Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 9 Opiö til kl. 23.00 í kvöld. PELSINN Kirkjuhvoli. sími 20160. Herraskyrtur 100% bómull Kvenfatnaöur Töskur mikiö úrval KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SÍMI 25870 Ronald Reagan Þórarínn Þórarinsson Nýr „friöarhöfðingi“? „Nú er það von manna að Reagan... megi Ijúka ferli sínum sem friðarhöfðingi, þótt óneitanlega séu mörg Ijón á vegin- um.“ Þessi setning er úr grein eftir Þórarin Þórarinsson, fyrrum Tímaritstjóra, er birtist í NT á miðvikudaginn. Nánar er litið á þessa grein í Staksteinum í dag. Bendir ýmislegt til þess að sjálfur Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, sé að komast í hinn fríöa flokk framsóknarmanna, sem er að finna í áhrifastöðum um víöa veröld. Á leið í Framsóknar- flokkinn Nirarinn l>órarínssoii, fyrrverandi ritstjórí Tím- ans, sat allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna fyrir flokk sinn, Framsóknar- flokkinn. Eftir heimkom- una stingur Þórarinn niður penna af og til og birtir greinar um erlend og inn- lend málefni í NT, blaöi Framsóknarflokksins. Á miövikudaginn sendi l*ór- arínn frá sér grein meö þessari fyrirsögn: „Lýkur Reagan ferli sínum sem friöarhöföingí?" Þar segir meöal annars um Konald Reagans sem ekki hefur itt upp á pallborðiö hjá l>órarni fyrr en eftir Bandaríkjadvölina núna: „Reagan hefur áöur sýnt, aö hann er ekki strangtrúaður kreddumaö- ur, heldur getur hann veriö tækifærissinni, þegar þess er þörf. l>etta sýndi hann, þegar hann var ríkisstjóri í Kaliforníu, því að stjórn hans var um margt skárri en ætla mátti af þeim kreddukenningum, sem hann haföi boöað. Þess vegna er hægt að vænta þess, aö viðhorf hans til af- vopnunarmála geti orðiö annað á síöara kjörtímabili hans en hinu fyrra." f þessari lýsingu kemst Isirarinn Imrarinsson óneitanlega nærri því aö lýsa Konald Keagan bein- línis sem flokksbundnum framsóknarmanni. Fram- sóknarmenn hafa nú setið viö völd á íslandi svo til samfleytt síðan sumariö 1971 og oft breytt um stefnu milli kjörtímabila — og ekki alltaf þurft svo an tíma. utanríkismálum voru sinnaskiptin skýrust sumariö 1974 en þá lenti Einar Ágústsson í þeirri aö- stööu aö vera utanríkisráö- herra fvrst í stjórn sem vildi aö herinn færi og síð- an í stjórn sem vildi að her- inn værí. Fór Einar meö hvort tveggja erindiö til Washington og liöu aöeins fáeinir mánuðir á milli feröanna. í efnahagsmál- um hafa framsóknarmenn sveiflast á milli aögeröar- leysis gegn veröbólgu, niöurtalningar gegn verö- bólgu og leiftursóknar gegn veröbólgu. Og í vaxta- rnálum sveidast framsókn- armenn á milli hávaxta, raunvaxta og engra vaxta. „Friðsamasti kaflinnM Þeir sem grannt fylgjast meö þróun alþjóðamála og vígbúnaðarkapphlaupinu vita, aö í raun hefur engin stefnubreyting orðiö hjá Ronald Reagan og stjórn hans. Forsetinn er jafn sannfærður um þaö og hann var í upphafi setu sinnar í Hvíta húsinu, að því aðeins er unnt að semja af viti við Sovét- menn aö það sé gert í krafti vestræns styrkleika. Á fyrra kjörtímabili Re- agans var l>órarinn l*órar- insson hallur undir þá kenningu „friöarhreyf- inganna“, aö með því aö koma meðaldrægum bandarískum kjarnorku- eldflaugum fyrir í Vestur- Evrópu væri veriö aö stíga svo háskalegt skref í al- þjóöamálum, að heims- friðnum væri ógnað. Meö því að grandskoða fullyrö- ingar „friöarsinna" hér og erlendis fyrir fáeinum misserum kæmust menn liklega að þeirri niðurstööu aö heimsslitaspádómar þeirra ættu aö hafa ræst eöa væru örugglega í þann mund aö rætasL Ekkert slíkt cr á döfinni. I»vert á móti lýsir l*órarinn l>órar- insson eftirfarandi yfir í NT á dögunum: „Ég hefi nokkrum sinn- um átt þar (á allherjarþingi SÞ innsk. Staksteina) sæti síðan 1954 og er þetta friö- samasti kaflinn þar í sam- búö risaveldanna, sem ég man eftir frá þessum tíma." Hér er ekkert veríö aö skafa utan af hlutanum hjá hinum gamalreynda skilgreinanda á þróun al- þjóöamála: í 30 ár hefur aldrei verið eins friðsam- legt í sambúö risaveldanna og nú! Nú eru það geimvopnin Fyrir réttu ári slitu Sov- étmenn samningaviöræð- um um niöurskurð kjarn- orkuvopna og hlupu á brott frá fundunum sem þeir höföu átt með llandaríkja- mönnum um afvopnunar- mál í Genf. I>á hótuöu Sov- étmenn því, aö þeir myndu aldrei setjast aftur að sam- ningum með Bandarikja- mönnum, aö minnsta kosti ekki mcöan Reagan værí við völd og alls ekki nema Bandaríkjastjórn fjarlægöi allar meöaldrægar eld- flaugar frá Vestur-Evrópu. Sovétmenn hömniöu svo lengi og svo mikið á skil- yröinu um brottflutning ddflauganna að augljóst var aö þeim var mest í mun aö öölast kjarnorkueinok- un á þessu sviöi í Evrópu. llndan slfkum kröfum munu NATO-ríkin aldrei láta. Kremlverjum er oröiö það Ijóst, aö þeir hafa lok- ast inni i eigin áróðri að þessu leyti. Með för sinni til Bret- lands hefur Mikhail S. Gorbachev viljað draga at- hyglina frá skilyröunum um brottflutning meöal- drægu eldflauganna. Nú lætur hann eins og því aö- eins náist samkomulag um afvopnun aö Bandaríkin haldi einhliða aö sér hönd- um við vígvæðingu geims- ins. Sovétmenn hafa lengi undirbúiö geimhernaö og gert margar tilraunir meö vigahnetti í geimnum. Einnig hér vilja þeir fá aö einoka. Sovéski áróöurinn í kringum fyrirhugaðar af- vopnunarviðra-ður er því gamalkunnur: Viö skulum semja um þaö sem ykkur tilheyrir en látum þaö sem okkur varöar afskiptalausL LAPPONIA skartgripir frá Finnlandi GULL OG DEMANTAR Kjartan Ásmundgson, gullsmiður, Aðalatræti 7, sími 11290.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.