Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 57

Morgunblaðið - 21.12.1984, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 57 Kynjaveröld Bókmenntir Jenna Jensdóttir C.S. Lewis Ljónid, nornin og skápurinn. Mvndirnar gerði Pauline Baynes. Kristín R. Thorlacius íslenskaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1984. Clive Staples Lewis var fæddur í Belfast 1898. Strax á barnsaldri samdi hann ævintýri og sögur með bróður sínum og daglegt líf þeirra bræðra varð einnig undraheimur kynjaævintýra. Lewis lauk háskólaprófi 1917 og varð lektor við Oxford-háskóla 1927. Hann tók þátt í síðari heims- styrjöldinni og særðist þá alvar- lega. Síðustu tíu árin var hann prófessor í bókmenntum við há- skólann í Cambridge. Hann and- aðist 1963. Fyrstu bók sína, sem var ljóða- bók, gaf hann út undir höfundar- nafninu Clive Hamilton — og raunar fleiri bækur. Hann varð heimsþekktur fyrir barnabækur sínar um Narníu, ókunna veröld fyrir utan rúm og tíma, þar sem hið góða og illa heyr tvísýna baráttu. Þessar bækur eru sjö að tölu. Lewis ritaði margar bækur byggðar á heimspekilegum og guð- fræðilegum grundvelli. Ljónið, nornin og skápurinn er ein af Narníusögum hans. Höfuð- persónugerðirnar eru ljónið (Asl- an) og Hvíta nornin (Jadis). Systkinin fjögur, Lúsía, Ját- varður, Súsanna og Pétur eru á stríðsárunum send frá London langt út í sveit til gamals prófess- ors vegna loftárásahættu. Hjá þessum dularfulla, vin- gjarnlega manni, í stóru húsi, bíð- ur þeirra spennandi ævintýri. Fataskápur í einu herberginu er fordyri að óþekktri, hrikalegri kynjaveröld — Narníu. Sá kemst í kynni við hana er forvitnast inn i skápinn, sem er fullur af loðkáp- um, og lokar að baki sér. Það hendir fyrst yngsta systkin- ið Lúsíu. í Narníu kynnist hún skrýtna öðlingnum Tumnus og fræðist um margt af honum. Hún kemst inn í fataskápinn aftur og til systkina sinna, sem hún hvarf sjónum augnabliki áður, en í kynjaveröldinni eru það margir tímar fyrir henni. Ekkert þeirra trúir frásögn Lúsíu. Skyndilega fer hún aftur og Játvarður líka. Þau fylgjast ekki að. Hann lendir í umhverfi Hvítu nornarinnar og ánetjast hugsun- um hennar og viðhorfi — og hrífst af. Þau systkini koma aftur til mannheima. Sjónarmið þeirra eru misjöfn og Játvarður bregst sannsögli Lúsíu. Brátt eru öll systkinin komin til Narníu og dragast þar inn í hring- iðu ógnar átaka milli góðs og ills. Játvarður leitar nornarinnar. Hin systkinin komast í kynni við bjór- ana og seinna ljónið Aslan ... Rauði þráðurinn í furðusögnum Lewis er kristin siðfræði og hið góða sigrar alltaf hið illa hversu voldugt sem það er. Þýðingunni er víða ábótavant. Dæmi: (bls 15) „... Og ekki leið á löngu uns furðuskrítin vea kom í Ijós milli trjánna og gekk fram i birtuna frá ljóskerinu. Hann var ekki hærri en Lúsía...“ (bls. 32) „... Hún hefði getað sæst við systkini sín hvenær sem var, ef hún hefði getað fengið sig til að segja að sagan hefði verið tilbún- ingur og hún hefði sagt þetta að gamni sínu ...“ Sagan er mjög spennandi og á margt sameiginlegt með ævintýr- um eftir H.C. Andersen og Astrid Lindgren. Svona smáfelldar myndir þurfa mikillar athygli ef á að njóta þeirra. Frágangur bókar er ágætur. eins og heitar lummur. Flest eru lögin 14 komin vel til ára sinna en það er nú bara svo með mörg góð lög að þau batna með aldr- inum. Ekki veit ég hver valdi lögin á plötuna en sá hinn sami virðist hafa hitt naglann á höf- uðið. Temað á plötunni er ástin í hinum ýmsu myndum og jafn- ólík og lögin nú eru koma þau skemmtilega út á einni