Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 84
84 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 fclk í fréttum Þau Nastassia og Ibrahim hafa lengi reynt að leyna sambandi sínu fyrir almenningi, en nú gerist þess ekki þörf lengur. Litli Aljosha fékk að vera með alla athöfnina. Tveir tólf ára drengir meðal efstu skákmanna Borgardómari að nafni Daniel Leddy gaf þau saman í hjónaband. Um síðustu helgi fór fram 27. helgarskákmótið sem haldið var á Biönduósi og á Skagaströnd. Það vakti athygli, eins og greint hefur verið frá í dagblöðum, að tveir tólf ára drengir urðu í hópi efstu skákmanna. Hannes Hlífar Stefánsson varð í 5. sæti með fimm vinninga og Þröstur Árna- son varð í 9. sæti með fjóra vinn- inga. Blm. fannst ekki úr vegi að spjalla stuttlega við þá félaga og spyrja þá fyrst hvenær þeir hefðu byrjað að tefla. — Hannes sagðist hafa lært mannganginn aðeins fimm ára af bróður sínum og Þröstur var á sama máli, sagðist hafa lært hann fimm til sex ára af föður sínum, en kvaðst hafa lært mikið af því að horfa á bróður sinn og föður vera að tefla í gegnum tíðina. Þeir æfa saman hjá Taflfélagi Reykja- víkur og hafa gert um árabil eða síðan 1981. Hannes er í sjötta bekk Fellaskóla en Þröstur í Seljaskóla, og báðir sparka þeir í bolta ef frí vinnst frá skákinni. Þeir hafa tek- ið þátt í mótum erlendis, bæði í Bandaríkjunum og víðar og náð umtalsverðum árangri. Þeir kváð- ust ætla að halda áfram núna af fullu kappi og við óskum þeim alls hins besta, enda næsta mót í febrúar. Þröstur Árnason Hannes H. Stefánsson Þeir félagar æfa saman hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Nastassia Kinski og Ibrahim Moussa í hjónaband Nastassia Kinski er gengin í það heilaga með Egyptanum Ibrahim Moussa en athöfnin fór fram í fámenni á Carlyle-hótelinu í New York. Ibrahim er faðir barnsins hennar, hins þriggja mánaða Aljosha Kakynski Moussa sem var með við brúðkaupið. Þau hjón hafa þekkst í nokkuð langan tíma, en haldið því leyndu eins og þau gátu fyrir almenningi. Hún sagði eftir brúðkaupið: „Þetta nýja fjölskyldumynstur hefur gert mig óumræðilega hamingju- sama. Mér finnst ég vera komin í örugga höfn og ég sé loksins orðin fullorðin. Ég ætla ekki að hætta að vinna og sonur minn skal fá að læra að standa á eigin fótum. Þó ég elski hann, verður hann að vera sinnar eigin gæfu smiður." Morífunbladiö/KLE Ný verzlun við Laugaveg Xið er verslun sem nýlega opnaði á Laugavegi 33. Það er fyrirtækið Lilja-kistan sem stendur að versluninni, en hún mun selja tískufatnað og þá aðallega breskan. Meðal annars verða föt frá Mignon Matthews og Sue Clowes á boðstólum og Warehouse-verslununum en þess má geta að Boy George er einn af föstum viðskiptavinum Clowes. Unnur Steinsson brá sér í flíkur fyrir blm. sem við birtum með. John James og unnusta Fyrir þá sem ekki hafa séð unnustu John James úr Dynasty áður, þá er hún hér á síðunni í dag og heitir Marcia Wolf. Hún hefur nú vanist ljósmyndurunum að mestu en tekur þó varan á og notar dökku sólgleraugun við öll tækifæri. Eftir því sem blm. veit best, hefur þetta samband staðið í nokkurn tíma og virðist allt vera í lukkunnar velstandi. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.