Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
33
Útgefandi tllltlfeifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoóarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið.
Hvaða
vaxtastefna?
Ríkisstjórnin hefur mælst
til þess að Seðlabankinn
fresti aö minnsta kosti um viku
að ákveða nýja vexti. Þessa
frestbeiðni ríkisstjórnarinnar
má rekja til þess að innan
stjórnarflokkanna eru menn
ósáttir við að vextir hækki. í
því efni bera menn hag skuld-
ara fyrir brjósti og vísa þá
jafnan bæði til húsbyggjenda
og útgerðarmanna. Astæðu-
laust er að gera lítið úr vanda
þeirra sem bera þunga skulda-
bagga og auðvitað hijóta þeir
að vera andvígir því að vextir
hækki. Vaxtabyrði húsbyggj-
enda geta stjórnmálamenn
leyst með svonefndum félags-
legum aðgerðum hafi þeir til
þess vilja. Því miður verður að
segja þá sögu eins og hún er, að
Alexander Stefánsson, þing-
maður Framsóknarflokksins
og húsnæðismálaráðherra, hef-
ur alls ekki tekist þannig á við
húsnæðismálin að það sam-
rýmist stefnuyfirlýsingum
stjórnarflokkanna fyrir kosn-
ingarnar. Og skuldbreytingar-
stjórn Halldórs Ásgrímssonar í
sjávarútvegsmálum ber þess
ekki merki að fylgt sé mark-
vissri stefnu á því sviði.
Vandi skuldara eykst að
sjálfsögðu við að vextir hækki,
þó er í tillögum Seðlabankans
að finna hugmyndir um að
draga úr þessum vanda með
því að lækka vexti á verð-
tryggðum lánum. Hitt hefur
verið bent á hér í blaðinu af dr.
Sigurði B. Stefánssyni, að þrír
fjórðu hlutar innlána í bönkum
og sparisjóðum eru í eigu ein-
staklinga. Aðeins fjórðungur
innlána er í eigu fyrirtækja. Á
hinn bóginn er aðeins fjórð-
ungur útlána hjá einstakling-
um og þrír fjórðu hjá fyrir-
tækjum. Hag þeirra einstakl-
inga sem eiga fé í bönkum
mega stjórnendur landsins
ekki gleyma. Þá mega þeir ekki
heldur gleyma því að takist
ekki að auka innlenda spari-
fjármyndun verðum við alfarið
háðir erlendu lánsfé og verðum
að sæta kjörum sem hvorki
ráðast af vilja þingflokka né
ríkisstjórna á íslandi. Vaxta-
greiðslur til útlanda nema nú
nálægt átta þúsund krónum á
mánuði á hverja fjögurra
manna fjölskyldu.
Launa-kollsteypan í haust
hefur sett stjórnarstefnuna úr
skorðum. Fyrir kollsteypuna
fylgdi ríkisstjórnin vaxta-
stefnu sem miðaði að því að
auka innlendan sparnað. Hefur
ríkbistjórnfn horfíð frá þessari
; steljnu' )eftir ‘gengisfdlingar-
samijSngatof írýgfeyi’ Páisson,
fraWkvælndástjófi fjármála-
sviðs 'Landsbankans,' sagði f
Morgúnblaðinu í fyrradag, að
yrðu vextir ekki hækkaðir þá
væri hætt við auknum útlána-
þrýstingi og minni hvata til
sparnaðar: „Sparifjáreigendur
fylgjast betur með en áður var
og eru snöggir til viðbragða,"
segir Tryggvi Pálsson réttilega.
Eins og áður sagði á ríkis-
stjórnin að framfylgja stefnu
sinni í húsnæðismálum og
standa að lausn sjávarút-
vegsvandans en hún verður
einnig að fylgja markvissri
vaxtastefnu. Hið versta sem
fyrir stjórnmálmenn kemur er
að tapa áttum, hætta að geta
skipað málum í forgangsröð
eftir mikilvægi þeirra. Verði
haldið þannig á vaxtamálum að
enginn hafi hag af því að
ávaxta fé í bönkunum eru
stjórnmálamennirnir að afsala
sér í hendur erlendra banka-
stjóra ákvörðunarvaldinu um
þróun peningamála á íslandi.
