Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 Gorbachev mætti ekki við leiði Karls Marx l/ondon, 19. desember. AP. MIKHAIL S. Gorbachev var ekki viðstaddur í dag, er sov- ézka sendinefndin, sem nú er í heimsókn í Bretlandi, lagði blómsveig að leiði Karls Marx, upphafsmanns kommúnismans. Gert hafði verið ráð fyrir, að Gorbachev yrði í fararbroddi sendi- nefndarinnar, er hún kæmi til Highgate-kirkjugarðsins í norðurhluta Lundúna, en í stað hans var Leonid Zemy- atin fyrir sendinefndinni. Mikill fjöldi öryggisvarða var til staðar við minnismerki Marx, er rússneska sendinefndin lagði þangað leið sína. Hópur frétta- manna og ljósmyndara fylgdist einnig með ferðum Rússanna, en heimsókn Gorbachevs og félaga hans til Bretlands nú hefur vakið mikla athygli þar í landi. Hópur kvenna hafði í frammi.mótmæla- aðgerðir í grennd við minnismerki Marx og hrópuðu þær vígorð gegn sovézku leynilögreglunni KGB, er Rússarnir komu að minnis- merkinu. Karl Marx fæddist í Þýzkalandi, en bjó og starfaði í þrjá áratugi í London, áður en hann lézt 1883. Ástæðan fyrir fjarveru Gorb- achevs í dag var hádegisverðar- fundur hans og Neils Kinnock, leiðtoga brezku stjórnarandstöð- unnar, en sá síðarnefndi var fyrir skömmu í opinberri heimsókn í Moskvu. OPEC-fundurinn í Genf: Noregur og Bretland ásökuð um undirboð Genf, 19. deseraber. AP. MIKIL gagnrýni hefur komið fram í garð Noregs og Bret- lands á fundi OPEC, samtaka olíuútflutningsríkjanna, sem nú fer fram í Genf. Astæðan er sú, að þessi tvö lönd eru nú stöðugt að ná til sín æ stærri hluta af oiíumarkaði heims á kostnað OPEC-ríkjanna. „Þetta er augljóslega ósann- gjarnt,“ sagði Subroto, olíumála- ráðherra Indónesíu, í ræðu í dag, en hann er forseti fundar OPEC- ríkjanna nú. Gagnrýndi hann Breta og Norðmenn fyrir að hafa lækkað verð á olíu sinni í október niður fyrir verð OPEC-ríkjanna og fyrir þá yfirlýstu afstöðu að láta framboð og eftirspurn ráða verði Norðursjávarolíunnar í framtíðinni. „Svo skaðleg stefna varðandi olíuverð getur leitt til markaðs- hruns og mun verða öllum olíuframleiðendum til tjóns. Þar verður enginn undanskilinn," sagði Subroto ennfremur. Benti hann á, að OPEC hefði verið til staðar á olíumarkaðnum löngu áð- ur en olíuríkin við Norðursjó komu fram á sviðið á þessum vettvangi og að aðildarríki sam- takanna réðu yfir miklu meiri olíu. Þau hlytu því að sigra, ef glundroði skapaðist á olíumarkað- inum. Olíuframleiðsla Bretlands og Noregs hefur farið stöðugt vax- andi undanfarin ár og nemur nú framleiðsla beggja ríkjanna sam- anlagt 3,2 milljónum tunna á dag. Þetta er meira en framleiðsla nokkurs OPEC-ríkis nema Saudi- Arabíu. Þar hefur framleiðslu- magnið verið mismunandi, en í dag var haft eftir Yamani, olíumálaráðherra landsins, að það næmi nú um 3,6 milljónum tunna á dag. Takast í hendur Neil Kinnock, leiðtogi brezku stjórnarandstöðunnar, heilsar Mikhail Gorb- achev fyrir utan brezka þinghúsið í gær. Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana, í viðtali við Morgunblaðið: „Höfum ekki efni á leikaraskap með aðildina að Atlantshafsbandalaginu“ Kaupmannaböfn, 19. denember. Frá Ib Kjörnbak, fréltaríUra Mbl. „VIÐ höfum engin efni á einhverj- um leikaraskap með aðild Dana að Atlantshafsbandalaginu,“ segir Poul SchHiter, forsætisráðherra Danmerkur, I viðtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins um stefnuna í varnarmálum, norræna samvinnu og dönsk efnahagsmál. Með upp- hafsorðum sínum var Schliiter að víkja að þeirri gagnrýni, sem danskir jafnaðarmenn hafa haft uppi síðustu tvö árin á þá örygg- ismálastefnu, sem fylgt hefur verið í Danmörku, og hann bætti því við, að