Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Eimskipafélag íslands: Lækkun farmgjalds 40 %, en ekki 50 % L/GKKUN á farmgjöldum frysts fisks til Sovétríkjanna nemur 42,5%, en ekki 50%, eins og sagt hefur verið frá í blöðum ad sögn 1‘órðar Sverrissonar 'ulltrúa framkvæmdastjóra Gimskipafélags íslands. Um er að ræða lækkun úr 96 dollurum niður í 55, en ekki úr 102 dollurum cins og sagt var og hefur Fimskipafélagið flutt tonnið af frystum fiski til Sovétríkjanna fyrir tæplega % dollara allt þetta ár. Ástæðan fyrir þessum mismun er lækkun olíuverðs að sögn I*órðar. „Skýringin á því að Eimskip getur lækkað farmgjöldin um 40 dollara er fyrir það fyrsta að ekki er verið að bjóða út sama verkefni og við önnuðumst áður. í útboðs- gögnunum er ákvæði um að lestað verði á 6—8 höfnum, en við höfum verið að lesta á mun fleiri höfnum, betta 14—15, sem þýðir að ferðin verður mun styttri og þar af leið- andi hagkvæmari. í öðru lagi hef- ■jr verið samið um þetta flutn- ngsgjald í Bandaríkjadollurum og sterk staða dollarans gerir okkur íært að lækka flutningsgjaldið reiknað í dollurum. Þá verðum við einnig með okkar eigin skip í þess- um flutningum. Við verðum með Stuðlafoss sem er mjög hagkvæm- ur í rekstri og hentar mjög vel til þessara flutninga, en verðum ekki með Hofsjökul, eins og við höfum verið með að hluta til fram til þessa. Þetta gerir okkur fært aö lækka flutningsgjöldin. Hitt er það að við teygjum okkur langt í þessu tilboði. Þarna er verið að bjóða út frystiflutninga frá íslandi á er- lendan markað. Staðan í Vestur- Evrópu hvað snertir frystiflutn- inga er þannig, að þar er ríkjandi samdráttur og því geta erlendir aðilar hugsanlega boðið verðlækk- un á þessum markaði. Við vildum ekki taka áhættuna af því að ís- lenskir sjómenn og íslensk skipa- félög flyttu ekki íslenskan fisk á erlendan markað,“ sagði Þórður. „Þessi lækkun ætti ekki að koma mönnum svo á óvart, því flutningsgjöld á sjávarafurðum hafa lækkað verulega að undan- förnu. Þar má .benda á saltfisk, saltsíld, mjöl og lýsi. Flutnings- gjöldin hafa lækkað um tugi pró- senta. Við höfum getað hagrætt og náð niður kostnaði og það hefur komið viðskiptavinunum til góða,“ sagði Þórður að lokum. Séð yfir verslunina. Á svölunum fyrir ofan verður sfðan seidur átnaður o.fi. Morgunbladið/Bjarni Nýr stórvörumarkaður í Garðabæ GARÐAKAUP nefnist nýr stórmark- aður sem opnaður var í miðbæ Garðabæjar sl. þriðjudag. Fyrst um sinn verður þar aðeins seld matvara cn síðar er fyrirhugað að auka við vöruúrvalið. Kaupgarður hf. í Kópavogi hef- ur byggt húsið sem Garðakaup er í og er það alls um 4.700 fermetrar að stærð. ólafur Torfason, fram- kvæmdastjóri Kaupgarðs og versl- unarstjóri Garðakaups, hefur ásamt föður sínum, Torfa Torfa- syni, tekið verslunarhúsnæðið á leigu af Kaupgarði hf. og er stór- vörumarkaðurinn aðeins í hluta þess, en með vorinu verður versl- unin stækkuð og aukið við vöru- úrvalið. Um 25 manns eru nú starfandi í stórmarkaðinum þ.á m. danskur kjötiðnaðarmaður sem hefur yfir- umsjón með kjötborðinu. Ólafur sagði að eftir áramótin yrði tekin í notkun álma út frá aðalverslunarhúsnæðinu, þar sem yrðu ýmsar verslanir og skrifstof- ur og á tveimur efstu hæðunum verða íbúðir. VSÍ neitar að staðfesta kjarasamninga Vöku - hefur engin áhrif segja samningsaðilar í Siglufirði •’RA MKV/KMI)ASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands neitaði á fundi íinum á þriðjudag að staðfesta nýgerðan kjarasamning verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði og Vinnuveitendafélags Siglufjarðar, sem gerður var nyrðra nýlega. Samningurinn var staðfestur á félagsfundi í Vöku 11. desember. Synjun VSÍ á staðfestingu samningsins mun engin áhrif hafa á virkni hans á Siglufirði, að sögn talsmanna samningsaðila þar. Aðalástæðan fyrir því að fram- kvæmdastjórn VSÍ vildi ekki stað- festa samninginn er sú, að sam- bandið telur felast í honum for- dæmi, sem það vill ekki bera