Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 28

Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Nýjársgjöf mistækrar „kjarabaráttu“ Frjálst útvarp í Danmörku Kravet omTV 2 skærpes Þessi fyrirsögn birtist í Berlingske Tidene á sunnudag. í fréttinni er skýrt frá því, að með æ meiri þunga sé þess nú krafist, að stjórnmálamenn taki afstöðu til hvort leyfa eigi aðra rás í danska ríkissjónvarpinu. Poul Schliiter, forsætisráðherra, vill heimila auglýsingar í sjónvarpinu en jafnaðarmenn eru á móti því. Málið hefur strandað á peningaskorti. Verðbólga, sem komin var upp í 130% á fyrsta árs- fjórðungi 1983, náðist niður fyrir 20% á rúmlega einu ári. Þessi árangur byggðist á ákveðinni launa- og gengis- þróun, sem brotin var á bak aftur í BSRB-verkfalli. Niður- staðan varð ekki einungis sú, að leiðin niður á sama verð- þróunarstig og í nágranna- löndum lengdist um a.m.k. eitt ár, heldur varð hún kveikja að nýjum víxlhækkunum launa, gengis og verðlags. Nýjasta dæmið er fyrirhuguð hækkun á raforkuverði. Nauðsynlegt er að líta á nokkrar meginstaðreyndir þessa máls: • Miðað við óbreyttar launa- og gengisforsendur var unnt að ná hallalausum rekstri Landsvirkjunar á komandi ári, þrátt fyrir 10% verðbólgu það ár, sem fyrri þjóðhagsspá stóð til, án hækkunar á orkuverði til almenningsveitna. • Stööugleiki, sem náðst hafði í íslenzku efnahagslífi, gerði það kleift að hækka ekki gjaldskrá Landsvirkjunar nema um 5% frá 1. ágúst 1983, sem ekki gekk út í smásölu- verð til almennings. Gjald- skrárverð Landsvirkjunar lækkaði að raungildi á þessum tíma um 20%, miðað við bygg- ingarvísitölu. • Á þessu sama tímabili hef- ur orkuverð til ÍSAL hækkað um 140%, mælt í íslenzkum krónum. Nýgerðir kjarasamningar og gengisfelling, sem fylgdi í kjölfar þeirra til að rétta nokkuð af stöðu útflutnings- atvinnuvega, hafa hinsvegar gjörbreytt rekstrarstöðu Landsvirkjunar, en fjár- magnskostnaður er 85% af rekstrarkostnaði fyrirtækis- ins. Ein af afleiðingum breyttrar launa- og gengis- þróunar verður þvi 14% hækk- un á verði orku frá Lands- virkjun til almenningsveitna. Hækkun heildsöluverðs veldur síðan 9% hækkun á gjald Rafmagnsveitna Reykja- víkur. Þar við bætist hærri launa- og lánakostnaður Rafmagnsveitunnar sem ýtir hækkunarþörfinni upp í 14%. Þannig bitnar þessi breytta launa- og gengisþróun endan- lega á almenningi, sem borgar brúsann. Þetta hefur reynzlan kennt okkur æ ofan 1 æ sl. hálfan annan áratug óðaverð- bólgu —, án þess að þjóðin sem heild hafi dregið af rétta lærdóma. Eftir sem áður er það íhug- unarefni, hve raforkuverð er hætt hér á landi miðað við orkuverð víða annars staðar, beggja megin Atlantsála. Lánakostnaður orkukerfisins, sem gengisþróun hefur mikil áhrif á, vegur þar sýnilega mikið, samanber upplýsingar frá Landsvirkjun um hlutfall fjármagnskostnaðar af rekstr- arkostnaði. Flutningskerfi orkunnar, í stóru og strjálbýlu landi, er og mikill kostnaður; byggðalínur og hringtenging orkukerfisins um landið hefur kostað mikla fjármuni, sem segja til sín í orkuverði. Hér skal ekki lagður