vonandi næðu forystumenn jafnaðarmanna brátt áttum á ný og að aftur yrði sú samstaða um ör- yggismálin, sem áður var. Hvað varðaði kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um sagði forsætisráðherrann, að ríkisstjórnin væri fús til að ræða það mál en þó með því skilyrði, að það yrði gert í nánu samráði við aðrar aðildarþjóðir NATO og þá þannig, að þær sæju sér fært að samþykkja og ábyrgjast þá skipan mála fyrir hönd Dana og Norðmanna. „Auk þess þarf að taka til gaumgæfilegrar athug- unar hvort Grænland verði haft með,“ sagði Schluter, sem lagði áherslu á, að þar væru ekki og hefðu ekki verið nein kjarnorku- vopn. Schlúter kvaðst hins vegar hafa áhyggjur af því, að ef kjarnorkuvopnalaus svæði yrðu ákveðin á landi myndu stórveld- in í æ ríkari mæli koma kjarn- orkuvopnunum fyrir á heimshöf- „Þróunin á næstu 10—30 árum mun sýna, að norrænu þjóðunum standa flestar dyr opnar á heimsmarkaðnum, t.d. í Kína, ef þær vinna skipulega og í samein- ingu að útflutningsmál- unum. Sameinaðar ráða þær við verkefni, sem einstakri þjóð eru ofviða.“ unum og ekki síst á Norður-Atl- antshafi. Poul Schlúter kvaðst í raun ekki hafa mikla trú á kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- um og nefndi það t.d., að í raun væri ekki vitað hvort Sovétmenn hefðu áhuga á slíku svæði. „Eru þeir tilbúnir til að fjarlægja kjarnorkuvopn frá Kolaskaga og Eystrasalti? Við þeirri spurn- ingu hafa ekki fengist nein svör,“ sagði Schlúter. Norræn samvinna „Það er margt brýnna en betri samgöngur milli Svíþjóðar og Danmerkur,“ sagði Schlúter þeg- ar talið barst að norrænni sam- vinnu. „Þar skipti meiru aukið samstarf í atvinnumálum, við- skiptum og iðnaði. Við þurfum Poul Schlúter, forsætisráðherra sameiginlegan fjármagnsmark- að, frjálsar hendur til fjárfest- ingar og fyrirtækjastofnunar — norrænan heimamarkað. Þróun- in á næstu 10—30 árum mun sýna, að norrænu þjóðunum standa flestar dyr opnar á heimsmarkaðnum, t.d. í Kína, ef þær vinna skipulega og í samein- ingu að útflutningsmálunum. Sameinaðar ráða þær við verk- efni, sem einstakri þjóð eru ofviða. Það þarf að leggja drög að samnorrænum iðnaðarverk- efnum, sem ríkisstjórnir og þjóðþing landanna eiga að hrinda í framkvæmd." Schlúter vildi lítið ræða fund norrænu forsætisráðherranna í Reykjavík á dögunum og umræð- ur þeirra um ástand heimsmála en nefndi þó, að þar hefði verið rætt um sérstakan fjárfest- ingarsjóð fyrir Grænland og Færeyjar og að til hans yrði lagt fé úr norræna iðnþróunar- sjóðnum fyrir ísland, sem þá yrði lagður niður. Mikill hagvöxtur í Danmörku Um efnahagsmál í Danmörku sagði Schlúter, að þar hefði hag- vöxturinn verið 4% á þessu ári, meiri en í nokkru öðru aðildar- landi Evrópubandalagsins, og að allt útlit væri fyrir áframhald- andi vöxt á næsta ári. „Á þessu ári hefur verið fjár- fest mikið í atvinnulífinu, út- flutningurinn hefur aukist og í einkageiranum hafa orðið til 50.000 ný störf. Hallinn á ríkis- fjárlögunum verður á þessu ári 34 milljarðar d.kr. en í fyrra leit út fyrir, að hann yrði 80 millj- arðar kr. Kaupmáttur launa hef- ur fallið aðeins síðustu tvö árin en þrátt fyrir það verðum við að standa fast við launastefnu stjórnarinnar og setja markið eins nálægt núllinu og unnt er,“ segir Schlúter og á með þeim orðum sínum við niðurstöðuna í samningaviðræðum aðila vinnu- markaðarins, sem nú eru í þann veginn að hefjast. Danska ríkis- stjórnin vill, að vinnuveitendur og launþegar semji um sín mál en Schlúter dregur enga dul á, að ef launahækkanirnar verða meiri en efnahagurinn þolir muni kúfurinn verða tekinn af með sköttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.