Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 58

Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 58
58 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Rafmagn og ást Bókmenntír Erlendur Jónsson Arthur Hailey: SKAMMHLAUP 416 bls. Þýð. Hersteinn Pálsson. BókaforL Odds Björnssonar. Akureyri, 1984. Svo er sagt að skólapiltur hafi eitt sinn endur fyrir löngu, bjarg- að sér á munnlegu mannkynssögu- prófi í menntaskóla með þeirri þekkingu einni sem hann hafði úr góðum reyfurum. Sá, sem les Skammhlaup og aðrar afþrey- ingarsögur Arthurs Heileys, þarf ekki að efast um að sagan geti ver- ið sönn. Skammhlaup gefur talsverða innsýn i bandarískt þjóðlíf og þjóðfélag síðasta áratugar. Þau ár voru vægast sagt erfið meðan stórveldið var að bíða ósigur í Víetnam og fyrst á eftir. Orku- skortur, námsmannaupphlaup og stjórnarfarsleg ringulreið setti svip á þjóðlífið. Gróið fólk og löghlýðið uggði um hag sinn. Mót- Arhugur Hailey mælin mörg og sundurleit, sem stefnt var gegn nánst hverri fram- kvæmd sem eitthvað munaði um, gátu verið forboði rauðrar bylt- ingar. Þetta er að vísu tekið að fjara út þegar Skammhlaup ger- ist, en þó hvergi svo að öldurnar Pési grallaraspói og Mangi vinur hans Bókmenntir Siguröur Haukur Guðjónsson PÉSI GRALLARASPÓI OG MANGI VINUR HANS Höfundur: Ole Lund Kirkegaard l'ýðing: Þorvaldur Kristinsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn Sumir grallaraspóar eru svo skemmtilegir, uppátektarsamir, að lesandinn hreinlega engist af hlátri yfir lestrinum. Svo fór mér, er ég kynntist þeim Pésa og Manga, uppátæki þeirra þykja mér bráðfyndin. Þeir finna upp hljóðlausa fallbyssu; þeir halda með vitamín í hænsnakofa Mikka byttu, til þess að auka varpið; þeir reyna að komast í pósti til Afríku; þeir taka að sér broddgölt; lenda í indjánaleik. Já, það er líf í tuskun- um i Bunubæ, kringum þessa tvo pottorma, og vesalings málarinn á ekki sjö dagana sæla. Víst eru þeir meistarar i hrekkjum Pési og Magni, en til sögunnar er líka nefnd stúlka, sem kann sitthvað fyrir sér sem þeir. Þessir þættir birtust fyrst sem framhaldssaga í Politiken 1969, féllu lesendum svo vel í geð, að ákveðið var að gefa þá út í bók. Höfundur kunni þá list að segja sögu, spaugilega sögu. Þýðing Þorvaldar er lipur og góð. Myndir bráðfyndnar. Prentverk vel unnið, og letur ungum lesendum þægilegt og skýrt. Skemmtileg bók. Hafi út- gáfan þökk fyrir. Dóra verður 18 ára hafi lægt til fulls. Skemmdarverk eru unnin í raforkuveri sem sér Kaliforniu fyrir ljósi og hita — og auðvitað meir en svo, því nútíma- lífið gengur allt fyrir rafmagni. Menn farast í sprengingum. Stjórnendur fyrirtækisins kemur ekki saman um úrræði þegar mest ríður á. Þeir gera sér ljóst að fleiri orkuvera er brýn þörf, og það strax, ef koma skal í veg fyrir geigvænlegan orkuskort. En hvar á að reisa þau? Og með hverju skulu þau knúin? Einu gildir — umhverfisverndarmenn munu hafa uppi hávær mótmæli hvar og hvenær sem fyrirtækið reynir að færa út kvíarnar. Og færi það ekki út kvíarnar þannig að orkuskortur skelli yfir — þá verður því ekki síður mótmælt! Og þá ekki síst hækkuðum gjaldskrám, verði fyrirtækið að grípa til slíkra óynd- isúrræða. Svo virðist sem því séu allar bjargir bannaðar! Það er í þessum vítahring sem sagan hefst. Síðan kemur ýmiss konar