Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 36
T'”"
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Kaupmannahöfn
Tveir Brasilíumenn fá
10 ára fangelsisdóma
Kaupmannahöfn, 20. desember. Al'.
TVEIK Bra.silíumenn voru í dag
dæmdir í stærsta kókaínsmyglmáli,
sem komist hefur upp um í Dan-
mörku, og hlutu þeir tíu ára fang-
elsisdóma eða þyngstu refsingu
sem um var að ræða.
Dómarar Eystri landsréttar
tóku sér innan við klukkustund
til umhugsunar áður en þeir
kváðu upp dóma yfir Ivan Pedro
Julio Schiffer, fyrrum farar-
stjóra, og Anebal Maia de Al-
buquerque Pereira, sem sagður
var fyrrum póst- og símamála-
stjóri Brasilíu.
Þeir Schiffer og Pereira voru
handteknir á Kastrupflugvelli
fyrir um 11 mánuðum, ásamt átta
öðrum Brasilíumönnum, eftir að
tollverðir höfðu fundið 34 kíló af
kókaíni og 28 kíló af marijuana í
farteski þeirra.
Sagði lögreglan að eiturlyfin
hefðu verið um 100 millj. danskra
króna virði (um 360 millj. ísl. kr.)
miðað við verðlag á markaðnum.
Eiturlyfjasalarnir voru á ferða-
lagi frá Rio De Janeiro til Brussel
í Beigíu, með viðkomu í Ósló og
Kaupmannahöfn.
Brasilíumennirnir átta voru
iátnir lausir skömmu eftir hand-
tökuna, en á meðal þeirra var 12
ára gamall drengur.
Olivia Newton-John
gengur í hjónaband
Símamynd/AP.
Leikkonan vinsæla, Olivia
Newton-John, gekk í hjónaband
á dögunum. Eiginmaður hennar
er leikarinn Matt Lattanzi.
Hjónavígslan fór fram í Malibu í
Kaliforníu og var þessi mynd þá
tekin.
Veður
víða um heim
Akureyri 0 skýjaó
Amsterdam 8 rigning
Aþena 16 skýjaó
Barcelona 9 mistur
Berltn 6 skýjaó
Brussel 8 rigning
Chicago +1 rigning
Dublin 10 skýjaó
Feneyjar 15 skýjaó
Frankfurt 4 rtgning
Genf 6 heióskírt
UoleinLi neisinKi 0 skýjaó
Hong Kong 17 skýjaó
Kaupmannahöfn 4 rigning
Las Palmas 21 skýjaó
Lissabon 14 heióskírt
London 11 skýjaó
Los Angeles 15 skýjaó
Luxemborg 5 þoka
Malaga 17 léttskýjaó
MaHorca 16 léttskýjaó
Miami 25 skýjaó
Montreal +3 snjókoma
Moskva +2 skýjað
New York 9 skýjaó
Osió 2 skýjaó
Paris 9 skýjað
Peking 3 heióskfrt
Reykjavtk 2 haglél
Rio de Janeiro 25 skýjaó
Rómaborg 16 skýjaó
Frá kosningunum í Pakistan. Myndin sýnir íbúa í þorpi einu, sem
safnazt hafa saman á kjörstað og bíða þess að greiða atkvæði.
Ríkisútvarpið í Pakistan:
Segir kjörsókn
hafa verið 64 %
Islamabad, 20. desember. AP.
RÍKISÚTVARPIÐ í Pakistan greindi frá því í dag, að Mohammad Zia
Ul-Haq, hershöfðingi, hefði verið kjörinn forseti landsins í kosningun-
um í gær og bentu fyrstu tölur til þess að hann mundi hljóta 98%
atkvæða.
Útvarpið sagði að 64% kjós-
enda, sem samtals eru 35 millj-
ónir, hefðu greitt atkvæði. Leið-
togar stjórnarandstöðunnar
höfðu hvatt kjósendur til að
hundsa kosningarnar og segja
þeir að um víðtæk kosningasvik
hafi verið að ræða. Segjast þeir
hafa heimildir fyrir því að sums
staðar í landinu hafi kosninga-
þátttakan aðeins verið um 5%.
Þeir telja að innan við helming-
ur kjósenda hafi tekið þátt í
kosningunum.
Endanlegar tölur frá stjórn-
völdum um úrslit kosninganna
eru væntanlegar á laugardag.
Bhopal:
Verksmiðju-
hreinsun
lokið
Ibúar streyma heim í
þúsundatali
Hhopal, Indlandi. 20. desember. AP.
VÍSINDAMENN sem unnið hafa
að því að gera óvirkt eiturgasið í
geymum Union Carbide verksmiðj-
unnar í Bhopal á Indlandi síðustu
daganna, luku verki sínu í dag er
þeir réðust í „drápsgeyminn“ sem
lak úr á dögunum með hinum
skelfílegu afleiðingum sem reifað-
ar hafa verið. Alls hafa 18 tonn af
efninu methyl isocyanite úr
„drápsgeyminum“ verið breytt í
það skordýraeitur sem það er notað
tiL
Miklar varúðarráðstafanir hafa
verið í verksmiðjunni af ótta við
nýjan eiturleka og hefur allt geng-
ið að óskum. Indverska útvarpið
greindi frá því í dag að síðasti eit-
urgeymirinn hefði verið opnaður
og innihald hans gert hættulaust.
