Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
11
Innrásinni í Afganistan
mótmælt 27. desember
A ÞRIÐJA í jólum, fimmtudaginn
27. desember nk., verða 5 ár liöin
frá því að Rauði herinn sovéski réðst
inn í Afganistan og hernam landið.
Til þess að minnast þess, mót-
mæla veru sovéska hersins í Afg-
anistan og lýsa yfir samstöðu með
frelsisbaráttu afgönsku þjóðar-
innar, hefur verið ákveðið að efna
til '/i klst. mótmælastöðu við sov-
éska sendiráðið við Garðastræti, á
þriðja jóladag, það er fimmtudag-
inn 27. desember, kl. 17.30. Þar
mun Stefán Kalmannsson, for-
maður Stúdentaráðs Háskóla ís-
lands, flytja ávarp og sendiherra
Sovétríkjanna verður afhent mót-
mælaskjal.
Þeir sem að þessu standa eru:
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, Heimdallur, félag ungra
sjálfstæðismanna i Reykjavík,
Varðberg, samtök áhugamanna
um vestræna samvinnu, Týr, félag
ungra sjálfstæðismanna i Kópa-
vogi. Stefnir, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði, Frið-
arhreyfing framhaldsskólanema
og Afganistan-nefndin.
Það er vissulega ástæða fyrir ís-
lendinga að minnast hinna ömur-
legu örlaga afgönsku þjóðarinnar
eftir að Rauði herinn réðst inn í
landið á þriðja í jólum árið 1979.
Afganistan hafði um langan aldur
verið óháð ríki utan hernaðar-
bandalaga og innrásin var ský-
laust brot á alþjóðareglum og við-
urkenndum hefðum í samskiptum
ríkja. Átti hernám landsins þvi
mikinn þátt í því að kynda undir
nýjum viðsjám milli Austur- og
Vesturveldanna með þeim afleið-
ingum að svonefnd slökunarstefna
leið undir lok.
Á þeim fimm árum sem liðin
eru frá innrásinni hefur afganska
þjóðin orðið að líða óbærilegar
þjáningar. Vígvélar risaveldisins
hafa farið eyðandi eldi yfir þetta
fátæka og hrjóstruga land og
mannfallið er orðið eitt hið mesta
í átökum síðari tíma. Rösklega ein
milljón manna er talin hafa fallið
og á fimmtu milljón, um þriðjung-
ur landsmanna, hefur flúið til
nágrannaríkjanna og býr þar við
hörmuleg kjör í flóttamannabúð-
um.
Við hvetjum fólk til að fórna V4
klukkustund af jólahátíðinni til að
sýna samstöðu með afgönsku
þjóðinni og óska þess að hún fái
aftur að njóta friðar og fullra yfir-
ráða yfir sínu landi.
(FrétUtilkynning.)
Hiö nýja skip Eimskipafélagsins, Reykjafoss.
Morgunblaðid/Árni Sæberg.
Nýr Reykjafoss tii landsins
REYKJAFOSS, nýtt skip Eimskipa-
félagsins er komið til landsins. Skip-
ið er systurskip Skógafoss, sem af-
hentur var Eimskipafélaginu 11.
september síðastliðinn. Skipið er
gámaskip og munu leysa Dettifoss
og Mánafoss af og sigia á Skand-
inavíu. Þau geta hvort um sig flutt
300 gáma.
Skógafoss og Reykjafoss koma
til landsins á kaupleigusamningi
með kauprétti. Skipin eru smíðuð í
Sietas-skipasmíðastöðinni í
Vestur-Þýskalandi árið 1979, en
fengin frá útgerðarfélaginu Peter
Döhle í Hamborg. Fyrst um sinn
verður þýsk áhöfn á skipunum,
þar til íslensk áhöfn getur tekið
við.
Lengd skipanna er 109,94 metr-
ar og breidd 16 metrar. Aðalvélin
er af MAK gerð, 4 þúsund hestöfl
og ganghraðinn 14,5 sjómílur. Þau
eru búin fullkomnum siglinga-
tækjum með sjálfvirkt vélarúm,
bógskrúfu og öxulrafal. Burðar-
geta er 4.140 tonn og lestarrými
275 þúsund rúmfet. Tveir síðu-
kranar eru um borð sem geta lyft
35 tonnum hvor.
Skipin eru sérstaklega búin til
gámaflutninga, en hafa einnig
möguleika til margvíslegra ann-
arra flutninga. Nokkur breyting
verður á Skandinavíusiglingum
Eimskips með tilkomu hinna nýju
skipa, þar sem minniháttar breyt-
ingar verða á lestunardögum í ein-
stökum höfnum. Áfram verður
boðið upp á vikulega flutninga-
þjónustu frá 7 höfnum í Skand-
inavíu og áætlun skipanna verður
öll öruggari vegna rýmri tíma
skipanna og aukinnar flutnings-
getu.
Hugað er nú að sölu Mánafoss
og Dettifoss, en þar til af verður
munu þau gegna nýjum verkefn-
um hjá Eimskipafélaginu.
Barnaguðsþjónusta
í Dómkirkjunni
Á morgun verður barnaguðsþjónusta
verið síðasta sunnudag fyrir jól, sem að
og hefst hún kl. 11.00.
Undanfarin ár hafa barnasam-
komur Dómkirkjunnar verið í
húsnæði Vesturbæjarskólans, en
nú í vetur hafa þær verið í Dóm-
kirkjunni.
