Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 96
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTfíÆTI. SÍMI 11633 SIWEST iAnsiraiist FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Evrópubandalagið afnemur tollfrelsi á saltfiski og skreið: Gefumst ekki upp í bar- áttunni fyrir tollfrelsi VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Litlu jólin á Landakoti Nú er tími litlu jólanna. í gær voru þau haldin á barna- deild Landakotsspítala og þar tók Friðþjófur þessa mynd. 4DAGAR TIL JÓLA - segir Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra Sjávarútvegsráðheiranefnd ráð- herraráðs Evrópubandalagsins sam- þykkti í Brussel í gær að afnema tollfrelsi á innfluttum þorskafurðum til aðildarlanda bandalagsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Getur þetta haft í for með sér 13 til 20% tolla á þessar afurðir, þar með talið á skreið og saltfisk. Islendingar Opinber gjöld 1985: Fyrirfram- greiðsla 57 % FYRIRFRAMGREIÐSLA opinberra gjalda á komandi ári hefur verið ákveðin 57% af álögðum gjöldum þessa árs með þeim fyrirvara, að frumvörp þau er liggja fyrir Alþingi og varða skattaálögur og fjárlög verði samþykkt. Á þessu ári nam fyrirframgreiðslan 63%. Að sögn Árna Kolbeinssonar, skrifstofustjóra fjármálaráðu- neytisins, er miðað við að fyrir- framgreiðslan verði 11,4% í hvert sinn, í fyrsta sinn 1. febrúar og síðan mánaðarlega til og með 1. júní, eins og venja er og því sam- tals 57%. af álögðum gjöldum í ár. Janúarmánuður og júlímánuður eru skattiausir. Söluskatt- ur hækkar um 0,5 % Á fundi efri deildar Alþingis, í gærkvöldi var frumvarp fjármála- ráðherra um 0,5% hækkun á sölu- skatti samþykkt sem lög. Allir þingmenn stjórnarand- stöðunnar greiddu atkvæði á móti. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki, formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar deild- arinnar sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Sjá nánar þingfréttir, bls. 52—53. Geymsla kjarnorkuvopna á íslandi: Heimild á ófriðartímum hefur ekki verið veitt - segir utanríkisráðuneytið um svar Bandarfkjastjórnar „SÉRHVER heimild til Bandaríkjahers til þess aó flytja kjarnavopn til íslands mundi aðeins vera veitt að fengnu samþykki íslensku ríkisstjórnar- innar,“ segir í bréfi bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til Geirs Hall- grímssonar, utanríkisráðherra. í bréfinu er sendiráðið að svara fyrirspurn utanríkisráðherra, er hann bar fram eftir viðræður við William Arkin, banda- rískan vígbúnaðarsérfræðing, 5. desember síðastliðinn. í fréttatilkynningu utanr/kisráðuneytisins segir, að samkvæmt bréfi sendiráðsins sé Ijóst að heimild til geymslu kjarnavopna á fslandi á ófriðartímum hafi ekki verið veitt. William Arkin sagðist 1980 hafa staðgóðar heimildir fyrir því að kjarnorkuvopn væru á fslandi og dró það svo til baka er hann dvald- ist hér í fyrstu viku þessa mánað- ar, en sagðist þá hafa staðgóðar heimildir fyrir því að fyrir lægi skjal er sýndi að 1975 hefði Gerald Ford, Bandaríkjaforseti, heimilað bandaríska flotanum að flytja hingað 48 djúpsprengjur með kjarnahleðslum á stríðstímum. Er hér um að ræða prentaðan lista með nöfnum ýmissa ríkja og skýr- ingum. Listinn er trúnaðarskjal og sagðist Arkin hafa fengið hann hjá bandarískum embættismanni. Listinn hefur ekki fengist birtur. f bréfi bandaríska sendiráðsins sem dagsett er 17. desember segir, að það hafi um langt árabil „verið fastmótuð stefna Atlantshafs- bandalagsins og Bandaríkjanna að játa hvorki né neita heimildar- gildi skjala sem sögð eru trúnað- arskjöl Bandaríkjanna eða banda- lagsins." f bréfi sendiráðsins er ítrekað RonriíiríWÍn bof! í stinn m/ öllll farið eftir og muni halda áfram að fara eftir ákvæðum varnarsamn- ingsins við ísland frá 1951 og sam- þykkt Atlantshafsbandalagsins varðandi staðsetningu kjarna- vopna sem áskilja að sérhver heimild til Bandaríkjahers til þess að flytja kjarnavopn til Islands mundi aðeins vera veitt að fengnu samþykki íslensku ríkisstjórnar- innar. Loks er vísað til hins gagn- kvæma skilnings milli ríkis- stjórna fslands og Bandaríkjanna varðandi kjarnavopn, sem fram kom í ágúst 1980. Sjá nánar á miðopnu. fluttu á síðasta ári 13.200 lestir þess- ara afurða út til aðildarlanda banda- lagsins og 33.100 lestir af saltfiski til Spánar og Portúgals, sem hyggjast ganga í bandalagið 1. janúar 1986. Ljóst þykir, að tollar sem þessir muni hækka afurðaverð í viðkom- andi löndum og hætta er talin á sam- drætti útflutnings þangað vegna þess. Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, sagði vegna þessa í samtali við blm. Morgunblaðsins, að þetta væri ekki aðeins hags- munamál okkar og Norðmanna, heldur einnig Portúgala og Spán- verja því að sjálfsögðu yrði þessi eftirsótta vara í þeim löndum töluvert dýrari en ella. Hann væri því þeirrar skoðunar, að þessar þjóðir myndu stuðla að því, að á samþykkt þessari yrði með einum eða öðrum hætti breyting. Hann hefði vonazt til þess, að mál þetta yrði ekki afgreitt á þess- um fundi sjávarútvegsráðherra- nefndarinnar og sömu sögu hefði verið að segja um álit viðskipta- ráðherra Noregs. Hann hefði því orðið fyrir verulegum vonbrigðum með þessa ákvörðun, en við mynd- um að sjálfsögðu ekkert gefast upp í þessu máli og myndum áfram fylgja eftir óskum okkar í sambandi við áframhald tollfrels- is á þessum afurðum. Sjá á bls. 4 frétt frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Brussel. Mynd Muggs var eyðilögð TEIKNINGIN eftir Mugg, sem stolið var af yfirlitssýningu í Listasafni alþýðu sl. föstudag, hefur verið eyðilögð. 1‘jófurinn, Reykvíkingur á þrítugs- aldri, reyndi fyrst aó koma myndinni í verð en þegar það tókst ekki segist hann hafa rifið hana í smátt og fleygt, skv. upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöld. Þjófurinn var sá hinn sami og rannsóknarlögreglan hafði grunað frá upphafi en við yfirheyrslur á mánudag bar hann af sér allar sakir og var honum þá sleppt. Rannsókn málsins var haldið áfram og í fyrrakvöld skýrði mað- ur nokkur RLR frá því, að hinn grunaöi hefði boðið sér myndina fala. Hann hefði hafnað því. Var sá grunaði handtekinn aftur í gærmorgun og játaði hann síðdeg- is að hafa stolið myndinni og eyði- lagt hana. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Mjög erfitt er að meta verðgildi myndarinnar, sem Muggur (Guð- mundur Thorsteinsson) teiknaði af sofandi barni árið 1913 — gildi hennar var ekki síst tilfinninga- legt fyrir eigandann, sem myndin var af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.