Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
íslenska hljómsveitin
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Vetrarsólstöður er yfirskrift
þriðju tónleika íslensku
hljómsveitarinnar, sem haldnir
voru í Bústaðakirkju sl. miðviku-
dag. Efnisskráin var fjölbreytt
og eins og fyrrum enduðu þessir
jólatónleikar á því að flytjendur
og áheyrendur sungu saman
nokkra jólasálma. Tónleikarnir
hófust á smá söguþætti eftir
Gabriel Faure, sem saminn er
yfir sálm, líklega eftir Jean Rac-
ine (1639—99), en hann var einn
af mestu leikritasnillingum
Frakka og sóttu tónskáld eins og
Lully, Gluck, Saint-Saens og
Honnegger óspart í gullastokk
hans. Sálmur Racins er fallegt
kórlag og var þokkalega sungið,
þó nokkuð vantaði á að karlradd-
irnar hefðu nægan styrk og
hljómdýpt til að gefa verkinu
réttan lit. Annað verkið á efn-
isskránni var „Lýrískur þáttur"
fyrir lágfiðlu og kammerhljóm-
sveit og lék Ásdís Valdimars-
dóttir á lágfiðluna. Ásdís sem er
í námi hefur fallegan tón og leik-
ur „músíkalskt". Verður fróðlegt
að heyra hana takast á við
stærri verkefni, þegar hennar
tími er kominn, þó óhætt sé að
fullyrða, að hún er þegar orðin
góður lágfiðluleikari.
Síðasta verkið fyrir hlé var
sellókonsert eftir Tartini og lék
ungur sænskur sellisti, Mats
Rondin, einleik í verkinu. Rondin
Ásdís Valdimarsdóttir
er ágætur sellisti og lék konsert-
inn af öryggi. Á seinni hluta
tónleikanna var flutt Adagio
fyrir flautu, hörpu, píanó og
strengjasveit eftir Jón Nordal,
samið 1966 og oftlega hefur verið
flutt enda fallegt og elskulegt
verk. Einleikarar voru Martial
Nardeu, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir og Elísabet Waage.
Það sem vantaði á í flutningi
verksins varðaði öryggi, samspil
og tóngæði hjá strengjum sveit-
arinnar. Síðasta verkið var svo
Flos Campi, eftir Vaughan-
Williams, fyrir lágfiðlu, kór og
kammersveit. Verkið er óttalegt
gums og minnir á kvikmynda-
tónlist þegar hún gerist væmn-
ust. Trúlega var tónskáldið að
feta sömu leið og Debussy með
því að nota kór sem tilbrigði við
hljómbrigði hljóðfæranna. Ein-
leikarinn í verkinu var Ásdís
Valdimarsdóttir og lék hún af
öryggi.
Söngsveitin Fílharmónía söng
þokkalega, þó nokkuð sé karla-
liðið þunnskipað. Ef til vill er
Íað hæpin ráðstöfun af stjórn
slensku hljómsveitarinnar að
leggja áherslu á margbreytileika
í efnisvali, því hætta er á því að
verkefni vinni hvert gegn öðru.
Ef efnisskrá tónleikanna að
þessu sinni eru athuguð kemur í
Ijós að tvö tónverk eru hugsuð
sem kórverk án þess að vera þó
eiginleg kórverk og í stað eins
einleiksverks, eru þau þrjú, öll
án þess þó að vera eiginleg ein-
leiksverk, nema þá helst kon-
sertinn eftir Tartini, sem þó er
með því minnsta sem gerist af
þeirri gerðinni. Þá er það ekki
síður bagalegt að verkin eftir
Faure, Holst og Vaughan-
Williams eru með bragðminni
verkum eftir þessa ágætu tón-
smiði og í raun ekki tæk, nema
til að flétta saman þá hugmynd,
að gera eitt úr tvennu, nefnilega
að skapa bæði kór og einleikara
tækifæri. Slíkt er vægast sagt
hæpin ráðstöfun þegar um svo
viðkvæmt söluatriði er að ræða,
sem einir tónleikar geta verið.
Það er tvennt sem huga þarf að
við skipulag tónleika og það er
ágæti viðfangsefnanna, því eftir
gæðum þeirra fer ástand þeirrar
íhugunar sem tónleikagestir
upplifa og síðast en ekki síst
þarf flutningurinn að vera sá
hrifningarvaki sem listþyrstri
manneskju er lífsnauðsyn til
endalausrar eftirsóknar í lífs-
þrungna og góða list.
Skólaglettur og ferðafjör
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
ÚR DAGBÓKUM EINARS MAGG.
411 bls. Eiríkur Hreinn Finnboga-
son bjó til pr. Almenna bókafélagið.
Reykjavík, 1984.
Langt er síðan Einar Magnús-
son taldist þjóðkunnur maður, svo
langt að minni undirritaðs nær
ekki til forsögu þess. Dagbækur
þær, sem hann sendir nú frá sér,
taka til áranna 1914—1922. Forn-
öld fyrir sjónum þeirra sem nú eru
miðaldra, hvað þá hinna sem
yngri eru!