Hækkun
söluskatts
Þingflokkar stjórnarflokk-
anna hafa nú samþykkt
tillögu Alberts Guðmundsson-
ar, fjármálaráðherra, um að
hækka söluskatt um 0,5%. Með
þessari hækkur og hertri inn-
heimtu hyggst fjármálaráð-
herra afla ríkissjóði 250 millj.
kr. tekna á næsta ári. Engu að
síður spáir fjármálaráðherra
því að hallinn á fjárlögum
næsta árs verði 600 til 700
millj. kr.
Ríkisstjórnin ætlar að lækka
tekjuskatt um 600 milljónir. Til
að draga úr tekjumissinum er
söluskatturinn hækkaður.
Þessari staðreynd mega menn
ekki gleyma þegar þeir rifja
upp í huga sér kosningaloforð-
in um að hækkun skatta sé
fráleitt úrræði. Fróðlegt væri
að stjórnmálamennirnir legðu
fram yfirlit um það, hvernig
þessi tilfærsla í skattkerfinu
frá beinum skatti til eyðslu-
skatts lendir á einstaklingun-
um sem undir þessu öllu
standa.
Enginn fagnar því að sölu-
skattur er hækkaður. Ekki eru
þó miklar líkur á andstöðu við
hækkunina á þingi. Hinn ný-
kjörni formaður Alþýðuflokks-
ins, Jón Baldvin Hannibalsson,
vill til að mynda ganga mun
lengra á söluskattsbrautinni og
afnema allar undarþágur und-
an skattinum, svo sém.á mat-
væluyn. 'Skatthyggj ú-flekkajrn-
ir. vingtrá nJegiri v|ð- AÍþýðu-' -
floklyiírt ættu þýr síftur aþ^Ba
andvjgir þgrt-i - tjUcjgtL ijjfeF-. i
máiajráðhefra áejrt stjóCijBf-
flokkarnir hafa nú samþýkkt:
Álit nefndar menntamálaráðuneytisins:
íslensk tunga í
ríkisfjölmiðlum
í maí 1978 ályktaði Alþingi að
fela ríkisstjórninni að sjá svo um,
að kennsla og fræðsla í Kíkisút-
varpinu í öllum greinum móður-
málsins verði efld. Þá ályktaði Al-
þingi í maí 1984 að fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um að í
ríkisfjölmiðlum og í grunnskóla-
námi verði aukin rækt lögð við
málvöndun og kennslu í fram-
burði íslenskrar tungu.
Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra, skipaði
nefnd til að gera tillögur um mál-
vöndun og kennslu í framburði ís-
lenskrar tungu í ríkisfjölmiðlum.
Til starfsins voru fengnir Árni
Böðvarsson, málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins, Guðmundur Ingi
Kristjánsson, dagskrárfulltrúi, og
Guðmundur B. Kristmundsson,
námstjóri.
Hinn 16. nóvember síðastliöinn
lögðu nefndarmenn fram álit, sem
er afrakstur af starfi þeirra. Það
birtist hér í heild.
Inngangur
Af sjálfu leiðir að mjög mikil
samræming málfars hlýtur að
koma í kjölfar svo öflugra fjöl-
miðla sem útvarps og þá einkum
sjónvarps. Við teljum það skipti
verulegu máli hvernig sú sam-
ræming verður og að unnt sé að
hafa nokkra stjórn á henni með
því að beita þessum fjölmiðlum i
því skyni.
Af ástæðum sem hér skulu ekki
raktar erum við andvígir því að
stefnt sé að einhvers konar sam-
ræmdum ríkisframburði sem
óhjákvæmilega yrði fljotlega tal-
inn hinn eini rétti, eða að minnsta
kosti besti. Þvert á móti teljum við
einsýnt að stuðla beri að varð-
veislu ýmissa sérkenna málsins og
hlynna á fjölbreytni þess eftir
landshlutum. Fjölbreytni vandaðs
máls á að fá að njóta sín.
