út bókin „Alþýðuskólinn á
Eiðum“ eftir Ármann Halldórsson
rithöfund og fyrrverandi kennara
á Eiðum og er skemmst frá því að
segja að þetta er fróðleg, bráð-
skemmtileg og falleg bók.
Árið 1958, á 75 ára afmæli skól-
ans, var haldin vegleg hátíð á Eið-
um, sem mjög var vandað til. Þór-
arinn Þórarinsson var þá skóla-
stjóri. Þetta ár kom út Eiðasaga
eftir Benedikt Gíslason frá Hof-
teigi, mikið rit, 500 blaðsíður, und-
irstöðuverk, þar sem rakin er saga
staðarins frá fyrstu tíð og saga
skólans til þessa tíma 1958. En á
Eiðum var búnaðarskóli frá 1883
til 1919 að hann var lagður niður
og Alþýðuskólinn stofnaður. Sam-
kvæmt frásögn Ármanns var það í
upphafi meining hans og áform að
skrifa aðeins sögu skólans þau 25
ár sem liðin voru frá því að Eiða-
saga Benedikts var skráð. En sem
betur fór breyttist þetta í meðför-
um og varð að allri sögu Alþýðu-
skólans. Að auki við sögu skólans
er í þessari bók nemendatal allra
sem verið hafa í Alþýðuskólanum,
það gerði Valgerður Gunnarsdótt-
ir kennari. Líka er þarna frásögr
um 100 ára afmælishátíðina eftir
Ragnheiði Helgu Þórarinsdóttur.
Síðast er svo bókarauki stórmerk-
ur, „Eiðaskógur að fornu og nýju“
eftir Þórarin Þórarinsson fyrrver-
andi skólastjóra á Eiðum, þann
mann sem best af öllum kunni á
þessu skil. Þórarinn er og hefur
lengi verið mikill áhugamaður um
skógrækt og á vafalaust mestan
þátt í því að á Eiðum er nú eitt
stærsta samfellt skógræktarsvæði
á landinu, girt og alfriðað.
í þessari Eiðabók er líka mikill
fjöldi fallegra mynda og teikn-
inga, sem gefa henni mjög aukið
gildi. Pappír og allur frágangur er
með ágætum. Stundum hittir
maður á götunni gamla Eiðamenn,
Héraðsmenn og fleiri velunnara
Eiðaskóla, sem útkoma þessarar
bókar hefur alveg farið framhjá.
Þess vegna er vakin á henni at-
hygli hér og nú. Ég endurtek: Bók-
in er falleg og skemmtileg, enginn
gat skrifað svona bók nema Ár-
mann Halldórsson. Hafi hann
heila þökk fyrir og allir aðrir sem
lögðu hér hönd að verki.“
Þakkir til nemenda
Leiklistarskólans
Þakklátur leiklistarunnandi
skrifar:
„Eg vil færa nemendum úr efsta
bekk Leiklistarskóla íslands og
stjórnanda þáttarins, Sjónvarpinu
svo og öðrum sem hlut eiga að
máli bestu þakkir fyrir alveg frá-
bæran flutning á þættinum
Reykjavík er perla, sem fluttur
var í sjónvarpinu 1. des. sl. Leikar-
arnir allir upp til hópa, ungt
myndarlegt og umfram allt
hressilegt fólk, skiluðu hlutverk-
um sínum með miklum sóma. Þar
fór saman ágæt framsögn, örugg
túlkun efnisins og hressandi and-
blær. Á meðan leikhúsin hér í höf-
uðborginni og út á landsbyggðinni
geta sótt í raðir leiklistarhóps sem
þessa þurfa þau engu að kvíða. Að
mínu áliti er þetta með bestu þátt-
um um íslenskt efni sem sjónvarp-
ið hefur flutt á þessu ári. Mættum
vi fá meira að sjá og heyra. í
framhaldi af þessu get ég ekki
stillt mig um að bera fram þá ósk
við þennan efnilega hóp nemenda
Leiklistarskóla íslands og Stefán
Baldursson leikstjóra að farið
verði inn á fjalirnar og fært upp
eitthvert gott og skemmtilegt
stykki, mætti vera létt og fjörugt
með söngívafi einhver „perla“ úr
leiklistarbókmenntunum sem lýsti
okkur í skammdeginu. Bestu
þakkir."
Hættum að kaupa smjör
llrönn Hafliðadóttir, Stigahlíð mælinn, svo að út úr flóði. Und-
6, skrifar: anfarin ár hefur smjörið verið
„Mig langar til að biðja þig að einasti lúxusinn, sem reynt hef-
hjálpa mér til að koma á fram- ur verið að veita sér og sínum, en
færi við allar húsmæður og aðra nú er það búið. Allar konurnar á
þá, er heimili halda, að hætta að mínum vinnustað eru mér sam-
kaupa smjör., Þessi síðasta mála. Sem sagt: Hættum að
hækkun er sá dropinn er fyllti kaupa smjör!“
Hefur
helsingja-
drápið verið
rannsakað?
Áilv. skrifar:
„Fuglavinir hafa látið í sér
heyra í Mbl. undanfarið og ekki að
ástæðulausu. Álftin sem leðurólin
var sett á og vængbrotin. En þá
mundi ég allt í einu eftir því að í
sumar er leið sagði Mbl. frá
fjöldadrápi á helsingjum norður í
Skagafirði. Mbl. hefur ekki fylgt
þessu eftir. Spurningin er því
þessi: Hvað hafa yfirvöld nyrðra
gert í þessu máli, sem skiljanlega
var talið óhæfuverk hið mesta.
Þar eð ég hef þá trú að blöðin
skapi aðhald, vil ég biðja Mbl. að
kanna þetta mál og hvað því mið-
ar áfram í okkar flókna dóms-
kerfi.“