Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 41
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
41
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Enginn vafi um
kjarnorkuvopnin
Bandaríkjastjórn hefur nú
svarað fyrirspurn Geirs
Hallgrímssonar, utanríkis-
ráðherra, um það hvort heim-
ild hafi verið gefin af forseta
Bandaríkjanna til að flytja
kjarnorkuvopn til íslands á
ófriðartímum. Svarið er af-
dráttarlaust: „Sérhver heim-
ild til Bandaríkjahers til þess
að flytja kjarnavopn til ís-
lands mundi aðeins vera veitt
að fengnu samþykki íslensku
ríkisstjórnarinnar." Utanrík-
isráðuneytið túlkar svar
Bandaríkjamanna réttilega
þegar það segir: „Samkvæmt
þessu er ljóst að heimild til
geymslu kjarnavopna á ís-
landi á ófriðartímum hefur
ekki verið veitt."
Þessi afstaða er svo skýr og
afdráttarlaus sem verða má.
Þeir sem draga hana í efa eru
um leið að lýsa því yfir, að í
samskiptum íslenskra og
bandarískra stjórnvalda í
varnarmálum sé ekkert að
marka sem þessi stjórnvöld
segja.
Fyrirspurn sína sendi Geir
Hallgrímsson 5. desember
síðastliðinn eftir að William
Arkin, vígbúnaðarsérfræð-
ingur, sem hefur játað á sig
rangfærslur um kjarnorku-
vopn og ísland og er í sér-
stökum hávegum hafður hjá
Ólafi R. Grímssyni, Þjóðvilj-
anum og fréttastofum ríkis-
fjölmiðlanna, hafði sýnt
utanríkisráðherra og forsæt-
isráðherra lista yfir ríki.
Þessi listi er sagður illa feng-
inn af þeim sem gerst þekkja.
Sagt er að hann sé banda-
rískt trúnaðarskjal. Sjálfur
segist Arkin hafa fengið
hann hjá bandarískum emb-
ættismanni. Listinn, sem
sagður er fjórar prentaðar
blaðsíður með skýringum,
hefur ekki fengist birtur
opinberlega. Bandaríska
sendiráðið segist hvorki játa
né neita heimildargildi
trúnaðarskjala af þessu tagi.
Sönnunarbyrðin hvílir hér
hjá William Arkin. Skjalið
breytir engu um þá stað-
reynd, sem Bandaríkjastjórn
hefur margítrekað viður-
kennt, að íslendingar og
stjórnvöld þeirra segja síð-
asta orðið um vopnabúnað í
landi sínu.
Dragi íslenskir stjórnmála-
menn þennan úrslitarétt ís-
lendinga sjálfra í efa eru þeir
að ekki að gæta íslenskra
hagsmuna. Þvert á móti eru
þeir að gefa öðrum þjóðum til
kynna, að ekkert sé að marka
stefnu og yfirlýsingar ís-
lenskra stjórnvalda í veiga-
miklum utanríkismálum. Nú
sýnist efst á baugi að telja
mönnum trú um að varnar-
samningurinn, skuldbind-
ingar á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins og skrifleg
ar yfirlýsingar Bandaríkja-
stjórnar séu minna virði en
listi Arkins, sem hann vill þó
ekki birta.
Annars er það dæmigert
fyrir umræður um mikilvæg
mál eins og stefnu íslendinga
að því er kjarnorkuvopn
varðar, að nú skuli óbirtan-
legur listi Arkins vera orðinn
að aðalatriði — jafnvel í um-
ræðum utan dragskrár á Al-
þingi, þegar fjárlög bíða loka-
afgreiðslu. Deilur um keisar-
ans skegg hafa löngum tíðk-
ast hér á landi og oft fer vel á
því að menn rífist sem lengst
um það, þeir gera þá ekki
annað á meðan. En þegar
kjarnorkuvopn eru annars
vegar er meira í húfi en svo
að þau séu höfð í flimtingum.
Meginmáli skiptir, að kjarn-
orkuvopn verða hvorki flutt
til íslands á friðar- né ófrið-
artímum nema með leyfi ís-
lenskra stjórnvalda. Hvorki í
þessu máli né öðrum höfum
við afsalað okkur fullveldi,
þótt vinstrisinnar hamist við
að telja mönnum trú um að
svo sé.