Stóraukin eðlileg samskipti ís-
lendinga við aðrar þjóðir breyta
aðstöðu íslenskrar tungu verulega,
en eiga jafnframt að gera hana
hæfari til að gegna hlutverki sínu
að vera tjáskiptamiðill menning-
arþjóðar. Einkum er brýnt að
unga kynslóðin fari ekki að líta á
neitt erlent mál sem sjálfsagðan
þátt í lífi sínu. Því þarf sterklega
að varast of einhliða notkun eins
erlends máls, eins og ensku á
okkar dögum, við flutning menn-
ingar- og skemmtiefnis í fjölmiðl-
um.
Við höfum unnið starf okkar í
nefndinni með þessi viðhorf í
huga, og í samræmi við ályktun
Alþingis frá 22. maí 1984 stefna
tillögur okkar að því:
1. að efla þau viðhorf almennings
að telja vandað íslenskt mál
óhjákvæmilegan þátt í kurteis-
legri umgengni og sjálfsagðan
hluta umhverfisins,
2. að beita í ríkisfjölmiðlum auk-
inni og markvissari fræðslu til
málræktar,
3. að allt sem frá ríkisfjölmiðlum
kemur skuli vera til fyrirmyndar
um viðeigandi málfar.
Flestir munu sammála um að
fyrr eða síðar verði fleirum en
Ríkisútvarpinu leyft að útvarpa og
sjónvarpa hérlendis. í því sam-
bandi er rétt að hafa í huga að í
upphafi íálértáltra* bláðamennsku
'voru fh!8tir>riíít|óJ-arrtiT o(j blaða- *
mennirrtir .rjtsmlKdgar rtg skör-
ungar um málfar. Þeir höfðu bæði
kunnáttu og vilja til að vanda
málfar sitt. Ekki er líklegt að söm
verði viðhorf og geta allra semj-
enda og flytjenda efnis á íslensku
í nýjum útvarpsstöðvum nú, né
heldur viðhorf þeirra sem fyrir
stöðvunum standa.
Með þetta í huga verður sú þörf
enn brýnni að ríkisfjölmiðlar
gangi á undan með fyrirmynd um
málfar, bæði orðafar og framburð.
Nauðsyn á fræðslu verður einnig
ríkari eftir því sem áhrif fjölmiðla
á málfar gerast meiri.
Því miða hugmyndir okkar
einkum að tvíþættu starfi, að
fræðslu meðal starfsfólks ríkis-
fjölmiðla og meðal almennings.
Tillögur um fræöslu
starfsfólks ríkisfjölmiöla
1. Haldin verði tvö námskeið ár-
lega fyrir starfsfólk þar sem fjall-
að sé um orðafar, framburð, orð-
skipan og annað það sem að gagni
getur komið.
2. Þá sé lausráðnu dagskrárgerð-
arfólki séð fyrir nauðsynlegri
fræðslu, annaðhvort í formi nám-
skeiða eða einstaklingsfræðslu.
3. Fræðslan sé á ábyrgð mál-
farsráðunautar. Ef slík fræðsla
fer fram utan reglulegs vinnutíma
viðkomandi starfsmanns fái hann
greitt sérstaklega fyrir tímasókn-
ina.
4. Málfarsráðunautur eða annar
sérfróður maður sé á fréttastofum
Ríkisútvarpsins a.m.k. klukku-
stund fyrir útsendingu aðalfrétta.
Skal hann vera fréttamönnum til
halds og trausts og lesa yfir hand-
rit.
Tillögur um fræösluefni
Að okkar mati hentar margvís-
legt efni til fræðslu um íslenskt
mál í útvarpi og sjónvarpi. Eftir-
farandi skrá er um ýmsa þætti
sem okkur virðast heppilegir f
þessu skyni.
í stutta sjónvarps- eða hljóðvarps-
þætti, 5—10 mín., mætti hugsa sér
m.a. þetta efni:
1. Hljóðmótun. Starfsemi talfær-
anna skýrð, myndun einstakra
hljóða. Við höfum gert sýnishorn
af því hvernig mætti taka á slíku
efni svo að til gagns yrði. f beinu
sambandi við þennan efnisþátt
eru
2. framburður samfellds máls,
hrynjandi, áherslulotur og
3. framsögn, leiðbeiningar um
ýmis atriði sem snerta flutning
mælts máls.
4. Beygingafræði. Hlutverk beyg-
inga í íslensku, samanburður við
aðrar tungur. Nokkur undirstöðu-
atriði í beygingafræði. Myndræn
uppsetning sambærilegra atriða
(afleiddar myndir sagna, fallbeyg-
ing, sambeyging eða samræmi
beyginga innan sömu setningar).