dómur á arð- semi einstakra orkufram- kvæmda sl. áratugi, en það skiptir að sjálfsögðu megin- máli í þessum þætti þjóðar- búskaparins sem öðrum, að arðsemi ráði ferð. Það er ekki út í hött að heyrzt hafa raddir um faglega úttekt á þeirri staðreynd, hve orkuverð er hátt hér á landi. Slík fagleg úttekt getur orðið hjálpartæki við stefnumörkun til framtíð- ar. Þegar svo er komið að mat- söluhús í höfuðborginni huga að gasnotkun og brauðgerð- arhús að olíunotkun, þ.e. að hverfa á ný að notkun inn- fluttrar orku, vegna þess hve raforka er dýr, þá er vissulega tími til að staldra við og meta stöðuna. Fjórtán prósent hækkun orkuverðs frá og með næstu áramótum þýðir að vísu, ef orkuverð helzt óbreytt út árið, fjórðungs lækkun á raunvirði orkunnar frá 1. ágúst 1983. Sá vinningur verður mestpart rakinn til 140% hækkunar á orkuverði til ÍSAL, frá því sem orðið hefði að óbreyttum samningum í tíð Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi orkuráðherra. Án þeirrar hækkunar hefði verðhækkun- arþörf Landsvirkjunar orðið mun meiri, eftir orðna koll- steypu í launa- og gengis- þróun, og komið enn harkaleg- ar niður á öllum almenningi. Það er svo saga út af fyrir sig, hvers vegna orkuverð til ÍSAL, í eigu útlendinga, er svo miklu hærra en til járnblendiverk- smiðjunnar, sem að meiri- hluta er eign íslenzka ríkisins. Vatnsföllin eru þriðja auð- lindin, til viðbótar fiskistofn- um og gróðurmold, sem for- sjónin hefur lagt okkur upp í hendur til að byggja lífskjör þjóðarinnar og efnahagslegt sjálfstæði á. Þessar auðlindir þarf að nýta bæði með varð- veizlu- og arðsemissjónarmið í huga. Efnahagsleg velferð okkar og lífskjör felast í þess- um auðlindum, ásamt mennt- un og þekkingu fólksins í land- inu, þ.e. framvindu tækni og vísinda. Hátt verð raforku veldur okkur áhyggjum. Það er óhjákvæmilegt að fara vel ofan í saumana á því máli. eftir Ib Björnbak Dönsk stjórnvöld standa nú andspænis þeim vanda að þurfa að taka ákvarðanir um framtíð fjöl- miðlunar þar í landi. Ákveða þarf hvort hefja eigi útsendingar á annarri ríkisrekinni sjónvarpsrás (TV 2) og hvort heimila eigi aug- lýsingar í útvarpi og sjónvarpi. Að undanförnu hafa svæðisstöðvar hafið útsendingar í tilraunaskyni og þar með hefur einkaréttur ríkisins í raun verið afnuminn. í mörg ár hefur verið rætt um að hefja rekstur annarrar sjón- varpsrásar. Upphaflega var þeirri hugmynd frestað þegar kannað var hvort unnt væri að hefja sam- norrænar sjónvarpssendingar. Þegar það reyndist ómögulegt var hugmyndinni um aðra sjónvarps- rás enn ýtt til hliðar. Var það ein- kum gert vegna kostnaðar við byggingu nýrra sendistöðva og vegna þess að ekki lá fyrir hvort leyfa ætti auglýsingar til að létta undir reksturinn. Tilraunasendingar Nú hefur einstaklingum, hópum og félögum verið heimilað að hefja útvarps- og sjónvarpssendingar í tilraunaskyni fram til 1. apríl 1986. Sendingar eru þegar hafnar út um allt land og segja má að útvarpsstöðvar séu á hverju strái. Útsendingartíminn er mislangur. Sumar stöðvar senda út tvo tíma á dag en aðrar, t.d. stöð