Enn einu sinni hafa Banda-
ríkjamenn áréttað þetta. Enn
einu sinni hafa íslenskir
ráðherrar áréttað þetta.
Hvað gengur þeim mönnum
til sem vilja endilega koma
því orði á ísland, að annað
gildi um varnir þess á friðar-
og ófriðartímum en annarra
aðildarlanda Atlantshafs-
bandalagsins? Um nokkurt
árabil hefur það að vísu verið
kjarni hræðsluáróðurs her-
stöðvaandstæðinga, að allt
sem gert væri til að verja ís-
lensku þjóðina væri ögrun við
Sovétríkin, nú síðast eftir-
litsstarf íslenskra varðskipa í
íslenskri lögsögu. Og best
finnst herstöðvaandstæðing-
um sér takast upp þegar þeir
geta bendlað ísland við
kjarnorkuvopn og hótað þeim
í leiðinni með sovéskri kjarn-
orkuárás. Erum við ekki að
sjá nýjan þátt í þeim ljóta
leik?
Krabbameinsrannsóknir á Islandi:
Sýnt fram á tvo áhrifa-
valda krabbameinsgena
— Rætt við dr. Valgarð Egilsson lækni
Á baksíðu blaðsins í dag er sagt frá uppgötvun dr. Valgarðs Kgilssonar,
læknis varðandi tengsl milli erfðavísa í kjarna og utan kjarna fruma. Val-
garður kom frá námi 1979 og hefur stundað rannsóknir hér á landi á
rannsóknastofu Lansspítalans undanfarin 5 ár. Hljótt hefur verið um þennan
þátt rannsókna hérlendis. I»ar er leitast við að svara spurningum um illkynja
ástand krabbameinsfruma og reynt að varpa Ijósi á stjórnkerfi þessara
fruma.
Dr. Valgarður Egilsson læknir á rannsóknastofu sinni. Morgunblaftið/RAX
í tilefni þessara uppgötvana
ræddi Morgunblaðið við dr. Val-
garð.
Rannsóknastofa Valgarðs er til
húsa í bráðabirgðahúsnæði sem
tekið var á leigu í Hjúkrunarskóla
íslands á Landspítalalóðinni.
Fyrir utan þær tilraunarannsókn-
ir sem áður var getið, þá fara þar
fram þjónusturannsóknir fyrir
krabbameinslækningar á Land-
spítalanum, þ.e. þar eru mældir
hormón-viðtakar í brjóstæxlum.
Niðurstöður nota læknar við að
ákvarða meðferð. Alls eru það á
milli 80 og 90 brjóstæxli sem eru
greind þar árlega nú.
Kvennadcild Rauða krossins
gaf tæknibúnaðinn
„Það var Kvennadeild Rauða
krossins hér í Reykjavík sem gaf
okkur þann tæknibúnað í upphafi,
að byrja mætti þessar mælingar.
Fyrir það erum við mjög þakkíát.
Vísindasjóður hefur líka styrkt
okkur við rannsóknir okkar, en
ríkisspítalarnir hafa haft rekstur-
inn á sínum höndum," segir Val-
garður.
— Geturðu sagt okkur nánar af
niðurstöðum þessara tilrauna?
„Jú, það er sjálfsagt. Á ekki
fólkið í landinu rétt á að vita hvað
er gert við skattpeninga þess? Og
það er líka orðin tíska að raunvís-
indamenn segi almenningi frá
vinnu sinni. Og er það ekki einmitt
rétt?
Reyndar er þetta æðimargþætt
starfsemi, sem hér fer fram. Til-
raunarannsóknir eru gerðar á hin-
um ýmsu frumutegundum, bæði
krabbameinsfrumum úr æxlum
skornum hér á Handlækninga-
deild Landspítalans og hinsvegar
frumum úr tilraunadýrum. Þá er
hægt að kaupa vissar frumuteg-
undir úr frumubönkum erlendis.
Fjölmargar frumutegundir má
rækta í æti í flöskum og það gefur
möguleika á að leggja fyrir þær
spurningar — það má t.d. bæta
einhverju efni út í og sjá svörun
þeirra o.s.frv. Enn má svo nota
lágfrumur svokallaðar, „frum-
stæðar“ tegundir, svo sem ein-
frumunga eða einfrumur. Það er
kjörið að gera, þegar athuga skal
einhver þau fyrirbæri sem sam-
eiginleg eru öllum eða flestum
frumum.
