Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Dauðinn er ekki til Bókmenntír Ævar R. Kvaran Kauni-Leena Luukanen: DAUÐINN ER EKKI TIL. Björn Thors þýddi. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja hf. 1984. Það hefur lengi verið skoðun ýmissa merkra íslendinga að svokallaður dauði táknaði ekki endalok mannsins, heldur bæri að líta á hann sem hlið að nýju til- verustigi, sem við tæki, þegar lífi af einhverjum ástæðum lyki hér á jörðinni. Þrátt fyrir það, að trú á líf að þessu loknu sé eitt af megin- trúaratriðum kristninnar, þá var lengi vel ekki talið „vísindalegt“ að taka þetta bókstaflega. En vit- anlega hafa allir hugsandi menn frá upphafi velt þessari spurningu fyrir sér á ýmsa vegu. Hafi nokkur einn maður orðið öðrum fremri um að sannfæra fólk með vísinda- legum rökum og rannsóknum um það, að lff hlyti að vera að þessu loknu, þá er það skáldið, fræði- maðurinn og hinn mikli enski sálfræðingur Frederick William Henry Myers, sem uppi var 1843—1901. Hann var sívinnandi og skrifandi um dulsálarfræðileg efni á þann vísindalega hátt, sem lærðustu menn samtíma hans gerðu kröfu til. Hann var einn af stofnendum Brezka sálarrann- sóknafélagsins 1882 og í hverju af þeim sextán bindum skýrslna sem út voru gefin meðan hann lifði er að finna athyglisverðar ritgerðir eftir Myers, sem mikla athygli vöktu. Frægasta rit hans kom þó eigi út fyrr en að honum látnum. Persónuleiki mannsins og hvernig hann lifir eftir dauða líkamans. Eins og að framan er getið lést Myers 1901, en mig minnir að þetta rit hans hafi komið úr 1904. Rit þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á íslandi, eins og víðar um heim. Það heillaði nefnilega tvo vini, sem áttu eftir að helga líf sitt að miklu leyti skoðunum þeim, sem þar voru rökstuddar, nefni- lega að maðurinn lifi eftir dauð- ann. En þeir voru skáldið Einar H. Kvaran og guðfræðiprófessorinn Haraldur Nielsson. Þeir stofnuðu svo árið 1918 Sálarrannsóknafélag íslands, sem enn starfar. Þeir töldu að ekki einungis lifði hver manneskja eftir dauðann, heldur væri við viss skilyrði hægt að hafa marktækt samband við hina látnu. Þótt þessir gáfuðu íslendingar og vinir yrðu fyrst í stað fyrir háði og spotti þröngsýnna manna fyrir kenningar sínar, börðust þeir báð- ir fyrir þeim það sem þeir áttu eftir ólifað hér á jörðinni. Þeir eignuðust jafnvel áhrifa- mikla óvini hér á landi fyrir þessa baráttu sína, en gáfust aldrei upp. Og hvernig er nú komið skoðunum íslendinga um þetta efni? Sam- kvæmt vísindalegum könnunum er talið ljóst, að þrír af hverjum fjórum einstaklingum hér á landi séu sannfærðir um að líf sé að þessu loknu. Bókartitill Luukanen, Dauðinn er ekki til, mun því engan hneyksla hér á landi, þótt svo kunni að vera annars staðar á Norðurlöndum. Og hvað sem því líður hefur það a.m.k. ekki komið i veg fyrir það, að bók þessi yrði þar metsölubók. Persónulega man ég ekki þann tíma, að ég hafi efast um líf að þessu loknu. Vitanlega velti ég þessu fyrir mér sem ungur maður og ég held satt að segja, að það sem hafi sannfært mig