Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 20.12.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984 GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GOÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæöra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279.- Disketta 2D í PC kr. 212,- Litaband í PC kr. 336.- 500 bls. A4 pappír kr. 207,- Að sjálfsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950.- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband í síma 91-68 73 73, það borgar sig. = ==== = IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, = =—=• 3£== Reykjavík, sími (91) 68 73 73. BÓNIM ER BÚSTÓLPI GUDMUNDUR JÓNSSON * T'j luliiiB BUSTÓLPI SAGT FRA NOKKRUM GÓÐBÆNDUM Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hyanneyri, gjörþekkir sögu íslensks landbúnaðar, og sér nú um útgáfu fimmtu bókarinnar í bókaflokknum Bóndi er bústólpi. í þessari bók eru frásagnir af tíu bændum, skráðar af jafnmörgum höfundum. Allir voru þeir „bústólpar" meðan þeir lifðu, mörkuðu spor í sögu íslensks landbúnaðar eða voru þekktir af félagsstörfum. Þessir menn eru: Björn Hallsson á Rangá, Einar Eiríksson á Hvalnesi, Gísli Helgason í Skógar- gerði, Jónas Magnússon í Stardal, Júlíus Björnsson í Garpsdal, Ketill Indriðason á Ytra-Fjalli, Oddur Oddsson á Heiði, Ólafur Finnsson á Fellsenda, Skúli Gunnlaugsson í Bræðra- tungu og Þorleifur Eiríksson Bókhlaðan Kaupfélagið og hótunarbréfið — eftir Gísla Blöndal { Morgunblaðinu þann 12. þ.m. var yfirlætislítil frétt, sem sagði frá því að Kaupfélag Eyfirðinga hefði í hótunum við eyfirska bændur, sem voguðu sér að selja kartöflur beint og milliliðalaust til verslana á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Kaupfélagið minnir menn á samþykkt stjórnar Landsambands kartöflubænda um að selji bændur kartöflur framhjá Grænmetisverslun landbúnaðar- ins eða umboðum hennar, komi vara þeirra ekki til greina við út- hlutun á sölu til Grænmetisversl- unarinnar. Ef til vill er þetta nú ekkert óvenjulegt mál. Vel getur verið að Kaupfélagið riti félagsmönnum sínum hótunarbréf svona af og til, í þeim tilgangi að minna þá á að þeir, bændur eigendur fyrirtækis- ins, ráði sko alls ekki neinu. Þeim beri að sitja og standa eins og Kaupfélagið ákveði. Öllu sjálf- stæði og sjálfsbjargarviðleitni af þeirra hálfu verði þegar í stað mætt með viðskiptaþvingunum. En nóg um það. Við skulum þess í stað skyggnast á bak við fréttina og átta okkur á hvað það er sem að baki liggur. Á síðastliðnu vori skáru íslensk- ir neytendur upp herör gegn Grænmetisversluninni vegna inn- flutnings hennar og Sambandsins á finnskum kartöflum. í kjölfarið fylgdi innflutningur ýmissa aðila á fyrsta flokks erlendum kartöfl- um án milligöngu SÍS eða Grænmetisverslunar. Þegar á sumarið leið varð ljóst að met uppskera yrði hjá íslenskum kart- öflubændum og var því að sjálf- sögðu fagnað. Margir töldu að Grænmetisverslunin hefði með framferði sínu og margendurtekn- um brotum á reglugerð þeirri, sem hún á að starfa eftir, fyrirgert rétti sínum til einokunar á dreif- ingu garðávaxta. Því var það að nokkrar verslanir hófu að versla beint og milliliðalaust við bændur. Með því ávannst tvennt: í fyrsta lagi lægri dreifingarkostnaður og í öðru lagi möguleiki á að velja bestu vöruna til sölu fyrst. Og hér erum við einmitt komin að kjarna málsins. Betri og fallegri í Eyjafirði Fljótlega eftir að uppskeru lauk kom í ljós að norður í Eyjafirði voru til fallegri og betri kartöflur en fáanlegar voru hér sunnan lands. Strax var því leitað eftir þvf við eyfirska bændur að fá þessa í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁ RÁÐHÚSTORGI Gísli Blöndal „Það er því alveg Ijóst aö stjórn Landsam- bands kartöflubænda og Kaupfélagiö hafa enga heimild til þess aö vera meö íhlutun eða hótanir í þessu sam- bandi og ef til vill eru þau þaö eina ólöglega við málið.“ vöru á markaðinn á Stór- Reykjavíkursvæðinu, svo neytend- ur þar mættu einnig njóta þessar- ar frábæru vöru. I Ijós hafði komið að ekkert var athugavert eða ólöglegt við það að bændur versluðu án milligöngu SÍS eða Grænmetisverslunarinn- ar, beint við verslanir, svo fremi að verslanirnar gerðu sig ekki sek- ar um að versla með kartöflur í heildsölu. Fjölmargir bændur hófu að selja vörur sínar beint til verslana í Reykjavík, frekar en að láta þessa ágætis vöru liggja óhreyfða í geymslum norður í landi. Óbærilegt framhjáhald Auðvitað fór ekki hjá því að stjórnendur Kaupfélagsins hefðu af þessu spurnir og nú hefur þeim fundist framhjáhaldið óbærilegt og pússað er rykið af stjóénarsam- þykkt áhugamannafélags kart- öflubænda. Rétt er að benda á að Landsamband kartöflubænda hef- ur ekki ályktað um beina kartöflu- sölu, heldur aðeins stjórn þess, eftir pöntun um frá formanni Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Kaupfélagið gerir nú þessa sam- þykkt að sinni og hótar bændum að ekkert verði við þá verslað af hálfu umboðs Grænmetisverslun- arinnar ef þeir hlíti ekki skipun- um Kaupfélagsins. Og nú kemur rúsínan í pylsu- endanum. Samkvæmt lögunum sem Grænmetisverslunin á að starfa eftir, ber henni að taka til sölumeðferðar allar þær kartöflur sem óskað er eftir. Jafnframt ber henni að leitast við að taka hlut- fallslega jafnt af öllum. Það er því alveg ljóst að stjórn Landsambands kartöflubænda og Kaupfélaga hafa enga heimild til þess að vera með íhlutun eða hót- anir í þessu sambandi og ef til vill eru þau það eina ólölega við málið. Bændum er því fullkomlega heim- ilt að selja kartöflur sínar beint til verslana og Grænmetisverslun- inni ber eftir sem áður að taka hlutfallslega jafnt (af birgðum) af þeim bændum sem öðrum. Niðurstaðan hlýtur því að verða sú að bréf Kaupfélagsins, sem vitnað var til f upphafi er argasta smekkleysa og ætla verður að kaupfélagsstjóranum og stjórn- arformanni SÍS beri skylda til að biðja vinnuveitendur sína afsök- unar og láta þar með af þessum árásum á bændur. Gíali Hlöndal cr rerslunarmaóur i Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.