Lágfrumurannsóknir
auðveldari
Það hefur marga kosti að geta
notað lágfrumur til slíkra rann-
sókna — forrannsókna. Það er
oftast ódýrara, yfirleitt fljótlegra
og mjög margt er hægt að gera á
þessum frumum sem varla eða
ekki er mögulegt að gera á t.d.
mannafrumum. Niðurstöður úr
lágfrumurannsóknum, þarf síðan
að prófa á öðrum frumum.
Undanfarna mánuði höfum við
lagt mesta áherslu á rannsóknir á
lágfrumum, og þar fengum við
einmitt verðmætar niðurstöður.
Við notum einfrumunginn Sacch-
aromyces cerevisiae, það er sú
fruma sem einna mest hefur verið
könnuð allra frumna. Hún er bet-
ur þekkt, svo sleppt sé allri latínu,
sem gerfruman, sem margir hafa
haft gagn og gaman af. Við höfum
verið að skoða ákveðið gen eða
erfðavísi sem ber númerið CDC 36.
Og við höfum rakið stjórntengsl
þess við tvö önnur gen, þ.e. það
lætur stjórnast af að minnsta
kosti tveimur öðrum genum
Annars vegar eru tengsl við gen í
kjarna — gæti verið bara eitt gen
— þar sem fjallað er um sykur-
neyslu (glúkósaneyslu) frumunn-
ar; og þá um leið um fyrirbærið
glucose-repression (catabolite
repression), sem er meiriháttar
stýribúnaður í þessum frumum, en
ennþá er ekki vitað að hve miklu
leyti er notaður í háfrumum, t.d.
dýrafrumum. Hins vegar röktust
stjórntengsl frá CDC 36-geninu
yfir í erfðaefni eða DNA orku-
kornanna og það kom svolítið á
óvart.“
— Hvert er mikilvægi þessa gens
CDC 36?
„Genið hefur stórt hlutverk við
ákvörðun frumunnar um frumu-
skiptingu. í öðru lagi er í þessu
geni að finna uppbyggingu líka
þeirri er finnst í ákveðnum
krabbameinsvaldandi veirum.
Óbein vísbending kom fram 1982
um að genið hefði stjórntengsl við
orkubúskap frumunnar. Þessi
samsvörun við uppbyggingu eða
táknröð veirunnar tengir þá CDC
36-genið við svokölluð onco-gen,
krabbameinsgen.
Onco-gen eru gen, sem virðast
geta valdiö illkynja breytingum í
frumum þegar þeim er komið þar
inn, sem á tilraunastofu er gert,
t.d. með aðstoð veiru eða með
hjálp ákveðinna kalkkristalla. Nú
er það svo að í flestöllum vefja-
frumum má finna samsvörun
þessara gena og finnast þau líka í
flestum illkynja æxlum. Það er
helst álitið að þetta sé bara hluti
af hinu normala genasafni frum-
unnar. Og giskað er á að þau séu
notuð við eðlilegar frumuskipt-
ingar, a.m.k. á ákveðnu stigi í
þróuninni.
Ekki er mikið vitað um hvað
þau prótein gera sem onco-gen
stýra myndun á, samt er sú þekk-
ing farin að safnast dálítið saman.
Það er svo auðvitað meginspurn-
ing í þessu dæmi öllu: Hvenær eru
þessi onco-gen notuð normalt og
hvenær ekki? Og hvaða skemmdir
eru það sem valda því að að frum-
an verður illkynjuð?
Lítið vitað um stjórn
á krabbameinsgenum
Við erum komin að því að segja,
að þótt onco-genin sjálf, en þau
eru nú að nálgast 20 að tölu sem
fundist hafa, hafi ýmis hver verið
greind talsvert nákvæmlega kem-
ískt, þ.e.a.s. uppbygging þeirra, þá
er furðulítið vitað um stjórn á
þeim. Hvað stýrir þeim í heil-
brigðri frumu og hverskonar
skemmdir leiða þau til sinna
óhæfuverka, þegar það gerist?
Eru það skemmdir í þeim sjálf-
um eða öðrum genum sem þau eru
háð, sem valda því að þau verða
illkynja?"
— Er þessi onco-genakenning
orðin allsráðandi nú? Eða á hún
eftir að lúta í lægra haldi?
