Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 19 mál skríður fram með tilheyrandi hlykkjum af vísbendingum, grun- uðum, fleiri líkfundum og álykt- unum. Ólíkt er sá þáttur sögunnar skemmtilegri aflestrar en sá sem fjallar um deilurnar um fátækt eða ríkidæmi kirkjunnar. Saka- málasagan hefur líka yfirhöndina í bókinni sem betur fer. Hún er satt að segja mjög spennandi og það svo að þolinmæði lesandans er á stundum þanin til hins ýtrasta í köflum um málefni kirkjunnar. En hin blóði drifnu sakamál eru meira en bara leynilögreglusaga sem gerist í gamladaga. Þar eru í raun á ferðinni hin eilífu átök milli þekkingar og átrúnaðar, fróðleiksfýsnar og óttans við hið óþekkta, milli nýrra hugmynda og hinna viðteknu. Þótt freistandi sé að fjalla meira um þetta sýnist mér það naumast gerlegt án þess að spilla spennu væntanlegra les- enda og má kannski af því marka hve margslungin og þétt fléttan er í sögunni. En á einum stað tala þeir Vilhjálmur og Adso saman um þetta. Meistarinn er að upp- lýsa sveininn: „ ... i' þessari sögu leikast á þau öfl sem eru meiri og mikilvægari heldur en orrustan milli Jóhann- esar og Lúðvíks..." „En þetta er saga um rán og hefndir milli dyggðasnauðra munka!“ (bls. 368) Einhvers staðar hef ég lesið eitthvað um það að í bókinni felist skírskotanir til nútimans. Eftir lesturinn þykir mér einsýnt að þær séu einungis tilkomnar óbeint, á þann hátt sem góðar gamlar sögur höfða ætíð til nú- timans, sem er einfaldlega vegna þess að grundvallarþættir mann- legs lífs hafa lítt breyst í aldanna rás. Höfundur segir enda sjálfur í formála: „Ég umskrifa þetta og hirði ekki um að höfða til líðandi stundar. Á árunum þegar ég uppgötvaði texta Vallets ábóta ríkti sú krafa að menn ættu ekki að skrifa nema til þess að taka afstöðu í vandamál- um samtímans og til að breyta heiminum. Nú að tíu árum liðnum, og rúmlega það, er það hugsvölun bókmenntamanni (sem aftur hef- ur hafist á hinn hæsta stall) að mega skrifa af einskærri ást á skriftum.“ (Bls. 11) Ég talaði í upphafi um halelúja bókmenntaheimsins. Mín niður- staða er sú að Nafn rósarinnar sé vissulega mikil bók og merk og skemmtileg i þokkabót. Eg held einnig að þýðing Thors Vilhjálms- sonar á þessu mikla verki sé, ef ekki snilldarleg, þá í það minnsta frábær. Og glæsilegt er það af hinu unga og ugglaust miður fjár- sterka forlagi Svörtu og hvitu að bjóða þjóðinni hlutdeild i þessu nýjasta ævintýri í heims- bókmenntunum. Það hefur skotið hinum stóru ref fyrir rass. Ég get ekki tekið undir með tímaritinu Books and Bookmen, sem segir að Nafn rósarinnar hafi allt að geyma, líkt og bókin sem Mefistófeles freistar Fást með. En það sem hún geymir, það er gott. 1/ § Y . . THORELLA THORELLA 4 Ivi izia uomo Laugavegs Apóteki Miðbæ við Háaleitisbraut \ | X4 1 é *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.