Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Baráttan gegn
barnadauða
eftir Jörgen Larsen
Árið 1984 tókst að forða hálfri
milljón barna frá dauða með hinni
svonefndu ORT-aðferð, sem kem-
ur í veg fyrir að líkaminn ofþorni
vegna stöðugs niðurgangs. Aðferð-
in byggist á notkun einfaldrar
blöndu af vatni, salti og sykri.
Samt notfæra sér ekki nema um
15% fjölskyldna í þróunarlöndun-
um þessa aðferð, en þar er niður-
gangur og afleiðingar hans al-
gengasta dánarorsök barna.
Þessar upplýsingar koma meðal
annars fram í nýrri skýrslu frá
Barnahjálparsjóði Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, um stöðu
barna í veröidinni 1985 (The State
of the World’s Children, 1985).
Þær tölur, sem að ofan greinir, eru
byggðar á upplýsingum frá öilum
þróunarlöndum.
Algjör bylting
í skýrslunni segir James Grant
framkvæmdastjóri UNICEF að
ORT-aðferðin og þrjár aðrar við-
líka ódýrar aðgerðir hafi það í för
með sér að foreldrar barna í
þróunarlöndunum geti sjálfir gert
ráðstafanir tii þess að draga úr
barnadauða.
í UNICEF-skýrslunni er talað
um byltingu í tengslum við nú
auknar lífsiíkur barna í þróunar-
löndunum, og fullyrt að unnt muni
að bjarga að minnsta kosti helm-
ingi þeirra fjörutíu þúsund barna,
sem deyja á degi hverjum.
Ýmsir kunna nú að láta þá skoð-
un í Ijósi, að ef svo verulega takist
að draga úr barnadauða í þróun-
arlöndunum, þá muni það leiða til
stjórnlausrar mannfjöigunar í
þessum löndum. James Grant full-
yrðir að slíkt eigi ekki við rök að
styðjast. Það hafi nefnilega und-
antekningarlaust komið í ljós að
foreldrar vilji eiga færri börn, ef
þeir geta verið nokkurn veginn
vissir um, að þau börn muni halda
lífi.
í skýrslunni er loks fullyrt, að
takist að minnka barnadauðann,
þá muni það að öllum líkindum
hafa í för með sér hægari fólks-
fjölgun í þróunarlöndunum.
Sjálfshjálp
Á ári hverju deyja um það bil
fjórar milljónir barna vegna
ofþornunar, sem átt getur sér stað
mjög skyndilega í tengslum við
niðurgang. Algengt er að barn
léttist um tíu af hundraði eða
meira á mjög skömmum tíma, og
deyi síðan eftir örfáar klukku-
stundir.
Hér áður fyrr var eina lækn-
ingaaðferðin að leggja viðkomandi
barn á sjúkrahús eða koma því á
heilsugæzlustöð þar sem það gat
fengið vökva í æð undir eftirliti
læknis eða hjúkrunarkonu.
Núna er undir svona kringum-
stæðum hægt að beita ORT-að-
ferðinni, og það geta foreldrar
veika barnsins gert í heimahúsum.
Árið 1984 dreifði UNICEF 65
milljón pökkum með ORT-blöndu í
þróunarlöndunum. Hver pakki
kostaði innan við fjórar krónur ís-
lenzkar. Alls var þessu dreift í 78
löndum.
Það er meira að segja ekki
nauðsynlegt fyrir fjölskyldur í
þróunarlöndunum að verða sér
endilega úti um þessa pakka. Ef
fyrir hendi er uppskrift að hlut-
föllunum sem blanda á saman í
salt, sykur og vatn þá er einfald-
lega hægt að gera þetta sjálfur, sé
allt þetta til staðar. Það er einmitt
sú staðreynd að þetta er hægt að
blanda heima án utanaðkomandi
hjálpar, sem gerir það að verkum,
að sérfræðingar eru þeirrar skoð-
unar, að ORT-aðferðin sé einmitt
bjargvættur barnanna í fátæku
löndunum.
Á næstu fimm árum, segir
UNICEF, verður að gera ráðstaf-
anir til þess að meira en helming-
ur allra fjölskyldna í þróunar-
löndunum geti átt aðgang að ORT.
