Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 70

Morgunblaðið - 21.12.1984, Síða 70
70 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Hljóm- plptur HÓTEL BORG MUNIÐ DANSLEIKINN (KVÖLD. NýJVHG í&l£M£KU 7 STVfUFI: Stuðmenn &Oxsmáí Fopmimasafninu ikvold. Hjarðmenn hins holdlega krafts spenna kroppa safngesta því að sjaldan verða norrænir menn giaðir af sjálfum sér. h>MU.U.mm ^iaIaJÁUii AA HiIAAI ^IAIAAAAA Hagnniiður usiaoouir og Hunar becrgsson É htisum Popmmjaaíiiii i pteýfti Sitifai. Kl. 23-03 Finnbogi Marinósson Afslappað Eftir því sem ég kemst næst þá er Shine önnur sólóhljóm- plata Fridu. Eins og flestir ættu að muna var stúlkan félagi í söngflokknum ABBA og vann sér þar frægð og athygli. En þar sem sveitin sú er ekki lengur til þá hafa þau reynt fyrir sér hvert í sínu lagi. Ekki veit ég hvernig Shine er í samanburði við fyrstu plötuna. En eflaust er ekki mikilí munur á. Tónlistin er gegnumsneitt ró- leg og afslöppuð. Frida nýtur sín vel sem söngkona. Það sem betra er, hvergi er hljóðfærunum staflað ofan á hvert annað og málunum síðan bjargað í hljóðblöndun. Notast er við nauðsynleg hljóðfæri, fáir en smekklegir hljóð„effektar“ not- aðir, laglína hvers lags dregið skýrt fram og um leið er útkom- an mun varanlegri en margt annað. Þar sem hraðinn er meiri í lögunum gerist það sama en samkeppni við önnur lög á svip- aðri línu vantar þeim meiri melódíu. Það er óhætt að mæla sterk- lega með þessari plötu fyrir þá sem hlusta mikið á „back- ground“-tónlist. Hinir ættu að láta plötuna eiga sig og veija frekar Alf með Alison Moyet sem hefur allt sem þessi plata hefur og meira til. Litlaust Tónlistin sem Robin Gibb býð- ur upp á á plötu sinni „Secret Agent“ er ekki upp á marga fiska. Hún er eins flöt og til- þrifalítil eins og danstónlist get- ur frekast orðið. Hvergi bregður fyrir frumlegheitum eða eftir- tektarverðum tilþrifum. Lögin eru einföld, laglínurnar veikar og útsetningarnar litlausar. Eftir að hafa hlustað á þessa plötu nokkrum sinnum er mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna fólk sest niður og hlustar á plötu sem þessa og hefur þar að auki gaman af. Hún skilur ekkert eftir. Það er ekkert sem er þess vert að bíða eftir. Lögin renna í gegn án þess að vekja upp minnstu tilfinningu. Sá sem segir að þessi plata sé þægileg hefur rétt fyrir sér. En sem bet- ur fer eru til fjöldinn allur af góðum þægilegum plötum sem hægt er að spila aftur og aftur og samt er alltaf eitthvað nýtt í þeim. Geoffrey Hendricks. Gjörningur á Vatnsstíg BANDARÍSKI listamaðurinn Geoffrey Hendricks, sem sýnt hefur að undanförnu í Nýlista- safninu á Vatnsstíg, mun verða með gjörning á sýningunni föstudaginn 21. desember klukkan 20.30, en það kvöld lýk- ur sýningu hans, sem staðið hefur frá því um miðjan mán- uðinn. Sýningin er sú síðasta í röð sýninga, sem Bandaríkjamað- urinn hefur efnt til í Evrópu á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.