hafi verið sú niðurstaða, að ef ekkert líf væri að þessu loknu, þá væri heldur ekkert réttlæti til. Það er nefni- lega mikill misskilningur að halda að allir óþokkar fái makleg mála- gjöld áður en þeir deyja. Margir hverfa héðan auðugir og jafnvel virtir fyrir áhrif sín (sökum auð- æva sinna), þótt þeir hafi staðið að hinum herfilegustu glæpaverk- um. Ég held að það hafi verið þessi hugsun um tilveru án alls réttlæt- is, sem ég hafi talið óbærilega. Ég varð að trúa á tilveru endanlegs réttlætis og þess vegna hlaut mað- urinn að Iifa eftir dauðann til þess að uppskera réttlát laun sín, sem hann hafði unnið til. Sfðar urðu að sjálfsögðu ýmis veigameiri rök til þess að staðfesta þessa trú mína. Ég er því sammála höfundi þessarar bókar, lækninum Rauni- Leenu Luukanen, um það að dauð- inn sé í rauninni ekki til sem endalok mannsins. Að frátöldum formála og yfir- litssögu eru nöfn kafla fyrrihluta bókarinnar þessi: Huglækningar, Hugsanaflutningur, Hlutskyggni, Reimleikar, Hugarorka, Lyfting, Spádómsgafa, Astrallíkaminn og áran, Lausn úr líkamanum, Miðl- ar, Afturgöngur, Dýr og dulsálar- fræði, Endurfæðing og ósjálfráð skrift. Efnislega eru þetta allt gamlir kunningjar, því um flest af þessu skrifaði ég greinar sem ritstjóri Morguns, tímarits Sálarrannsókn- afélags íslands í tíu ár. En allt eru þetta nú orðið viðfangsefni vís- indalegra rannsókna, eins og sjálfsagt er. Ég ráðlegg öllum, sem ekki hafa kynnt sér þessi at- riði áður, að lesa gaumgæfilega þessa kafla, því þar er mikinn og merkilegan fróðleik að finna. Slík- ur lestur hefur líka menningarleg- an tilgang, því hann sýnir okkur Ijóslega hve lítið við höfum í raun- inni verið upplýst um hæfileika mannsins og möguleika. Þekktu sjálfan þig, áminnti véfréttin í Delfi samtímamenn sína. Sú nauð- syn er enn í fullu gildi. Þess vegna ráðlegg ég lesendum að lesa þessa ágætu kafla ekki frá þvi sjónar- miði að þar sé verið að segja frá einhverjum undarlegum hæfileik- um, sem skrítið fólk búi yfir, held- ur láta þennan lestur minna við- komandi á möguleika á eigin hæfi- leikum. Fólkið sem sagt er frá hef- ur margt uppgötvað þessa hæfi- leika vegna sérstakra aðstæðna í lífi sínu og þannig undrast mjög að búa yfir óþekktum öflum, sem það hafði ekki hugmynd um. Við búum nefnilega öll yfir ýmsum hæfileikum, sem ekki koma fram fyrr en verulega á reynir. Lestur slíkra bóka sýnir okkur hins veg- ar hve margvíslegir þeir geta ver- ið. Lítið því svo á, að þið séuð i rauninni að kynnast sjálfum ykk- ur og blundandi möguleikum, en ekki einhverju skritnu fólki, sem ekki sé eins og fólk er flest. Hér að framan voru talin ýmis kaflaheiti þessarar bókar og gefa þau til kynna hve víða er komið við um sálræn efni. Þó ná kaflar þeir ekki nema yfir um helming bókarinnar. Það liggur því í aug- um uppi, að ekki er öllu efninu gerð jafnglögg skil. Hér er aug- sýnilega lögð meiri áherzla á að sýna hve margvísleg sálræn fyrir- bæri geta verið fremur en gera þeim full skil. Þannig er kaflinn um miðla mjög stuttur, eins og fleiri. Er þar meira sagt frá