Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNARÁRNASON, andaöist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö 20. desember. Hilmar Gunnarsson, Steinunn Jónsdóttir, Dóra Gunnarsdóttir, Pétur M. Jónasson og barnabörn. t SESSELJA SIGURDARDÓTTIR, Kársnesbraut 50, Kópavogi, éóur húsmóðir é Akurholti, lóst 18. desember. Borghildur Stefánsdóttir, systkini og tengdabörn. Móöir min, + STEFANÍA SIGURDARDÓTTIR fré Klöpp 1 Garöi, Noröurbrún 1, Roykjavtk, er látin. Sigurður Jóhannesaon. Minning: ^ Sigurður Ásgeir Guðmundsson Fæddur 3. febrúar 1924 Dáinn 15. desember 1984 Ég minnist ársins 1930 á Isa- firði en þá var undirritaður á síð- asta ári við iðnnám. Lærimeistari minn, Jón ólafur Jónsson, skipti þá um atvinnu og gerðist lögreglu- þjónn. Atvikaðist þá þannig að ég yrði það sem eftir væri af náms- tímanum hjá Guðmundi Sæ- mundssyni málarameistara. Tók ég þá fljótlega eftir litlum dreng er mér virtist dálítið sér- stæður. Hann tók ekki fyllilega þátt í leik með börnum er voru á þessu svæði í kringum Tangagötu 17. Eitt sinn voru nokkrir drengir með fótbolta í sundi á milli húsa. Drengurinn stóð afsíðis en fylgd- ist með. Gaf boltann lauslega til hinna er hann nálgaðist. En svo fór að rúða brotnaði í næsta húsi. Leikmennirnir tóku á rás þar sem leiðin var greiðust og hurfu á svipstundu, en þessi litli drengur stóð í sömu sporum, leit til hliða líkt og draumhugi, niðurlútur með kyrrstæð augu, kom svo hægum skrefum inn á málningaverkstæð- ið og sagði rólega: „Pabbi, við brutum rúðu.“ Þessi drengur var Sigurður Ásgeir, kallaður Hiddi, sonur hjónanna Guðmundar Sæmundssonar og Margrétar Pét- ursdóttur er þá bjuggu í húsinu nr. 17 við Tangagötu á ísafirði. Og tíminn líður. „Fljótlega á ungl- ingsárum fór hann „Hiddi" að stunda sjóinn á bátum Samvinnu- félagsins og Otgerðarfjelagsins Njarðar, einnig á togaranum Skutli. Óll voru þessi skip gerð út frá ísafirði á þessum árum. Hann var einnig um tíma með vörubíl sem atvinnubílstjóri. Það var svo á fimmta áratug sem hann fór í iðnnám og lauk sveinsprófi í málaraiðn 1949 og stundaði þá atvinnugrein upp frá því. Sigurður Ásgeir kvæntist 23. júlí 1955 Önnu Hjartardóttur fæddri 26. maí 1935 í Fagra- hvammi í Skutulsfirði, Sturlaugs- sonar í Snartartungu í Bitru. + Systir okkar, SÓLVEIG MAGNEA JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræöingur, Birkimel 10B, lóst mánudaginn 10. desember. Jaröarförin hefur fariö fram. Systkini hinnar létnu. t MARÍA EYJÓLFSDÓTTIR fré Kötluhól, andaöist i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 20. desember. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Lilja Hafsteinsdótfir, Ólafur Ólafsson. + Fööurbróöur minn, EYJÓLFUR ÞÓRARINSSON, er lóst 15. desember i Hrafnistu i Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni i Hafnarfíröi föstudaginn 21. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd braeðra hins látna, Sigríöur Guöbjörnsdóttir. + Faöir minn, tengdafaöir og afi, HANNESHANNESSON, Kringlu, Grimsnesi, sem lóst á Borgarspitalanum föstudaginn 14. desember, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 22. desember kl. 13.30. Bilferö veröur farin frá Laugarvatni kl. 11.00. Sigrlóur Hannesdóttir, Siguröur Harsldsson, Hannes, Marfa, Þórkatla, Þorbjörg, Helena. + Móöir min, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu laugardaginn 22. desember kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Vilberg S. Helgason, Margrét N. Guðjónsdóttir, Elsa K. Vílbergsdóttir, Sveinn Már Gunnarsson, Guójón S. Vilbergsson, Ásrún Kristjénsdóttir og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Sigríöur Guðmunds- dóttir frá Brekku Fædd 27. apríl 1894 Dáin 12. nóvember 1984 Elskuleg amma mín, Sigríður Guðmundsdóttir, er látin. For- eldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson og Júlíana Björnsdótt- ir. Þau bjuggu ekki saman og því var henni komið í fóstur í Efstadal í Laugardal til hjónanna Magnús- ar Gíslasonar og Sigríðar Eyj- ólfsdóttur. 