5. Orðmyndun. „Orð myndast af
orði". Nýyrði, m.a. saga nokkurra
kunnra orða (t.d. sími, þota, bíll),
jafnvel kynning á nýyrðum. Um
hvað skortir helst orð?
6. Orðaval. Gildi þess að nota fjöl-
breyttan orðaforða. Hér mætti
sýna hvernig sumt í „stofnana-
máli“ hrynur saman þegar orðalag
verður skýrara (t.d. inntakslaus
tengisögn + nafnorð -► merk-
ingarbær gögn: gera rannsókná á»
e-u namtsáka eíð).* ’ *
7. Orðavaf eftir fahdshluturt^. éðá*
starfsstéttum- ' • • * '
> 4 i / i fi i 4
8. Myndræn orðtök. Gömul og ný
orðtök, bæði þau sem styðjast við
nútímasamfélag (fara í kerfi, taka
e-n á teppið) og þau sem varpa
ljósi á veruleika íslensks samfé-
lags fyrrum (fara yfrum, hlaupa
undir bagga, sigla hraðbyri).
9. Myndrænir málshættir á svipað-
an hátt.
10. Merkingarbreytingar af ýmsu
tagi, bæði góðar og vondar frá
sjónarmiði málræktar. Myndhvörf
og fleira.
11. Leiðbeiningar um máluppeldi
barna, ætlaðar öllum uppalendum.
Við teljum brýna þörf slíks efnis
sem fyrst.
í lengri sjónvarps- eða hljóðvarps-
þáttum, 20—30 mín., mætti t.d.
hugsa sér þetta efni:
12. Máltaka. Hvernig læra börnin
málið? íslenskar rannsóknir á ál-
töku eru komnar vel á veg. Áhrif
umhverfis á máltöku (sbr. 11. at-
riði).
13. Saga íslenskrar tungu, sennilega
allmargir þættir, því að þeir yrðu
að miðast við almenning, ekki sér-
fræðinga. Hvernig varð íslenskan
til? Heimildir um málfar fyrri
tíma (rúnir, handrit, rímskorður).
Hvernig var málfar landnáms-
manna? Tengsl við önnur mál að
fornu og nýju. Atriði sem hafa
skipt sköpum um örlög tungunnar
(ritunarhneigð manna, kveðskap-
ur, þýðingarstarf manna eins og
Guðbrands Þorlákssonar). Breyt-
ingar á orðavali og merkingum.
Breytingar á beygingum. Breyt-
ingar á framburði.
14. Skáldamál. Hefðbundinn
kveðskapur, órímuð ljóð. Brag-
fræði (ljóðstafasetning, kveður,
rím, vísnakeppni?) — Skáldamál,
skáldaleyfi. Saga íslensks kveð-
skapur. Kynning á skáldum Iif-
andi og látnum. Hví ekki endur-
vekja þáttinn Ljóð mánaðarins?
15. Skáldsagnaritun. Höfundar
kynntir. Stefnur í bókmenntum.
Einkenni bókmennta á ýmsum
tímum.
16. Barnabækur. Kynning á ís-
lenskum barnabókum, a) fyrir
börn, b) fyrir uppalendur; gildi
barnabóka í máluppeldi. Þessum
þætti er að okkar mati brýnt að
sinna hið fyrsta.
17. íslensk leikrit, saga þeirra og
einkenni.
Fleira efni viljum við nefna án
þess að við höfum gert okkur grein
fyrir hvort það hentaði betur í
stutta eða langa þætti:
18. Handritaíestur, leturfræði.
Jóhannes Arason útvarpsþulur leiðbeinir ungum gesti f þularstofu hljóð-
varpsins.
Handrit sýnd og lesin. Jafnvel at-
hugandi hvort ekki ætti að lesa
með sjónvarpsáhorfendum texta
með gotnesku letri.
19. Saga íslenskrar stafsetningar.
Meginatriðin rakin, einkum þau
sem koma nútímafólki helst á
óvart. Hvaða reglur eru í gildi og
hvar er þær að finna? Álitamál í
stafsetningu.
