Morgunblaðið - 08.12.1984, Page 61

Morgunblaðið - 08.12.1984, Page 61
Stuttar þingfréttir: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 61 Sparnaður í fjármálakerf inu Kvennalistinn styður einkarétt RÚV Eyjólfur Konráð og Pétur: Sparnaðurí fjármálakerfínu Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðsson, hafa lagt fram tillögu á Alþingi um sparnað í fjármálakerfinu. Tillagan gerir ráð fyrir frumkvæði ríkisstjórnar- innar, m.a. um „fækkun starfs- manna ríkisbanka, Framkvæmda- stofnunar ríkisins og opinberra sjóða um allt að fimmta hluta og samræmdar aðgerðir til sparnað- ar og hagkvæmari rekstrar, þ.á m. sameiningu lánastofnana, skorður við óhóflegum byggingum og fækkun afgreiðslustöðva". í greinargerð segir að „meðal stjórnenda bankamála séu ýmsir hæfileikamestu menn þessarar þjóðar". Tillagan sé ekki „aðför að þeim heldur liðveizla við þá, enda engum ljósara en þeim hvar skór- inn kreppir". Ennfremur: „Sjóðakerfið og hagstjórnarbáknið í heild þarf líka að taka til gagngerðrar end- urskoðunar, enda enginn efi á því að þann frumskóg má grisja, eng- um til meins en öllum til góðs. Þessi aðgerð þyrfti að spanna allt sviðið, frá Þjóðhagsstofnun til minnsta sjóðsins." Kvennalistinn: RÚV áfram með einkarétt Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir (Kvl.), hefur lagt fram frum- varp til útvarpslaga. Það byggir á því að RÚV haldi „einkarétti á út- varpsrekstri í landinu en starf- semi stofnunarinnar efld og komið til móts við óskir um meiri fjöl- breytni... “ . Gert er ráð fyrir að útvarpsráð verði lagt niður en þess í stað komi „notendaráð skip- að 14 körlum og konum". Sé það „valið með tilviljunarúrtaksað- ferð“, sem „tryggi jafna möguleika allra landsmanna ... til setu í not- endaráði". Þá er lögð áherzla á valddreifingu í RUV, „sérhver starfsmaður verði gerður ábyrgur í starfi", „ákvarðanataka færð úr höndum deildarstjóra og annarra yfirmanna til starfsmanna þeirrar deildar er málið varðar hverju sinni. Þetta á við um allar ákvarð- anir, hvort sem um er að ræða rekstur, mannaráðningar eða ann- að sem til fellur, t.d. á þetta við um dagskrá í dagskrárdeildum". Pingmenn Reykjanes- kjördæmis: Skóg- og trjárækt á Suðurnesjum Þingmenn Reykjaneskjördæmis úr fimm þingflokkum flytja til- lögu um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðurnesjum. Skógrækt ríkisins vinni þessa könnun í samráði við sveitarfélög og félagasamtök. Sérstakt átak verði gert til skógræktar á þeim svæðum sem aðstæður eru beztar. í greinargerð eru m.a. nefndar raunhæfar ráðstafanir sem þegar hafi verið gerðar og gefizt vel, svo sem að girða af 35.000 ha. sunnan Voga á Vatnsleysuströnd og vest- an Grindavíkur. Fyrsti flutningsmaður er Geir Gunnarsson (Abl.). Sex þingmenn: Kjarnorkuvopna- laust svæði Sex þingmenn úr jafnmörgum þingflokkum hafa flutt tillögu, þess efnis, að árétta stefnu íslend- inga um að „ekki verði staðsett kjarnorkuvopn eða eldflaugar, sem slík vopn geta borið" og að kosin skuli „sjö manna nefnd er kanni hugsanlega þátttöku ís- lands í umræðu um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um“. í greinargerð er vísað til um- ræðna um þetta efni á Norður- löndum og m.a. sagt: „Norðurlönd- in virðast helzt vilja að Eystra- saltið sé hluti af hinu kjarnorku- lausa svæði... “ Fyrsti flutningsmaður er Páll Pétursson (F). / Styrkur og ending stáls \ útlit og áferð silfurs NY SENDING af dag- og kvöldkjólum, pilsum, blússum og jökkum Tweed buxnadragtir og pils Glæsilegar angórupeysur LAUFIÐ IÐNAÐARHÚSINU SÍMI11845 MINNIST LÁTINNA ÁSTVINA UM HÁTÍÐIRNAR Luktir og önnur ódýr Ijós á leiöi sem henta íslensku veöurfari. Mikiö úrval af margs- konar kirkjulegum munum og fl. nýkomiö. Kirkjumunir Kirkjustræti 10. Frá Konunglega Frijsenborg Dönsku- matar og kaffistellin. Verðtryggðar gjafir. IIvorfisgötu 4!>, sími IIUl.'I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.