Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 + Faöir minn, tengdafaöir og afi, HANNESHANNESSON, Kringlu, Grimsnesi, sem lóst á Borgarspitalanum föstudaglnn 14. desember, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 22. desember kl. 13.30. Bilferö veröur farin frá Laugarvatni kl. 11.00. Sigríöur Hannesdóttir, Sigurður Haraldsson, Hannes, María, Þórkatla, Þorbjörg, Helena. t ERLENDUR ÓLAFSSON frá Kiöafelli (Kjós, Laugavegi 45, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. desember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Berga Ólafsdóttir, Guörún Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir faerum viö öllum þeim mörgu er sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför bróöur okkar, SIGMARS BENJAMÍNSSONAR, Mörk, Kópaskeri. Guö blessi ykkur öll. Guölaug Benjamínsdóttir, Ólaffa Benjamínsdóttir, Kristbjörn Benjamínsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, INGIBJARGAR JÖRUNDSDÓTTUR, Álfheimum 28. Gyöa Salomonsdóttir, Lilja Salomonsdóttir, Jóhann Mosdai Salomonsson, Jóhanna Sumarliöadóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför ELMU BJARKAR GUOJÓNSDÓTTUR, Lokastfg 18, Reykjavfk. Helga Gfgja Jónsdóttir, Jesper Jörgensen, Gunnar Jónsson, Renata MUIIer, Guójón Sigurósson, systkini hinnar látnu og aörir vandamenn. + Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, REBEKKU PÁLSDÓTTUR, Baejum, Snæfjallaströnd. Sérstakar þakkir til alls starfsfólk sjúkrahúss Isafjaröar. Óskar Jóhannesson, Lydfa Sigurlaugsdóttir, Páll Jóhannesson, Anna Magnúsdóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Andrós Hjörleifsson, Ingi Jóhannesson, Gunnur Guómundsdóttir, Márfa Jóhannesdóttir, Sigurvin Guöbjartsson, Felix Jóhannesson, Guörún Stefánsdóttir, barnabðrn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför RÓSU FRIDJÓNSDÓTTUR, Engihjalla 9. Bjarni P. Jónasson, Friðjón Bjarnason, Inga Brynjólfsdóttir, Siguröur Bjarnason, Hilde Stoltz, Valgeir Bjarnason, Margrót Bjarnadóttir. + Alúöarþakkir fyrir samúö og vinsemd við andlát og jaröarför systur okkar, ÓLAFAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Litlu-Skógum, Stigahlió 20, Reykjavfk. Aöalsteinn Halldórsson. Emelfa Grönvold, Sigurþór Halldórsson, Jóhannes Halldórsson. Ólöf Halldórs- dóttir - Kveðja Þegar ég lagði af stað í ársdvöl mína til Bandaríkjanna í ágúst- mánuði síðastliðnum datt mér ekki í hug að ég væri að kveðja öllu í hinsta sinn. En köllunin kom þegar við áttum síst von á því, jafn hress kona og hún var ætíð. En nú er hún lögð af stað í hina löngu ferð. Olla hefur verið kringum mig allt frá því ég fyrst man eftir mér og reyndist okkur systkinunum ómótstæðilega vel öll þau ár. Hún var mjög vinsæl og bar hag allra Minning: Fædd 1. febrúar 1928 Dáin 8. desember 1984 Skarð hefur veirð höggvið í gamlan vinahóp. Steina Bogga, eins og hún var ætíð kölluð af kunningjum sínum, lést í sjúkra- húsi Húsavíkur 8. þessa mánaðar. Hún var aðeins 56 ára gömul þeg- ar hinn mannskæði sjúkdómur krabbinn lagði hann að velli eftir skamma sjúkdómslegu. Steina Bogga var fædd á Upp- sölum á Húsavík. Foreldrar henn- ar voru hjónin Árnína Jónsdóttir og Valdemar Jósafatsson. Heimil- ið á Uppsölum var mannmargt. Árnína og Valdemar höfðu bæði verið gift áður en misst maka sína og áttu tvo syni hvort um sig þeg- ar þau tóku saman. Þeim varð síð- ar fjögurra barna auðið og var Steinunn önnur í aldursröð þeirra. Auk þess dvaldi á heimilinu til dauðadags Hólmfríður móðir Árn- ínu. Á þeim árum sem Steina Bogga var að alast upp voru götur á Húsavík ekki búnar að fá nein heiti né hús búin að fá númer. Hvert hús bar sitt nafn sem menn voru gjarnan kenndir við. Mikll samgangur var milli nágrannanna á þeim árum og samskipti mikil við fjölskyldu í næstu húsum. Þannig var það á milli Uppsala og Steinholts. Húsfreyjurnar í þess- um húsum voru miklar vinkonur og fjölskyldurnar tengdust vin- áttuböndum. Á Uppsölum var öllum tekið vel og Uppsalir einhvern veginn drógu börnin tíl sín. Þar var svo gott að leika sér, ekki einungis innan húss heldur líka á lóðinni þar í kring. Leikir þessir urðu oft háværir, ekki síst síðla sumars á kvöldin þegar götuljósið við Upp- sali lýsti upp leiksvæðið. En þó oft væri hávaðasamt í leikjum okkar við Uppsali var aldrei stuggað við neinum. Uppsalasystur urðu nánar vin- konur systranna í Steinholti. Þær léku sér saman daginn út og inn með dúkkur sínar og svo