Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 39 Jafntefli í 35. einvígisskákinni: Báðir komu á óvart PTTTl Margeir Pétursson Þróaðist það yfir í að verð helsti vinnustaður kauptúnsins en fjár- skortur stóð því löngum fyrir þrif- um. Á árunum fyrir 1968 hófst uppbyKKÍng hjá fyrirtækinu sem ekki mátti stöðvast, því þar við lá framtíð þess og raunar alls byKfjð- arlassins. Stjórnendum frysti- hússins var því ærinn vandi á höndum, staða framkvæmdastjór- ans var aunlýst ojí um hana sóttu margir tusir manna. Úr hinum fjölmenna hópi umsækjenda var valinn til starfsins Ásnrímur Pálsson. ÁsKrímur var þá maður á besta starfsaldri, tæpra 38 ára, hann átti allfjölþættan starfsferil að baki en hafði síðustu árin verið framkvæmdastjóri við frystihúsið Jökul í Keflavík. Hinn nýi framkvæmdastjóri tók þegar til starfa, ok áður en mörn ár liðu var mönnum orðið ljóst að val hans í stöðuna var hið mesta gæfuráð fyrir Hraðfrystihús Stokkseyrar og raunar með happasælli ákvörðunum sem tekn- ar hafa verið í málefnum Stokks- eyringa. Var starfið næstu árin ein óslit- in sókn til uppbyggingar í fyrir- tækinu. Er Asgrímur kom til starfa var verið að smíða í Stykk- ishólmi tvo 50 smál. báta fyrir Hraðfrystihús Stokkseyrar, fylgdi hann þeirri framkvæmd eftir og komu bátarnir til veiða árið 1969. Árið 1970 var samið um smíði á tveimur bátum til viðbótar af sömu stærð og á sama stað, og komu þeir til veiða 1972. Á árunum 1969 til 1974 var nærri árlega ráðist í miklar bygg- ingarframkvæmdir hjá Hrað- frystihúsinu, rúmuðu þær meiri- hluta af rekstri fyrirtækisins og voru vel við vöxt. Þá keypti Hraðfrystihús Stokkseyrar einnig mörg gömul hús er stóðu í nánd við athafna- svæði þess, voru sum rifin til að rýma fyrir nýbyggingum en önnur tekin til afnota fyrir starfsemina. í maí 1979 varð stórbruni hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, eyði- lagðist þá flökunarsalurinn með meiru. Endurbygging eftir þann bruna gekk undraskjótt og var byggt á tveimur hæðum, stækkuðu þá húsakynni enn og aðstaða starfsfólks batnaði. Auk byggingarframkvæmdanna var á sömu árum lagt stórfé í véla- kaup vegna fiskvinnslunnar. Einnig eignaðist Hraðfrystihús- ið vörubifreiðir sem að mestu réðu við flutningaþörfina að og frá því, en hún var og er ærin þar sem aðalfiskihöfnin er Þorlákshöfn í nær 50 km fjarlægð en aðalútskip- unarhöfnin Reykjavík í rúmlega 70 km fjarlægð. Segja þessar fjar- lægðir sitt um þá aðstöðu sem Hraðfrystihús Stokkseyrar á við að búa. Á árunum 1973 til 1981 keypti Hraðfrystihúsið 5 báta er allir voru yfir 100 smál. að stærð, og eru 4 þeirra enn í eigu þess, þeir gátu ekki komið til hafnar á Stokkseyri og voru alfarið gerðir út frá Þorlákshöfn. Með komu þeirra var enn ljósari en áður þörf bættra samgangna við Þorláks- höfn um brú í Óseyrarnesi. Var Ásgrímur ötull baráttumaður fyrir þessu mikla hagsmunamáli Stokkseyringa sem nú hillir undir lausn á. Ásgrímur lagði mikið kapp á að afla hráefnis fyrir frystihúsið, svo vinnslan og at- vinna starfsfólksins mætti vera stöðug og jöfn og var stundum ær- ið langt sótt til fanga í þessu skyni. Um miðjan síðasta áratug hóf hann baráttu fyrir þvi að Stokks- eyringar gerðust aðilar að togara- útgerð til að tryggja hráefnisöfl- un, beitti hann sér fyrir að stofnað var útgerðarfélagið Árborg með þátttöku þriggja sveitarfélaga, Stokkseyrar, Eyrarbakka og Sel- foss. Lét félagið smíða í Póllandi togskipið Bjarna Herjólfsson sem kom til veiða 1977. Ásgrímur lagði fram mikla vinnu við stofnun þessa félags, smíði skipsins og fjárútvegun