ein í Odense, allan sólarhringinn sjö daga vikunnar. Með þessu fæst góð reynsla af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru og áhuga hlustenda. Sendingar flestra stöðvanna nást í 10 til 40 kílómetra radíus en styrkleiki stöðvanna ræðst af því hvar loftnet þeirra eru. Starfsem- inni er misjafnlega háttað. Sumar stöðvarnar eru reknar í sjálfboða- vinnu, aðrar fjármagna rekstur- inn með „útvarps-bingóum" eða með því að gefa hlustendum kost á að senda kveðjur til vina og ætt- ingja fyrir um 80 ísl. kr. kveðjuna. Þá hafa sumar stöðvar tekið þann kost að stofna hlustendafélög sem greiða ársgjöld. f fyrstu sýndu dagblöðin tak- markaðan áhuga, en nokkur þeirra öfluðu sér tilskilinna heim- ilda í menningarmálaráðuneytinu og víða um landið reka blöð einnig staðbundnar útvarpsstöðvar. Ein slík hefur tekið til starfa í Kaup- mannahöfn og eru öll dagblöð borgarinnar aðilar að þeim rekstri. Öðru máli gegnir um sjón- varpsrekstur. Sjónvarp er áhrifa- meiri miðill og vegna ólíkra stjórnmálaviðhorfa náðist ekki svo víðtækt samstarf um rekstur þess. Einkaréttur afnuminn Allt frá upphafi hefur danska ríkisútvarpið haft einkarétt til út- varpssendinga en með tilkomu staðbundinna útvarpsstöðva er þetta að breytast. Danska ríkis- útvarpið sendir út á tveimur rás- um en auk þeirra eru 8 sendistöðv- ar úti á landsbyggðinni. Hver stöð hefur eigin fréttastofu og útvarp- ar fréttum í viðkomandi héraði. Þessar stöðvar lenda nú í sam- keppni við frjálsu stöðvarnar. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir tak- markaðan fjárhag ná frjálsu stöðvarnar vel til hlustenda ekki síst í stórum oæjarfélögum eins og Árósum, Odense og Herning. Þó að aðeins sé um tilraun að ræða er ljóst að margar hinna staðbundnu útvarpsstöðva munu í framtíðinni vel geta staðið undir rekstrinum. Spurningin er hvern- ig þær eiga að fjármagna starf- semina þegar tilraunatímabilinu lýkur í apríl 1986. Þá vaknar aftur spurningin hvort einhverjum þeirra eða þeim öllum verði heim- ilað að hafa auglýsingar inni í dagskránni. Ahrifamáttur sjónvarpsins Hin pólitísku öfl hafa hafið bar- áttu um að auka áhrif sín í gegn- um sjónvarpið. Sú barátta snýst einkum um hvort hefja eigi rekst- ur annarra sjónvarpsrásar (TV 2) og hvernig hafa megi áhrif í gegn- um svæðissjónvarp. Þjóðþingið verður að komast að niðurstöðu í þessu máli og eins og ævinlega verður um málamiðlun að ræða, því skoðanir manna eru skiptar í þessu efni sem öðrum. Það er einkum tilkoma gervi- hnatta og kapalkerfa sem þrýstir á stjórnvöld. Auk þess verður að ákveða, hver verður framtíð út- varps- og sjónvarpsstöðva þegar tilraunatímabilinu lýkur. Tilkoma gervihnatta er ein helsta röksemdin fyrir að leyfa eigin sjónvarpsauglýsingar í Danmörku. Árið 1986 munu Danir geta tekið á móti útvarps- og sjón- varpssendingum frá frönskum og vestur-þýskum gervihnöttum og verða auglýsingar í dagskrá þeirra. Sérútbúin loftnet munu teka við sendingum og geta þá t.d. húsfélög sameinast um eitt loftnet og dreift efninu í gegnum kapal- kerfi. Allt bendir því til að Danir