Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984
Minnispeningur
Rauða kross Islands
Mynt
Ragnar Borg
UM þessar mundir eru 60 ár liðin
frá stofnun Kauða kross íslands.
Þessara tímamóta er minnst meðal
annars með útgáfu minnispenings.
Slegnir hafa verið 2.050 peningar,
sem að vísu er nokkuð mikið á ekki
strerri markaði en hér á landi, en
þess ber að geta, að Rauði kross
Íslands skiptist í deildir, sem starfa
um allt land, og eru félagarnir því
óvenju margir. Þeir eru reyndar svo
margir, að ekki getur nema tíundi
hver Rauða kross-félagi komist yfir
pening. Ég er þess nefnilega full-
viss, að mjög margir þeira vilja eign-
ast peninginn, sem bæði er eigu-
legur gripur, og minnir þá á starfið
fyrir Kauða krossinn.
Af þessum 2.050 peningum eru
2.000 úr bronsi en 50 úr sterling
silfri. Silfurpeningarnir eru ein-
göngu ætlaðir til gjafa. fsspor í
Kópavogi hefir slegið peninginn
og er vinnan á peningnum frábær.
Hin fræga stytta Ásmundar
Sveinssonar „Fýkur yfir hæðir"
skrýðir peninginn á framhlið og
minnir á líkn, en á bakhliðinni
eru krossar, sem minna á Rauöa
krossinn. Ég hélt að styttan héti
„Móðurást", en svo er ekki; hún
heitir „Fýkur yfir hæðir", sem er
tekið úr upphafserindi kvæðis
Jónasar Hallgrímssonar, sem birt
er með þessarri grein. En kvæði
þetta, sem heitir „Móðurást”, mun
Jónas hafa þýtt og umort eftir
norskri sögu og kvæði um móður,
sem skýlir syni sínum, en frýs um
leið í hel.
Ég þarf í þessari grein minni
ekkert að fjölyrða um ágæti
Rauða krossins eða hið mikla
starf, sem íslandsdeildin innir af,
hendi. Það er gott til þess að vita,
að þegar við erum komnir í álnir
Islendingar, hjálpum við van-
megna íbúum hér á jörðinni.
Rauði kross íslands heldur líka
uppi umfangsmiklu starfi hér-
lendis, sem allir sjúklingar njóta.
Framlögin eru einnig mörg til
Rauða krossins bæði í sjálfboða-
vinnu og peningum.
Það er einkennilegt en satt, að
lítill málmpeningur, sem bæði er
fallegur og vel gjörður, getur í
vetfangi dregið fram og minnt á
hugsjón, sem þúsundir manna og
kvenna hér á landi vinna að, af
einlægni og ósérhlífni. Þessi
minnispeningur verður því hvati
að frekara starfi. Svona minnis-
pening viljum við myntsafnarar
eiga í safninu okkar og svo er
sjálfsagt um marga aðra. Þröstur
Magnússon vann framdrögin að
útliti peningsins, en erfingjar
Ásmundar Sveinssonar leyfðu
endurgjaldslaust notkun styttu
Ásmundar.
Ég segi þeim það strax, sem
kaupa minnispening Rauða kross
íslands, að þeir eignast ekki pen-
ing, sem rýkur strax upp í verði.
Hann er ekki fjárfesting, sem gef-
ur af sér ævintýralegan arð. Hann
er á hinn bóginn fallegur pening-
ur, seldur á skikkanlegum pris, og
minnir á starf Rauöa kross ís-
lands á umliðnum 60 árum, í dag
og í framtíðinni. Þess er þó von,
að fyrst Rauði krossinn er einu
sinni farinn að gefa út peninga, að
framhald verði á, og þá er sá
fyrsti ávallt sjaldgæfastur.
Næsti fundur hjá Myntsafnara-
félagi Islands verður haldinn I
Templarahöllinni á morgun,
sunnudag, klukkan 14.30. Fundur-
inn er með hefðbundnum hætti.
Menn sýna nýja gripi í safni sínu,
skiptast á mynt og seðlum, en svo
er uppboð. Á því eru 115 númer,
þar á meðal Jóns Sigurðssonar
gullpeningurinn, þykkur túkall,
danskir og sænskir gullpeningar,
tunnumerki minnispeningar og
seðlar. Þeir, sem áhuga hafa á að
kynnast starfi Myntsafnarafé-
lagsins, eru velkomnir á fundinn.
MÓÐURÁST
Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,
í fjallinu dunar, en komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt,
auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda.
Hver er in grátna, sem gengur um hjarn,
götunnar leitar, og sofandi barn
hylur í faðmi og frostinu ver,
fögur í tárum? En mátturinn þver, —
hún orkar ei áfram að halda.
„Sonur minn góði, þú sefur í værð,
sérð ei né skilur þá hörmunga stærð,
sem að þér ógnar og á dynja fer.
Eilífi guðssonur, hjálpaðu mér
saklausa barninu að bjarga.
„Sonur minn blíðasti, sofðu nú rótt,
sofa vil eg líka þá skelfingarnótt.
Sofðu. Eg hjúkra og hlífi þér vel,
hjúkrar þér móðir, svo grimmasta él
má ekki fjörinu farga."
Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið,
fannburðinn eykur um miðnæturskeið.
Snjóskýjabólstrunum blásvörtu frá
beljandi vindur um hauður og lá
í dimmunni þunglega þýtur.
Svo, þegar dagur úr dökkvanum rís,
dauð er hún fundin á kolbláum ís.
Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík
líknandi vetur — en miskunnarrík
sól móti sveininum lítur,
því að hann lifir og brosir og býr
bjargandi móður í skjólinu hlýr,
reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó
barninu værðir og lágt undir snjó
fölnuð í frostinu sefur.
Neisti guðs líknsemdar, ljómandi skær,
lífinu beztan er unaðinn fær,
móðurást blíðasta, börnunum háð,
blessi þig jafnan og efli þitt ráð
guð, sem að ávöxtinn gefur.
Jónas IIallgríms8on