Þúsundir íbúa Bhopal flýðu borg-
ina í ofboði er aðgerðirnar í verk-
smiðjunni hófust, en þeir hafa
verið að streyma til síns heima á
ný síðustu dagana, ekki síst i dag
er fréttist að verkinu væri lokið og
allt væri í stakasta lagi. Er vonast
til að brátt geti líf í Bhopal færst í
eins eðlilegt horf og atvik leyfa, en
hún hefur verið sem draugaborg
síðustu daga. Talið er að alls hafi
um 200.000 hinna 900.000 íbúa flú-
ið, en tugþúsundir eru enn undir
læknishendi.
Stefnir í að Rússar setji upp
450—500 SS-20 eldflaugar
Brusael, 20. desember. AP.
KICHARD Burt aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna sagði að
Sovétmenn stefndu að því að koma
fyrir á skotpöllum milli 450 og 500
meðaldrægum SS-20 eldflaugum,
sem beint væri að skotmörkum í
Evrópu.
Burt sagði að a.m.k. 387 SS-20
flaugum væri nú beint að Evr-
ópu, en útilokað væri að spá fyrir
um hvenær Rússar lykju upp-
setningu flauga af þessari gerð.
Miðað við þær upplýsingar, sem
Bandaríkjamenn hefðu milli
handanna um byggingu skot-
palla, benti allt til þess að flaug-
arnar yrðu milli 450 og 500. Hver
flaug af gerðinni SS-20 ber þrjá
kjarnaodda.
Burt talaði við fréttamenn eft-
ir að hafa setið skraf og ráða-
gerðir í höfuðstöðvum NATO
með háttsettum embættis-
mönnum frá ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins vegna við-
ræðna stórveidanna í Genf 7.—8.
janúar nk. um að draga úr víg-
búnaði.
Chernenko og Mintoff:
Vilja kjarnavopn
úr Miðjarðarhafi
Moskvu, 19. desembrr. AP.
Konstanin ('hernenko, leiðtogi
sovézka kommúnistaflokksins, og
Dominic Mintoff, forsætisráðherra
Möltu, hvöttu til þess að Miðjarðar-
hafið yrði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði, að sögn TASS-fréttastofunn-
ar.
Sagði TASS að Chernenko og
Mintoff hefðu orðið sammála um
að banna ætti siglingar skipa með
kjarnorkuvopn um Miðjarðarhaf
og að ríki, sem land eiga að haf-
inu, skyldu lýsa yfir því að þau
myndu aldrei grípa til kjarnorku-
Flugvélabók Jane’s:
Sovétmenn sverfa af for-
skoti NATO í loftvörnum
London, 20. denember. AP.
Sovétmenn sverfa af tækniforskoti
NATO-ríkjanna í loftvörnum með
nýrri kynslóð orrustuflugvéla, sem
þeir eru að smíða, en áætlanir
Bandaríkjamanna um næstu aldar
bardagaflugvélar, sem búnar verða
vopnum er hlýða munnlegum fyrir-
skipunum, verða til þess að vestur-
veldin ná yfirburðum sínum í lofti
á ný, samkvæmt nýrri árbók
Jane’s, sem út kom í dag.
Segir ritstjóri Jane’s að yfir-
menn loftherafla Nato hljóti að
hafa áhyggjur af sókn Sovét-
manna á þessu sviði. Þrjár nýjar
og fullkomnar orrustuflugvélar,
MiG-29 Fulcrum, SU-27 Flanker
og MiG-31 Foxhound, sem ýmist
eru nýtilkomnar eða væntanleg-
ar í þjónustu á næstunni, stofna
langvarandi yfirburðum NATO í
lofti í hættu.
Þá segir í árbókinni að
MX-flaugar Bandaríkjamanna,
sem ætlað er að granda stöðugt
fullkomnari sovézkum stýri-
flaugum í skotbyrgjum þeirra, sé
líklega 1 engu líklegri en forver-
ar þeirra til að granda sovézku
flaugunum. í bókinni segir að
enda þótt öllum langdrægu Min-
uteman- og Titan-flaugum
Bandaríkjamanna yrði beitt þá
myndi það ekki duga til að
granda langdrægum kjarnorku-
flaugum Sovétmanna, sem
geymd eru í styrktum skotbyrgj-
um, og ólíklegt sé að MX-flaugar
dygðu betur.
vopna.
Moskvuför Mintoffs kemur á
sama tíma og vangaveltur aukast
um að hann hyggist draga sig i hlé
og láta af starfi forsætisráðherra
og formennsku sósíalistaflokksins.
Svo virðist sem stjórnvöld á Möltu
séu að breyta áherslu í utanrík-
isstefnu sinni með því að vingast
við Líbýu og styrkja samband sitt
við Sovétríkin en snúa smám sam-
an baki við Ítalíu, sem er í næsta
nágrenni.
Blað, sem styður stjórn Mint-
offs, sagði frá því á mánudag að
búist væri við því að Mintoff
mundi undirrita samninga á fund-
inum með Chernenko um smíði
átta skipa á Möltu fyrir Sovét-
menn, en TASS gat þess ekki að
slíkt hefði átt sér stað. Talið var
að samningarnir féllu undir við-
skiptasamkomulag, sem undirrit-
að var fyrr á árinu, og hljóðar upp
á 256 milljóna dollara viðskipti.
Möltubúar hafa samþykkt að
kaupa bíla, kol, olíuvörur og sem-
ent frá Rússum í stað skipavið-
gerða og skipasmíða. Einnig segj-
ast Rússar munu reisa verksmiðju
á Möltu til framleiðslu á skurð-
tækjum.