muni fá auglýsingar inn í stofu hjá sér sama hvað þingið sam- þykkir. Auk þess mun framboð á sjónvarpsefni stóraukast og veitir það danska sjónvarpinu mikla samkeppni. Af þessu vilja margir draga þá ályktun, að Danir geti ekki verið án TV 2. Krafan um að heimila eigi aug- lýsingar í dönsku sjónvarpi hefur verið studd með þeim rökum að fráleitt sé að banna dönskum fyrirtækjum að auglýsa fram- leiðslu sína, því erlend fyrirtæki muni dæla auglýsingaflóði yfir danska sjónvarpsáhorfendur þeg- ar gervihnattasendingar hefjast. Raunar getur þriðjungur þjóð- arinnar nú þegar horft á vestur- þýska sjónvarpið, sem heimilar auglýsingar. Annar þriðjungur getur náð sendingum sænska sjón- varpsins sem varpar út á tveimur rásum en heimilar ekki auglýs- ingar. Vestur-þýska sjónvarpið sést einkum á Suður-Jótlandi og Fjóni og er vinsælla en hið sænska þrátt fyrir tungumálaerfiðleika. Vin- sældir þýska sjónvarpsins stafa einkum af því að það sýnir meira af afþreyingarefni og íþróttum en danska og sænska sjónvarpið. Til þess að standa sig betur í sam- keppninni sýnir danska sjónvarpið nú meira af íþróttaefni en áður. Auglýsingatímar Poul Schlúter, forsætisráðherra Dana, telur að danska sjónvarpið eigi að hefja útsendingar á ann- arri rás. f viðræðum við sósíal- demókrata hefur forsætisráðherr- ann sett fram hugmyndir um að reksturinn verði að þriðja hluta fjármagnaður með auglýsingum, að þriðja hluta með afnotagjöld- um og að þriðja hluta með sparn- aði innan danska ríkisútvarpsins. Sósíaldemókratar hafa hingað til verið andsnúnir auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, en afstaða þeirra virðist nú vera að breytast. Sífellt fleiri frammámenn innan flokksins hafa lýst sig fylgjandi fjármögnun með auglýsingum. Nú síðast lýsti Knud Christiansen, formaður danska Alþýðusam- bandsins (LO), því yfir að hann væri hlynntur auglýsingum bæði í TV 2 og svæðisbundnum sjón- varpsstöðvum. Danskir jafnað- armenn hafa stofnað eigið sjón- varpsfélag, DAN-TV, sem ætlað er að sjá sex sjónvarpsstöðvum á landsbyggðinni fyrir efni. Hins vegar hefur formaður danska útvarpsráðsins, sósíal- demókratinn Birte Weiss, and- mælt þessum hugmyndum. Út- varpsráð er skipað fulltrúum stjórnmálaflokkanna og fer fjöldi þeirra í ráðinu eftir þingstyrk flokkanna. Hvað sem þessu líður er ljóst að fyrirkomulag auglýsinganna í dönsku sjónvarpi verður ekki að hætti Bandaríkjamanna, sem rjúfa útsendingar til að koma auglýsingum að. Verði auglýs- ingar leyfðar ætla Danir að taka sér Finna, Vestur-Þjóðverja og ís- lendinga til fyrirmyndar, sem hafa auglýsingatíma á milli atriða í dagskránni. Um þetta efni eru bæði stjórn og stjórnarandstaða sammála. