Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Flognir
af skjánum
Loksins, loksins eru Þyrnifugl-
arnir flognir af skjánum. Eg
hef að vísu horft á alla þættina,
starfsins vegna, en annars hefði
ég sleppt þessari skemmtan. Ekki
vegna þess að ég ætlist til þess, að
bók Colleen McCullough sé endur-
lífguð á filmunni, en fyrr má nú
rota en dauðrota. Að vísu mátti
greina góða spretti hjá leikurum
og leikstjóra, en í hvert skipti sem
Rachel Ward birtist í hlutverki
Meggie, fékk ég í magann líkt og
frammi fyrir áhugaleikara á sviði
Þjóðleikhússins. Veslings stúlkan
er hreint einsog belja á svelli.
Hins vegar kom mótleikari henn-
ar, sjálfur Richard Chamberlain,
hressilega á óvart í hlutverki
.. .prestsins ástfangna".
Chamberlain hefur hingað til ver-
ið frægur fyrir að leika súkkulaði-
dreng, þrátt fyrir að hann hafi
fengið jafn tragískar persónur til
meðferðar og Dreyfus, en hér var
hann að mestu laus við væmnina
og sætleikinn ekki yfirþyrmandi.
Sœti presturinn
Mér er raunar til efs, að nokkur
annar leikari hefði hentað betur í
hlutverk föður Ralphs. Kjarninn í
sögu McColloughs snýst nefnilega
í kringum þá ofsafengnu baráttu
holdsins og andans, er á sér stað
þegar saman kemur í kaþólskum
presti yfirgengilegur sjarmör og
metnaðarfullur trúmaður.
Chamberlain fær enn miðaldra
konur til að standa á öndinni, en
hann er líka svo ósköp saklaus í
aðra röndina, svona einsog full-
þroska drengur, þannig fullkomn-
ar hann persónu séra Ralphs,
þessa ástríðufulla trúmanns, og
elskhuga. Saga McColloughs hefði
ekki hrært uppí tilfinningum
milljónanna, ef hann séra Ralph
hefði verið eins og ónefndur kaþ-
ólskur biskup, sem svaraði þegar
hann var spurður hvort ekki væri
erfitt að halda skírlífisheitið: Ég
finn nú bara fyrir þessum fiðringi
svona einu sinni á ári.
Milljónafæða
Hvað varðar séra Ralph tortím-
ir í raun „skírlífisheitið" þessum
ágæta manni. Hann er alla ævi að
berjast við freistingarnar, í stað
þess að njóta þeirra hófsamlega,
einsog eðlið býður. Hið ytra ber
hann öll sýnileg tákn þjónustu við
Guð, en hið innra kraumar helvíti
þess, er ekki getur þjónað einum
herra. Richard Chamberlain lagði
sig allan fram um að sýna þessa
togstreitu guðsmannsins engil-
fagra i sjónvarpsþáttunum um
„Þyrnifuglana", hafi hann þökk
fyrir. En því miður eru sjónvarps-
þættir þessir á vegum sjónvarps-
risa, er hefir alið þegna sína svo
lengi á sápuóperum, að hann
treystir ekki frábærum áströlsk-
um kvikmyndagerðarmönnum til
að vinna verkið, en velur þess í
stað menn, er greinilega hafa
starfað allt of lengi við gerð aug-
lýsingakvikmynda, samanber ást-
arsenan mikla með Meggie og föð-
ur Ralph, sem var einsog klippt út
úr ilmvatnsauglýsingu. Synd og
skömm, því einsog áður sagði
nálgaðist Chamberlain lykilhlut-
verk þáttanna einsog sannur at-
vinnumaður. En það má víst ekki
móðga hinn „almenna mann“, sem
að mati risans mikla, hugsar ein-
sog fyrrgreindir auglýsingagerð-
armenn. Segiði svo að ekki sé
hægt að móta smekk fólks, og jafn-
vel hugsanir þess og tilfinningar.
Ólafur M.
Jóhannsson.
ÚTVARP / S JÓN VARP
Krakkarnir í
í hverfinu
■■ 1 kvöld hefst í
25 sjónvarpinu
nýr fram-
haldsmyndaflokkur fyrir
börn og nefnist hann
Krakkarnir í hverfinu.