ábyrgð á. VSÍ mun hinsvegar ekk- ert frekar aðhafast gagnvart samningsaðilum á Siglufirði, skv. upplýsingum Mbl. „Það voru ekki peningar, sem skiptu máli þegar þessi afstaða var tekin heldur grundvallaratriði," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, að- stoðarframkvæmdastjóri VSI, í samtali við blaðamann Mbl. um málið. „1 þeim samningum, sem viö gerðum við Alþýðusamband ís- lands og Vaka felldi, er ákvæði um að tvö efstu starfsaldursþrepin í fiskvinnslu miðist við 6 og 7 ára starf í sömu starfsgrein, þar af tvö síðustu árin hjá sama vinnuveit- anda. Þetta ákvæði var fellt út í Siglufjarðarsamningunum. I öðru lagi er fellt út ákvæði um að starfsaldurshækkun eftir 15 ára starf sé háð því að unnið hafi verið hjá sama vinnuveitanda og loks var fallist á það nyrðra að nota ekki byrjunartaxtann, þannig að eftir 1. maí á næsta ári verður öllum raðað inn á taxta eftir 3 ár. Tvöfalda kerfinu er slátrað endanlega með þessum samningum." Þórarinn iagði áherslu á, að af- staða framkvæmdastjórnar VSÍ byggðist á fordæmisgildinu, seni fælist í samningunum, ekki þeim fjárhæðum, sem um væri að ræða. „Við erum ekki reiðubúnir að skuldbinda fiskvinnsluna á þennan hátt enda erum við viðsemjendur um 60 almennra verkalýðsfélaga í fiskvinnslu," sagði hann. Sæmundur Árelíusson, formaður Vinnuveitendafélags Siglufjarðar, sagði aö afstaða framkvæmda- stjórnar VSÍ breytti engu um af- stöðu síns félags. „Þetta er inn- ansveitarmál og við förum ekki að setjast aftur að samningaborði vegna þessa. Það sem gerðist í þessum samningum var að viðtekin venja var sett inn í samningana," sagði hann. Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku, sagðist ekki sjá að Vinnuveitendasambandinu kæmi þessi samningur við enda væri sér vitanlega ekki búið að taka samn- ingsrétt af félögum verkafólks og vinnuveitenda í landinu. „Þetta snertir okkur ekki meira en þótt karlinn í tunglinu hefði neitað að staðfesta samningínn," sagði hann. Vaxtamálin í ríkisstjórn í dag: Ekki að vænta breyt- inga fyrr en um áramót SKÝRSLA Seðlabankans um vaxtamál og tillögur bankans um vaxta- breytingar verða til umfjöllunar s þingfiokkum stjórnarliða í dag og að sögn 'orsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, mun ríkisstjórnin fjalla im málið á reglulegum fundi sínum á norgun, fimmtudag. Forsætisráðherra kvaðst bú- ast við að forráðamenn Seðla- bankans kæmu á fund ríkis- stjórnarinnar á morgun, fimmtudag. Hann var spurður hvort hann reiknaði með að ákvarðanir um vaxtabreytingar iægju fyrir eftir ríkisstjórnar- fundinn. Hann svaraði: „Nei, það verður varla fyrr en um áramót- in þvi það tekur tíma að koma þeim á. Eg legg áherslu á að þarna er um verulega lækkun á vöxtum verðtryggðra lána að ræða og það er nú kannski það helst sem knýr menn til að gera eitthvað í þessum málum." Kosið í bankaráð fyrir jólaleyfi á Alþingi: Bandalag jafnaöarmanna og kvennalisti sitja hjá KOSNINGAR fara Tam á Alþingi nú fyrir jólaleyfi þingmanna f bankaráð ríkisbankanna >g stjórnir ýmissa opinberra stofnana. Að sögn þingmanna Kvennalista og Banda- lags jafnaðarmanna etla þeir ekki að bjóða fram fulltrúa sína í hanka- ráð ríkisbankanna og hyggjast sitja hjá við kosningarnar. Það fer eftir því með hvaða hstti öoðið verður fram til bankaráðanna, hvort stjórn- arflokkarnir fá þar 4 menn af 5 og Alþýðubandalagið einn, eða Sjálf- stsðisflokkurinn fsr tvo nenn og Evrópubandalagið: Tollfrelsi á þorski afnumið 13 til 20% tollar heimilir samkvæmt GATT-samþykktum Bnisael 19. dewmber. Frá Öanu Bjarnadittur. frétUriUra MorxunblaAnina. SJÁVARÚTVEGRÁÐHERRANEFND ráðherraráðs Evrópubandalagsins sam- þykkti í Brussel í dag að afnema tollfrelsi á innfluttum þorski til aðildarlanda bandalagsins frá og með 1. júlí nsstkomandi. Framkvsmdastjórn bandalags- ins lagði þetta til í lok október í tengslum viö fyrirsjáanlega inngöngu Spánar og Portúgals í Evrópubandalagið 1. janúar 1986. Viðskiptaráðherrar