20. Móðurmálskennsla í skólum.
Markmið og aðferðir. Leitast við
að tengja skóla og heimili. Hvað er
verið að gera í skólum?
21. Mál og tölvur. Tölvumál, ís-
lensk forrit og erlend. Geta tölvur
orðið íslensku máli til tjóns eða er
unnt að virkja kraft þeirra í þágu
málræktar?
22. Samtalstækni.
23. Fraklsluefni í hentugu formi í
rás 2, smáþætti á svipaðan hátt og
þáttinn um daglegt mál, til aö
vekja umræður og hafa áhrif.
Dæmi um kynningu
eða kennslu framburðar
í sjónvarpi
(Byrja á almennri kynningu slíkra
þátta, þáttaraðarinnar.)
Þegar við tölum, eru talfærin,
varir og tunga á óslitinni hreyf-
ingu. Með því að breyta stelling-
um eða hreyfingum talfæranna
er myndað nýtt hljóð. Ef við lok-
um vörunum verða til hljóð eins
og b, p, m, svo gróflega sé til
orða tekið, en ekki visindalega.
En ef við lokum vörunum ekki
alveg, heldur leggjum neðri vör
að efri framtönnum, verða til
hljóð eins og v, f, eða réttara
sagt [v:, f:]. Tökum dæmi um
þessi hljóð (þau þurfa ekki að
vera venjuleg orð): aba, apa,
ama, ava, afa.
(Aðstoðarmaður ber fram sömu
orð, nærmyndir sýndar af vara-
burði. Talfærahreyfing einnig
sýnd með innfelldri (?) teikni-
mynd.)
Hljóð eins og [v:, f:] eru kölluð
tannvaramælt af þvi að þau
myndast milli vara og tanna, en
b, p, m tvívaramælt af því að
þeirra staður er milli varanna
beggja: [a:ba, a:va]. Stundum
koma b eða m fram í eðlilegum
framburði þótt þessir stafir séu
ekki skrifaðir. Við segjum rétti-
lega „kébli“ og tölum um „Kébla-
vikurflugvöll". Líka er oft talað
um „nemdir“, eða „nebna“
eitthvað á „nabn“, þú „nerndir"
þetta. í þessum orðum eru borin
fram b og m, þótt skrifað sé f.
Að lokum getum við reynt að
finna hvort unnt er að bera fram
f, v öðruvísi en tannvaramælt,
það er öðruvísi en tíðkast í ís-
lensku.
(Myndir af tvívaramæltu öng-
hljóðunum [aba, apa] á sama hátt
og við v, f.)
Jú, ekki ber á öðru. En þetta eru
ekki venjuleg hljóð í munni fs-
lendinga, þó að þau séu algeng í
sumum erlendum málum. Lítum
aftur á íslensku hljóðin til sam-
anburðar:
(Tvær samhliða myndir, önnur af
tvívaramæltum, spænskum hljóð-
um, hin af tannvaramæltum og þá
merkt: íslensk hljóð.)
En hvað um tvívaramæltu hljóð-
in, b, p, m? Til gamans skulum
við reyna að leysa þrautina
gömlu: „Segðu spámanns spjarir,
svo ekki komi saman á þér var-
ir.“
(Mynd sýnd af orðunum „Spá-
manns spjarir". Tvær samhliða
talstöðumyndir, önnur tannvara
mælt lokhljóö, áletrun: „Mögulegt,
dcki notað“, þin sinlr tvívaramaplt
lolfhijöð, ^letrun! :„Eðlilegt, is-
lénsktf. þfíðþrtagsórð. irtn næjta
» þáttqgæf Áfvllt fiwirto : • ' • 4 ,.
* •»{*'*'* •'. : > * 1 ? :v - f r;
Flestum hljóðum málsins mætti
þannig gera skil í svo sem tíu slík-
um stuttum þáttum:
1. b, p, m, v, f.
2. d, t, n, ð, þ.
3- gj, kj, hj, j, k, g, x, y n.
4. hl, 1, hr, r, hn, h.
5. u, ö, ú, o.
6. í, i, e, a.
7. á, ó, æ, au, ei.
8. Áhersla og hrynjandi (hrynur).
9. Hljómfall.
10. Ýmislegt um samfellt mál.
