Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 65

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 65 Ármann Péturs- I 1^1 IJ^ son — Minning ^91 1^1 E Ég vil í örfáum orðum minnast vinar okkar hjóna, Ármanns Pét- urssonar aðalbókara, Eyvindar- holti, Bessastaðahreppi. Ég ætla því aðeins að minnast starfa hans fyrir ungmennafélagshreyfing- una. Ég fann það strax þegar Ármann kom til starfa í stjórn Ungmennasambands Kjalarnes- þings að þar var áhugasamur og traustur félagi. Ármann tók við formennsku af mér eftir nokkur ár, sem hann gegndi síðan í þrjú ár með mikilli prýði. Hann tók einnig við af mér, sem stjórnar- maður í Ungmennafélagi fslands, sem hann gegndi í 10 ár einnig með miklum sóma. Ármann var sannur ungmenna- félagi, sem öll störf hans að þeim málum sanna, hann var forustu- maður um stofnun Ungmennafé- lags Bessastaðahrepps og fyrsti heiðursfélagi þess. Margt kemur upp í hugann þegar starfa þessa góða drengs skal minnst, ég ætla þó aðeins að geta þáttar UMSK og þess mikla starfs sem sambandið vann með miklum sóma undir traustri forustu hans þegar við héldum landsmótið á Þingvöllum 1957, en Ungmennafélag íslands var stofnað á Þingvöllum 1907 og því þótti tilhlýðilegt að halda sér- stakt afmælismót sambandsins þar þá. Landsmót UMFl höfðu þá í gegnum árin verið glæsilegustu samkomur íslenskrar æsku og hafa síðan ávallt aukið hróður sinn sem slík. Það er trú mín að fáir geri sér grein fyrir hvaða óhemju starf liggur að baki undir- búnings þessara móta og að ann- ast framkvæmd þeirra, en á þess- um vettvangi hafa ungmennafé- lagar um land allt sýnt hvers hreyfingin er megnug. Á stofnþingi UMFÍ 1907 var rætt um áskorun sem barst frá Ungmennafélagi Akureyrar en það félag var stofnað 1905, um að „íþróttamót verði haldið fyrir ís- land“. Þannig var hugmyndin að landsmótunum þegar vakin. Fyrsta mótið var svo haldið á Ak- ureyri 1909. 1911 var mótið haldið í Reykjavík og aftur í Reykjavík 1914. Síðan falla þessi mót niður allt til þess að hinn merki félags- málafrömuður og afreksmaður í íþróttum, Sigurður Greipsson að Haukadal vekur máls á því á þingi UMFÍ 1938 að endurvekja íþrótta- mót UMFÍ og það varð að veru- leika mest fyrir ötult starf hans að mót er haldið í Haukadal 1940 og hafa þau síðan verið haldin 14 sinnum. Umfang þeirra hefur auk- ist stórum, sem er afrakstur mik- ils starfs ungmennafélaga um land allt. Það er mín skoðun að UMFÍ væri allt annað og máske ekki til ef mótin hefði ekki verið endurvakin 1940. Ármann Pétursson var í undir- búningsnefnd mótsins á Þingvöll- um 1957 en aðstæður þar eru á margan hátt erfiðar til slíkra móta. Eftir á fullyrði ég að við gerðum okkur ekki að fullu grein fyrir því fyrirfram hvað við vær- um að ráðast í. Ármann var nokkrum sinnum i undirbúningsnefndum landsmót- anna og vísa ég frekar til umsagn- ar um mótið 1957 svo og önnur landsmót UMFÍ í hinni merku bók „Ræktun lands og lýðs“ sem gefin var út í tilefni 75 ára afmælis sambandsins 1983 undir ritstjórn Gunnars Kristjánssonar. Ármann Pétursson var ávallt reiðubúinn til að leggja fram sína krafta til eflingar ungmennafélag- anna. Ungur að aldri hreifst hann af hugsjón ungmennafélaganna og var henni trúr alla tíð. Það hefur verið gæfa hreyfingarinnar að hafa átt á að skipa mörgum ágæt- is hugsjónarmönnum, körlum og konum, þeim eigum við mikið að þakka. I dag stendur UMFÍ traustum fótum til að vinna að „ræktun lands og lýðs“. Traustir áhuga- SAUMAVEL A KR.10.944,- Vegna hagstæðra samninga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á kr. 10.944- • FRÍARMUR + SJÁLFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD í NOTKUN + SPÓLA SETT í OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR menn eru í forustu, studdir þús- undum áhugafólks eldri og sem mest er vert einnig yngri félag- anna um land allt. Nú þegar Ármann Pétursson er horfinn úr hópi okkar þakka ég af heilum hug ánægjulegt samstarf við hann og ber fram þá ósk, sem ég veit að er minningu hans beat samboðin varðandi þennan þátt i lífsstarfi hans, sem ég hef hér get- ið að ungmennafélögin megi bera gæfu til að eignast innan sinna vébanda sem flesta honum líka. Við hjónin vottum ekkju hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð, ég veit að hann var ástríkur heim- ilisfaðir og þau hafa mikils misst við fráfall hans. Hjá okkur öllum, sem honum kynntumst, mun minningin um góðan dreng vara. Axel Jónsson SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. nmqnfin nniuáa ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMI 687910 SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG. • -V~ UGLUR 398.- NYJUNG I ISLENSKRI BOKAUTGAFl ýTT ÍSLENSVa ugIu-veRO- 350.- NÝ ÞÝDD SKÁLSDAGA UGLU-VERf 448.- ská !SleHsk Kaupið hefur farið lækkandi. bókarverð hækkandi, æ fleiri verða að hugsa sig um fvisvar áður en þeir kaupa bók hvort sem er til gjafa eða handa sjálfum sér. Bókin er orðin munaðarvara og við svo búið má ekki standa. Mál og menning hefur ákveðið að bregðast við þessu með þvi að geta út vandaöar kiljur, UGLUR, á veröi sem er helmingi lægra en meðalverð innbundinna bóka. Á þessu hausti koma út 6 UGLUR. Tvær nýjar skáldsögur, Með kveðju frá Dublin eftir Árna Bergmann og Jólaóratórían eftir Göran Tunström, verða jafnframt gefnar út innbundnar, en 4 bækur fást ein- muR göngu sem UGLUR. Þetta eru hin vinsæla bók Astrid Lindgren, Bróð- ir minn Ljónshjarta (BARNA UGLA), sem flestir þekkja eftir þættina i sjónvarpinu, Snorra-Edda, sem Heimir Pálsson hefur búið til prent- unar eftir handriti Konungsbókar (SÍGILD UGLA), nýtt leikrit Ólafs Hauks Simonarsonar, Milli skinnsog hörunds (LEIKUGLA), sem sýnt hefur verið i Þjóðleikhúsinu i haust og hlotið mikla athygli og aðsókn, og loks reyfari fyrir kröfuharða lesendur, Ógnarráðuneytiö eftir Graham Greene (NÁTTUGLA), i þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. UGLURNAR verða i stóru broti og frágangur ekki siður vandaður en gerist með innbundnar bækur. Og verðið er viðráðanlegt fyrir hvern þann sem — hvað sem liður nýju afþreyingarefni — ekki vill vera bóklaus maður. UGLA — BÓK FYRIR ÞIG qcfurn góðgr hakur og menning Mál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.