„Skoðanir manna á því hvað
valdi krabbameini hafa verið all-
mismunandi frá einum tíma til
annars. Og kenningarnar margar
náð mikilli útbreiðslu um hríð.
Sumar hafa orðið undir seinna.
Margar kenningar, þó
ólíkar séu, hafa verulegan
sannleik á bak við sig
Ef maður lítur yfir sögu þessara
kenninga þá er það allfróðlegt.
Mann grunar að þær hafi allar
talsvert til síns máls. Allir þessir
skólar, þótt ólíkir séu, haft veru-
legan sannleik á bak við sig. Og
þessir ólíku skólar eiga eftir að
koma saman síðar meir.
Fyrir stríð réði miklu sú kenn-
ing að truflaður orkubúskapur
væri undirrót illkynja ástands
frumu. Veiru-kenningin réði
seinna mjög miklu. Gerir enn í
breyttri mynd. Kenningar um
stökkbreytingar af völdum t.d.
skaðlegra efna ýmissa, var og er
útbreiddur skóli. Tengdur þessu er
skólinn um mistök í genaviðgerð-
um. Þá hefur veilum í ónæmis-
kerfum einnig verið kennt um
krabbamein.
Skyldur veirukenningunni er
skóli kenndur við interferon. Þátt-
ur erfða hefur og verið iengi
þekktur í sumum tegundum
krabbameins.
Það eru aðeins fá ár síðan
oncogen-fræðin tóku að springa út
eihs og þau hafa gert. Nú eru þessi
svokölluð oncogen, sem fundist
hafa í spendýravefjum, orðin 20 að
tölu, eins og áður er sagt.
Þessi gen hafa varðveist
í gegnum þróunina
Það sem er skrýtið við þessi gen
er að þau virðast hafa varðveist í
gegnum þróun dýrategundanna
ótrúlega vel — neðar í þróunar-
stiganum er þau að finna, þótt þá
sé nokkurn mun að sjá — en jafn-
vel í lágfrumum einsog gerfrum-
unni, þar eru þau til staðar furðu
lík sumum þeim sem í mönnum
finnast. Þar á ég við RAS-genin,
sem eru önnur gen en þau sem við
erum að skoða. En okkur langar
að gera tilraunir á þeim á næst-
unni.
í Bandaríkjunum eru einir þrír
verkhópar að vinna við þessi gen
og upplýsingar sem frá þeim birt-
ast eru geysi áhugaverðar."
— Er þá krabbamein hugsan-
lega smitandi?
„Samkvæmt faraldursfræði
(statistik) þá á það ekki að vera i
venjulegri merkingu þess orðs. Og
gæti þó verið í undantekningar-
tilfellum, ef litið er á AIDS-
sjúkdóminn eða Burkitt’s lymph-
oma sjúkdóminn í Afríku.
Annars er gaman að spekúlera,
Teikning af frumu: Kjarninn með
litningunum þar sem genin sitja.
Kjarninn er umlukinn umfrymi, en í
umfryminu sveima orkukornin.
þó maður geri nú ekki nema spek-
úlera í því hvernig onco-genin
muni koma inn í líf heilbrigðra
frumna með þróun og þroska lík-
amans. Eitt áberandi auðkenni ill-
kynja vaxtar er ónóg sérhæfing og
sérþjálfun frumnanna. I fóstrinu
verður sérhæfing á flestum vefj-
um og allt er þetta skráð í genum
litninganna. Taktu hænueggið.
Þar breytist ein fruma yfir í
sjálfbjarga einstakling, án þess að
nokkur ytri áhrif komi þar við
sögu. Og áhrif erfðanna enda ekki
á því augnabliki sem unginn gogg-
ar sig út í gegn. Á hinn bóginn er
hægt að ýkja hlut erfða síðar á
lífsleiðinni. Reyndar veit enginn
mikið um þetta.
Vantar upplýsingar
um sérhæfínguna
En við vorum að tala um stýr-
ingu atburða innan frumunnar,
sérhæfinguna o.s.frv.
Frá sjónarmiði krabbameins-
fræðanna þá vantar illilega upp-
lýsingar um sérhæfinguna, at-
burðarásina hvað hana snertir.