til þess, og átti sæti í stjórn Árborgar frá upphafi. Togskipið Bjarni Herjólfsson flutti að landi mikinn afla til vinnslu í strandþorpunum Stokks- eyri og Eyrarbakka, en þó var rekstur þess jafnan erfiður sökum fjárskorts og ýmissa óhappa, og varð að lokum Ásgrími til sárra vonbrigða. Hér hefir að framan verið lýst þeirri uppbyggingu og fram- kvæmdum sem urðu hjá Hrað- frystihúsi Stokkseyrar undir stjórn Ásgríms Pálssonar. Á fáum árum hófst fyrirtækið í hóp hinna umsvifameiri í landinu með út- gerð og alhliða fiskverkun, hverja þýðingu það hefir fyrir atvinnu fólks á Stokkseyri þarf ekki að tí- unda, hún er augljós. Einnig styrkir uppbygging Hraðfrystihúss Stokkseyrar veru- lega stöðu Stokkseyrar sem byggðarlags í landinu en hún hefir verið erfið undanfarna áratugi sökum breytinga á þjóðfélags- og atvinnuháttum. Erfiðleikar síðustu ára í sjávar- útvegi vegna aflatakmarkana og fjármagnskostnaðar hafa ekki farið fram hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Er þó furða hve vel hefir tekist að afstýra áföllum og halda uppi atvinnu. Ásgrímur hafði miklar áhyggjur af þessari þróun enda var skapgerð hans þannig að honum lét betur sókn en vörn, og starfaði hann raunar lengstum eftir máltækinu sókn er besta vörnin. Fram til hins síðasta hafði hann opin augun fyrir nýjungum í at- vinnurekstri. Á þessu hausti vann hann að því ásamt fáum öðrum mönnum að reisa fiskeldisstöð í landi Stokkseyrar rétt austan við kauptúnið, var hann forgöngu- maður í þeim framkvæmdum og gekk að þeim með sömu atorku og öðru því er hann tók sér fyrir hendur. Störf Ásgríms Pálssonar á Stokkseyri voru að mestu bundin við Hraðfrystihús Stokkseyrar, þó tók hann nokkurn þátt i sveitar- stjórnarmálum. Átti hann sæti i sveitarstjórn Stokkseyrarhrepps tvö kjörtímabil, 1970 til 1978, þá var hann fulltrúi Stokkseyrar- hrepps í sýslunefnd Árnessýslu frá 1974 og til æviloka. Varð hann þegar áhrifamaður á þeim vett- vangi, og starfið í sýslunefnd hon- um kærkomið til kynna af mönn- um og málefnum vítt um héraðið. Ásgrimur Pálsson var gæddur óvenjulegum dugnaði og vilja til forystu. Þeir eiginleikar hefðu kvatt hann til forystu hvert sem ævistarfið hefði orðið. Hann var í meira en sextán ár framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyr- ar, mannsævín er stutt og sextán ár er langur tími af starfsævi manns. Persona Ásgríms var fyrir löngu orðin svo samgróin fyrir- tækinu í vitund folks að í umræð- um um það var nafn hans oftlega nefnt í stað heitis frystihússins þá er menn ræddu málefni þess. Framkvæmdastjórinn og fyrir- tækið var orðið eitt í hugum manna. Starf það sem Ásgrímur hafði forystu um á Stokkseyri vann hann vissulega ekki einn í stjórn og starfsfólk Hraðfrysti- húss Stokkseyrar stóðu þétt að baki honum og einnig stjórn sveit- arfélagsins í því er til hennar kom. En hann var stjórnandinn er réð mestu um málefni Hraðfrystihúss Stokkseyrar allan þann tíma sem hann veitti því forstöðu. Það traust er Ásgrímur naut innan samtaka fiskiðnaðarins og seta hans í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Coldwater var honum einnig ómetanlegur styrkur í starfi. Nú er kveðjustund. Samstarfs- menn og vinir þakka veitta for- ystu og mikið starf, þakka sam- vinnu og samfylgd á vegferð lífs- ins. Sú er leiðin augljós til að heiðra minningu Ásgríms Pálssonar að allt verði gert sem má til að efla og styrkja Hraðfrystihús Stokks- eyrar þannig að lífsstarf hans þar megi ávaxtast íbúum staðarins til farsældar. Taki hamingjan jafn þétt í hönd þeim er að því vinna og