Morgunblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984
ÚTVARP / S J ÓN VARP
Bernt
Callenbo
Eg ræddi um daginn við mann,
sem hefir starfað hjá sænska
sjónvarpinu, við kvikmyndatöku.
Sá ágæti maður lýsti andrúms-
loftinu á þeim bæ. Tjáði hann mér
að þrátt fyrir 7.000 starfsmenn
væri svo lítil gróska hjá stofnun-
inni að þar rækju menn upp stór
augu ef örlaði á frumleika og
frumkvæði hjá einstökum starfs-
mönnum. Óstýrilátir starfsmenn,
er stykkju inná stofnunina fullir
eldmóðs, væru venjulega róaðir
niður á kaffistofunni og þeim bent
kurteislega á að þeir væru í vinnu
hjá ríkisstofnun en ekki frjálsum
leikhópi. Mér kom þessi lýsing
kvikmyndatökumannsins í hug er
ég horfði á uppfærslu sænska rík-
issjónvarpsins á gamanleik
franska rithöfundarins Jean An-
ouilh „Colombe" á mánudags-
kveldið var. Þar er gamla sagan
um undantekninguna er sannar
regluna. Uppfærsla sænska sjón-
varpsins á þessu verki var nefni-
lega með þeim hætti að ekki verð-
ur betur gert. Minnist ég þess ekki
að háfa séð jafn góða sýningu frá
hendi norrænu ríkissjónvarps-
stöðvanna. Auðvitað ber þess að
geta að texti Anouilh er svo leik-
rænn og hnyttinn að hann hlýtur
ætíð að hrífa áhorfandann uppúr
stólnum, en þeir hjá sænska sjón-
varpinu bættu um betur og völdu
leikarana af slíkri kostgæfni að
persónur „Colombe" urðu ógleym-
anlegar, sérstaklega prímadonnan
Alexandra, sem Margaretha Kro-
ok lék.
Hverju veldur að uppfærsla sem
þessi á sígildu gamanverki verður
ekki heimsfræg? Myndir Berg-
mans verða umsvifalaust heims-
frægar jafnvel þótt þær séu á
stundum grútleiðinlegar. En sá er
munurinn að Bergman er stjarna
en hinir 7.000 starfsmenn sænska
sjónvarpsins finnast hvergi á
landabréfinu. Já, það er sorglegt
til þess að hugsa hversu stjörnu-
ljóminn teymir oss á asnaeyrun-
um þannig að það eru í raun ekki
verkin sem skipta máli í hugum
manna heldur sá er stendur að
baki listaverkinu. Þannig bregður
oft stjörnuljóma á hið ómerki-
legasta hugverk og svo gaula hinir
ósjálfstæðu og lítilþægu með í
lofrullukórnum, nauðugir viljugir.
Alexandra
í fyrrgreindu verki Jean Anou-
ilh er flett ofan af þessari mein-
semd. Prímadonnan Alexandra
sem allt snýst um í verkinu er í
rauninni hundómerkilegur kar-
akter, gersneydd öllum mannleg-
um tilfinningum en hún er
stjarna.
í dag hefði Alexandra gerst um-
boðsmaður listamanna en ekki
prímadonna í litlu leikhúsi. Hví-
líkt miskunnarleysi býr ekki lista-
maðurinn við í hörðum heim,
ofurseldur kaupahéðnum er
kreista úr honum síðasta blóð-
dropann á ómerkilegar safnplötur
eða við samningu minningabóka
er oftastnær fjalla um príma-
donnur af Alexöndruætt. Slysist
hann til að vinna gott verk í þágu
ríkisstofnunar tekur enginn eftir
því nema hann beri stjörnunafn
eða hver þekkir hér Bernt Call-
enbo, þann er hóf „Colombe" uppá
stjörnhimininn? Auðvitað ekki
nokkur hræða, enda fer hér sann-
ur listamaður, en ekki trúður er
fettir sig og grettir á sölutorgi
með kúrekahatt og dollypart-
onbrjóst, ef ekki vill betur. Guði sé
lof fyrir þann vinnufrið er slíkum
manni veitist mitt í sölufári
„heimslistarinnar".
ólafur M.
Jóhannesson
Smásaga eftir Hemingway
■■■i í kvöld les
91 50 Hjalti Rögn-
4 A ““ valdsson, leik-
ari, smásögu eftir Ernest
Hemingway og nefnist
hún „Nú legg ég mig“.
Þýðandi sögunnar er Guð-
mundur Arnfinnsson.
Ernest Hemingway vár
einn af virtustu rithöf-
undum Bandaríkjamanna.