flækja sem lesandinn getur skemmt sér við: fundir, heimsókn- ir, kvennafar, hasar. Sá er háttur afþreyingarhöfunda að búa sögu þess konar búning að lesandinn töfrist, honum þyki þetta allt vera að gerast, hann lifi með persónun- um og leggi tilfinningalíf sitt við þeirra líf, lifi sig inn í söguna eins og stundum er sagt. Og það er allt- af eitthvða áríðandi að gerast í sögu eftir Hailey, eitthvað sem manni finnst þá stundina að mikið velti á. Þó svo að vel sé hægt að njóta sögu þessarar hér norður á sex- tugustu og fjórðu fer ekki milli mála að hún er samin með banda- ríska lesendur í huga — banda- rískt millistéttarfólk sem er ein- mitt bóklestrarfólkið í þeim heimshluta. T.d. er Hailey nógu »djarfur« til að kitla en þó ekki svo berorður að hann hneyksli. Ennfremur — og það hygg ég út- vegi honum lesendur fram yfir margan annan afþreyingarhöf- undinn — kynnir hann sér gaum- gæfilega hvert það svið þar sem hann lætur sögur sínar gerast, hvort heldur það er stórhótel, flugvöllur, banki eða raforkuver. Þætti fjölmiðlanna í þjóðlífinu gleymir hann heldur ekki. Að öllu samanlögðu er þetta afþrey- ingarsaga fyrir fólk sem gerir dá- litlar kröfur. Undirrituðum þótti hún skemmtileg. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ragnheiður Jónsdóttir. Dóra veróur átján ára. Önnur útgáfa. Ragnheiður Gestsdóttir teiknaði kápumynd. Iðunn, Reykjavík 1984. Bækur Ragnheiðar Jónsdóttur voru mjög vinsælar á sínum tíma — og eru það sannarlega enn. Dóra verður 18 ára er sjötta bók höfundar sem kemur nú í nýrri útgáfu. Þetta er ein af Dórubókun- um, en að öllu leyti sjálfstæð saga. Aðalpersónan, Dóra, segir hér sjálf frá. Hún er af ríku fólki, veit hvað hún vill og fær það sem hún vill. Hér er hún komin í balletnám til Kaupmannahafnar — og það er „dans á rósum“. Hún stendur sig betur en aðrir og er betri en aðrir. Breiðir sig yfir þá sem lítið eiga og eru fyrir þær sakir og aðrar litlir af sjálfum sér í lífsbaráttunni. Flugríkir foreldrar Dóru eru sí- fellt á ferðinni og í sumarfríinu ferðast hún suður í lönd með móð- ur sinni í stað þess að fara heim, eins og hana í hjarta sínu dreym- ur um. Hitta ömmu, vininn Kára sem er heilsulítill á Vífilsstöðum og fleira gott fólk. Móðirin nýtur ríkidæmisins á annan hátt en Dóra. Hún gengst upp í því. Þegar tínd eru saman öll smábrot um hegðun hennar og hugsanir, verður úr lágkúruleg, aumkunarverð og leiðinleg mann- gerð sem ómögulegt er að hafa samúð með. Ekki tekst lesanda að finna neina skýringu á þessu — nema þá, að hún hefur lent i þeim hópi fólks, sem hefur næga pen- inga milli handanna. Faðirinn hugnast lesanda betur. Hann er líka önnum kafinn og útsjónar- samur í að halda lífsháttum fjöl- skyldunnar svo ætla má að það auki víðsýni hans og þroska. Lifsbaráttufólkið í sögunni er allt ágætt, fremur viðfelldið fólk ekki síst Kári og Vala systir hans. Þau eiga sina framtíöardrauma og þurfa fyrir því að hafa að þeir rætist. Hver er Dóra sem hefur (næst- um) allt til alls, gerir það sem hana langar til og er alltaf með þeim fremstu í öllu? Góð og dugandi stúlka sem hef- ur magtina til þess að leiða hag- sæld og birtu inn í líf fátækra vina sinna — einmitt vegna efnahags- legarar aðstöðu foreldranna. Greinilega kemur fram í sögu- lok hve eðlilegt og sjálfsagt henni finnst að faðirinn