Islands og Noregs mótmsltu tillögunni harðlega og starfsmenn sendiráða landanna héri Brussel hafa reynt að koma í veg fyrir samþykkt hennar. Hún var með því fyrsta, sem sjávarútvegsráðherranefndin tók fyrir á fundi sínum í dag og var samþykkt án málalenginga. Samkvæmt samþykktinni mun tollfrelsi á heilum þorski, þorsk- flökum, þurrkuðum þorski og sölt- uðum, og af þorski i pækli verða fellt niður. Tollfrelsið hefur gilt síðan 1971. íslendingar og Norð- menn hafa aðailega notið góðs af því. f samþykktinni segir, að árlegt kvótakerfi geti síðar komið í stað tollanna. ónægja norsks fulltfúa á staðnum var augljós, þegar hann sá samþykktina. „Þetta er þá það, sem við þurfum að berjast við,“ sagði hann. Sendifulltrúi íslands í Bruss- el lét viðskiptaráðuneytið strax vita um niðurstöðu ráðherra- nefndarinnar. íslendingar fluttu út 13.200 lestir af saltfiski og skreið til aðildar- landa Evrópubandalagsins árið 1983 en samtals 33.100 lestir til Spánar og Portúgals. Þeir bentu Evrópubandalaginu á, að tollar á fiskinum myndu fyrst og fremst koma fram í hækkuðu vöruverði og koma niður á neytendum. Þorskur er þegar talin munaðarvara í Frakklandi, en eftirspurn eftir ís- lenzkum og norskum þorski er ein- na mest á Ítalíu meðal bandalags- landanna. Þorsksalan skiptir þó mestu máli á Spáni og sérstaklega í Portúgal. íslendingar og Norðmenn óttast að eftirspurn muni dragast verulega saman þar eftir að löndin ganga í Evrópubandalagið. Sam- kvæmt GATT-samþykkt um salt- fisk og skreið má flytja 25.000 lest- ir tollfrjálst inn til Evrópubanda- lagslandanna á ári. Þetta helzt óbreytt þrátt fyrir nýju samþykkt- ina, en dugir skammt. Norski fulltrúinn sagði í samtali við fréttaritara, að það væri stefna framkvæmdastjórnar bandalagsins að reyna að hafa skipti við við- skiptalönd sín á tollfrelsi og veiði- réttindum. „Kanadamenn hafa ver- ið til umræðu um svona skipti, Grænland nýtur tollfrelsis og nú er verið að ræða um veiðiheimildir í lögsögu þess. Það er yfirlýst stefna Noregs að eiga ekki í svona samn- ingagerð og afstaða íslands er mjög svipuð." Starfsmaður Evrópubandalags- ins, sem sér um málefni íslands, sagði, að tollfrelsið hefði gilt í ein 14 ár og hefði verið eins konar gjöf til þorskútflytjenda. Nú væru að- stæður innan bandalagsins að breytast og því yrði aftur farið að fara eftir GATT-samþykktinni. Hún heimilar 13 til 20% tolla á saltfisk og skreið. Alþýðubandalagið, Alþýðufiokkur og Framsóknarflokkur einn Iiver. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins sagði, er hann ákvað að bjóða 3Íg fram til formennsku í Alþýðuflokknum, að flokkurinn ’myndi undir hans stjóm endurskoða afstöðu sína til setu fulltrúa Alþýðuflokksins í bankaráðum, með það fyrir augum að aðgreina löggjafarvald og framkvæmdavald. Hann var því spurður, hvort Alþýðuflokkurinn hygðist bjóða fulltrúa sína fram í bankaráö að þessu sinni. Hann svaraði: „Við afsölum okkur ekki fyrirfram og að óreyndu fulltrúum eða áhrifum í svo þýðingarmiklum þætti ríkisbúskaparins, sem bank- arnir eru. Hitt er annað mál, að Alþýðuflokkurinn hefur ckki mjög lengi kosið þingmenn í bankaráð viðskiptabankanna og hann held- ur fast við þá reglu og við munum því ekki gera það. En að óbreyttu kerfi, á meðan þetta eru ríkis- bankar, og lög kveða á um að kjósa beri þeim stjórnir hér á Alþingi þá afsölum við því ekki fyrirfram. Hins vegar höfum við uppi ýmsar hugmyndir um breytingar." Hann sagði að meðal hugmynda væri að stjórnir ríkisbanka og allra ríkis- stofnana yrðu kosnar árlega, þannig að endurnýjun yrði örari. Hann sagði að lokum að róttækari breytingar yrðu að bíða, þeir væru ekki tilbúnir til slíks. Kristín Halldórsdóttir þing- maður Kvennalista og Guðmund- ur Einarsson þingmaður Banda- lags jafnaðarmanna sögðu í við- tali við Mbl., að þeirra þingflokkar myndu hvorugir bjóða fram til kjörs í bankaráð né taka þátt í kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.