Hann vakti fyrst verulega
athygli fyrir sögu sína
„Vopnin kvödd", en sú bók
er rituð eftir reynslu hans
sem fréttaritari og hjúkr-
unarmaður í fyrri heims-
styrjöldinni. Hemingway
var mikill hetjudýrkandi
og var sjálfur mikill
kappi, stundaði útilíf og
veiðar og týndist eitt sinn
er hann var í veiðiferð í
myrkviðum Afríku. Flest-
ir töldu hann af, en þegar
öll von var talin úti, þá
birtist hann að nýju.
Ernest Hemingway, rithöf-
undur. f kvöld les Hjalti
Rögnvaldsson eina smá-
sögu hans í þýðingu Guð-
mundar Amfinnssonar.
Hann skrifaði margar
bækur og fyrir utan
„Vopnin kvödd“ eru helst-
ar „Hverjum klukkan
glymur“, „Gamli maður-
inn og hafið“, sem hann
skrifaði þegar hann var
búsettur á Kúbu síðustu
æviár sín, „Og sólin renn-
ur upp“, ásamt „Veisla í
farangrinum”. Á yngri ár-
um sínum bjó Hemingway
í París og umgekkst lista-
menn mikið. Hann átti
ákaflega erfitt með að
sætta sig við þá hrörnun
sem fylgir ellinni og hann
svipti sig því lífi. Hans
verður lengi minnst sem
mikils kappa, sem lét sér
ekki allt fyrir brjósti
brenna, sem manns, sem
stóð 1 stormasömum
hjónaböndum, en fyrst og
fremst sem eins besta rit-
höfundar Vesturheims.
Brahms í Neskirkju
■■■■ Útvarpið flytur
9"| 25 okkur í kvöld
£ M- —— upptöku frá
tónleikum, sem haldnir
voru í fyrrahaust í Nes-
kirkju. Tónleika þessa
hélt Kammermúsíkklúbb-
urinn og fluttu þar þrír
kunnir tónlistarmenn
verk eftir Johannes
Brahms. Verkið heitir
Tríó, í a-moll op. 114.
Tónlistarmennirnir þrír
eru þeir Einar Jóhannes-
son, klarinettleikari,
Gunnar Kvaran, selló-
leikari og Gísli Magnús-
son, píanóleikari. Tónleik-
arnir hefjast kl. 21.25, en
þeim lýkur kl. 21.50, þegar
Hjalti Rögnvaldsson hef-
ur lestur á smásögu Hem-
ingway.
f kvöld verður beint útvarp fri Alþingi, en þó með öðru
sniði en venjulega, því umræðuefnið er jólahald ráðherr-
anna.
Jólí
ráðherrastól
■■■■ Jólafrí nefnist
9900 þáttur, sem er á
££ dagskrá Rásar
2 í kvöld. Þar ætla þau
Júlíus Einarsson og Val-
dís Gunnarsdóttir að leiða
hlustendur um víðan völl
og reyndar í hús við Aust-
urvöll. Valdís ætlar nefni-
lega að koma sér fyrir í
Alþingi fslendinga með
jólaöl, piparkökur og
svissneskt konfekt og
narra nokkur orð upp úr
ráðherrum vorum um
jólahald á þeirra heimil-
um. „Ég ætla að ræða við
Sverri Hermannsson,
Matthías Mathiesen, Al-
bert Guðmundsson,
Ragnhildi Helgadóttur og
Steingrím Hermannsson
um jólaundirbúning á
heimilum þeirra og reyna
að kynnast örlítið fólkinu
á bak við pólitíkina,"
sagði Valdís. „Það verður
sko alls ekki fjallað um
neitt, sem viðkemur fjár-
lögum, eða öðru slíku, ætli
svissneska konfektið sé
ekki það næsta sem við
förum í slíkri umfjöllun.
Ég vona að ráðherrar og
aðrir komist í dálítið jóla-
skap, því til þess er leik-
urinn gerður.“
Á meðan Valdís er að
spyrja ráðherra spjörun-
um úr við Austurvöll, þá
verður Júlíus með jóla-
svéin í stúdíóinu og sagði
Valdis það Iíklegt að jóla-
sveinninn fengi einnig að
taka þátt í umræðunum á
Alþingi, þ.e. óformlegu
umræðunum hjá Valdísi.