Hún er, einsog við sögðum áðan,
mestan partinn skráð — ákveðin
— í erfðaefni litninganna. En
hvernig? — með orðum sameind-
anna — hvað svo gerist, það er
næstum allt óklárt enn.
Annað sem krabbameinsvísind-
in vantar að vita meira um, er
frumuskiptingin sjálf. Þó að kennt
sé um hana í barnaskólum, þá er
það sáralitið samtals sem þekkt
er. Og hér verður lágfruman aftur
nytsöm, í henni má breyta svo
mörgum atriðum í fýsíólógíu (líf-
eðlisfræði) frumunnar eða al-
mennri líffræði hennar (cell bio-
logy), án þess farið sé út fyrir
mörk heilbrigðs ástands."
— Hvernig ber að skilgreina
frumulíffræði?
„Það hefur verið sagt að þar
sem allar aðrar greinar læknis-
fræðinnar koma saman — þar
heiti frumulíffræði. Sá staður er
innan frumunnar. Annars er
skilgreining af slíku tagi ekki
nauðsynleg. Og ég sé ekki að þurfi
að skilgreina þetta neitt. Skil-
greiningaráráttan getur gengið af
mönnum hálfónýtum.
En þessi uppástunga segir bara
að allar greinar læknisfræðinnar
séu að fara niður á frumuplan eða
sameindaplan. Bráðum verður
fruman ekki lengur kaos heldur
heildarmynstur sýnileg í henni.“
— Þessar „stjórnstöðvar” tvær
sem þú hefur rakið stjórntengsl til
frá CDC 36-geninu — geturðu sagt
nánar frá þeim?
„Þótt við köllum þetta í gæsa-
löppum „stjórnstöðvar", þá eru
það kannski varasöm orð að nota,
því þetta er svo samhangandi allt
og hvað tengt öðru. Þessar stjórn-
stöðvar eru kannski bara einstök
gen. En altént þá er þessi stöð sem
fjallar um sykurneyslu frumunnar
og er í kjarnalitningi, af megin-
mikilvægi í lágfrumum og virðist
ráða framleiðslu mjög margra
próteina.
Lýtur ekki lögmálum
Mendels
Hinn staðurinn, sem CDC
36-genið er háð, verður líklega að
kalla orkukorna-DNA, sem er
smástúfur af erfðakeðju sem er að
finna í orkukornum frumnanna.
Þetta orkukorna-DNA hefur veru-
lega sérstöðu innan frumunnar:
Sem sé er þarna og lýtur ekki
lögmálum Mendels. Það erfist —
að telja verður — einungis frá
móður.
Þetta eru mjög sjarmerandi litl-
ar verur — lítil orkuver. Ekki þó
sjálfstæðar lífverur? Það var nú
það ... Þetta eru litlar himnu-
myndanir innan allra kjarna-
frumna, eru tvíhimna. Því er hald-
ið fram að þetta hafi verið sjálf-
stæðar lífverur í upphafi, fyrir
þetta eitthvað 1000 milljónum ára
— maður man þetta ekki svo. En
þær hafa semsé lifað þarna innan
veggja frumunnar síðan, una í
þessum litla heimi sínum —
kynslóð eftir kynslóð — og hafa
haldið lífsháttum sínum furðulítið
breyttum alla þessa tíð. Þær sam-
einast og aðskiljast, blanda saman
sínu erfðaefni — þetta minnir
• óneitanlega á ástalíf æðri vera.
Þær eru einmitt hlaðnar hárri
spennu svo að líkingin passar enn-
þá. Og svo eiga þær líklega stór-
afmæli á næstunni."
Tilraunirnar ódýrar
— Hvað um framhaldið?
„Við ætlum að halda áfram hér
heima. Annars þarf ég að skreppa
vestur um haf eftir nýárið að bera
saman bækur við þá þarna í Cold
Spring Harbor, New York.“
— Ilvað kostar þetta?
„Tilraunirnar kosta ekki mikið.