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 29 Mette Fugl, hefur starfað hjá danska ríkissjónvarpinu, en flytur sig nú til frjálsrar sjónvarpsstöðvar í Kaupmannahöfn, þar sem hún ætlar að stjórna viðtalsþætti á sunnudögum. Mette Fugl er sögð þriðja vinsælasta kona í Danmörku og segist ætla að búa til vinsælasta sjónvarpsþáttinn í landinu. Fréttaritari Morgunblaðsins í Danmörku hefur tekið sam- an yfirlit um byltinguna í dönskum sjónvarps- og út- varpsmálum sem nú er að verða Svæðissjónvarp í Kaupmannahöfn Þó að um hríð hafi verið starf- ræktar svæðisbundnar sjón- varpsstöðvar á landsbyggðinni er nú fyrst verið að hefja útsend- ingar á Stór-Kaupmannahafn- arsvæðinu. Komið hefur verið upp tveimur sterkum sendum og var „kristilegt sjónvarp“ fyrst til að hefja út- sendingar. Þar á bæ höfðu menn undirbúið sig vel og fjárfest í tækjabúnaði, með stuðningi frá Svíþjóð, fyrir margar milljónir danskra króna. Stöðvar, sem nefnast Kanal 2 og Kanal Plus, ætla að veita danska sjónvarpinu harða samkeppni. Stöðvarnar hafa fengið til liðs við sig reynda blaðamenn frá TV- Avisen í fréttadeild ríkissjón- varpsins. Nokkrir þekktir blaða- menn hafa ráðið sig í þjónustu stöðvanna, sem hefja útsendingar fyrir alvöru nú um jólahátíðina og 2. janúar. Stöðvarnar á Kaupmannahafn- arsvæðinu hafa komist að sam- komulagi um að deila útsend- ingartímanum á milli sfn. Kristi- lega sjónvarpið varpar út á morgnana fram til kl. 7 á kvöldin. Kanal 2 mun senda út á kvöldin á virkum dögum og Kanal Plus um helgar. Otto Retz-Thott, barón, stjórnar Kanal 2, en þekktur kaupsýslu- maður, Klaus Riskær Pedersen, fjármagnar reksturinn. Að baki Kanal Plus standa þrjú fjársterk fyrirtæki: Gutenbergshus og All- er, sem bæði gefa út vikublöð, og Nordisk film sem er stærsta kvikmyndafyrirtæki Danmerkur og raunar hið elsta í heiminum. Dagblöðin í sjónvarpsrekstur Nú hafa stóru dagblöðin Politik- en, Berlingske Tidende ásamt Kristeligt Dagblad og dagblaðinu Börsen ákveðið að gerast aðilar að Kanal Plus. Hins vegar hafa dagblöðin In- formation, Land og Folk, sem er kommúnískt blað, og Aktuelt, málgagn verkalýðshreyfingarinn- ar, sósialdemókrata, ákveðið að ganga ekki til samstarfs við hin blöðin um sjónvarp, þó svo öll eigi þessi blöð hlutdeild í útvarpsstöð blaðanna í Kaupmannahöfn. Blaðið Information er vinstri- sinnað dagblað, sem er hliðhollt Sósíalíska þjóðarflokknum og Vinstri sósíalistum. Það ákvað að ganga ekki til samstarfs um sjón- varpsrekstur við borgaralegu öfl- in. Aktuelt kærði sig ekki um sam- starf m.a. vegna þess að sósíal- demókratar stefna að sjálfstæðum útvarps- og sjónvarpsrekstri. Verkalýðsfélögin hafa lagt fram miklar fjárhæðir til fjölmiðlunar og reka nú sex svæðisbundnar sjónvarpsstöðvar auk útvarps- stöðva. Nú síðast gerðust þau aðil- ar að sjónvarpsstöð í Árósum og lögðu fram 2 milljónir danskra króna. Vegna þess að sósíaldemókratar geta ekki keppt við stóru dagblöð- in, sem gefin eru út í Kaupmanna- höfn, stefna þeir nú að því að auka áhrif sín með útvarps- og sjón- varpsrekstri. Samkcppni Ríkisstjórnin hefur lýst yfir að hún telji meiri samkeppni æski- lega í útvarps- og sjónvarpsmál- um Dana. Aukin samkeppni muni virka hvetjandi á hið ríkisrekna útvarp og sjónvarp. Þá eru starfsmenn þessara ríkisstofnana hlynntir því að einkaréttur ríkis- ins verði afnuminn, þó að það leiði óhjákvæmilega til þess að margir starfsmenn þessara fyrirtækja gangi til liðs við svæðisbundnu