Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
„Því ekki það? Það gKti verið
gaman að prófa einn vetur, sagði
ég við sjálfan mig, þegar Guðlaug-
ur Rósinkranz kom að máii við
mig fyrir rúmum þremur áratugum
og bað mig að koma til íslands og
kenna ísiendingum listdans. Þeir
urðu víst fleiri en einn veturnir,
enda fékk ég strax slíka ást á
landi og þjóð og því undarlega
verkefni sem mér var falið að
vinna, að ég hrcinlega gat ekki
slitið mig í burtu,“ rifjar hann upp
maðurinn sem sumir segja að hafi
kennt íslendingum að dansa, eða
að minnsta kosti „komið okkur á
sporið“ — Daninn og heimsborg-
arinn Erik Bisted. Þegar List-
dansskóli Þjóðleikhússins var
stofnaður haustið 1952, var Bisted
' ráðinn til þess að móta skólann og
allt hans starf. Um leið varð hann
fyrsti ballettmeistari Þjóðleikhúss-
ins oggegndi því embætti fram til
1960. A þessum árum samdi
Bisted og færði upp í Þjóðleikhús-
inu sex ballettsýningar, auk dansa
í fjölmargar sýningar Þjóðleik-
hússins. Síðan Bisted lét af emb-
Ktti sem ballettmeistari Þjóðleik-
hússins og fór á flakk um Evrópu,
hefur hann margoft verið kallaður
hingað heim ef mikið hefur legið
við til að leikstýra verkum og
stjórna dansatriðum. Og nú er
hann sem sé kominn rétt enn einu
sinni, í þetta skipti tii að liðsinna
við uppfærslu á Kardemommu-
bænum, sem Þjóðleikhúsið frum-j.
sýnir á annan dag jóla.
„Mér hlýnar alltaf um hjarta-
rætur þegar ég kem inn í Þjóð-
leikhúsið," segir Bisted, „bæði af
því mér finnst eins og ég eigi
svolítið í því, hafi lagt nokkra
steina i það, en einnig vegna
þess að þar ríkir sérstök kúlt-
úrstemmning, sem ekki er víða
að finna. Þjóðleikhúsið hefur
sál,“ segir Bisted og horfir
dreyminn á mögnuð málverkin í
setustofunni á Hótel Holti, þar
sem hann gistir, eins og hann sé
að virða fyrir sér sjálfa hússál-
ina í formi ljúfrar endurminn-
ingar.
— Um hvað ertu að hugsa,
með leyfi?
„Það er von þú spyrjir," segir
hann og hrekkur upp úr leiðsl-
unni. „Eg var að hugsa um
fyrstu sýninguna okkar, „Ég bið
að heilsa“, sem var flutt árið
1953 og voru dansar við tónlist
eftir Karl. O. Runólfsson. Það
var auðvitað ekki „prófessional"
sýning en hún gekk ótrúlega vel.
Samt ert mér minnisstæðast frá
þessari sýningu vandræðin með
skóna. Á þessum tíma voru ekki
til ballettskór á íslandi og það
þurfti að sérsauma skó fyrir
dansarana á saumastofu Þjóð-
leikhússins. Ég hef aldrei lent í
öðru eins.“
— Það hefur sjálfsagt skort
margan nauðsynjahlutinn á
þessum fyrstu árum?
„Maður lifandi! Það var ekk-
ert til af neinu tagi. Ékki bún-
ingar eða æfingaskór, og það
sem verst var, það var engin að-
staða til æfinga. Það tók þrjú ár
að koma upp sæmilegu sviði í
kjallaranum. En þetta blessaðist
allt og gekk ljómandi vel, enda
var enginn skortur á því sem
öllu máli skiptir: duglegu og
hæfileikaríku fólki. Áf því var
nóg.“
— Helgi Tómasson meðal
annars. Þú ert eiginlega guðfað-
ir hans í dansinum, er það ekki?
„Það má kannski segja það.
Helgi var einn af þeim 250 sem
við tókum inn til prufu fyrsta
starfsárið, þá aðeins smástrákur
8—9 ára gamall. Hann hafði
strax mikinn áhuga og virtist
hafa allt til að bera til að geta
orðið góður dansari, hafði góða
fætur og var sérlega músíkalsk-
ur. Helgi æfði næstu árin alger-
lega undir minni stjórn, ýmist í
Þjóðleikhúsinu eða í Tívolíleik-
húsinu í Kaupmannahöfn, þar
sem ég var ballettmeistari yfir
sumartímann. Helgi tók fljótt
gífurlegum framförum og ég
gerði mér grein fyrir því að
hann ætti eftir að ná langt.
