Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 43
fl38M383fl .OG ffTIOAflUTMMIfl ,aifl/.J8MtJ0H0M
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
umenn hátíðarinnar voru þeir
Jón Ólafsson og Páll Þorláksson.
Auk þess flutti séra Jón Bjarna-
son „nokkur áminningarorð til ís-
lendinga" um nauðsyn þess að
varðveita íslenska tungu dyggi-
lega. Varaði hann þá sérstaklega
við dæmi norskra innflytjenda í
Bandaríkjunum sem hann taldi
hafa gert sig seka um alltof mikla
tilslökun í menningarlegum og
málfarslegum efnum. Má draga í
efa að sú ádrepa hafi verið til-
hlýðileg, þar sem Norðmenn áttu
talsverðan þátt að hátíðinni og
höfðu verið íslendingum innan
handar um skipulag hennar og
framkvæmd. Ekki virðast hinir
norsku gestir þó hafa hreyft and-
mælum, enda liklegt að þeir hafi
ekki skilið mál séra Jóns.
Þjóðhátíðin í Milwaukee var
fyrsta meiri háttar samkoma
Vestur-lslendinga. I sambandi við
hana héldu þeir sína fyrstu guðs-
þjónustu og lögðu grundvöllinn að
fyrsta félagsskap sínum sem þeir
nefndu íslendingafélag í Vestur-
heimi. Lög þess í ellefu greinum
voru dagsett sjálfan hátíðardag-
inn. Segir þar um tilgang félagsins
að hann væri í því fólginn „að
varðveita og efla fslenskt þjóðerni
í heimsálfu þessari".
Rætur fyrsta Islendingadagsins
í Winnipeg liggja örugglega aftur
til þjóðhátíðar þeirrar í Mil-
waukee sem nú hefur verið stutt-
lega lýst, og þótt næstum tveir
áratugir liðu á milli þessara
tveggja hátíða, voru það að
nokkru leyti sömu mennirnir sem
önnuðust framkvæmdir í bæði
skiptin. Má í því sambandi nefna
nöfn þeirra Jóns ólafssonar og
séra Jóns Bjarnasonar. Engu að
síður var vatnsstraumurinn í haf-
ið ólítill á því tímabili sem skildi
að hátíðirnar tvær og rétt að ræða
það atriði nánar.
Þótt þjóðhátíðin í Milwaukee
sumarið 1874 væri öðrum þræði
helguð atburðum sem þá urðu á
Þingvöllum við Öxará, staðfesti
hún engu að síður að um þær
mundir var sumum af helstu leið-
togum Vestur-Islendinga efst í
huga að fslenskir innflytjendur
fengju sérstakt landsvæði til um-
ráða sem gerði þeim kleift að
mynda sína eigin nýlendu og
vernda þannig tungu sína og
menningu um aldir. Þessu til stuð-
nings má benda á að á Mil-
waukee-hátíðinni voru þeir Jón
Ólafsson og félagar hans að ferð-
búast i mikinn landkönnunar-
leiðangur til Alaska f leit að byg-
gilegu íandsvæði handa Islending-
um. Varð skýrslugerð Jóns um þá
för allfræg, enda dreymdi hann
stóra drauma um norðurhjarann
þar sem hann hafði ljóðræna við-
komu „í svölum skugga grænna
greina". Ekki er unnt að ráða úr
því hversu almennt fylgi íslenskir
nýlendumenn vestra höfðu sér að
baki, en hugmyndir þeirra virðast
hafa runnið út f sandinn þegar
veruleikinn hafnaði draumsýn
Jóns Ólafssonar. Árið 1875 gerðu
Islendingar að vísu byggð sfna i
Nýja Islandi f Manitóba. Aðstæð-
ur í þeirri byggð gerðu fólki kleift
að halda siðum sínum og tungu, en
ekki var þar um að ræða sérstaka