Þáttur þeirra stendur í
tvo tíma og sagðist Valdís
vonast til að hann stytti
þreyttum húsmæðrum
stundir. við smáköku-
baksturinn og létti lund
húsbóndans, sem væri
hálfur fram af svölunum
við að festa upp jólaserí-
una. Auk ráðherranna
koma aðrir gestir í þátt-
inn, þau Sigrún Stefáns-
dóttir, Edda Andrésdótt-
ir, Björgvin Gíslason,
Davíð Sch. Thorsteinsson
og Hermann Gunnarsson.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
20. desember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorö: — Esra Péturs-
son talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Bráðum koma blessuð
jólin
„Skyrgámur lendir I vanda"
eftir Iðunni Cteinsdóttur.
Arnar Jónsson les. Arni
Björnsson kemur I heimsókn.
Umsjón: Hildur Hermóðs-
dóttir.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
11.00 „Ég man þá tlð“
Lög frá liðnum árum. Um-
sjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
11M „Sagt hefur það veriö"
Hjálmar Arnason og Magnús
Glslason sjá um þátt af Suð-
urnesjum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.30 A bókamarkaöinum
Andrés Björnsson sér um
lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
15.00 A frlvaktinni
Þóra Marteinsdóttir
kynnir óskalðg sjó-
manna.
15J0 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar
a. Divertimento I D-dúr eftir
Joseph Haydn. Kammer-
sveitin I Vancouver leikur.
b. Strengjakvartett I A-dúr
op. 41 nr. 3 eftir Robert
Schumann. italski kvartett-
inn leikur.
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Hvlskur
Umsjón: Höröur Sigurðar-
20.30 Kvöld I desember
með Jónasi Jónassyni, Ingi-
mar Eydal, Guðlaugu Her-
mannsdóttur, félðgum úr
Karlakór Akureyrar og öðr-
um söngglöðum gestum.
(RUVAK).
2125 Samleikur I Neskirkju
Trló I a-moll op. 114 eftir Jo-
hannes Brahms. Einar Jó-
hannesson, Gunnar Kvaran
og Glsli Magnússon leika á
klarinettu, selló og planó.
(Hljóðritað á tónleikum
Kammermúslkklúbbsins I
fyrrahaust).
21.50 „Nú legg ég mig", smá-
saga eftir Ernest Hemingway
Hjalti Rögnvaldsson les þýð-
ingu Guðmundar Arnfinns-
sonar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
SJÓNVARP
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir I hverfinu
(The Kids of Degrassi Street)
Nýr flokkur. — 1. Kvikmynd-
in hennar ídú
Kanadlskur myndaflokkur I
þrettán þáttum. sem hlotiö
hefur marga viðurkenningu.
Hver þáttur er sjálfstæð
saga um eitthvert eftirminni-
legt atvik eða uppátæki
nokkurra borgarbarna.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
FÖSTUDAGUR
21. desember
20.45 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Sigrún Stef-
ánsdóttir.
212ÍS Skonrokk
Umsjónarmenn Anna
Hinriksdóttir og Anna Kristln
Hjartardóttir.
22.10 Hláturinn lengir llfiö
Sjöundi þáttur.
Breskur myndaflokkur I
þrettán þáttum um gaman-
semi og gamanleikara I fjðl-
miölum fyrr og slöar.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
22.45 Heimboðið
(L’invitation)
Svissnesk-frönsk blómynd
frá 1972.
Leikstjóri Claude Goretta.
Aðalhlutverk: Jean Luc Bi-
deau, Jean Champion, Cor-
inne Coderey og Neige
Dolsky.
Miöáldra skrifstofumaður
verður fyrir miklu áfalli þegar
hann missir móður slna sem
hann hefur verið mjög háður.
Þegar frá líður vænkast hag-
ur hans og einn daginn kem-
ur hann vinnufélögum slnum
á óvart með þvl að bjóða
þeim til veglegrar veislu á
nýju heimili.
Þýöandi Ólöf Pétursdóttir.
00.20 Fréttir I dagskrárlok.
22.35 Erlendar skáldkonur frá
ýmsum öldum
Slðari hluti. Umsjón: Sigur-
laug Björnsdóttir. Lesari:
Herdls Þorvaldsdóttir.
23.00 Múslkvaka
Umsjón: Oddur BJörnsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
20. desember
10.00—12.00 Morgunþátt-
ur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Jón Olafsson.
14.00—15.00 Dægurflugur
Nýjustu dægurlögin.
Stjórnandi. Leópold Sveins
son.
15.00—16.00 Ótroönar slóðir
Kristileg popptónlist.
Stjórnendur: Andri Már Ing-
ólfsson og Halldór Lárusson.
16.00—17.00 Jazzþáttur
Stjórnandi: Vernharður Linn-
et.
17.00—18.00 Gullöldin
Lög frá 7. áratugnum
Stjórnandi: Þorgeir Astvalds
son.
Hlé
20.00—24.00 Kvöldútvarp