Þáttur þessi er kanadísk-
ur og hefur hlotið margs
konar verðlaun. í hverri
viku verður sögð sjálfstæð
saga um eitthvað
skemmtilegt atvik eða
uppátæki nokkurra borg-
arbarna. í fyrsta þættin-
um er sagt frá því að Idu
leiðist. Hún er vön að láta
sér leiðast þangað til hún
fær þá góðu hugmynd að
gera kvikmynd. Kvik-
myndin hennar vinnur til
verðlauna, en ekki fyrir
það sem henni ber. Ida
veltir því fyrir sér hvort
hún eigi að segja dómur-
unum frá því, eða ekki. í
hverjum þætti er, sem áð-
ur sagði, sögð saga af ein-
hverju borgarbarni í einu.
Er ekki að efa, að uppá-
tæki barnanna eiga eftir
að vekja kátínu áhorf-
enda, því þau fást við
margt, t.d. blaðamennsku,
viðskipti og fleira. Þýð-
andi er Kristrún Þórðar-
dóttir.
f nýjum myndaflokki, sem hefur göngu sfna í sjónvarpinu í kvöld,
fáum vift aó fylgjast meó uppátækjum nokkurra borgarbarna.
Gestir skrifstofumannsins í heimboðinu virðast skemmta sér hið besta, en eitthvað kastast
samt í kekki með þeim þegar líða tekur á veisluna.
Heimboðið
■ Kvikmynd
45 sjónvarpsins í
kvöld er svissn-
esk-frönsk og ber nafnið
„Heimboðið". Hún fjallar
um miðaldra skrifstofu-
mann, sem hefur alltaf
verið ákaflega háður móð-
ur sinni, enda ógiftur.
Þegar sú gamla fellur frá
er hann hjálparvana.
Hann vill hins vegar gera
vel við þá einu fjölskyldu
sem hann á núna, vinnu-
félagana, og býður þeim
til veglegrar veislu. Veit-
ingar eru mjög glæsilegar
svo og húsakynni, enda
hafði hagur mannsins
vænkast við dauða móður-
innar. Félagar hans á
skrifstofunni eru þó lítt
hrifnir af velsæld hans og
saka hann um að vera að
miklast af peningum sín-
um. Hann er saklaus og á
bágt með að skilja öfund
og illvilja félaganna sem
hrópa ókvæðisorð að hon-
um. En veislur eru með
ýmsu móti og enda oft
öðru vísi en ráð var fyrir
gert. Meira skal ekki látið
uppi að sinni. Með aðal-
hlutverk fara Jean Luc
Bideau, Jean Champion,
Corine Coderey og Neige
Dolsky, en þýðandi er ólöf
Pétursdóttir.
Jólapósthólf
■i Valdís Gunn-
00 arsdóttir verð-
ur með þátt
sinn, Pósthólfið, á
dagskrá rásar 2 í dag, að
venju. Þáttur sem þessi
hlýtur að blómstra um
þetta leyti árs, þegar
fleiri tonn af jólapósti
fylla öll pósthús landsins
og landsmenn hafa ekki
við að tæma póstkassana
svo fleiri jólakort rúmist.
Sumir segja, að margar
húsmæður verði að sleppa
jólahreingerningu og
smákökubastri, vegna
þess að svo mikill tími
fari í að skrifa og lesa
jólakort. Ekki seljum við
þessa sögu dýrar en við
keyptum hana. Valdís
ætlar að helga Pósthólfið
í dag jólapóstinum og lesa
kveðjur til hlustenda.
Hún kvaðst ætla að velja
úr þær kveðjur sem
óvenjulegur væru, en ekki
í þessu venjulega jóla-
Valdís Gunnarsdóttir, sem
áður fékkst við tölvur, en
starfar nú hjá rás 2, ætlar
að hjálpa fólki að komast í
jólaskapið í dag.