stöðvarnar, sem geta boðið hærri laun. Stöðvarnar á Stór-Kaupmanna- hafnarsvæðinu verða í framtíð- inni reknar með þeim hætti að notendur greiða 295 d.kr., um 1.500 ísl.kr., sem tryggingu fyrir lykilbúnað sem útrýmir truflun- um í sendigeisla sjónvarpsstöðv- anna auk þess sem þeir munu mánaðarlega reiða fram 100 d.kr., 360 ísl. kr., sem afnotagjald. Þar við bætist kostnaður vegna loft- nets. Hvort sem auglýsingar verða leyfðar eða ekki þá er ljóst að danskir sjónvarps- og útvarpsnot- endur eiga að hafa úr nógu að velja. Þar við bætist að sendingar frá gervihnöttum eru á næsta leiti. Send oss friðinn — bréf biskups íslands til presta vegna jólahátfðarinnar Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup Islands, hefur sent prest- um landsins eftirfarandi bréf í til- efni jólahátíðarinnar: Senn kemur „Nóttin hljóða, helgust allra nótta“. Freysteinn Gunnarsson, guðfræðingurinn og skáldið biður í ljóði sínu: „Jólabarn í jötu reifum vafið Jesúbarn til æðstu dýrar hafið send oss friðinn, jólafrið á jörð.“ í þessari bæn sameinumst við á jólum sem endranær. — Jörðin hrópar, og börn jarðarinnar biðja Guð bænarinnar: Send oss friðinn. Aðventuljósin hafa lýst okkur að þeim stað og stund, er við tendrum sjálft jólaljósið. Þá eru helgustu og hljóðustu augnabiikin ársins. Kirkjan okkar hefir á umliðnum árum átt þátt í ljósatendrun jól- anna samtímis með þeim hætti, að kl. 9 á aðfangadagskvöld er kveikt á jólakerti og það síðan borið út í glugga, dyr, út á svalir eða hvar sem Ijósið nær að lýsa út til ná- granna í næsta húsi eða húsum með óskina um gleðileg jól. Með þessu móti tengjast nágrannar sérstökum vináttu og kærleiks- böndum á hátíðinni. Við sem biðj- um um bræðralag á jörð höfum tækifæri til þess að sýna þann vilja og biðja þá bæn í jólakveðju lifandi ljóss og friðelskandi hjarta. — Friður á jörðu á ekki aðra leið til þess að verða að veru- leika en þá sem Guð hefir stofnað til í „gegnum Jesú helgast hjarta", í jólaljósinu og þeim ljósum sem tendrast af fórnandi kærleika Krists í hjörtum mannanna. Veröldin er stöðugt í sömu þörf fyrir friðarbænina, sem jólin hafa skapað sterkasta samstöðu um. Á þessum jólum horfir uggvænlega í heimi okkar. Milljónir saklausra manna búa við hungur og örvænt- ingu, sem í flestum tilfellum má rekja til valdníðslu og styrjaldar- átaka. — Á þriðja í jólum eru fimm ár síðan styrjöldin í Afgan- istan hófst með þeim afleiðingum, Pétur Sigurgeirsson að rösklega ein milljón Afgana hefir fallið. Á fimmtu milljón manna hefir flúið til nágranna- ríkjanna. Paul Hartling fram- kvæmdastjóri Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna hefir ka.ll- að þetta mesta flóttamannavanda- mál vorra daga, enda þjáningar fólksins ólýsanlegar. Hungurvof- una í Eþíópíu þekkja landsmenn af upplýsingum, er þaðan koma. Um þessi jól er hjálparstarfi kirkjunnar sérstaklega beint þangað. Þar torveldar grimmileg borgarastyrjöld hjálpina og eykur stórum neyðina. Mannréttindi svartra manna í Suður-Afríku eru fótum troðin. Enginn endir virðist vera á styrjaldarátökum í Líban- on. í löndum Mið- og Suður- Ameríku er stöðugt styrjaldar- ástand og hryðjuverkastarfsemi. I Kampútseu og Nicaragua grúfir ógn og skelfing yfir borgurunum. Hér er aðeins minnst á nokkur dæmi af þeim mörgu, sem minnir okkur á, hvernig heimurinn lítur út í dag. Yfir heimi blóðs og tára ríkja svo kjarnorkuvopnin með ógn sinni um endalok alls lífs á jörðinni. í friðarljósinu á helgri jólanótt vakir bænin: „Lýs milda ljós í gegnum þennan geim.