Börnin, sem sækja þessar sam-
komur eða kirkjuskóla, hafa und-
anfarna daga verið að æfa helgi-
leik sem er byggður á jólaguð-
spjallinu og munu þau sýna hann í
guðsþjónustunni á morgun undir
stjórn sr. Agnesar Sigurðardóttur,
sem sér um barnastarf Dómkirkj-
unnar. Hannes Baldursson hefur
í Dómkirkjunni eins og venja hefur
þessu sinni ber upp á Þorláksmessu,
æft jólasálma, sem notaðir eru í
helgileiknum.
Við fáum líka góða gesti í heim-
sókn, en það er Lúðrasveit Laug-
arnesskóla, sem mun leika jólalög
undir stjórn Stefáns Þ. Stephen-
sen. Einnig mun sr. Hjalti Guð-
mundsson tala við börnin um jól-
in.
Foreldrar eru hvattir til að fjöl-
menna með börnum sínum í
Dómkirkjuna á morgun og eiga
þar góða stund með þeim.
Frá Dómkirkjunni.
Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra gefin íbúð
SAMKVÆMT erfðaskrá Júlíusar Jónssonar, Holtsgötu 13 ( Reykjavík,
og látinn er fyrir allmörgum árum, var Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
nýlega afhent til eignar íbúð, sem hann ánafnaði félaginu.
Júlíus var fatlaður maður,
vantaði hægri handlegg. Um
margra ára bil leigði Soffía Jó-
hannesdóttir frá Laxamýri hjá
Júlíus og konu hans, Dagbjörtu
Hannesdóttur, en hún var
hjartasjúklingur og lést löngu á
undan manni sínum.
Aðstoðaði Soffía þau eftir
megni og var því bæði ráðgjafi
þeirra og hjálparhella. Sem
þakklætisvott var það ætlun
Júlíusar að arfleiða Soffíu að
íbúð sinni, en Soffía óskaði eftir
því, að Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra fengi íbúðina. Þáði hún
hins vegar með þökkum afnot
íbúðarinnar svo lengi sem hún
þyrfti hennar með.
Soffía Jóhannesdóttir frá
Laxamýri lést hinn 6. október sl.
á Borgarspítalanum 83ja ára að
aldri.
(FrétUtilkynninji.)
SoíTía Jóhannesdóttir frá Laxa-
mýri.
tm
Margir fá konfektkassa á jólunum. Sumir kassanna eru með
formuðum bökkum í fyrir kon fektið. Fleygið þeim ekki strax þegar
þeir eru tómir, sérstaklega ekki ef börn eru á heimilinu. Börnin
gætu haft gaman af að fylla bakkann af vatni og frysta, því þá fást
ísmolar í ýmsum myndum, sem nota má í gosdrykki eða ávaxta-
safa.
- O -
Nú er einmitt sá tími sem kerti eru mest notuð, og þess vegna
gæti verið gott að hafa þetta ráð í huga:
Ef kertið er of stórt eða of lítið í stjakann, er auðvelt að bæta úr
með heitu vatni. Haldið kertinu í mjög heitu vatni og þrýstið því
síðan ofan í stjakann. Þá stendur það fast og örugglega þegar það
stífnar á ný.
Þegar efnt er til veizlu er það
venjan víðast hvar að bjóða upp
á drykk fyrir matinn. Þar sem
óleyfilegt er að auglýsa áfengi í
fjölmiðlum, verða engar upp-
skriftir gefnar af áfengum
drykkjum, en hér flýtur upp-
skrift af einum óáfengum for-
drykk með uppskriftum af
tveimur ídýfum, mjög lystugum.
Uppskriftirnar eru ætlaðar 10
manns.
Óáfengur fordrykkur
Hristið saman jafna hluta af
appelsínu-, sítrónu- og ananas-
safa með nógum ís. Framreitt í
háu glasi með appelsínurönd á
glasbarminum.
ídýfa með kavíar
150 gr. olíusósa (mayonnaise)
og 1 dl sýrður rjómi hrært sam-
an. 1 dl mild soyasósa, 1 matsk.
þurrt sherry, ca. 1 'k glas ólitað-
ur kavíar, 3 matsk. fínt saxaður
rauður piparávöxtur (paprika),
framan á hnífsoddi af cayenne
pipar. Öllu blandað saman og
kælt.
Osta ídýfa
125 gr. gráðostur (Blue
cheese), 4 matsk. rjómi, 2 matsk.
koníak, 250 gr olíusósa (may-
onnaise). Stappið ostinn með
rjóma og konóaki, látið út í olíu-
sósuna, þeytið með handþeytara
og kryddið aðeins með papriku-
dufti. Kælið.
Eld-
hús-
krók-
urinn
Óvenjulegt ristað brauð með salati:
Hér kemur uppskrift að heitu jólabrauði, sem hæfir vel í léttan
hádegisverð eða sem náttverður.
4 brauðsneiðar (gjarnan heilhveiti) Smjörklípa
kínakál (meðalstórt) 1 rauð paprika
2 tómatar 4 ostsneiðar
Steytt muskat Franskt sinnep.
Skerið kálið og paprikuna niður í sneiðar og veltið þeim í smjöri
á pönnu í nokkrar mínútur. Dreifið þeim siðan yfir brauðsneiðarn-
ar, sem áður eru smurðar þunnt með sinnepinu. Ofan á eru svo
settar nokkrar sneiðar af tómat og væn sneið af osti. Þá er muskat-
inu dreift yfir, allt látið í eldfast fat og sett inn f 200 gráðu heitan
ofn í 10 minútur.
Dyngjan sendir öllum
lesendum sínum innilegar
jólakreðjur og ronar að
jólahátíðin rerði þeim
ánægjuleg.