nýlendu í stjórnfræðilegum skiln-
ingi. Til þess að einfalda málin má
með nokkrum sanni taka svo til
orða að höfuðmunurinn á íslend-
ingahátíðunum tveim í Milwaukee
1874 og Winnipeg 1890 hafi verið
sá að á fyrrnefndri hátið eygði
margur nýtt sjálftsætt fslenskt
þjóðfélag f Norður-Ameríku bæði í
menningarlegum og stjórnfræði-
legum skilningi. í Milwaukee
dreymdi fólk um nýja sókn á lítt
skilgreindum landsvæðum. I
Winnipeg tæpum tveim áratugum
síðar, var hreiníslensk menning
komin í varnarstöðu. Hér verður
þó að slá þann varnagla að heim-
ildir um menningarstefnu Vest-
ur-íslendinga í öndverðu eru mjög
bundnar hátíðarræðum sem siðar
varðveittust á prenti. Flytjend-
urnir voru að einhverju leyti leið-
togar fjöldans, en höfðu samt ekki
beint umboð til þess að mæla fyrir
fólksins hönd. Þótt íslendingar
flykktust á mannfundi þar sem
móðurmál þeirra var í boði, verður
ekki ráðið með neinni vissu hvaða
skoðanir og vilja allur þorri þeirra
Víkingur í greipum nútímans.
hafði um mótun og viðhald ákveð-
innar stefnu í íslenskum menning-
armálum. Samt sem áður væri
skynsamlegt að hafa að engu
stefnuyfirlýsingar Milwaukee-Is-
lendinga sumarið 1874. Áhrifa
þaðan virðist hafa gætt beint eða
óbeint í stefnuskrám margra Is-
lendingafélaga sem síðar voru
stofnuð. I þeim skrám er þó ekki
ný sókn kunngerð, heldur er þar
að finna orðasamböndin „að
stuðla að“ og „að styðja og
styrkja". Urðu slík orðasambönd
til að mynda allsráðandi í stefnu-
skrá Þjóðræknisfélags Islendinga
árið 1919.
Stuðningur og styrkur, jafnvel
tímabundin efling, eru þau hugtök
sem Vestur-Islendingar urðu
snemma að láta sér lynda í öllu
félagslegu starfi sem á einhvern
hátt tengdist þjóðernislegum upp-
runa þeirra. Þessi viðleitni átti sér
sitt blómaskeið en ekki rúm að
sinni til þess að gera henni við-
hlítandi skil. Ekki má þó láta
liggja í láginni að þótt erfitt kunni
að vera að meta fylgi vestur-
islenskra leiðtoga á ýmsum tim-
um, voru margir þeirra atorku-
samir. Vestur-íslensk saga er öðr-
um þræði saga slíkra einstaklinga
sem héldu striki sinu. Hreinpóli-
tískan bakhjarl í venjubundnum
skilningi höfðu þeir ekki, en stofn-
uðu mýmörg félög og héldu sínar
hátíðir eftir því sem þörf krafði.
Skrár um framkvæmdanefndir og
félagatöl nefna þó aðeins örlítið
brot af öllum þeim fjölda Islend-
inga sem fluttist vestur og afkom-
endum þeirra sem fljótlega dreifð-
ust allvíða um meginland Norð-
ur-Ameríku.
Þegar fram liðu stundir, gerðust
íslenskir félagsmálafrömuðir
vestra oft nokkuð þaulsætnir í
embættum sínum. Hefur þegar
verið bent á að sömu mennirnir
stjórnuðu að nokkru leyti hátíðun-
um tveim í Milwaukee og Winni-
peg þótt meira en hálfan annan
áratug bæri i milli.
Auðvelt væri að draga þá álykt-
un af framangreindum orðum að
forvígismenn þeirra stofnana sem
hér hafa verið nefndar sem dæmi
hafi að einhverju leyti skipað
sjálfa sig í embætti ár eftir ár.
