Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 255. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fimm ár frá innrás Sovétmanna í Afganistan: Ein milljón manna hefur nú látið lífið Islanubad, London, 27. desember. AP. ÞÚSUNDIR manna um víða veröld tól þess var krafist, að Sovétmenn færu m eru liðin fimm ir frá innrás þeirra í la Sovéskir fjölmiðlar minntust ekki á innrásarafmælið, en Pravda, málgagn kommúnistaflokksins, fjallaði um umbótastefnu afg- anskra kommúnista og kvað hana hafa skilað miklum árangri. Reagan Bandaríkjaforseti og margir aðrir stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum fordæmdu í dag veru sovéska hersins i Afganistan. Kvað Reagan hana Þránd í Götu bættra samskipta stórveldanna. þátt í mótmælafundum í dag þar sem hersveitir sínar frá Afganistan, en nú ið. f innrásarliði Sovétmanna 27. desember 1979 voru um 86 þúsund hermenn og komu þeir til landsins í kjölfar valdaráns kommúnista- foringjans Babraks Karmal, sem nú situr á valdastól í Kabúl. Sov- éskum hermönnum í Afganistan hefur fjölgað talsvert á þessu ári og er talið að þeir séu nú um 140 þúsund. Að auki eru 26 til 30 þús- und hermenn í borginni Termiz í Sovétríkjunum, sem er við landa- mæri Afganistans. f stjórnarher Afgana eru um 40 þúsund her- menn. Leiðtogar frelsissveitanna í Afg- anistan, sem berjast gegn marx- istastjórninni í Kabúl og sovésku innrásarsveitunum, lýstu því yfir í dag, að þeir mundu halda áfram baráttu sinni fyrir frelsun lands- ins. Einn þeirra, Gulbadin Hikm- atyar, sagði fréttamönnum í Islamabad i Pakistan, að endalok átakanna virtust ekki í augsýn. Hann kvað borgarastyrjöldina í landinu hafa kostað eina milljón manns lífið frá því í desember 1979 og væri þorri þessa fólks óbreyttir borgarar. V estur-Þýskaland: Á annað hundrað Pólverja flýja Travemiinde, 27. deaember. AP. NÆRRI tvö hundruð Pólverjar yf- irgáfu tvö pólsk skemmtiferðaskip á meðan þau voru í höfn í Trave- miinde í Vestur-Þýskalandi um jólahátíðina, að því er vestur- þýska útlendingaeftirlitið greindi frá í dag. Á árinu, sem er að líða, hafa þá um 900 Pólverjar notað tæki- færið og flúið heimaland sitt með þessum hætti. Þeir hafa ýmist yfirgefið skemmtiferða- skipin í Danmörku eða Vestur- Þýskalandi. Pólverjarnir sem flúðu nú komu til Travemunde með tveimur ferjum, Pomerania og Rogalin. Af hinni fyrrnefndu flúðu 112 manns á miðvikudag og af hinni síðarnefndu flúðu 85 manns á laugardaginn var. Fólkið fékk gistingu hjá lög- reglu og ýmsum góðgerðastofn- unum um hátíðisdagana, en einnig fengu margir inni hjá vinum og ættingjum víðs vegar um landið. Flestir Pólverjanna hyggjast biðja um hæli í Vestur-Þýska- landi, sem pólitískir flóttamenn. Símamynd/AP. Stuðningsmaður Rajivs Gandhi í Nýju Delhí með veggblað frá Kon- gress-flokknum. Indland: Helmingur hefur greitt atkvæði Nýju Delhí, 27. desember. AP. ÞINGKOSNINGUNUM á Indlandi, stærsta lýðræðisríki heims, lýkur á morgun, fostudag, og hefur rösklega helmingur kjósenda greitt atkvæði, en kosningarnar fara fram í þrennu lagi. Úrslit verða væntanlega ekki kunn fyrr en á laugardag, en því er spáð að Kongressflokkurinn, sem lýtur forystu Rajivs Gandhis, forsæt- isráðherra, verði sigurvegari kosn- inganna. Fimm manns létu lífið í átökum andstæðra stjórnmálahópa í dag eftir að handsprengjum var varp- að að kjördeild í suðurhluta And- hra Pradesh-fylkis. Hafa þá sam- tals 29 manns látið lífið í uppþot- um í kringum kosningarnar frá því á aðfangadag jóla. Fyrir kosn- ingarnar kom einnig til átaka milli hópa öfgasinna og létust þá a.m.k. 13 manns. Á kjörskrá í þingkosningunum eru um 380 milljónir manna og er kosið um 507 sæti í neðri málstofu þingsins i Nýju Delhí. Fyrirskipun um morð frá „æðstu stöðum“ Torun, 27. desember. AP. FJÓRIR foringjar í pólsku öryggis- lögreglunni komu fyrir rétt í Torun í dag ákærðir fyrir að hafa í oktober sl. myrt séra Jerzy Popieluszko, sem var kunnur og vinsæll málsvari óháðu verkalýðshreyflngarinnar í Póllandi. í ákæruskjalinu, sem les- ið var upp í réttinum, er upplýst að sakborningarnir kunna að hafa unnið ódæðið að fyrirskipan hátt- settra manna í innanríkisráðu- neytinu. Í ákæruskjalinu kemur fram, að tveir mannanna, Leszek Pek- ala og Waldemar Chmielewski, segjast hafa fengið um það fyrir- mæli frá yfirmanni sínum, Grzegorz Piotrowski, að leita séra Popieluszko uppi og ráða hann af dögum. Þeir segja að Piotrowski hafi fullvissað þá um að fyrirmæli þessi kæmu frá „æðstu stöðum“ og mundu þeir ekki þurfa að óttast nein eftir- mál. Fjórði maðurinn á sakabekk, Adam Pietruszka, er forstöðu- maður þeirrar deildar innanrík- Slmamynd/AP. Pólsku lögregluforingjarnir fjórir fyrir rétti í Torun í gær. Á fremri bekk eru Grzegorz Piotrowski og Leszek Pekala, en á hinum aftari sitja Waldemar Chmielewski og Adam Pietruszka. Á milli þeirra sitja lög- reglumenn. isráðuneytisins, sem hinir þrtr starfa við, og er hann sakaður um að hafa skipað þeim að fremja ódæðisverkið og síðan haft for- ystu um að reyna að þagga málið niður. Deildin, sem fjórmenningarnir starfa við, fer með mál er varða „fjandskap“ kennimanna kaþ- ólsku kirkjunnar við pólska ríkið og sósíalismann í landinu. Sakborningurinn Pekala var hinn eini, sem yfirheyrður var við réttarhöldin í dag, sem opin voru erlendum fréttamönnum. Hann viðurkenndi að hafa tekið þátt f átökum, sem leiddu til dauða séra Popieluszko. Hann sagði að upp- haflega hefði aðeins staðið til að handtaka prestinn og pynta hann til að hætta samstarfi við óháðu verkalýðshreyfinguna og ljóstra upp nöfnum félagsmanna, en sú áætlun hefði farið úr böndum og presturinn verið kyrktur er hann reyndi að komast undan. Líki hans var varpað í ána Vislu, þar sem það fannst nokkru síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.