og sömu plötunni. A meðal laganna 14 eru 3 íslensk, Angelía með Dúmbó og Steina, Sönn ást með Björgvin Halldórssyni og Sail On með Jóhanni Helgasyni. Þau eru þarna í félagsskap ýmissa laga, sem náð hafa frægð um heim allan. Frægast þeirra allra er líklegast House of The Rising Sun í útgáfu Peter Hofman. Reyndar hefur hún sætt nokk- urri gagnrýni en í mínum eyrum — ógjörningur er að dæma fyrir hönd annarra sem fyrr — lætur þetta prýðilega. Þá er þarna að finna lagið Feelings með Andy Williams og Silence Is Golden með Tremeloes. Önnur lög eru yngri í hettunni. Það er gaman að finna á þess- ari plötu lög eins og það síðast- nefnda, að ekki sé nú talað um Me And Mrs Jones með Billy Paul og Love Will Keep Us To- gether með Captain and Tenille. Islensku lögin þrjú gera það gott þótt aldrei hafi ég verið tiltak- anlega hrifinn af Angelíu. Sönn ást Magnúsar Eiríkssonar hins vegar gullfallegt og sömuleiðis Sail On þótt gerólík séu. Sennilega höfðar þetta safn ekki til þeirra allra yngstu og kannski heldur ekki unglinganna í dag en vafalítið munu flestir, sem komnir eru á þriðja áratug- inn, kætast við það að heyra mörg af „gömlu, góðu, lögunum“. Mögnuð Moyet Alison Moyet Alf“ (TBS/ Steinar Þegar dúettinn Yazoo sló í gegn fyrir fáeinum árum var það ekki aðeins Vince Clark, fyrrum höfuðpaur Depeche Mode, sem komst í sviðsljósið heldur félagi hans, Alison Moyet, einnig. Moy- et þótti strax hafa afburða söngrödd og þótt hún væri afar ólík hinum dæmigerðum „ný- rómans“-röddum féll hún vel að tónlist Yazoo. Úr varð enda fá- dæma vinsæll dúett, sem því miður lagði upp laupana eftir tvær frábærar plötur. Alison Moyet hefur nú sent frá sér fyrstu breiðskífu sfna og óhætt er að segja að hún hitti í mark, a.m.k. hjá mér. Söngur Moyet nýtur sín e.t.v. enn betur hér en á plötum Yazoo þótt und- irleikurinn sé af svipuðum toga, þ.e. mestmegnis hljómborð og trommur (þó ekki raftrommur). Hér eru hljómborðin hins vegar notuð mun mildilegar en hjá Yazoo, þ.e. yfirbragðið er rólegra og ekki alveg eins kalt. Þegar hafa tvö lög af þessari plötu náð þó nokkrum vinsæld- um, fyrst Love Resurrection og þá All Cried Out. Reyndar á ég ekki von á að fleiri lög af plöt- unni „slái í gegn“ því þau eru einfaldlega ekki þess eðlis. Þau eru af þeim toga er vinna stöð- ugt á við hverja hlustun. Það á reyndar við um alla plötuna, þetta er framlag, sem á eftir að lyfta Alison Moyet í hærri hæð- ir. £-/ / j sy I */■ ' v af£ f f ■/ J*- f -ff' y’ r-,W- /Jt / Skartgripir Einstök fegurö og enginn gripur eins Sjaldan hefur dönsk listhönnun risiö hærra en með Flora Danica skargripunum. Þú færö meistara- verk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára ábyrgö á ótrúlega lágu veröi. Og þaö sem er mest um vert. Það eru engir tveir gripir eins. Einkasöluumboð í Reykjavík. FRANCH MICHELSEN URSMIÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355 REYKJAVÍK llringdu í 33272 og fyrr en varir ertu kominn í sælkerabeim Veitingahallarinnar og Hallagarðsins fyrir hreint almúgaverð. Veitinga- MiKBBBjm veislatt-| ummestu verslunar- helgi xððS ársins fllA Komið í tilokkar eðafáið fÆmá. veisluna senda tHykkar Stórglæsilegur og girnilegur mat- seöill afgreiddur allan daginn í dag og á morgun. • Sérstakur útsendingarmatseö- ill og ókeypis • wnding með 5 mata eöa ftetá • Jófaglöggiö okkar rennur Ijúf- leganiður. t Hjá okkur þarftu aldrei að teita aö bílastæðum. Húsi verslunarinnar Sími 33272 — 30400. í Húsi verslunarinnar við Krinulumýrarbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.