Slík ályktun væri þó hæpin og
þess þá að gæta að meðlimatala
vestur-íslenskra félaga hefur
löngum verið nokkuð lág og af
þeirri sök takmarkað svigrúm
fyrir breytingar, hvað þá bylt-
ingar. Hafi einhver átök orðið á
þessum vettvangi, ber að skil-
greina þau sem fáleika milli ör-
fárra einstaklinga.
Vert er og að hafa í huga aldur
þeirra manna sem hér er um að
ræða, þ.e. hversu gamlir þeir voru
er þeir mættu til leiks hverju
sinni. Jónas Þór ritstjóri hefur
bent á að á Milwaukee-hátíðinni
hafi unglingar einir verið I farar-
broddi, ef frá er skilinn Ólafur
Ólafsson frá Espihóli, og jafn-
framt varpað fram þeirri spurn-
ingu hvort aldnir og ráðsettir hafi
á þeirri stund tekið meira mark á
hugmyndum æskufólks en vænta
mætti á okkar eigin timum. Aldn-
ir og ráðsettir létu lítið í sér heyra
um nýlenduhugsjón Jóns Ólafs-
sonar árið 1874.
Framgjörn æska Milwaukee-Is-
lendinga var orðin mörkuð rúnum
reynslu á Islendingadegi sumarið
1890. Á hátíðinni voru draumar
um nýlendustofnun orðnir hluti af
liðinni tíð. Umgerð hátíðarinnar
var íslensk að því er tók til tungu-
taks en ræður orðnar að minnum
um fortíðarafrek. Hinn íslenski
arfur var þá þegar tekinn að um-
breytast og farinn að fá á sig
nokkurn keim helgisiða sem fólk á
þeirri tíð kunni að vísu skil á þótt
tengsl þeirra við menningarlega
framþróun væru farin að veikjast.
Með öðrum orðum var trúin á gró-
andi íslenskt þjóðlíf samám sam-
an að þoka fyrir misskýrum hug-
myndum um menningararf sem
dygði fólki til nokkurs frama í
nýju þjóðfélagi. Slíkar hugmyndir
búa yfir sínum sérstöku táknum
svo sem fánum, söngvum ýmiss
konar og fastmótuðum minnum
sem breytast lítt frá ári til árs.
Þegar fram liðu stundir kom fjall-
konan til skjalanna í viðhafnar-
búningi.
Helgitákn eru lífseig, en gildi
þeirra verður flestum þeim mun
óljósara því meir sem þau fjar-
lægjast uppruna sinn í tíma og
rúmi. Allur þorri fólks virðir að
vísu gamlar hefðir en umgengst
þær á sama hátt og kirkjugestir
vínkaleikinn og obláturnar.
Á hinum fyrsta íslendingadegi í
Winnipeg árið 1890 fóru miðaldra
menn í broddi fylkingar. Þegar
Þjóðræknisfélag tslendinga í
Vesturheimi var stofnað árið 1919
kvað við mjög svipaðan tón og fyrr
meir í Islendingadagsræðum, en
þá var meira en miðjum atdri náð.
Þegar enn seig á tuttugustu öldina
var meðalaldur þeirra sem ann-
aðhvort sóttu hin árlegu þjóð-
ræknisþing eða áttu sæti í Isíend-
ingadagsnefnd orðinn ískyggilega
hár. Uppúr miðri öldinni hafði
dæmið frá Milwaukee sumarið
1874 snúist nokkurn veginn við,
þ.e.a.s. í stað óharðnaðra æsku-
manna voru komnir lifsreyndir
öldungar sem töluðu til áheyrenda
af léttasta skeiði. Tungutakið var
að vísu ennþá alíslenskt en hinir
yngri komnir úr kallfæri og um-
ræðuefnin því nokkuð svipuð frá
ári til árs. Þetta fólk gegndi sínum
störfum í þágu fámennra hópa
sem áttu íslensk bókasöfn og sýsl-
aði við aðra menningariðju. Vaxt-
arbroddinn hlaut þó að vanta.