“ ísland get- ur lýst með þeim ljóma og verið bænarákall um frið. — Til þess þarf samstöðu. „Nóttin hljóða" gefur tilefnið og tækifærið. Á það skal minnst, að þessar fáu mínútur, sem gegnið er þangað með jólaljósið, sem það lýsir til næstu nágranna, má eigi skilja það eftir mannlaust hvar sem nokkur minnsta hætta er á elds- voða. Varfærni og aðgæslu er þörf við óbyrgt Ijós hvar og hvenær sem er. „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður,“ sagði Jesús (Jóh. 14:27). Jólin eru bæn um þann frið, er við biðjum hátt og í hljóði. Með þeirri friðarbæn er það Guð, sem gefur okkur gleðileg jól. — Megi þau jól gefast ykkur kæru bræður og systur og við öll verða verkfæri Ijóss og friðar í Guðs hendi. — Með þeirri bæn óskum við hjónin þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Megi hið nýja ár verða þér og ástvinum þínum farsælt og bless- unarríkt. Gleðileg jól. Hjálparstofnun kirkjunnar: 11 milljónir króna hafa þegar safnazt — Lokaátak söfnunar- innar er um helgina NÚ HAFA safnast 11 milljónir króna í landssöfnun Hjálparstofnunar kirkj- unnar „Brauð handa hungruðum heimi“. llndirbúningur á hjálpar- sendingum til Eþíópíu gengur einnig vel. Hjálparliðar hafa þegar verið sendir til hjálparstarfa í Eþíópíu og fleiri munu fara utan á næstunni til starfa við hjúkrun og dreifingu ís- lcnskra hjálpargagna. Áætlað er að senda eina til tvær flugvélar héðan fullfermdar hjálpargögnum f janú- armánuði. Hjálpargögn munu sam- anstanda af mjólkurdufti, næringar- ríku kexi og teppum, segir í frétt frá Hjálparstofnuninni. Nú um helgina verður áhersla lögð á lokaátak söfnunarinnar fyrir jól. í dag, laugardag, munu söfnunarbílar verða staðsettir á Laugavegi og Lækjartorgi í Reykjavík og í miðbæjum Keflavík- ur, Akureyrar og Akraness. I söfn- unarbílunum verður söfnunar- baukum og framlögum veitt mót- taka frá klukkan 13.00 og þar til verslunum lokar. Á Þorláksmessu munu flestar kirkjur landsins verða opnar þar sem tekið verður á móti framlögum og söfnunarbaukum. Einnig munu sóknarprestar taka á móti fram- lögum. Það er von Hjálparstofnunar kirkjunnar að landsmenn taki höndum saman siðustu daga fyrir jól með þátttöku í söfnuninni. Það er fagnaðarefni hversu neyðarkall- inu nú á jólaföstu hefur verið vel tekið og gerir það Hjálparstofnun- inni kleift að standa við heit sín um áframhald hjálparstarfs á þurrka- svæðunum í Eþíópíu. Þaö skal enn ítrekað að öllum hjálparsendingum héðan verður fylgt eftir og dreifing þeirra á vettvangi verður undir eft- irliti hjálparliða á vegum Hjálpar- stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.