hár- greiðslukonu nokkurri í Helsing- fors og miðilshæfileikum hennar en D.D. Home, sem þó var fræg- asti miðill sem nokkru sinni hefur verið uppi, og voru hæfileikar hans svo fjölskrúðugir og stór- kostlegir, að það hefði nægt flest- um til frægðar að hafa einn af hæfileikum hans. Meðal þeirra má nefna hinn sjaldgæfa hæfileika að lyftast frá jörðu og bera glóandi kol án þess að brennast. Þótt ekki sé að finna nema sex línur um þennan stórkostlega miðil I bók Luukanen, er hitt þó ennþá ótrú- legra, að höfundur heldur bersýni- lega, að Daniel Dunglas Home (1833—1886) hafi verið kona! Hér hefði höfundur þurft að lesa betur. Aftur á móti skilst mér, að Rauni-Leena Luukanen sé kona og meira að segja héraðslæknir frá Rovaniemi í finnska Lapplandi. Sjálf hefur hún sýnt hæfileika til ósjálfráðrar skriftar. Textann segist hún hafa fengið frá ömmu sinni í móðurætt, Aino Sofíu Ha- lmetoja héraðsljósmóður, sem lést árið 1974, þá 85 ára að aldri. Þótt sá sem þetta hripar sé ekki undantekningalaust sammála öllu sem gamla konan segir, þá er óhætt að fullyrða að það er hverj- um hugsandi manni hollur lestur, yfirleitt uppbyggjandi og jákvæð- ur. Gaman er að hafa hér með eftir- mála þýðanda dönsku útgáfunnar af þessari bók, Tabitu Wulff. Hún dáir mjög hugrekki höfundar að skrifa bók með titlinum Dauðinn er ekki til. Sjálf segir hún eftirfar- andi um eigið hugrekki í eftirmál- anum: „Þegar menn eru úrkula vonar, læknar geta ekki líknað þeim, og engin töfralyf geta hjálp- að, þá tel ég að bænin sjálf geti verið bætandi. En að segja það upphátt? Nei, ég hef ekki þor til þess.“ Skemmtilegur danskur húmor. Þýðingu þessarar bókar á ís- lenzku hefur Björn Thors gert og tekist það að mínum dómi vel. Þó vil ég gera hér nokkrar athuga- semdir. Einn kaflinn ber heitið „Lausn úr líkamanum“. Ég geri ráð fyrir að það sé rétt þýtt úr sænskunni. Frásagnir af því sem getur hent fólk utan líkamans er á ensku kallað Out of body ecperienc- es, skammstafað OOBE. Um þetta munu ekki vera til orð á ensku eða sænsku, en það er hins vegar til á íslenzku og því sjálfsagt að nota það, þegar þörf er á, en það er orðið „sálfarir". Þá er annar kafli um reimleika. Þar er mjög sagt frá fyrirbæri sem víða fara sögur af. Anda þá sem slíkum fyrirbærum valda kalla Þjóðverjar „Poltergeist“. Hefur þetta þýska orð verið tekið óbreytt inn í önnur tungumál, en á íslenzku fer „Poltergeist” afar illa. Orðið Poltergeist er samsett af orðunum Polter og GeisL Það fyrra táknar hávaða, en hið síðara anda. Ég hef því reynt að leysa þennan vanda með því að kalla Poltergeist á íslenzku ærslanda. Sðngur eins og hann geríst I IIWll :orinn ’BRÆÐUR oc KRISTINN SIGMUNDSSON Nýjasti stórsöngvari þjóðarinnar og Karlakórinn Fóstbræður stilla saman raddir sínar. Þetta er hjómplata sem á erindi til allra unnenda góðrar tónlistar. Dreifing: FALKINN jfl Lj TJI __ DHI rt=3i Mar tnijju úlakœkurnar cg fáomdir annara b&krrH-Ha. \JÖ(apappír oa jólaskratft'í mik(n úma/i/ BOKHLAÐAN OG . MARKAÐSHUSIÐ Laugavegi 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.