Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Gleymum ekki Afganistan
eftir Sigurbjörn
Magnússon
Á þriðja i jólum verða fimm ár
liðin frá því að sovéski herinn
réðst inn í Afganistan og hernam
landið. Það var ömurlegt fyrir ríki
heims að horfa upp á innrás í ríki
sem áður var sjálfstætt og stóð
framarlega í flokki hlutlausra
ríkja. Landið var skyndilega her-
numið og þar komið á Ieppstjórn
kommúnista og Rauði herinn lát-
inn myrða saklaust fólk í þeim til-
gangi að lama andspyrnuhreyf-
inguna. Vesturlönd gátu ekkert
aðhafst. Flest fordæmdu innrás-
ina. Sameinuðu þjóðirnar for-
dæmdu. En pappírsflóð fordæm-
inga breytti litlu. Staðreyndirnar
töluðu sínu máli.
Skipbrot slökunar
Innrásin var gerð þegar vest-
rænar þjóðar héldu hátíðleg jólin,
sem í vitund kristinna manna eru
hátíð ljóss og friðar. Stjórnmála-
ástandið í grannríkjum Afganist-
ans, íran og Pakistan, einkenndist
af óvissu og upplausn og á forseta-
stóli í Bandaríkjunum sat Carter
dáðlaus og reikull og hélt að lykill-
inn að friði væri slökun gagnvart
Sovétmönnum. Við innrásina urðu
straumhvörf í samskiptum stór-
veldanna. Slökunarstefna Carters
hafði runnið sitt skeið á enda og
vígbúnaðarkapphlaupið tók að
magnast. Með innrásinni var sov-
éska hernum í fyrsta skipti beitt
til að þenja yfirráðasvæði Kreml-
aralræðisins út fyrir þau mörk
sem dregin voru í lok síðari heims-
styrjaldarinnar. Innrásin var
ógnun við heimsfriðinn og hafði í
för með sér aukinn vígbúnað. Það
væri því hollt fyrir þá sem hæst
hrópa um frið og afvopnun að
minnast örlaga afgönsku þjóðar-
innar og það ætti að vera for-
gangskrafa Vesturveldanna í
samningum um afvopnun að
Sovétmenn hverfi á brott með her
sinn og Afganir endurheimti sjálf-
stæði sitt og frelsi og fái sem fyrr
að lifa í friði við aðrar þjóðir. Það
væri raunverulegt framlag til
friðar og slökunar spennu í heim-
inum.
Sovésk heimsyfírráða-
stefna — Rússagrýla
Eins og fram hefur komið var
Afganistan í hópi hlutlausra ríkja
og stóð utan hernaðar- og varn-
arbandalaga. Andspyrnumenn í
Afganistan telja að ástæðan fyrir
innrás Sovétmanna hafi einfald-
lega verið sú að leggja landið und-
ir sig, bæta fjalllendi með mikla
hernaðarlega þýðingu við Sovét-
veldið og auka þannig áhrif sín í
þessum heimshluta og komast
nær Persaflóa. Þessu til stuðnings
hefur m.a. verið bent á að Sovét-
menn hafi byggt fjölda hernaðar-
mannvirkja í landinu og komið
þar fyrir eldflaugum og sé slíkum
framkvæmdum trúlega ætlað ann-
að og meira hlutverk en að brjóta
á bak aftur andspyrnuhreyfing-
una í landinu. Varla verður fundin
önnur ástæða innrásarinnar en að
hún sé enn ein sönnun á margyf-
irlýstri stefnu Kremlverja um al-
heimsyfirráð og hernámið sem nú
hefur staðið í fimm ár sýnir að
þau ríki sem eru svo ólánsöm að
lenda undir yfirráðum Sovétm-
anna eiga þaðan ekki afturkvæmt.
