Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
GOTT TÆKIFÆRI
GOTT VERÐ
GOÐ VARA
Nú gefst tækifæri til hagstæöra innkaupa á
ýmsum hlutum viðkomandi tölvum.
Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á
nokkrum þeirra.
Disketta 1 kr. 239.-
Disketta 2D kr. 279.-
Disketta 2D í PC kr. 212,-
Litaband í PC kr. 336.-
500 bls. A4 pappír kr. 207,-
Að sjálfsögðu býðst enn betra verð með magn-
kaupum eða t.d. PC pökkum.
PC-pakki I PC-pakki II
20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D
500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír
2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950.-
Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband í síma
91-68 73 73, það borgar sig.
= ==== = IBM á íslandi, Skaftahlíð 24,
= =—=• 3£== Reykjavík, sími (91) 68 73 73.
BÓNIM ER BÚSTÓLPI
GUDMUNDUR JÓNSSON
* T'j luliiiB
BUSTÓLPI
SAGT FRA NOKKRUM
GÓÐBÆNDUM
Guðmundur Jónsson,
fyrrverandi skólastjóri á
Hyanneyri, gjörþekkir
sögu íslensks landbúnaðar,
og sér nú um útgáfu
fimmtu bókarinnar í
bókaflokknum Bóndi
er bústólpi.
í þessari bók eru frásagnir
af tíu bændum, skráðar af
jafnmörgum höfundum.
Allir voru þeir „bústólpar"
meðan þeir lifðu, mörkuðu
spor í sögu íslensks
landbúnaðar eða voru
þekktir af félagsstörfum.
Þessir menn eru:
Björn Hallsson á Rangá,
Einar Eiríksson á Hvalnesi,
Gísli Helgason í Skógar-
gerði, Jónas Magnússon í
Stardal, Júlíus Björnsson í
Garpsdal, Ketill Indriðason
á Ytra-Fjalli, Oddur
Oddsson á Heiði, Ólafur
Finnsson á Fellsenda, Skúli
Gunnlaugsson í Bræðra-
tungu og Þorleifur Eiríksson
Bókhlaðan
Kaupfélagið og
hótunarbréfið
— eftir Gísla Blöndal
{ Morgunblaðinu þann 12. þ.m.
var yfirlætislítil frétt, sem sagði
frá því að Kaupfélag Eyfirðinga
hefði í hótunum við eyfirska
bændur, sem voguðu sér að selja
kartöflur beint og milliliðalaust
til verslana á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Kaupfélagið minnir
menn á samþykkt stjórnar
Landsambands kartöflubænda um
að selji bændur kartöflur framhjá
Grænmetisverslun landbúnaðar-
ins eða umboðum hennar, komi
vara þeirra ekki til greina við út-
hlutun á sölu til Grænmetisversl-
unarinnar.
Ef til vill er þetta nú ekkert
óvenjulegt mál. Vel getur verið að
Kaupfélagið riti félagsmönnum
sínum hótunarbréf svona af og til,
í þeim tilgangi að minna þá á að
þeir, bændur eigendur fyrirtækis-
ins, ráði sko alls ekki neinu. Þeim
beri að sitja og standa eins og
Kaupfélagið ákveði. Öllu sjálf-
stæði og sjálfsbjargarviðleitni af
þeirra hálfu verði þegar í stað
mætt með viðskiptaþvingunum.
En nóg um það. Við skulum þess í
stað skyggnast á bak við fréttina
og átta okkur á hvað það er sem að
baki liggur.
Á síðastliðnu vori skáru íslensk-
ir neytendur upp herör gegn
Grænmetisversluninni vegna inn-
flutnings hennar og Sambandsins
á finnskum kartöflum. í kjölfarið
fylgdi innflutningur ýmissa aðila
á fyrsta flokks erlendum kartöfl-
um án milligöngu SÍS eða
Grænmetisverslunar. Þegar á
sumarið leið varð ljóst að met
uppskera yrði hjá íslenskum kart-
öflubændum og var því að sjálf-
sögðu fagnað. Margir töldu að
Grænmetisverslunin hefði með
framferði sínu og margendurtekn-
um brotum á reglugerð þeirri, sem
hún á að starfa eftir, fyrirgert
rétti sínum til einokunar á dreif-
ingu garðávaxta. Því var það að
nokkrar verslanir hófu að versla
beint og milliliðalaust við bændur.