Saga íslenskrar tungu
Saga íslenskrar tungu í einni
þáttaröð. Efninu mætti gera nokk-
ur skil í sex til átta 20 mínútna
þáttum.
Fjögur meginviðfangsefni:
Hvernig varð íslenska til?
Breytingar á orðaforða og
merkingum frá upphafi íslands
byggðar.
Breytingar á beygingum á sama
tíma.
Breytingar á framburði á sama
tíma.
Hvernig varö íslensk tunga til?
Landnáma getur þess að land-
námsmenn hafi flust hingað frá
Norðurlöndum og Bretlandseyj-
um. Ljóst er að ekki hefur verið
talað að öllu leyti sama tungumál-
ið um allt þetta svæði, þótt menn
hafi yfirleitt skilið hver anna,
nema þegar um var að ræða mæl-
endur fjarskyldra tungna, svo sem
írsku eða skosku og norrænu.
Er íslenska komin af hræringi
slíkra mála eða mállýskna? Hvað-
an komu landnámsmenn og hvar
settust þeir að? Finnum við ein-
hver merki þess í nútímaíslensku,
ensku og Norðurlandamálum að
íslenska sé orðin til við blöndun á
þennan hátt? Hvaða heimildir
höfum við um mál forfeðra okkar
á landnámsöld? Hvenær er hægt
að fara að tala um íslensku sem
sérstakt mál og þá íslendinga sem
sérstaka þjóð?
Breytingar á orðavali, merkingum og
beygingum
Málnotkun er háð atvinnuhátt-
um og menningu þjóðarinnar.
Málið þróast og breytist með sam-
félaginu sem talar það. Því hafa
margvíslegar breytingar orðið á
orðaforða og merkingum orða síð-
an um landnám. Orð hafa týnst
eða skipt um merkingu og ný orð
hafa litið dagsins ljós. Hins vegar
hafa orðið mun minni breytingar
á beygingum. Spyrja má hvort
nauðsyn sé að breyta málfræðinni
á tímum atvinnubyltingar. Hvern-
ig stendur á ýmsum slíkum breyt-
ingum sem nú eru að ryðja sér til
rúms, til að mynda breytingum á
föllum? Höfum við dæmi um
eitthvað slíkt fyrr á öldum ís-
lenskrar málssögu?
Breytingar á framburði
Ekki er unnt að stæla framburð
Snorra Sturlusonar svo að treysta
megi. Við vitum of lítið um fram-
burð samtíðar hans til þess, og við
vitum miklu minna um framburð
Egils Skallagrímssonar. Málssag-
an segir okkur samt ýmislegt um
breytingar sem orðið hafa á hljóð-
kerfinu frá því löngu fyrir land-
nám. Rúnaristur sýna margvísleg
hljóðvörp, svo dæmi séu nefnd.
Traustasta heimild um framburð í
forníslensku er Fyrsta málfræði-
ritgerðin. Vera má að reynandi
væri að „endurgera" framburð
Snorra á einstökum orðum með
því að styðjast við allar tiltækar
heimildir málssögunnar. Flest
meginatriðin munu vera nokkuð
ljós, og kannski yrði það engu
verra en þegar við nútíma íslend-
ingar tölum dönsku illa. Hvernig
var flutningur Hallgríms Péturs-
sonar á Passíusálmunum? Um
framburð hans á 17. öld vitum við
miklu meira en um framburð
Snorra á 12.—13. öld, svo ekki sé
talað um framburð Egils á 10. öld.
. Og hvað getum við hugsað okkur
ura / þaþ rpark I sem frambúrður-'
, niítfartiifóllíSkkápn pð áetjajá^g-
nna? ! í * í • ‘ 1 ; t * r y •: *• *
. , . V . - ^ r ■
, Morgunblaðiö/Árni Sæberg
Oskar Gíslason heldur á endurunnu og hljóðsettu eintaki af Lýðveldis-
hátíðarkvikmyndinni, sem hann frumsýndi í Gamla bíói þremur dögum
eftir að lýðveldishátíðinni lauk sumarið 1944, og hefur ekki komið fyrir
almenningssjónir.