Á Vesturlöndum hafa lýðræð-
issinnar og stuðningsmenn vest-
rænnar varnarsamvinnu marg-
sinnis varað við útþenslu- og yfir-
ráðastefnu Sovétmanna og hvatt
lýðræðisríki V-Evrópu til að efla
varnir sínar og mæta Sovét-
mönnum af fullum styrkleika. Sé
þeim sýnd linkind og eftirgjöf eiga
örlög Afgana eftir að endurtaka
sig annars staðar. En andstæð-
ingar Atlantshafsbandalagsins
sem nú reyna að kalla sig „frið-
arsinna" hafa ávallt gert lítið úr
hinni sovésku ógn og kallað hana
Rússagrýlu. í tímaritinu Rétti 2.
hefti 1973, 56. árg., sem gefið er út
af stuðningsmönnum Alþýðu-
bandalagsins, kemst Árni
Björnsson, þjóðháttafræðingur og
„herstöðvaandstæðingur", svo að
orði í grein sem ber yfirskriftina
„Uppsögn herstöðvasamningsins":
„Á hinn bóginn vitum við að
Rússar hafa látið illum látum á
vissum takmörkuðum bletti
jarðarinnar, nefnilega hér í
A-Evrópu. En hvers vegna hafa
þeir haldið sig á þessu tiltölulega
litla svæði, ef þeir eru svona út-
þenslusamir, en ekki ólmast inn
í þau mörgu hernaðarlega veiku
lönd, sem liggja umhverfis hin
víðlendu Sovétríki og hafa þó
ekki verið í neinu hernaðarbanda-
lagi við Bandaríkin? Sem dæmi
skulu nefnd Indland, Afganistan,
Írak, Júgóslavía og Austurríki.
... Astæðan er ofureinföld. Það
hefur alltaf verið lygi að árás frá
Sovétríkjunum væri yfirvof-
andi.“
Slíkur málflutningur verður nú
léttvægur fundinn og má öllum
vera ljóst, þegar minnst er 5 ára
hernáms Áfganistans að grýla
sovéskrar útþenslustefnu lifir enn
góðu lífi þótt öðrum tröllum sé
tekið að fækka. En drógu Árni og
skoöanabræður hans enga lær-
dóma af innrásinni, þeir menn
sem telja að óþarfi sé að verjast
þeirri ógn sem nú þjakir Afgani?
Fá teikn eru á lofti um að þeir séu
tilbúnir að horfast í augu við
raunveruleikann og gera upp
rangar skoðanir á grundvelli stað-
reynda. Þegar minnst er fimm ára
Sigurbjörn Magnússon
„Þótt barátta afgönsku
þjódarinnar sé þannig
mistri hulin og reynt að
gera lítið úr henni meg-
um við ekki gleyma að
þarna er lítil þjóð að
berjast fyrir lífí sínu og
tilveru. Þeirri baráttu
skulum við veita þann
stuðning sem við megn-
um.“
hernáms Afganistans vilja Árni
og félagar frekar ræða um hvort
hugsanlega sé heimild til að
geyma kjarnorkusprengjur á ís-
landi á stríðstímum eða ræða við
Sovétmenn um að ekki skuli vera
kjarnorkuvopn á Norðurlöndum,
þar sem engin kjarnorkuvopn eru.
Sovétmönnum er eflaust kærkom-
ið að umræðan á Vesturlöndum
snúist um slíka hluti, og menn
hætti að tala um ódæðisverk
þeirra í Afganistan. Það væri
vissulega gott ef menn gætu dreg-
ið þá ályktun af innrásinni í Afg-
anistan, að heimsfriðnum stafi
hætta frá alræðinu í Kreml og
friður verði aldrei tryggður nema
mannréttindi og frelsi séu virt.
Minnumst afgönsku
þjóðarinnar
Ástandið i Afganistan er í einu
orði sagt hörmulegt. Rúmlega ein
milljón Afgana hefur látið lífið og
þriðjungur þjóðarinnar, um fimm
milljónir manna, er landflótta og
hefur þar skapast eitt mesta
flóttamannavandamál okkar tíma.
Afganir berjast enn hatrammlega
gegn hinu erlenda innrásarliði,
þótt þeir séu illa vopnum búnir og
þeim berist sáralítill stuðningur
erlendis frá og hafa andspyrnu-
menn oftsinnis valdið innrásarlið-
inu þungum búsifjum.