Við höfum hér eitt og hálft stöðu-
gildi — og mest af því fer í þjón-
usturannsóknir — þær sem ég
sagði frá áður. Tilraunirnar kosta
sáralítið.“
Fréttatilkynning Seðlbankans vegna vaxtabreytinganna:
Raunvextir af óverðtryggð-
um útlánum munu lækka
HÉR FER á eftir fréttatilkynning
Seðlabanka íslands vegna vaxta-
breytinganna sem taka gildi 1. janú-
ar nk.:
Að undanförnu hefur farið fram
viðtækt samráð milli Seðlabankans
og ríkisstjórnarinnar um mótun
stefnunnar í vaxtamálum, af tilefni
hinnar miklu mögnunar verðbólgu,
sem undanfarandi kauphækkanir
og gengislækkun leiða af sér. Hinn
6. þessa mánaðar voru tillögur
Seðlabankans um aðlögun vaxta að
þessum breyttu skilyrðum lagðar
fyrir ríkisstjórnina, er óskaði frest-
unar á afgreiðslu málsins og nán-
ari greinargerðar fyrir ástæðum
lánskjarabreytinga. Eftir nánari
umfjöllum málsins, og að höfðu
samráði við bankaráð, hefur
bankastjórn Seðlabankans nú
ákveðið eftirgreindar vaxtabreyt-
ingar. Taka þær gildi hinn 1. janú-
ar nk.
1) Vextir af verðtryggðum útlán-
um lækka um 3% og verða 4% af
lánum allt að 2V4 ári, en 5% af
lengri lánum. óheimilt verður að
veita verðtryggð lán til skemmri
tíma en tveggja ársfjórðunga.
Þessir útlánsvextir verða bundnir
af ákvörðun Seðlabankans til loka
marz 1985.
2) Vextir af almennu sparifé
hækka um 7%, en þeir hafa dregizt
mjög aftur úr öðrum innlánsvöxt-
um, þar sem þeir hafa verið bundn-
ir af Seðlabankanum.
3) Vextir af ógengistryggðum af-
urðalánum hækka úr 18% í 24%,
en þessir vextir hafa nú dregizt
mjög aftur úr öðrum útlánsvöxt-
um, og munu verða verulega nei-
kvæðir, þrátt fyrir þessa breytingu.
Einnig er höfð í huga nauðsyn sam-
ræmingar á kjörum þessara vaxta
og vaxta af gengistryggðum af-
urðalánum, sem fylgja raunvöxtum
á erlendum lánsfjármörkuðum.
4) Tekið verður upp breytt fyrir-
komulag dráttarvaxta, þannig að
þeir verða hér eftir 5% hærri en
skuldabréfavextir bankanna. Verða
þeir framvegis reiknaðir sem dag-
vextir, og heimilt að færa þá mán-
aðarlega, í stað þess að teknir séu
dráttarvextir heils mánaðar fyrir
brot úr mánuði. Er þetta í sam-
ræmi við þær reglur, sem þegar
gilda um dráttarvexti á verð-
tryggðum lánum og lánum með
gengisákvæðum. í þessu felst, að
dráttarvextir fylgja sjálfkrafa
breytingum á útlánsvöxtum í land-
inu.
5) Um breytingu vaxta af almenn-
um skuldabréfum, sem gefin voru
út fyrir 11. ágúst sl., verður frá
byrjun næsta árs tekin upp sú
regla, að þessir vextir fylgi meðal-
vöxtum af nýjum skuldabréfum á
hverjum tíma. Hefur Seðlabankinn
í undirbúningi að gefa út mánað-
arlega tilkynningu um viðmiðun-
arvexti, sem gilda munu um slík
lán.
6) Innlánsstofnunum verður áfram
heimilt að ákveða aðra vexti, enda
komi samþykki Seðlabankans til.
Mun Seðlabankinn stuðla að því, að
vaxtabreytingum innlánsstofnana
verði stillt í hóf, þannig að þær
verði ekki umfram þær hækkanir,
sem að framan greinir og umtals-
verð lækkun verði því á raunvöxt-
um, á meðan verðbólguhraðinn er
mestur á næstu þremur mánuðum.
Meginatriði þeirrar stefnu, sem
mótuð er með þessum lánskjara-
breytingum, byggjast á tvennu.
Annars vegar er nauðsynlegt að
fara varfærnislega í breytingar nú
og óhjákvæmilegt er, að raunvextir
lækki um tíma, á meðan krappasta
verðhækkanabylgjan gengur yfir.
Hins vegar verður að draga úr því
mikla misræmi, sem hin öra verð-
bólga skapar á milli kjara á ein-
stökum flokkum út- og innlána.