Endurvinnslu
Lýðveldishátíðar-
kvikmyndar
Óskars Gíslasonar
lokiö
Nú er lokið endurvinnslu á Lýðveldishátíðarkvikmynd Óskars Gísla-
sonar. Hefur myndin, sem Óskar tók á svart/hvíta 16 mm filmu af
hátíðahöldum vegna lýðveldisstofnunarinnar sumarið 1944, verið
endurklippt og hljóðsett og annaðist Erlendur Sveinsson, forstöðumað-
ur Kvikmyndasafns íslands, það verk. Kvikmyndasafnið sá um fram-
kvæmd endurvinnslunnar, í nánu samstarfi við Óskar Gíslason og fleiri
aðila.
Lýðveldishátíðarmyndin verð-
ur frumsýnd fyrir boðsgesti í
Regnboganum laugardag. En
aðstandendur munu gera sér
vonir um að sjónvarpið gefi
landsmönnum öllum kost á að
sjá þessa merku heimild um
sögulegar stundir í sögu þjóðar-
innar og kaupi myndina til sýn-
ingar.
Blm. Mbl. voru viðstaddir sýn-
ingu á myndinni í gær, ásamt
þeim Óskari Gíslasyni og Er-
lendi Sveinssyni og kváðu þeir
Óskar og Erlendur það hafa ver-
ið sér mikið keppikefli, að endur-
vinnslunni yrði lokið á þessu ári,
á fjörutíu ára afmæli lýðveldis-
ins.
Myndin um Lýðveldishátíðina
er um 40 mínútur að lengd og
hefst hún á útifundi æskulýðsfé-
laganna í Reykjavík, 14. maí
1944. Síðan greinir frá lýðveld-
iskosningunum og aðdraganda
hátíðahaldanna á Þingvöllum.
Meginhluti myndarinnar gerist
síðan á Þingvöllum, 17. júní
1944, þar sem m.a. er kosinn
fyrsti forseti lýðveldisins. Mynd-
inni lýkur á hátíðahöldum í
Reykjavík, 18. júní, þar sem m.a.
má sjá og heyra formenn stjórn-
málaflokkanna flytja ræður
fyrir framan stjórnarráðshúsið.
Þessi mynd hefur ekki komið
fyrir almenningssjónir síðan ár-
ið sem hún var tekin. En eftir að
tökum lauk lagði Óskar Gíslason
nótt við dag í þrjá sólarhringa
við að framkalla filmurnar og
frumsýndi hana að því loknu i
Gamla Bíói á þriðja degi eftir
hátíðina.
„Maður var svo ungur og
sprækur," sagði Óskar, aðspurð-
ur hvort ekki hefði verið erfitt
að standa einn að gerð myndar-
innar. En það gerði hann og tók
jafnframt ljósmyndir.
Myndin var þögul þegar hún
var frumsýnd í Gamla Bíói á sín-
um tíma og var leikin undir ís-
lensk tónlist af hljómplötum. Til
þess að hljóðsetja hana nú var
fenginn aðgangur að hljóðupp-
tökum Ríkisútvarpsins frá lýð-
veldishátíðinni. En þær voru
flestar gerðar í gegnum símalínu
og sagði Erlendur Sveinsson að
hljóðsetningin hefði verið tals-
vert verk. Þá eru verðlaunalögin
frá hátíðinni leikin í myndinni.
Þjóðhátíðarsióður og Kvik-
myndasafn Islands styrktu
endurgerð myndarinnar fjár-
hagslega, en heildarkostnaður
við verkið var um 250.000 krón-
ur. Magnús Bjarnfreðsson samdi
texta og er þulur í myndinni og
Sigfús Guðmundsson sá um
hljóðblöndun.
Jafnfrarat því að kvikmyada lýðveldishátföina tók Óskar fjölda Ijós-
mytida. Hér sé4 þegar verið er að tplja atkvrði I Itofiniagu tiL embættis .
(brpeta Ísiands á.Þingvöllpra Í7. Júní 1944 Glsfi Jónsson, íorseti sam-
eirtaþs bings, jdkur vhj" átkvteðaséðlum áfífþi ' * * “ "
stjóra atþingís. 4tyrir framaá sitja ráðherrar r
stjórinn, Sveinn Bjornsson, fengst i-V.'
irðssyni, skrifstofu *
'rnarinnar og ríkis-.