ÚTVARP
kortaformi: „Gleðileg jól,
elsku frændi, þinn Jói.“
Að auki ætlar hún að taka
sér hvíldir við lesturinn
og spila þá af nýjum ís-
lenskum hljómplötum,
sem munu vera yfir 70
talsins, ef allt er talið og
leika nokkur jólalög til að
koma hlustendum í hátíð-
arskap. Það er því líklegt
að Snæfinnur snjókarl,
Gáttaþefur, Skrámur og
aðrir í jólaskapi eigi eftir
að leyfa landsmönnum að
njóta jólaskapsins með
sér í dag.
I
FÖSTUDAGUR
21. desember
7.00 Veðurfregnir. Fréllir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvðldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn-
ir.
Morgurtorð: — Jóhanna Sig-
marsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Bráðum koma blessuð
jólin
„ B|ugnakrækir á Akraborg-
inni" eftir Iðunni Steinsdótt-
ur.
Arnar Jónsson les.
Umsjón: Hildur Hermóös-
dóttir.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr).
10.45 .Það er svo margt að
minnast á“
Torfi Jónsson sér um þátt-
inn.
11.15 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
17.10 Slðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
20.00 Lðg unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka
a. Jól Grettis Asmundarson-
ar
Þorsteinn frá Hamri tekur
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir I hverfinu
(The Kids of Degrassi Street)
Nýrflokkur. — 1. Kvikmynd-
in hennar Idu
Kanadiskur myndaflokkur I
þrettán þáttum, sem hlotiö
hefur marga viðurkenningu.
Hver þáttur er sjáltstæð
saga um eitthvert eftirmmni-
legt atvik eða uppátæki
nokkurra borgarbarna.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
saman frásöguþátt og flytur.
b. Sagnir af séra Hálfdáni
Einarssyni
Björn Dúason les.
c. Jólin hans afa
Guðrún Sveinsdóttir á
Ormarsstöðum I Fellum segir
frá minningum Jóns Sveins-
sonar frá Litladal I Húna-
þingi. Baldur Pálmason les.
Umsjón: Helga Agústsdóttir.
21.25 Pétur A. Jónsson óperu-
söngvari — aldarminning.
FÖSTUDAGUR
21. desember
20.45 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaöur Sigrún Stef-
ánsdóttir.
21.25 Skonrokk
Umsjónarmenn Anna
Hinriksdóttir og Anna Kristln
Hjarfardóttir.
22.10 Hláturinn lengir llfið
Sjöundi þáttur.
Breskur myndaflokkur I
þrettán þáttum um gaman-
semi og gamanleikara I fjöl-
miðlum fyrr og slðar.
Þýöandi Guðni Kolbeinsson.
22.45 Heimboðið
Guðmundur Jónsson minnist
Péturs og hljómplötum meö
sönglögum hans verður
brugðið á fóninn.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Djassþáttur
— Tómas Einarsson.
23.15 A sveitalinunni:
Umsjón: Hilda Torfadóttir.
(RÚVAK).
24.00 Söngleikir i Lundúnum
11. og síðsti þáttur. „Star-
(L’invitation)
Svissnesk-frönsk blómynd
frá 1972.
Leikstjóri Claude Goretta.
Aðalhlutverk: Jean Luc Bi-
deau, Jean Champion, Cor-
inne Coderey og Neige
Dolsky.
Miðaldra skrifstofumaður
verður tyrir miklu áfalli þ>egar
hann missir móður slna sem
hann hefur verið mjög háður.
Þegar frá llður vænkast hag-
ur hans og einn daginn kem-
ur hann vinnufélögum slnum
á óvart með þvl að bjóða
þeim til veglegrar veislu á
nýju heimili.
Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
00M Fréttir I dagskrárlok.
light Express".
Umsjón: Arni Blandon.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
03.00.
FÖSTUDAGUR
21. desember
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Páll Þorsteins-
son og Sigurður Sverrisson.
14.00—16.00 Pósthólfið
Lesin bréf frá hlustendum og
spiluð óskalög þeirra ásamt
annarri léttri tónlist.
Stjórnandi: Valdls Gunnars-
dóttir.
16.00—17.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ólafsson.
Hlé
23.15—03.00 Næturvakt á rás
2
Stjórnendur: Vignir Sveins-
son og Þorgeir Astvaldsson.
(Rásir 1 og 2 samtengdar aö
lokinni dágskrá rásar 1.)
SJÓNVARP