voru hannyrðirnar stundaðar af kappi. Seinna kom samvinnan í beit- ingaskúrnum. Þetta kemur upp í hugann þegar látinn vinur kveður. Þá rifjast svo margt upp frá liðnum tíma. En það bregður um leið ljósi á þá æsku sem viðkomandi átti, bregð- ur Ijósi á það ástríki sem ríkti og á þann skilning sem sýndur var ungum börnum sem sóttu fram til þroska. í þessum glaða systkina- og vinahópi ólst Steina Bogga upp. Hún bar það alla tíð með sér og það endurspeglaðist í hjálpsemi hennar og fórnfýsi í félagsstörf- um. Þegar Steina var á tólfta ald- ursári varð hún fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa móður sína. Þá hvíldi skuggi yfir Uppsöl- um. En Valdemar hélt hópnum saman án þess að æðrast. Hann var nú orðinn ekkjumaður í annað fyrir brjósti. Hún lét sig aldrei vanta í fjölskylduboð og var jafn vinsæl meðal hinna yngri sem eldri. — Oft gegndi hún ömmu- hlutverkinu, enda var hún ein- staklega blíð og góð kona, skapgóð og brosleit. Við höfum misst mikið. Enginn er fær um að taka við hennar hlut- verki, en minningin um Ollu lifir í huga okkar og hjarta alla tíð og svo frábær var hún að við getum öll tekið hana okkur til fyrirmynd- ar. sinn. Nú var það Hólmfríður amma sem kom til sögunnar og það reyndi að sjálfsögðu mikið á eldri systurnar að hjálpa ömmu sinni við heimilishaldið. Eftir nám í unglingaskóla fór Steina Bogga að vinna fyrir sér. Að lokum vil ég votta ættingj- um hennar og vinum dýpstu sam- úð. Ólafur Steinarsson, Tracy, Minnesota. En hún tók jafnframt mikinn þátt í félagsstörfum. Hún var af lífi og sál þátttakandi í starfi íþróttafé- lagsins Völsungs og var ein af vöskust handboltastúlkum félags- ins. En þegar árin liðu var það Leikfélag Húsvíkur sem átti hug hennar allan. I störf fyrir það fé- lag fóru flestar frístundirnar þó Slysavarnafélagið nyti einnig starfskrafa hennar. Þau urðu mörg handtökin og hlutverkin sem Steina Bogga skilaði i leiklistarlífi á Húsavík. Stóran þátt átti hún í velgengni þess félags. Steina dvaldi öll sín ár á Húsa- vík utan tvo vetur sem hún var í Reykjavík. í Húsavík starfaði hún lengst af hjá Kaupfélagi Þingey- inga. Hún var mjög traustur starfsmaður, samviskusöm og dugleg. Hún hafði, eins og sú kynslóð sem hún ólst upp með, vanist því að skila sínu starfi og lét ekki á sig halla í þeim efnum. Eins og margir frændur hennar var hún listhneigð og hafði yndi af góðum bókum og fagurri músík. Hún hafði búið eftirlifandi manni sínum Jóni Bernharðssyni mjög notalegt heimili að Sólbrekku 10. Við systkinin sendum Jóni og systkinum Steinu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við brotthvarf hennar nú, svo langt um aldur fram, þökkum við alla glaðværðina frá liðnum dögum og óbrotgjarna vináttu gegnum árin. Systkinin frá Steinholti. SVAR MITT eftir Billy Graham Synd og ábyrgð Ef Guð er réttlátur, fæ ég ekki skilið, hvers vegna hann refsar öllu mannkyni fyrir syndina, sem Adam og Eva drýgðu. Hvernig datt yður í hug, að verið væri að refsa okkur fyrir synd Adams og Evu? Nú segir Biblían að vísu um Guð: „Eg er drottinn Guð þinn ... sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já, í þriðja og fjórða lið.“ En hér er átt við syndir og syndaeðli, sem hefur fjötrað okkur um allar kynslóðir. Biblían kennir, að hver og einn sé ábyrgur vegna sinna eigin synda og að við séum ekki ábyrg vegna synda annarra. Adam og Eva syndguðu og voru rekin úr Eden. En Biblían segir, að við höfum öll syndgað. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Guð vildi, að við lifðum öll í dásamlegu samfélagi við sig, en það er syndin, sem hefur rofið þetta samfélag — núna eins og í Eden. Ennfremur er þess að geta, að Guð hefur gert ráð- stafanir vegna syndarinnar, sem hefur komið í veg fyrir, að manninum færi fram í rás aldanna. Kristi var fórnfært til þess að hann skyldi bera syndir margra, segir Biblían. Hún segir líka, að hann hafi verið særð- ur vegna misgjörða okkar. Hann er ekki aðeins réttlát- ur. Hann er miskunnsamur og kærleiksríkur við okkur. Það var kærleikur hans sem knúði hann til að senda einkason sinn til að bera í burtu syndir heims- ins. Við köllum sjálf dóm yfir okkur með syndum okkar, eins og Adam og Eva. En Biblían segir, að við hryggj- um Guð í hvert skipti, sem við brjótum boðorð hans. Hann reynir sífellt að leiða okkur til samfélags við sig að nýju. Steinunn Sigurborg Váldemarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.