hún gerði fyrir meira en sextán árum er Ásgrímur Pálsson var ráðinn til Stokkseyrar þá er vel. Við fráfall Ásgríms Pálssonar hafa margir mikils í misst. ís- lenskur sjávarútvegur hefir misst einn af sínum helstu forystu- mönnum. Stokkseyringar sjá á bak úr sín- um hópi umsvifamesta fram- kvæmdamanni sem þar hefir starfað um daga þeirra er nú lifa, en mestur er missir nánustu vandamanna, eftirlifandi eigin- konu, Ragnheiðar Hermannsdótt- ur, og barna hans þriggja, hjá þeim dvelur hugur okkar með hlýrri samúð og þeirri von að þar megi drottinn leggja líkn með þraut. Helgi ívarsson Kveðja frá stjórn Sölumió stöóvar hraðfrystihúsanna í dag, föstudaginn 28. desember verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði útför Ásgríms Páls- sonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Stokkseyrar. Ásgrímur fæddist á Siglufirði 13. ágúst 1930 og var því aðeins 54 ára að aldri, er hann andaðist á heimili sinu hinn 17. desember sl. Hann var sonur hjónanna Páls Ásgrímssonar, verkamanns og síð- ar verslunarmanns á Siglufirði, og konu hans, Sigríðar Indriðadóttur. Móður sína missti Ásgrímur 5 ára gamall og var þá komið í fóst- ur að Grund í Svarfaðardal til föð- ursystur sinnar, Dagbjartar Ás- grímsdóttur, og manns hennar, Stefáns Björnssonar. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948 hélt hann áfram námi við sama skóla en hætti námi 1950. Sjómennsku stundaði Ásgrímur um nokkurra ára skeið, fyrst á togurum og síðar á bátum, hóf nám í Stýrimannaskóla íslands og lauk þaðan stýrimannaprófi. Eftir það var hann í millilandasigling- um og var m.a. stýrimaður á far- skipum skipadeildar StS. Eftir að hafa stundað sjó- mennsku um árabil, fór Ásgrímur til Bandaríkjanna og lagði stund á nám í flugumsjón og lauk þaðan prófi í þeirri grein. Starfaði hann um skeið við flugumsjón. Árið 1961 hóf Ásgrímur störf við útgerð og fiskvinnslu í Kefla- vik og varð brátt annar tveggja framkvæmdastjóra hraðfrysti- hússins Jökuls í Keflavík. Árið 1968 var Ásgrímur ráðinn fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar, og gegndi hann því starfi allt til dauðadags. Ásgrímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Þorgríms- dóttir. Börn þeirra eru Páll og Er- ika, bæði uppkomin. Áður hafði Ásgrímur eignast dóttur, Birgitt, búsett í Danmörku. Þau Ásgrímur og Anna skildu. Eftirlifandi kona Ásgríms er Ragnheiður Hermannsdóttir úr Hafnarfirði. Ásgrími voru falin margvísleg trúnaðarstörf í samtökum sjávar- útvegsins. Hann sat m.a. í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna frá 1977 og hafði áður setið um margra ára skeið í varastjórn samtakanna. í stjórn Coldwater Seafood Corporation sat hann frá 1982. Auk þess hafði hann setið um árabil í stjórn Umbúðamið- stöðvarinnar hf. og Sambands fiskvinnslustöðvanna. Ásgrímur var heilsteyptur drengskaparmaður, hæglátur að eðlisfari og hið mesta prúðmenni. Honum var lítið að skapi að hafa sig mikið i frammi, en glöggur var hann á leiðir við úrlausn hinna ýmsu vandamála, er til hans var leitað. Með fráfalli Ásgríms er skarð fyrir skildi í því byggðarlagi, sem Ásgrímur helgaði starfskrafta sína, en Hraðfrystihús Stokkseyr- ar er langstærsta atvinnufyrir- tækið á staðnum, og skiptir því byggðarlagið miklu, að hæfir og duglegir menn haldi um stjórnvöl- inn. Óhætt er að fullyrða, að það hafi verið lán fyrir íbúa Stokks- eyrar að fá til sín slíkan ágætis- mann sem Ásgrím Pálsson. Undir hans stjórn óx og dafnaði fyrir- tækið, þótt almennt hafi nú sl. 2—3 ár syrt svo mjög í álinn í sjávarútv hér á landi. Við samstarfsmenn Ásgríms í stjórn SH minnumst hans með þakklæti fyrir ánægjulegt og heillaríkt samstarf. Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum er vottuð dýpsta samúð. Jón Ingvarsson EITIR Ivær frestanir í röð var 35. skák þeirra Karpovs og Kasparovs í einvíginu um heimsmeistaratitil- inn í skák loks tefld á miövikudag- inn var, annan í jólum. Kapparnir hoföu þvi haft heila viku til aó und- irbúa sig, enda komu þeir líka báó- ir á óvart. Karpov lék nú í fyrsta sinn kóngspeóinu í fyrsta leik síó- an í 5. skákinni og Kasparov svar- aói meó afbrigói af Sikileyjarvörn sem hann hefur sárasjaldan eóa aldrei beitt áöur. Þetta kom Karpov greinilega mjög á óvart og hann notaði mikinn tíma. Heimsmeistarinn valdi síðan þann kost að hreyta út af troðnum slóðum og í 17. leik bauð hann jafntefli sem Kasparov þáði. Þá hafði Karpov notað klukkustund og 45 mínút- ur af umhugsunartima sínum, en Kasparov aöeins hálftíma. Síðan Kasparov hlaut sinn fyrsta vinning, í 32. skákinni, hefur hann teflt af mun meiri ferskleika en áður og ætti nú að eiga dágóða möguleika á því að minnka muninn áður en Karpov nær sínum sjötta og síðasta sigri. 35. skákin: llvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rc6. Venjulega teflir Kasparov Najdorf-afhrigðið (5. — a6) eða Scheveningen afbrigðið (5. — e6). Karpov svarar með hinni svonefndu Richter-Rauzer-árás. 6. Bg5 — e6, 7. I)d2 — Be7, 8. (WMI — 0-0, 9. f4 UNDANFARNAR vikur hefur veör- áttan hér um slóóir veriö meó ein- damium góó. Varla aó sézt hal'i snjór eóa komió frost svo aó heifió geti. Snjór hefur þó verió til fjalla og hafa menn talsvert ferðasl á vélsleóum um heiöar, ba'ói sér til skemmtunar og lil aó svipast um eftir fé. Allmargar kind- ur hafa fundizt. Aðventukvöld var haldið í Val- þjófsstaðarkirkju 13. des. i mjög góðu veðri. Söngfólk úr Vallasókn og Valþjófsstaðarsókn söng undir stjórn Árna tsleifs tónlistarkenn- ara og börn úr barna- og ungl- læikurinn 9. Rb3!? hefur átt töluverðum vinsældum að fagna að undanförnu. 9. — h6, 10. Bh4 — e5, 11. Rf5 — Bxf5, 12. exf5 — exM, 13. Kbl Robert Byrne lék 13. Dxf4 gegn Karli Þorsteins á síðasta Reykjavíkurskákmóti, en svart- ur stóð sizt lakar eftir 13. — d5, 14. Bb5 - a6, 15. Ba4 — b5, 16. Bb3 - d4. 13. — d5, 14. Bxf6 — Bxf6, 15. Rxd5 — Be5 16. g3!? Áður var talið að 16. Bc4 gæfi hvítum l>etri stöðu, en það álit breyttist eftir skákina Grun- feld-Korchnoi, San Bernardino 1983 sem tefldist: 16. Bc4 — Dd6!, 17. c3 - Ra5, 18. Bb.3 - Rxb3, 19. axb3 - Hfe8, 20. Hhfl - Dc6, 21. Hf3 - a5, 22. Dc2 - a4 og svartur náði sókn. læikur Karpovs hefur ekki sézt áður í | stöðunni. 16. — fxg.3, 17. hxg3 — Re7! Jafn tefli að boði Karpovs. Svartur hefur greinilega jafn t að taflið og með tilliti til mislitu hiskupanna er jafntefli auðvitað líklegustu úrslitin þegar allt kemur til alls, en það hefði mátt reyna. ingaskólanum á Hallormsstað sungu, einnig undir stjórn Árna. Sigurður Óskar Pálsson skjalavörð: ur á Egilsstöðum flutti ræðu og börn í Tónlistarskóla Fljótsdalshér- aðs léku á blásturshljóðfæri undir stjórn Magnúsar Magnússonar. Rögnvaldur Erlingsson fiutti fruni- samið kvæði og sr. Bjarni Guð- jónsson las kvæði eftir Davíð Stef- ánsson. Fjölmenni var við kirkjuna og meðal kirkjugesta voru born og starfsfólk frá skólanum á llall- ormsstað. G.V.Þ. Mortfunblaðið/Guttormur Þormar Börn úr barna- og unglingaskólanum á Hallormsstað sungu. Vel heppnað að- ventukvöld í Val- þjófsstaðarkirkju (rtMUgerði, 15. de>n“mlH‘r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.