kosti Kára á heilsuhæli í Sviss: „... Ég hefi grennslast nánar eftir heilsufari þínu og læknum kemur saman um að þú hefðir gott af eins árs dvöl á fullkomnu heilsuhæli, svo að mér hefur dottið í hug að senda þig til Sviss ..." Um leið kostar faðirinn Dóru til áframhaldandi náms í Kaupmannahöfn og gefur henni bíl í afmælisgjöf. Hefur engum dottið í hug að þessi bráðgóða, efnilega stúlka sem breiðir sig yfir allt og alla í ófullkomnun þeirra, brygðist öðruvísi við, ef hún þyrfti að fórna sjálfri sér — sjá fyrir sér og honum Kára sfnum sjálf? Það er dálítið sárt að láta kaupa sig svona og dubba sig upp til þess að falla inn í lífsform annarra. Gaman fyrir æskufólk að lesa þessa ágætu sögu og draga svo sínar ályktanir — láta ekki aðra gera það fyrir sig. Mér geðjast vel að kápumyndum Ragnheiðar Gestsdóttur. Hljomplotur Siguröur Sverrisson Ein sú albesta Pax Vobis Steinar Eftir að hafa fylgst með Pax Vobis frá því á síðasta ári get ég varla sagt að fyrsta breiðskífa þeirra (hún er reyndar fjári stutt) hafi komið mér á óvart — og þó. Eiginlega er hún enn betri en ég vænti. Þrátt fyrir af- bragðsplötu er ég samt efins um að þessi tónlist nái eyrum fjöld- ans og seljist. Fyrra orðið í nafni hljómsveit- arinnar þýðir friður en það er ekki neinum friði fyrir að fara í tónlistinni. Lögin eru ólgandi af krafti og fágunin er slík að það beinlínis lýsir af plötunni. Sann- ast sagna er ég efins um að betri íslensk popp/rokk plata hafi ver- ið gefin út frá því á gullalda- skeiði Þeysara án þess verið sé aö líkja þessum tveimur sveitum saman á einn eða annan hátt. Hins vegar varð mér æði oft hugsað til kanadíska tríósins Rush á meöan ég hlustaði á Pax Vobis. Það eru þeir Skúli Sverris- son/bassi, Þorvaldur Þorvalds- son/gitar, Ásgeir Sæmundsson- /söngur og hljómborð og Stein- grímur Óli Sigurðarson/tromm- ur. Steingrímur mun reyndar vera hættur í Pax Vobis en var í öllum upptökunum. Hljóðfæra- leikur plötunnar er þrusugóður en enginn þó betri en Skúli. Mér er til efs að betri bassaleikari fyrirfinnist á landinu um þessar mundir. Söngur Ásgeirs góður sem fyrr og án vafa er hann í flokki bestu söngvara yngri kynslóðarinnar. Hinsvegar hefði ég ekkert haft á móti því að heyra textana á íslensku. Þor- vaidur er það sem enskurinn myndi segja stórlega „under- rated“ gítarleikari. Sigurður óli skilar sínu sömuleiðis af- bragðsvel. Ég get í raun ekki annað en undirstrikað ánægju mína með þessa plötu. Hún er listasmíð hvar sem á hana er litið og Steinum, Pax Vobis og þá ekki síst íslenskri popptónlist til mik- ils sóma. Betra gerist það vart. Sannkallað eyrna- konfekt Swansway. The Fugitive Kind. Balgier/Fálkinn. Þó ég eigi að heita þunga- rokksunnandi og allt það man ég alltaf hvað ég varð heillaður er ég heyrði fyrst í Swansway- tríóinu. Það var á myndbands- spólu, sem tekin hafði verið upp í Bretlandi og hafði að geyma efni úr Top of the Pops og The Tube. Swansway var ein þeirra sveita, sem ég barði augum það kvöldið, og hitti beint I mark. Hér er á ferðinni ein af skemmtilegri og um leið frum- legri yngri sveitum Breta um þessar mundir að minni hyggju. Tónlistin er djassað popp, ákaf- lega hefðbundið um flest og m.a. er kontrabassi áberandi í flest- um lögunum svo og blásturs- hljóðfæri af ýmsum toga og strengjahljóðfæri. Blásararnir, sem