Takist það verður unnt að bjarga
um það bil tveimur milljónum
barna á ári.
Vigtun og bólusetning
Hinar aðferðirnar þrjár, sem af
hálfu UNICEF er bent á að séu
mikilvægar í baráttunni gegn
barnadauða eru:
★ Vigtun. Með einföldu og auð-
skildu korti, sem einnig kostar
innanvið fjórar íslenzkar krón-
ur, sem á er skráður þungi
barnsins á hverjum degi er
unnt að fylgjast nákvæmlega
með því hvernig barnið dafnar.
Þetta gerir foreldrunum kleift,
að nýta betur þann mat, sem
fyrir hendi er.
★ Brjóstagjöf. Móðurmjólkin er
börnum ólíkt hoilari en eftirlík-
ingar. Unnt er að koma í veg
fyrir margskonar sýkingu með
því að hafa börn á brjósti.
★ Bólusetning. Ný bóluefni, sem
komið hafa á markað að undan-
förnu þola betur hitann og rak-
ann, sem oft er í þessum lönd-
um. Bóluefnið veitir vörn gegn
sex aigengum sjúkdómum,
(mislingum, kíghósta, stíf-
krampa, taugaveikibróður,
berklum og mænuveiki), en
fimm milljónir barna deyja ár-
lega af völdum þessara sjúk-
dóma, og viðlíka mörg börn
verða fyrir varanlegu heilsu-
tjóni.
Tvö ár eru liðin síðan UNICEF
hóf að einbeita sér að því að beina
athygli heimsins að þessum ein-
földu leiðum til að bæta stöðu
barna í veröldinni. Samkvæmt
skýrslunni hefur árangurinn
sannarlega ekki látið á sér standa.
Svo mikill og góður er árangurinn,
að aðalframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, Javier Pérez de
Cuéllar hefur sagt að þess sjáist
ótvíræð merki, að þessi heilsu-
farslega bylting sé nú farin að
breiðast út um veröldina.
Sjálfboðaliðar
taka til starfa
Nokkur dæmi:
★ í Kólombíu er búið að bóiusetja
750 þúsund börn. Um 120 þús-
und sjálfboðaliðar hafa hjálpað
til við það verk.
* í Brazilíu hafa starfað rúmlega
450 þúsund sjálfboðaliðar á 90
þúsund bólusetningarstöðum í
landinu. Þar hafa verið tveir
bólusetningardagar. Hálf önn-
ur milljón barna var bólusett
gegn taugaveikibróður, lömun-
arveiki og stífkrampa. Tvær
milljónir barna voru bólusettar
gegn mislingum.
★ I Alsír hefur ORT-aðferðinni
verið óspart beitt til að draga
úr barnadauða. Opinberlega
hefur verið tilkynnt að með því
að kynna og beita ORT eigi á
næstu fimm árum að minnka
barnadauðann um helming.
★ í Indónesíu starfa 400 þúsund
sjálfboðaliðar að því að kynna
þessar fjórar einföldu aðferðir,
sem UNICEF hefur sett á
oddinn. Kynningin á sér stað í
um það bil 30 þúsund þorpum.
Markmiðið er að minnka barna-
dauðann um helming á fimm-
tán árum.
★ í Pakistan voru framleiddir 30
milljón ORT-pakkar árið 1984,
og á rúmlega einu ári hefur tek-
ist að bólusetja 50% allra
barna í landinu. Áður voru það
bara fimm prósent, sem höfðu
verið bólusett.
★ I Tyrklandi hefur verið hieypt
af stokkunum fimm ára áætlun
til að berjast gegn barnadauð-
anum. Markmiðið er að ná jafn-
góðum árangri og tókst í Van-
héraði, en þar tókst að minnka
barnadauðann um 65%.
Alls hafa 38 lönd tekið upp
notkun ORT-pakkana, og í 130
löndum er í gangi upplýsingaher-
ferð, sem leggur áherslu á kosti
brjóstagjafar fram yfir pelann.
Lokakall
í UNICEF-skýrslunni eru
iðnvæddu löndin hvött til þess að
styðja fátæku löndin í viðleitninni
til þess að draga ekki aðeins úr
barnadauðanum heldur og bæta
heilbrigði barnanna.