18 ára fór hún til Reykjavíkur og lærði þar fata- saum og vann fyrir sér. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Hinrik Jónssyni frá Klöpp við Brekkustíg 14b. Var hann sjómað- ur. Þau gengu í hjónaband 29. des- ember 1917. Eignuðust þau 9 börn. 3 þeirra dóu í bernsku, sex komust upp til fullorðinsára. En 1929 missir hún mann sinn og er þá orðin ein eftir með 6 börn. Það elsta 9 ára en yngsta á 1. árinu. Og voru það erf- ið ár sem í hönd fóru og reyndi mikið á hana. Hún vann alltaf úti á meðan hún var að koma börnun- um upp. Amma var trúuð og treysti Guði sínum, hún sagði oft mennirnir þenkja en Guð ræður. Enda fékk hún að reyna það. Börnin hennar urðu öll nýtir þjóð- félagsþegnar þó ekki væri mulið undir þau, eins og sagt er. Þau eru, talin í aldursröð, Júlíana f. 1920, hjúkrunarkona gift Hjörleifi Haf- liðasyni, býr á Akureyri. Sigríður f. 1921, verkakona, gift Páli Sig- tryggssyni, býr á Akureyri. Karít- as f. 1921, gift Sigurði Bjarnasyni, en hún lést 1954 frá 3 ungum börnum þeirra. Jón f. 1922, hús- vörður, giftur Unni Björnsdóttur, býr á Seltjarnarnesi. Guðlaug f. 1924, húsfreyja, ekkja eftir Sigur- laug Bjarnason, hann lést 1978, býr nú í Reykjavík. Guðmundur Tómas f. 1928, verkamaður, giftur Ingunni Sæmundsdóttur. Þau + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, EINARS ÓLAFSSONAR, Öldugötu 48, Hafnarfirói. Sigrún Róaa Steinsdóttir, Fríóa Einarsdóttir, Siguróur Goorgsson, Steinunn M. Einarsdóttir, Péll Einarsson, Ólafur Einarsson, Drífa Kristjénsdóttir, Gunnar Einarsson, Sigriöur Gunnarsdóttir og barnabörn. + Ég þakka innilega öllum þeim er sýndu mér hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, ÁSLAUGAR LÖVE, Grenímel 29, Reykjavfk. Ragnar Sigurösson. Lokaö Skrifstofa Rafiönaðarmanna Háaleitisbraut 68 veröur lokuð i dag, 21. desember, frákl. 12.00 vegna jarðarfarar ÞORSTEINS PÉTURSSONAR. Rafiðnaðarsamband íslands. Eignuðust þau þrjá syni en þeir eru Hjörtur Arnar, skrifstofu- maður, fæddur 1957, Pétur Sigurð- ur, verkstjóri, fæddur 1958, og Gunnar Þór, málarasveinn, fædd- ur 1964, allir búsettir á ísafirði. Um nokkuð langt árabil vorum við Hiddi samstarfsmenn á ísa- firði og í kauptúnum í Vestfirð- ingafjórðungi. Hann var kapp- samur og hlífði sér hvergi, vann stundum mikið eftir venjulegan vinnudag, ekki síst í húsinu Aðal- stræti 17—19, en það áttu þeir bræðurnir og foreldrar þeirra. Og nú er Hiddi allur og sannast hér sem oftar er skáldið sagði: „Eina ævi og skamma eignast hver um sig.“ Við áttum stundir saman þar sem oft var leikið á létta strengi, jafnvel þótt um skoðanaskipti væri að ræða. Hann var vinnusamur, einstaklega hjálpfús og hugsunarsamur. Um trú hans og tilfinningar var lítið talað enda hygg ég hann hafi lítt borið slíkt á torg. Allir menn geyma þó sínar eigin hugsanir og veit ég hann hefir oft getað sagt við sjálfan sig: „í tvítugu djúpi svaf trú mín og ást eins og tvílitt blóm.“ St.St. Ég votta aðstandendum hans innilega samúð. Svanb. Sveinsson slitu samvistum. Amma kom stundum heim en við áttum heima í sveit ög stansaði hún þá í nokkr- ar vikur. Hún kunni ótal sögur og vísur sem hún sagði okkur krökk- unum. Það var skemmtilegur tími. Amma var kát og lífsglöð kona, ákaflega gestrisin. Hún hélt heim- ili með Guðmundi syni sínum og þangað var gott að koma, við nut- um þess öll hennar barnabörn og viljum við þakka henni fyrir það. Hún var orðin heilsutæp nú síðari ár. Fór norður til dóttur sinnar í vor og lést í sjúkrahúsi Akureyrar 12. nóvember síðastliðinn. „Far þú í friði. Friður guðs þig blessi.. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Dótturdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.