Morgunblaðið - 21.12.1984, Qupperneq 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
_____________________________« IM3
dtti 'cg ab vitA hAnw inyncií
5Kjókí<- bundurákjeijtum T "
Málarinn spurAi hvort hann
ma-tti ekki skola úr penslun-
um í haAkarinu okkar?
Kom inn!
Þessir hringdu. .
Rás 2 á
Vestfjörðum
Þorgeir Ástvaldsson, forstöúu-
maAur Rásar 2 hringdi:
í Velvakanda á miðvikudag
var bréf frá 74 unglingum í Bol-
ungarvík, þar sem þeir kvarta
yfir að geta ekki hlustað á rás 2.
Það er mér ljúft að segja þeim,
að nú er verið að setja upp senda
á Bæjum á Snæfjallaströnd og á
Arnarnesi. Þegar þessar línur
birtast, heyrist rás 2 líklega um
allt Ísafjarðardjúp. Að vísu gæti
Bolvíkingum reynst erfitt að ná
útsendingum vegna legu bæjar-
ins, en þó ættu þeir, sem hafa
góð tæki, að geta heyrt til rásar
2. Ef ekkert óvænt kemur upp á,
t.d. slæmt veður eða bilanir,
ættu því íbúar við Djúp að heyra
í rás 2 núna. Senditíðni sendisins
á Bæjum er FM 91,5, en sendis-
ins á Arnarnesi 96,5 á
FM-bylgju. Ég vona að hlustend-
ur rásar 2 eigi gleðileg jól.
Götumerkingar
í Grafarvogi
Kona í Grafarvogi hringdi:
Mig langar til að benda íbúum
í Grafarvogi á að merkja hús sín
betur en nú er. Þarna er að rísa
mikil byggð, en því miður reyn-
ist fólki erfitt að finna hús, sem
ekki bera númer. Ég hef hér sér-
staklega í huga bréfbera og út-
burðarfólk dagblaða. Það gengur
oft erfiðlega hjá þessu fólki að
skila af sér bréfum og blöðum og
það fær kannski bágt fyrir. Ég
vil benda íbúum Grafarvogar að
sýna útburðarfólki þolinmæði og
hefjast þegar handa við merk-
ingar húsa.
En það eru ekki aðeins merk-
ingar á húsum hér sem eru lítt
til fyrirmyndar. Hérna er lítið
rutt af snjó og ekki gerir það
fólki auðveldara fyrir, auk þess
sem lýsing er enn lítil. Það
hljóta allir að sjá hve erfitt það
er að paufast á milli ómerktra
húsa í myrkri og kafsjó. Ég
skora því á heimafólk í Grafar-
vogi og borgaryfirvöld að bæta
hið snarasta úr þessu ófremdar-
ástandi. Það getur enginn ætlast
til þess, eða gert kröfu til bestu
þjónustu blaðburðarfólks og
póstbera, ef daðstæður eru fyrir
neðan allar hellur. Að lokum
langar mig til að þakka þessu
sama fólki fyrir dugnaðinn í vet-
ur, það gefst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana.
Falskt orgel og Farísear
Æ fleiri fara nú að dæmi Far-
íseans og biðja bænir sínar i ‘ rg-
um.
Hallgrímskirkja þarf orgel.
Þetta tröllaukna „guðshús", sem
er í raun tímaskekkja um a.m.k.
500 ár, skal nú fyllast tónum úr
dýrasta hljóðfæri sem völ er á.
Andi miðalda svífur að nýju yfir
vötnunum, andi þess tíma þegar
stærstu og íburðarmestu kirkju
heims voru reistar, ekki drottni,
heldur prelátum kirkjunnar til
dýrðar, meðan almúginn lifði ein-
hverja mestu eymd sem sögur fara
af. Hallgrímskirkja, sem frá upp-
hafi hefur verið öllum hugsandi
mönnum á íslandi þyrnir í augum,
og sem einhverjir misvitrir menn
ætluðu að vera minnismerki um
sr. Hallgrím Pétursson, er í raun
steingerð ófreskja, varða við þá
villigötu, sem kristin trú er komin
á. Auk þess er hún næsta auvirði-
legt minnismerki hjá Passíusálm-
unum, sem gert hafa Sr. Hallgrím
ódauðlegan í hugum íslendinga.
Þó Hallgrímskirkja sé vissulega
ekki eina kirkjan, sem er allt of
stór og allt of dýr, er hún þó
stærðar sinnar vegna táknræn
fyrir yfirborðsmennsku íslensku
þjóðkirkjunnar í kirkjubygging-
um.
Allt skal vera sem stórfengleg-
ast, ekkert má til spara. Þó kirkj-
ur séu dýrustu og glæstustu hallir
landsins, fylltar gulli og silfri, þó
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þætt-
inum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til
— eða hringja milli kl.
11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og
orðaskipti, fyrirspurnir
og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrit-
uð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Árna Árnasyni, vélstjóra, fínnst söfnun fjár til kaupa i orgeli i Hallgríms-
kirkju vera einna líkust afíitsbréfasölu.
kirkjuturnarnir rísi sífellt hærra
og hærra til hmins, þá fjarlægist
kirkjan að sama skapi Guð og
kærleika kristinnar trúar.
Og nú skal höfuðið bitið af
skömminni, milli frétta af hung-
ursneyð og annarri óáran, mann-
legri eymd í sinni óhugnanlegustu
mynd, má lesa um keðjubréf í
gíróformi, einskonar nútíma af-
látsbréfasölu er standa á undir
kaupum á tugmilljóna orgeli,
hvers andvirði mundi færa hundr-
uðum þúsunda bágstaddra nær og
fjær ögn gleðilegri jól.
Gleðilegjól,
Arni Árnason, vélstjóri.
HEILRÆÐI
Á heimilunum leynast víða hættur, sem fjölskyldan verður að
vera sér meðvitandi um. Gæta verður þess að höldur og sköft
ílátanna á eldavélinni snúi til veggjar þannig að stuttir hand-
leggir geti ekki teygt sig í þau og steypt yfir sig sjóðandi og
brennheitu innihaldinu. Alltof oft hefur það hent að börn hafi
stungið sig og hlotið djúp sár á eggjárnum sem skilin hafa verið
eftir í hirðuleysi að lokinni notkun.
Aldrei er það nógsamlega brýnt fyrir foreldrum að hafa
öruggan umbúnað á opnanlegum gluggum og svalahurðum eða
áréttuð þau varnarorð að láta ekki lyf eða önnur hættuleg efni
liggja á glámbekk. Njótum undirbúnings jólanna með slysa-
lausum dögum.