Þetta kostar ekki nema örlítið
brot úr einu prósenti af vergri
þjóðarframleiðslu í veröldinni. En
nú verður að láta til skarar skríða.
Ef viljann skortir nú, þá verða
menn að horfast í augu við þá
staðreynd að tækifærið til að veita
svo árangursríka aðstoð kemur
kannski ekki aftur, því í skýrsl-
unni segir einmitt: „Olíklegt er að
nokkurn tíma aftur gefist tæki-
færi til þess að gera svo mikið
fyrir svo marga fyrir svo lítið
fjármagn.“
Jörgen Larsen vinnur hjá Upplýs-
ingaskrifstofu SÞ í Kaupmanna-
höfn.
Þakkarávarp til
Morgunbladsins
eftir Arna Hjartarson
Ég varð bæði undrandi og glaður
þegar grein mín um „Friðarsam-
band Norðurhafa" birtist í Mbl.
12. des. sl. Þá sá ég líka ástæðuna
fyrir þeirri þriggja mánaða töf
sem varð á birtingu hennar. Rit-
stjórnin var sem sé að semja
vandaðar athugasemdir við hugs-
anir mínar.
Ég gladdist hjartanlega yfir því
að blaðið skyldi birta greinina
ásamt með athugasemdum sínum
en ekki bara athugasemdirnar
einar. Ég lenti nefnilega í því fyrir
nokkru að semja og lesa inn erindi
um vígbúnað fyrir útvarpið sem
hæstvirt útvarpsráð bannaði síðan
flutning á. Nokkru síðar keypti
það 5 erindi af ónefndum frjáls-
hyggjufrömuði um rök fyrir friði
eins og til mótvægis við bann-
færða pistilinn minn. Ég hefði
ekki viljað lenda í slíku aftur en
hlutleysið verður náttúrulega að
hafa sinn gang.
Einhliða af-
vopnun NATO
Ekki veit ég hver maðurinn er
sem athugasemdnirnar skrifaði
því hann titiar sig aðeins sem rit-
stjóra, en þeir eru tveir á Mbl. og
svo eru þar aðstoðarritstjórar sem
vafaiaust hækka sig svolítið í tign
þegar þeir vilja leggja þunga í
skrif sín. Hver sem maðurinn er
þá þakka ég honum tilskrifið. Því
verður vart með orðum lýst hve
feginn ég varð þegar ritstjórinn
uppiýsti mig um að í raun væri öll
friðarbarátta í Evrópu á misskiln-
ingi byggð og að NATO ástundaði
kerfisbundna einhliða afvopnun,
sem er einmitt það sem við frið-
arbaráttusinnar höfum alltaf talið
svo heillavænlegt, eða svo vitnað
sé í greinina:
„1980 fjarlægðu NATO-ríkin
1.000 kjarnorkusprengjur frá Evr-
ópu, 1983 ákváðu þau að fjarlægja
1.400 kjarnorkusprengjur til við-
bótar og auk þess eina fyrir hvern
kjarnaodd í eldflaugunum 572.
Niðurstaðan verður sú, að fjöldi
kjarnorkuvopna á vegum NATO í
Evrópu verður hinn iægsti í 20 ár
þegar sovéskum kjarnorkuvopnum
í álfunni fjölgar jafnt og þétt."
Þetta segir ritstjórinn með vel-
þóknun. Ég botna ekkert í því
hvernig sá misskilningur hefur
komist inn í kollinn á mér, að Mbl.
væri á móti einhliða afvopnunar-
aðgerðum.
Lygaupplýsinga-
miðlun KGB
Ég verð að veita ritstjóranum
sérstaka viðurkenningu fyrir
vangaveltur hans um tengsl mín
við KGB. Hann segir: „Danskir
blaðamenn töldu umræður um
þetta efni í sama dúr og Árni
Hjartarson stundar augljóst dæmi
um lygaupplýsingamiðlun á veg-
um KGB“. Hér þarf vart fleiri
vitna við, danskir rannsóknar-
blaðamenn hafa fellt sinn dóm. Ég
Árni Hjartarson
hafði nú satt að segja ekki áttað
mig á þessu sjálfur en sé auðvitað
eftir á að þetta er jafn dagsatt og
annað sem ritstjórinn skrifar. En
þannig er lífið, það verður alltaf
einhver annar en maður sjálfur til
að benda manni á flísina í auganu.