Eiríkur Hreinn Finnbogason
fylgir bókinni úr hlaði með for-
mála. Þar ber hann mikið lof á
kennarann og rektorinn Einar
Magnússon og segir að fáir eða
engir íslenskir kennarar hafi eign-
ast svo marga nemendur. Vafa-
laust hafa þeir nú nokkra
skemmtun af að sjá hér gamlan
læriföður í nýju ljósi. En Einar
Magnússon var ekki aðeins kenn-
ari og rektor. Hann var líka ferða-
maður af lífi og sál. Og að hluta til
er þessi bók ferðalýsingar hans
frá meginlandi Evrópu skömmu
eftir fyrra stríð. Eiríkur Hreinn
kveður dagbækurnar »segja
merkilega sögu — sögu unglings
sem verður að manni við erfið
skilyrði í heimi sem við, sem van-
izt höfum öllum þægindum, telj-
um a.m.k. að hafi verið erfiður.«
Það er einnig athyglisvert við
dagbækur þessar að unglingurinn
hefur snemma verið þroskaður til
ritstarfa þótt hann væri að öðru
leyti hálfgerður æringi. Eins og
gefur að skilja segir unglingurinn
frá því sem á hugann leitar eða á
dagana drífur á líðandi stund.
Ekki er það allt merkilegt, enda er
Einar Magnússon
það ungra að ýkja og stækka fyrir
sér eitthvað sem fullorðnum vex
ekki í augum en sjást yfir annað
sem hinn roskni og ráðsetti telur
athugunar og íhugunar virði. Út
af fyrir sig kann að vera merkilegt
að lesa nú um daglegt líf unglings
fyrir sjötíu árum eins og það kom
hinum sama unglingi fyrir sjónir
þar og þá. En svo bráðger og
pennaglaður sem unglingurinn
Einar hefur verið sýnist heldur
ósennilegt að hann hafi gert dag-
bókina að trúnaðarvini. Hann seg-
ir hressilega og jafnvel hreinskiln-
islega frá daglegum viðburðum.
Hitt, sem innst í sefa bjó, giska ég
á að hann hafi geymt með sjálfum
sér.
Þó gaman sé nú að lesa um
fyrstu kynni Einars við ýmsa
menn sem síðar urðu þekktir eða
jafnvel þjóðfrægir þykja mér líf-
legri dagbækur hans frá ferðalög-
unum erlendis. Þá er hann orðinn
þroskaður maður, tekur vel eftir,
lifir frjálslega og er þar af leið-
andi opinn fyrir því iðandi lífi sem
fyrir augu og eyru ber í stórborg-
um álfunnar.
Lokaspretturinn er hafinn.
JÓLAG JAFIR í
SÉRFLOKKI
SHG
Sjálfvirkar kaffikönnur.
Verö frá kr. 1.313.-
Opið föstudag 9—18, laugardag 9—23 og mánudag 9—12.
S.H.G.
Sjálfvirkir eggjasjóöarar fyrir
1—7 egg.
Verð kr. 1.571,-
Stereó útvarp/segulband
meö FM, langb., miöb. og
stuttb. 5 banda tónjafnari og
2 way losanlegír hátalarar.
Verö kr. 13.658.- stgr.
Sanyo
Rafmagnsrakvélar /
Verö frá kr. 1.735.-
Blaupunkt
VHS Video
Verö kr. 39.870,-
CSB 650 RLE-sett
13 mm höggborvél, stiglaus
hraðastíllir, 0-3400 snún.
/min., snýst afturábak og
áfram.
650 wött.
PST 50 stmgaög
Sagardýpt í stál 3 mm, í tré
50 mm. 350 wött. 3000
slög/mín.
Verö kr. 3.900.-
Husqvarna
Saumavélar, meö áratuga
reynslu meöal íslenskra hús-
mæöra.
Verö frá kr. 12.000,- stgr.
Husqvarna
Vöfflujárn.
Verö kr. 2.529,-
Huaqvarna
Micranett örbylgjuofninn.
Verö kr. 19.788 - stgr.
(fijHusqvarna
BOSCH
@SANYO
HiFi system 234
er meö á nótunum
• stórglæsileg hljómtækjasam-
stæöa í vönduðum skáp meö
reyklituöum glerhurðum.
• 2x40 watta magnari meö inn-
byggöum 5 banda tónjafnara.
• Þriggja bylgju stereo útvarp
meö 5 FM stööva minni.
• Segulbandstæki fyrir allar
snældugeröir meö „soft touch“
rofum og Dolby suöeyöi.
• Hálfsjálfvirkur tveggja hraöa
reimdrifinn plötuspilari.
Allt þetta fyrir aö-
eins kr. 31.760 .- stgr.
Gunnar Ásgeirssonihf.
Suóurlandsbraut t6 Simi 91 35200