Með því ávannst tvennt: í fyrsta
lagi lægri dreifingarkostnaður og
í öðru lagi möguleiki á að velja
bestu vöruna til sölu fyrst. Og hér
erum við einmitt komin að kjarna
málsins.
Betri og fallegri í
Eyjafirði
Fljótlega eftir að uppskeru lauk
kom í ljós að norður í Eyjafirði
voru til fallegri og betri kartöflur
en fáanlegar voru hér sunnan
lands. Strax var því leitað eftir þvf
við eyfirska bændur að fá þessa
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁ RÁÐHÚSTORGI
Gísli Blöndal
„Það er því alveg Ijóst
aö stjórn Landsam-
bands kartöflubænda
og Kaupfélagiö hafa
enga heimild til þess aö
vera meö íhlutun eða
hótanir í þessu sam-
bandi og ef til vill eru
þau þaö eina ólöglega
við málið.“
vöru á markaðinn á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, svo neytend-
ur þar mættu einnig njóta þessar-
ar frábæru vöru.
I Ijós hafði komið að ekkert var
athugavert eða ólöglegt við það að
bændur versluðu án milligöngu
SÍS eða Grænmetisverslunarinn-
ar, beint við verslanir, svo fremi
að verslanirnar gerðu sig ekki sek-
ar um að versla með kartöflur í
heildsölu. Fjölmargir bændur
hófu að selja vörur sínar beint til
verslana í Reykjavík, frekar en að
láta þessa ágætis vöru liggja
óhreyfða í geymslum norður í
landi.
Óbærilegt framhjáhald
Auðvitað fór ekki hjá því að
stjórnendur Kaupfélagsins hefðu
af þessu spurnir og nú hefur þeim
fundist framhjáhaldið óbærilegt
og pússað er rykið af stjóénarsam-
þykkt áhugamannafélags kart-
öflubænda. Rétt er að benda á að
Landsamband kartöflubænda hef-
ur ekki ályktað um beina kartöflu-
sölu, heldur aðeins stjórn þess,
eftir pöntun um frá formanni
Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Kaupfélagið gerir nú þessa sam-
þykkt að sinni og hótar bændum
að ekkert verði við þá verslað af
hálfu umboðs Grænmetisverslun-
arinnar ef þeir hlíti ekki skipun-
um Kaupfélagsins.
Og nú kemur rúsínan í pylsu-
endanum. Samkvæmt lögunum
sem Grænmetisverslunin á að
starfa eftir, ber henni að taka til
sölumeðferðar allar þær kartöflur
sem óskað er eftir. Jafnframt ber
henni að leitast við að taka hlut-
fallslega jafnt af öllum.
Það er því alveg ljóst að stjórn
Landsambands kartöflubænda og
Kaupfélaga hafa enga heimild til
þess að vera með íhlutun eða hót-
anir í þessu sambandi og ef til vill
eru þau það eina ólölega við málið.
Bændum er því fullkomlega heim-
ilt að selja kartöflur sínar beint til
verslana og Grænmetisverslun-
inni ber eftir sem áður að taka
hlutfallslega jafnt (af birgðum) af
þeim bændum sem öðrum.
Niðurstaðan hlýtur því að verða
sú að bréf Kaupfélagsins, sem
vitnað var til f upphafi er argasta
smekkleysa og ætla verður að
kaupfélagsstjóranum og stjórn-
arformanni SÍS beri skylda til að
biðja vinnuveitendur sína afsök-
unar og láta þar með af þessum
árásum á bændur.
Gíali Hlöndal cr rerslunarmaóur i
Reykjavík.