En fréttir frá Afganistan eru af
skornum skammti og er þær ber-
ast þá eru þær bæði óljósar og oft
á tíðum óáreiðanlegar. En það er
einkennandi fyrir þaráttuaðferðir
Sovétmanna hvarvetna sem þeir
heyja stríð og troða mannréttindi
fótum, þá sjá þeir til þess að fjöl-
miðlum sé haldið í hæfilegri fjar-
lægð og skorið á allan fréttaflutn-
ing. Þetta gera þeir í þeirri von að
fólk gleymi smátt og smátt þeim
voveiflegu atburðum sem eiga sér
stað.
Þótt barátta afgönsku þjóðar-
innar sé þannig mistri hulin og
reynt að gera lítið úr henni meg-
um við ekki gleyma að þarna er
lítil þjóð að berjast fyrir lífi sínu
og tilveru. Þeirri baráttu skulum
við veita þann stuðning sem við
megnum.
Jólin köllum við friðarhátíð og
við tendrum gjarnan ljós í glugg-
um á aðfangadagskvöld því til
áréttingar og því væri heldur ekki
úr vegi að minnast fimm ára
hörmunga afgönsku þjóðarinnar
með því að koma til mótmæla-
stöðu við sovéska sendiráðið á
Túngötu á fimmtudaginn 27. des-
ember, þriðja í jólum, kl. 17.30.
Sigurbjörn Magaússon er laganemi
og íormaóur Heimdallar.
Gerður Steinþórsdóttir,
borgarfulltrúi:
„Þetta er bók sem konur ættu að
lesa - og líta í eigin barm.
Hún svarar að hluta þeirri spurningu
hvers vegna jafnréttisbarátta kvenna
hefur skilað litlum árangri.
Hér er Ijósinu beint að konunum
sjálfum, en ekki að karlveldinu."
Jóhanna Sigurðardóttir,
þingm. og varaform.
Alþýðuflokksins:
„Bókin er í senn ögrandi og
heiliandi, ekki síst fyrir það að hún er
gagnrýnin og spyr konur áleitinna
spurninga.
Oskubuskuáráttan sýnir jafnréttis-
baráttuna í nýju Ijósi og á sannarlega
erindi við allar konur."
Elín Pálsdóttir Flyering,
framkvæmdastj.
jafnréttisráðs:
„Öskubuskuáráttan er bók, sem
markað hefur djúp spor í
jafnréttisumræðu undanfarinna ára,
og það ekki að ósekju.
Hún knýr lesandann til að taka
afstöðu til einstakra þátta, með eða á
móti. Bókin á erindi til karla sem
kvenna."
Hvað segja
þessar konur
um
Öskubuskuáráttuna?
Áslaug Ragnars,
blaðam. og rithöfundur:
„íhugunarverð, m.a. fyrir þær spurningar sem
vakna við lesturinn: Er raunverulegt frelsi fólgið
í því að einstaklingurinn sé öðrum háður og taki
fyrst og fremst tillit til sjálfs sín, óska sinna og
eigin hagsmuna, eins og höfundurinn predikar?
Er ekki vænlegast að manneskjurnar annist
hverjar aðra? Er ekki líkt á komið með
Öskubusku og karlssyni í öskustónni þegar
minnimáttarkennd er annars vegar?"
Esther Guðmundsdóttir,
. — form. Kvenréttindafélags íslands:
„Mjög athyglisverð bók, sem vekur mann til
enn frekari umhugsunar um hina miklu
togstreitu á milli sjálfstæðis og ósjálfstæðis
kvenna í nútíma þjóðfélagi.
Þetta er bók, sem skilur mann eftir með margar
ósvaraðar spurningar og því verðugt framlag í
jafnréttisumræðuna. *
Kristín S. Kvaran,
alþingismaður:
„Öskubuskuáráttan á erindi við allflesta.
Lesandinn kannast við nánast öll tilbrigðin, sem
fram koma í bókinni varðandi hegðunarmynstur
kvenna, ef ekki hjá sjálfum sér þá hjá
vinnufélaga, frænku, vinkonum, móður eða
systur.
Bókin stuðlar að auknum skilningi á ýmsum
viðbrögðum kvenna sem oft eru lítt skiljanleg,
jafnvel þeim sjálfum."
Bókin sem
rætt er um
veró kr, 697,80 Bókhlaðan