Þjóðleíkhúsíö
hefur sál
Rætt við Erik Bisted fyrrum ballettmeistara Þjóðleikhússins
Erík Bisted á Rfingii Þjóðleikhússins i KardimommubKnum.
MorgunblaðiA/Bjarni
— Víkjum að öðru, Bisted.
Hvað hefurðu haft fyrir stafni
frá því að þú lést af störfum sem
ballettmeistari Þjóðleikhússins?
„Það hefur verið mjög mikið
að gera hjá mér, yfir vetrartím-
ann hef ég flakkað á milli borga
i Evrópu og fært upp verk, en á
sumrin hef ég starfað sem ball-
ettmeistari í Tívólíleikhúsinu í
Kaupmannahöfn. Ég lét þar af
störfum í fyrra, og í sumar hef
ég haft það náðugt í íbúð minni
á Spáni. Þetta var í fyrsta skipti
í 52 ár sem ég hef tekið mér frí.“
—Hvar stendur listdansinn
hæst í Evrópu um þessar mund-
ir?
„Þetta er erfið spurning. Það
eru mjög góðir dansarar í Lond-
on og Parísaróperan er góð, og
Danir eru ennþá nokkuð fram-
arlega, en eru þó á niðurleið."
— En íslenskur ballett, hvern-
ig líst þér á hann?
„Það eru tvö stór vandamál
sem hrjá íslenskan listdans, það
vantar drengi og peninga. Ein-
hverra hluta vegna hafa íslensk-
ir drengir lítinn áhuga á list-
dansi, þeim finnst kannski að
þetta sé kvennalist fyrst og
fremst. Og ef peningar eru af
skornum skammti er hætt við
stöðnun, bæði verða sýningar of
strjálar og það er ekki ráðist í að
fá erlenda listamenn til að blása
nýju lífi í dansinn. En það er
nauðsynlegt, ekki bara á Islandi,
hedur hvar sem er í heiminum.
í Þjóðleikhúsinu er mjög gott
listafólk, en það verður að styðja
betur við bakið á því. Menn
verða að athuga það, að Þjóð-
leikhús er menningarstofnun
sem hefur það hlutverk að varð-
veita tungumálið og menning-
una. Slíkt kostar peninga og það
verða allir að taka þátt í þeim
kostnaði."
Hversu langt var ómögulegt að
segja, það færi einfaldlega eftir
því hve harður og ákveðinn hann
yrði við sjálfan sig. Það verður
enginn góður dansari án gífur-
legs sjálfsaga.
Einu atviki gleymi ég aldrei
frá þessum árum. Helgi var þá
14 ára gamall, minnir mig, og
það fór að renna upp sú stund að
hann tæki endanlega ákvörðun
um framtíð sína. Móðir hans var
nokkuð tvístígandi, hún var
mjög stolt af syni sínum, en
hafði áhyggjur af því að hann
gæti ekki unnið fyrir sér sem
dansari. Eitt sinn kemur hún að
máli við mig í Þjóðleikhúsinu og
spyr mig ráða. Gæti drengurinn
lifað af dansinum, eða ætti hann
að snúa sér að einhverju hag-
nýtu námi, læra einhverja iðn?
Nei, nei nei, sagði ég, hafðu eng-
ar áhyggjur, ég skal ábyrgjast
drenginn. Hann verður mikill
dansari. Auðvitað gat ég ekki
séð fyrirfram að Helgi næði
slíkum frama sem raun ber
vitni, en mikið var ég stoltur
þegar ég frétti hversu vel honum
vegnaði í Bandaríkjunum, og
feginn að hafa tekið svo afdrátt-
arlausa afstöðu."
— Það hefur mikið komið til
tals undanfarið að Helgi gerðist
ballettmeistari við Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn, en
nú liggur ljóst fyrir að af því
verður ekki.
„Því miður. Það hefði sannar-
lega orðið gaman að fá Helga
þar til starfa, ekki síst fyrir mig.
En Helgi gat ekki sætt sig við
æfingatímana, hann vildi æfa
meira, en fyrir því var ekki hægt
að fá samþykki. Ég held að það
sé aðalástæðan fyrir því að
svona fór, frekar en peninga-
málin. Helgi er vanur miklum
æfingum og ströngum aga og vill
strarfa á þeim grundvelli."
Ræningjarnir, Kasper, Jesper og Jónatan, leggja á ráðin.