Þannig má í stórum dráttum rekja
einn þátt vestur-íslenskra félags-
mála. Hugsjónir æskunnar, sem í
upphafi voru tengdar hugmyndum
eða draumum um sérislenska
menningu í andlegum og pólitisk-
um skilningi, urðu með tfð og tíma
að táknum sem ellin geymdi eftir
því sem aðstæður leyfðu. Þar kom
loks að á mannfundum vék íslensk
tunga að mestu leyti úr sessi.
Frá hugsjón til táknmáls eða þá
frá æsku til elli eru meðal þeirra
yfirskrifta sem í hugann koma við
athugun á ferli vestur-fslenskra
mannfunda og félagsmála þá öld
sem hvoru tveggja var sniðinn ís-
lenskur stakkur. Til glöggvunar
má skjóta því hér inn að svo bar
við að einmitt í þann mund sem
Milwaukee-hátíðin var eina öld að
baki, tók forseti Þjóðræknisfé-
lagsins að stjórna þingum þess á
ensku og íslendingadagsnefnd að
láta tungu feðranna víkja í gjörð-
arbókum sfnum. Gaf hvort tveggja
til kynna aukna málfarslega
einangrun gamalla táknmynda
þessara tveggja stofnana.
ósanngjarnt væri að telja
ofangreinda þróun að einhverju
leyti einstæða, þvi að hliðstæð
dæmi eru auðfundin f sögu ann-
arra þjóðarbrota í Norður-Amer-
íku. Ef staðheitið Nýja tsland
geymir að baki sér hugmyndir ís-
lenskra frumbyggja um nýtt ís-
lenskt landnám vestan hafsins, er
ekki grunlaust um að svipaðra
drauma hafi gætt þegar nöfn eins
og Nýja Skotland og Nýja Eng-
land urðu til. Litli Noregur og
Litla Danmörk segja álíka sögu,
og miklu fleiri dæmi mætti til tfna
um náskyld tákn innfluttra hug-
sjóna í nýrri veröld.
Þótt íslensk tunga hafi að veru-
legu leyti vikið úr sessi á mann-
fundum Vestur-íslendinga, hefur
hún þó ekki enn þokað með öllu af
sviðinu. Er sanni nær aö þess sé
ekki lengur að vænta að mikill
hluti þess fólks sem á ættir að
rekja til íslands sé henni lengur
innan seilingar. Hins vegar er
ljóst að á síðustu árum, eftir að
íslenska vék fyrir ensku á þingum
og fundum, urðu stórfelldar breyt-
ingar á vestur-íslensku félags-
starfi og ber Islendingadagurinn,
eins og fyrr greinir, þess glögg
merki.
I þessu greinarkorni hefur verið
minnst nokkuð á eina tegund
tengsla milli drauma og tákn-
mynda í þjóðbrotasögu Vestur-
heims. Síst skal þó hlaupið yfir þá
staðreynd að evrópsk menning er
af augijósum ástæðum gleymin á
söguleg tákn. Að þessu leyti er þó
talsverður stigsmunur á grein og
stofni, svo að ekki sé dýpra í ár-
inni tekið. I gamla heiminum er
sambandið milli þeirrar tegundar
táknmynda, sem hér hafa verið
nefndar, við skilgreinanlegan
veruleika í samtíðinni greinilegra
en meðal þjóðarbrota vestra, því
að þau áttu sér drauma sem af
augljósum ástæðum gátu aldrei að
fullu ræst.
Haraldur Bessason er prótessor rið
Manitoba-háskóla.
Dýrindis glös á jólaborðið \\y
og í jólapakkann X ^
Jól í
Kosta Boda
Chateáíi
’W'* • Boda
Line
osta
Bankastræti 10 - Sími 13122