koma við sögu á plötunni eru margir, en sjálf sveitin stát- ar ekki af neinum slíkum. Lögin á þessari fyrstu breið- skífu Swansway eru flest hver bráðskemmtileg og ákaflega ólík innbyrðis. Það er nokkuð, sem fer að verða æ sjaldgæfara á plötum með hverju árinu. Hér skiptast á Ijúfir söngvar og keyrslulög á borð við When The Wild Calls og Soul Train þau lög sem notið hafa hvað mestra vinsælda. Þótt maður tali um keyrslulög á þessum vettvangi verða þau aldrei neinn hama- gangur. Allt innan viðráðanlegs ramma, kryddað með stórgóðum söng hins ágæta Robert Shaw og Maggie þótt hún falli óneitan- lega í skuggan af Shaw. Það er engin spurning, að vilji fólk næla sér í þrælgóða plötu, sem er laus við allt sem heitir hefð- bundið form popptónlistar, ætti það að skoða hana þessa. Hún er kannski ekki meðtekin á auga- bragði, krefst hlustunar, en sú hlustun er rækilega verðlaunuð með sannkölluðu eyrnarkon- fekti. Ekki veik- ur punktur Marillion, Real to Reel. KMI/Fálkinn. Framabrölt Marillion-sveitar- innar með söngvarann Fish í broddi fylkingar er ævintýri lík- ast. Á aðeins tveimur árum hef- ur sveitin náð að skapa sér nafn sem einhver besta rokksveit Breta og þarf þó nokkuð til þess að ná þeim „status“. Tónlist Marillion er það sem svo oftlega hefur verið nefnt „prógressívt rokk“ og oftar en einu sinni hef- ur Fish og félögum verið líkt við Genesis á bestu árum þeirrar sveitar. Þessi tónleikaplata Marillion kemur nokkuð á óvart því menn voru farnir að búa sig undir út- komu þriðju stúdíóplötunnar eftir mikla velgengni þeirra tveggja fyrstu, A Script for A Jester’s Tear og Fugazi, sem kom út fyrr á þessu ári og er sannkölluð listasmíð. Líklegt er þó að tónieikaplata þessi sé send á markað til þess að friða óþreyjufulla áhangendur sveit- arinnar. Hún gerir það vafalítið og gott betur, svo listavel er hér að verki staðið. Þrátt fyrir velgengni í heima- landinu og svo í Evrópu sem og vestanhafs og þá einkum í Kan- ada (þar er Marillion sögð vera Rush þeirra Breta) hefur lítið borið á áhuga okkar mörland- anna fyrir þessum fræknu fimmmenningum. Kannski að úr rætist með þessari tónleika- plötu, sem svo sannarlega er til þess fallin að laða fólk í stórum stíl að Marillion. Eins og nærri má geta eru lög- in á þessari plötu tekin af stúd- íóplötunum báðum og reyndar eru þau ekki nema 6 talsins. Heildartími þeirra þó vel yfir 40 mínútur. Hér er hvergi veikan punkt að finna þrátt fyrir löng lög og hámark nær platan í loka- laginu Market Square Hero, þar sem áhorfendur í de Montford- höllinni í Leicester taka vel und- ir. Ekki verður þó við þessa plötu skilið án þess að minnast aðeins á að ekki hefði sakað að yfir- bragð fyrri hliðar plötunnar væri eilítið meira „live“. Það er á köflum eins og um stúdíóupp- töku sé að ræða. Slík eru tón- gæðin. Ekkert út á þau að setja en stundum er eins og tónleika- einkennin ómissandi á hverja slíka plötu vanti. Síðari hliðin er hins vegar geislandi. Sannfær- andi Kikk Kikk. Stcinar. Aldrei fór það svo að platan með Kikk, sem búin er að vera í undirbúningi í hálft annað ár, kæmi ekki út að endingu. Loks- ins er hún komin en reyndar ekki nema 6 lög. Einhvern veg- inn átti maður fremur von á breiðskífu í fullri lengd. Mér fannst framan af ákaf-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.