Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Bretland: Afstýrði lögreglan mann- skæðum hryðjuverkum? Liverpool, 27. desember. AP. BRESKA lögreglan tilkynnti í dag, að sex menn vcru í haldi samkvKmt sérstakri og nýskipaðri reglugerð, sem beint er gegn hryðjuverkamönnum. Fram kom í blöðum, að hinir handteknu hefðu verið félagar í IRA og lögreglan hefði með handtöku þeirra komið í veg fyrir hryðjuverk gegn óbreyttu fólki í jólainnkaupum. Lögreglan hvorki játaði þessu eða neitaði. I fréttatiikynningu frá lögregi- einhverjum hinna miklu vöru- markaða, en útsölurnar hefjast um þetta leyti og streymir fólk í milljónatali í verslunarleiðangra. „Þetta eru draumaskilyrði hryðju- verkamanna," segir í frétt blaðs- ins, sem fullyrðir að hin ónefnda hafnarborg í tilkynningu lögregl- unnar sé Liverpool, þar búi margir írar og hryðjuverkamenn IRA noti ákaflega ferjuna þaðan til ír- lands til að smygla byssum og sprengjum til hryðjuverka á Eng- landi. unni sagði einungis, að „ýmislegt grunsamlegt" hafi verið í fórum mannanna og því væru þeir í haldi meðan málið væri rannsakað. Þá var ekki greint nánar frá handtökustað en að það hafi verið í hafnarborg í norðvesturhluta Englands. Dagblaðið Daily Mail sagði að lögreglan hefði lagt hald á nokkur kílógrömm af sprengiefni og það hefði verið ætlun hinna hand- teknu að koma sprengjum fyrir í Frábær mynd- og tóngæði! Einstökending! VHS: 120,180 og 240 mínútna. Beta: 130 og 195 minútna. TILBOÐ: 20% afsláttur! Tvö stk. íeinum pakka, -á kr.430 stykkið! Kodak UMBOÐIÐ Jólalag fyrir Thatcher Símamynd AP. Myndin er frá heimsókn Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands til Kína fyrir skömmu, en þar ræddi hún við helstu ráðamenn. Rétt áður hafði hún rætt við næst æðsta mann Sovétríkjanna í Lundúnum, en að Kínaheimsókninni aflokinni fór hún beinustu leið til Washington þar sem hún ræddi við Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna. Hér er Thatcher á barnaheimili í Hong Kong og litlu börnin syngja fyrir hana jólalag. Kjarnorkuvarnarkerfi í geimnum: Ákvörðun að afloknum viðræðum við Sovétmenn Wishini^on og Lundúnir. 27. desember. MARGARETH Thatcher forsætisráðherra Bretlands sagði að í samtölum sínum við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta nýleg i, hefði forsetinn sagt að Bandaríkjamenn myndu leggja í salt áform sín um að hrinda í framkvæmd kjarnorkuvarnakerfi í geimnum, uns viðræður hefðu farið fram við Sovét- menn um fækkun kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Shulz og Gromyko ræðast við snemma í næsta mánuði í Genf og útkoma fundar þeirra mun trú- lega ráða þvi hvort afvopnunar- viðræður muni hefjast á nýjan leik. Tass-fréttastofan greindi frá því í dag, að Sovétmenn myndu ekki fallast á neitt samkomulag sem fæli í sér heimildir stórveld- anna til að vígvæðast í geimnum og ráðherrarnir yrðu að hittast með því hugarfari að ef takast ætti að koma af stað afvopnun yrði að byrja á þvj að ná samkomulagi um að leyfa ekki vígbúnaðarkapphlaupinu að ná til geimsins. Thatcher hitti sem kunnugt er Mikhail Gorbachev, talinn næst æðsti ráðamaður í Kreml, að máli á dögunum og sagði hún að sér líkaði vel við Gorbachev og „þau gætu hæglega rætt viðskipti", eins og hún orðaði það. Fleiri háttsett- ir ráðamenn í Bretlandi sögðust aldrei hafa átt gagnlegri viðræður við sovéskan ráðamann. Thatcher sagði hins vegar að þrátt fyrir það væri rétt að taka fram að Bretar stæðu með Bandaríkjamönnum í þeim ákvörðunum sem þeir síðar- nefndu kunna að taka í geimvíg- væðingarmálum og hún hefði gert Gorbachev það skiljanlegt að Sov- étmenn myndu aldrei reka fleyg á milli Breta og Bandaríkjamanna. Teheran: Sprengingar í miðborginni NUkmú. Pará, 26. deaember. AP. TV/ER öflugar sprengjur sprungu í miðborg Teheran um jólin og létust sex manns í fyrri sprengingunni og vcrulegar skemmdir urðu á nærliggj- andi byggingum í þeim báðum. Peter Lawford látinn Los Angeles, 27. des. AP. LEIKARINN Peter Uwford lést á mánudag af völdum hjartabilunar. Hann var 61 árs að aldri. Lawford, sem lék eitt aðalhlutverkið í sjón- varpsmyndaflokknum „The Thin Man“, var mágur John F. Kennedys Bandaríkjaforseta og jafnan mikils metinn af Kennedy-fjölskyldunni. „Ég samhryggist fjölskyldu hans,“ sagði Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður, er honum ver skýrt frá láti Lawfords. „Hans verður saknað af öllum þeim, sem nutu þeirra kvikmynda, er hann lék í. Hann var áhugasamur leik- ari en ekki síður góður faðir og Mikiö úival mynda — þar aí 150 splunlcunýjai. Leigjum einnig út myndsegulbönd ^ \/’Írionrrrnf Bleikargróf 15, sími 83764 ÆtfvS0, V (í Biesugrófarhveríi) ^ Fréttastofa IRA sagði að þessi hryðjuverk væru framin að undir- lagi CIA, leyniþjónustu Banda- ríkjamanna. Því hefur afdráttar- laust verið neitað og í París sendu Mujaheedin samtökin, sem berjast gegn Khomeini og stjórn hans, frá sér yfirlýsingu þar sem þau for- dæmdu sprengjutilræðin og sögðu að Mujaheedin samtökin hefðu hvergi nálægt þeim komið. Seinni sprengjan sprakk í bíl sem hafði verið lagt í fjölfarinni verzlunargötu. Fjórir nálægir bíl- ar eyðilögðust og skemmdir urðu á verzlunum. Fyrri sprengjan hafði sprungið við torg í miðborginni, þar sem mikill mannfjöldi var á ferð. Létust þá sex og að minnsta kosti fimmtíu slösuðust. vmur. í sjúkrahús í Oregon Astorim, Oregom, 27. des. AP. SOVÉZKUR sjómaóur sem veiktist af botnlangabólgu meóan skip hans Prostor var að veiðum á Kyrrahafi var fluttur í sjúkrahús í Astoria á miðvikudagskvöldið. Það var bandaríska strandgæzl- an sem lét sækja sjómanninn í þyrlu. Læknir um borð í skipinu sagði að sjómaðurinn hefði verð þjáður í tvo daga og hefði verið ákveðið að freista þess að koma honum á sjúkrahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.