Það er reyndar orðinn fríður
flokkur íslendinga sem Mbl. hefur
sýnt fram á að tengist KGB svo
e.t.v. er rangt af mér að tala um
það sem blett á mannorði eða flís í
auga að vera í þeim hópi. Mér
finnst raunar merkilegt hve góðu
mannvali KGB hefur á að skipa
þegar CIA hefur ekki tekist að
JÓLAFAGNAÐUR ungra sjáifstæð-
ismanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu
verður haldinn í Valhöll í kvöld,
föstudag, og hefst kl. 21.00 og stend-
ur til kl. 02.00.
Að þessu sinni standa að jóla-
fagnaðinum Hejmdallur í Reykja-
krækja sér i nema einn og einn
ræfil.
„Lygaupplýsingamiðlun" er ekki
fallegt orð, enda komið úr dönsku
og það er ekki sársaukalaust að
vera borinn lygaupplýsingamiðlun
á brýn. Ef það væri ekki hinn
vammlausi ritstjóri sem það gerði
er hætt við að maður myndi vísa
því á bug með þeim orðum, að þeir
sem búa í glerhúsi ættu síst að
henda grjóti. Það var því gott að
það skyldi vera ritstjóri Mbl. sem
þetta sagði en ekki ritstjóri ein-
hverra hinna blaðanna, sem birta
greinar eftir menn eins og mig
athugasemdalaust.
Nytsamur prjónaskapur
Ég er mjög stoltur yfir þeim
heiðri sem Morgunblaðsritstjórn-
in hefur sýnt mér með því að setja
jafnan mann í að prjóna athuga-
semdir aftan við þær greinar sem
ég skrifa í blaðið. Ég vona bara að
þessi orð verði ekki til þess að hún
hætti þeim góða sið.
Að lokum óska ég Morgunblaðs-
ritstjóranum gleðiíegra jóla, árs
og friðar með von um að sama
sanngirnin og hófsemdin megi
einkenna skrif hans framvegis
sem endranær.
Árni Hjartarson er jarAfrædingur
hjá Orkustofnun og forsvarsmaður
í Samtökum herstöóvaandstæð-
inga.
vík, Stefnir í Hafnarfirði og Týr í
Kópavogi.
I boði verða ýmsar veitingar,
svo og uppákomur og má þar t.d.
nefna upplestur og valda kafla úr
útvarpi Matthildi, diskótekið Dísu
o.fl. Einnig er von á leynigesti.
Regnboginn
frumsýnir Ná-
grannakonuna
REGNBOGINN hefur frum-
sýnt frönsku kvikmyndina
Nágrannakonuna, á frummál-
inu „La femme á Coté“ eftir
leikstjórann Francois Truff-
aut. Aðalhlutverk leika Gér-
ard Depardieu, Fanny Ardant
og Henri Garcin.
1 kynningu kvikmyndahússins
segir m.a.:
„Fyrir átta árum höfðu þau
Bernard og Mathilde verið afar
ástfangin og hamingjusöm saman,
en svo hafði því öllu lokið með
miklum hávaða. Nú liggja leiðir
þeirra saman á ný af hreinustu
tilviljun. Mathilde er nýlega gift
Philippe Bauchard og þau flytja
inn í næsta hús við það sem Bern-
ard býr í ásamt konu sinni, Arl-
ette, og sýni þeirra, Thomas. Bern-
ard hefur lifað þarna afar rólegu
lífi með fjölskyldu sinni, en nú fer
ekki hjá því að rót komi á hann og
að gömlu elskendurnir dragist að
hvort öðru á ný. Það kemur af
sjálfu sér að fjölskyldurnar verða
að umgangast töluvert og raunar
er mikill umgangur milli allra sem
búa þarna í þessu litla sveitarfé-
lagi.“
Félögin sem að fagnaðinum
standa vilja hvetja allt ungt
sjálfstæðisfólk á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu til þess að mæta og
taka með sér gesti. Allir eru vel-
komnir meðan húsrúm leyfir og
aðgángur er ókeypis, segir í frétt
frá félögunum.
Jólafagnaður ungra sjálfstæðismanna