í samræmi við þetta felst í breyt-
ingunum hvort tveggja í senn bein
lækkun á vöxtum af verðtryggðum
útlánum, sem þýðir samsvarandi
lækkun raunvaxta, og hækkun á
vöxtum af óverðtryggðu sparifé og
þá væntanlega í framhaldi af því
einhverjar hækkanir á óverð-
tryggðum útlánsvöxtum bankanna.
Hækkun óverðtryggðu vaxtanna
verður þó innan við aukningu verð-
bólgunnar, svo að raunvextir af öll-
um óverðtryggðum útlánum munu
lækka frá því, sem verið hefur
mestan hluta ársins, og munu þeir
reyndar verða allverulega neikvæð-
ir, á meðan verðbólgan er mest.
Jafnframt mun lækkun á vöxtum
af verðtryggðum útlánum ekki að-
eins lækka raunvexti samsvarandi
af slíkum lánum innan bankakerf-
isins, heldur væntanlega einnig
hafa áhrif á vexti af verðtryggðum
lánum frá lífeyrissjóðum og á
einkamarkaðnum.
Niðurstöður hagfræðideildar
Frá því að ríkisstjórnin óskaði
fyllri greinargerðar um vaxtatil-
lögurnar, hefur verið unnið frekar
að könnun málsins. Hefur skýrsla
hagfræðideildar bankans nú verið
lögð fram, og er þar gerð allrækileg
grein fyrir helztu þáttum þess. I
greinargerðinni koma m.a. fram
eftirfarandi niðurstöður.
í fyrsta lagi sýna hagrannsóknir,
svo að óyggjandi er, að beint sam-
hengi er á milli raunvaxta og inn-
lends, peningalegs sparnaðar, þ.e.
a.s. þeirrar fjármagnsmyndunar,
sem á sér stað með innstæðuaukn-
ingu í bönkum, myndun sjóða ým-
issa fjármálastofnana, svo sem líf-
eyrissjóða, og sölu verðbréfa. Er
ljóst, að verulega neikvæðir vextir
leiða ætíð til raunvérulegs sam-
dráttar slíks sparnaðar og valda
því aukinni þörf fyrir erlendar
lántökur. Á sjöunda áratugnum
námu innlán í bankakerfinu ásamt
seðlum og mynt í umferð yfirleitt
hærra hlutfalli en 40% af þjóðar-
framleiðslu, hæst um 45% árið
1963. Með mjög neikvæðum raun-
vöxtum á áttunda áratugnum féll
þetta hlutfall í 23,1% árið 1978.
Með vaxandi verðtryggingu og
ákvörðun vaxta með hliðsjón af
verðbólgu hefur það hækkað upp í
34,5% á þessu ári, og á þó enn langt
í land að ná fyrra hámarki. Hag-
rannsóknir sýna ennfremur, að
með staðfastri beitingu raunvaxta
má setja markið hærra eða allt að
60%, í líkingu við það sem er með
þróuðum þjóðum. Mundi það hafa
að sama skapi hagstæð áhrif á hina
alvarlegu skuldastöðu við útlönd.
I öðru lagi kemur skýrt fram í
greinargerðinni, að raunvextir af
óverðtryggðu fé munu lækka mjög
mikið um tíma, á meðan yfir geng-
ur sú verðbólgualda, sem hófst í
kjölfar nýgerðra launasamninga.
Skapar þetta hættu bæði á út-
streymi fjár úr innlánsstofnunum,
sem þegar hefur reyndar orðið í
verulegum mæli, og mikils mis-
ræmis milli kjara á óverðtryggðum
og verðtryggðum skuldbindingum.
Er mikilvægt, að úr hvoru tveggja
sé reynt að bæta, svo að ekki komi
til bæði verulegt óréttlæti gagn-
vart tilteknum hluta sparifjáreig-
enda og þverrandi traust almenn-
ings á því að hagkvæmt sé að
leggja fé í innlánsstofnanir í stað
þess að eyða því í neyzlu eða beina
fjárfestingu.
í þriðja lagi er gerð grein fyrir
hinni erfiðu stöðu innlánsstofnana,
einkum eftir þá röskun, sem fylgdi
í kjölfar launasamninganna og
gengislækkunarinnar. Er varla
hugsanlegt, að við þann vanda
verði ráðið, nema betra jafnvægi
og traust myndist á peningamark-
aðnum með breyttum ávöxtunar-
kjörum.“