Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 53 Pressuleikur í körfubolta - Einar velur landsliðshópinn sem leikur tvo leiki í Noregi í KVÖLD fer fram pressuleikur í körfuknattleik í íþróttahúsinu i Keflavík. Leikurinn hefst kl. 20.00. Einar Bollason hefur val- 1 M • Pétur Guömundsson leikur meó pressuliðinu gegn landsliö- inu í kvöld. Pétur er sagður vera í góöri aafingu um þessar mundir. ið 10 manna landslió, sama lið og heldur til Noregs 3. janúar og leikur þar tvo landsleiki. Landslíöiö er þanníg skipað: Jón Kr. Gíslason ÍBK Pálmar Sigurösson Haukum Henning Henningsson Haukum Ólafur Rafnsson Haukum ívar Webster Haukum Hreinn Þorkelsson ÍR Torfi Magnússon Val Birgir Mikaelsson KR Guöni Guönason KR Valur Ingimundarson UMFN Pressuliöið er skipaö eftirtöld- um leikmönnum: Pétur Guömundsson Sunderland Jónas Jóhannesson Njarövík Páll Kolbeinsson KR Jón Steingrímsson Val Árni Lárusson Njarövík Þorsteinn Gunnarsson KR Björn Steffensen (R Sturla Örlygsson Reyni Gylfi Þorkelsson ÍR Kristján Ágústsson Val Búast má viö hörkuleik á milli þessara liöa. Körfuknattlelkur Á - ............. ■■. v Fyrsta mót Vésteins á Selfossi voriö 1986 SdfoMÍ 20. döwmbtr. í HÓFI sem haldió var til heið- urs ólympíuförum sagöi Vé- steinn Hafsteinsson aó það mótlætí sem hann hefði orðið fyrir við lyfjaprófun á Ólympíu- leikunum myndi engin áhrif hafa á framhald æfinga hans. Hann kvaöst halda ótrauður áfram og nýta þá reynslu sem mótlætið færði honum. Vósteinn er nú heima í jólaleyfi en fer aftur til USA eftir áramót- in. Aðspurður kvaöst hann stefna aö því aö hefja keppni strax og hann fengi leyfi til þess. Hann var dæmdur i ævilangt keppnisbann eftir úrskurö lyfja- prófsins en verður náöaöur inn- an tiöar og aö náöun fenginni getur hann hafiö keppni aftur i mars 1986. Vésteinn kvaöst ákveðinn í því aö fyrsta mótið sem hann keppti í yröi á Selfossi vorið 1986. Þá myndi hann koma fram af fullum krafti þvi hann setti markiö hátt. Þaö væri ekki langt í næstu Ólympíuleika. Sig. Jóns. KR-ingar sigruðu KR-INGAR stgruöu á Stórmóti íþróttafréttamanna í innan- hússknattspyrnu á Selfossi og varöveita því Adid- as-bikarinn næsta áriö. Þeir sigr- uöu Framara 7:5 í úrslitaleik, en Framarar sigruóu á mótinu í fyrra er þaó fór fram í fyrsta skipti. Þrátt fyrir óveöur komust öll liö, sem boöiö haföi veriö til mótsins á Selfoss, nema eitt. Akurnesingar komust ekki þar sem Akraborgin gat ekki lagst aö bryggju á Akra- nesi vegna óveöursins. í fyrsta leik mótsins sigruöu KR-ingar liö íþróttafréttamanna. Síðan unnu Keflvíkingar liö „ööl- inga“ frá Selfossi, sem skipaö var gömlum köppum. Þeir tóku sæti ÍA í keppninni. Þá unnu Þróttarar Valsmenn eftir vítaspyrnukeppni og Framarar unnu Selfyssinga. I undanúrslitum sigruðu Framar- ar Þrótt 10:9 eftir vítaspyrnu- keppni og KR vann síöan Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum, 7:2. Til úrslita lóku því KR og Fram og í hnífjöfnum leik lengst af tókst KR-ingum aö sigra 7:5 eins og áö- ur sagöi. Sæbjörn Guðmundsson var besti maöur vallaríns í úrslita- leiknum — fór hreinlega á kostum og skoraöi öll mörk KR nema eitt. Sigur KR-inga veröur aö teljast sanngjarn. Þeir voru meö besta liö mótsins. Liö þeirra skipuöu Sæ- björn Guömundsson, Elías Guö- mundsson, fyrirliöi, Ágúst Már Jónsson, Aöalsteinn Aöalsteins- son, Sævar Leifsson, Guðmundur Magnússon og Björn Rafnsson. Liösstjóri var Steinþór Guöbjarts- son, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildarinnar. I naaitsDrma I ÞAKKIR TIL VIÐSKIPTAVINA OKKAR Um leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og tryggð yðar við framleiðsluvörur okkar, viljum við tilkynna eftirfarandi: FREYJA/FREIA Á árinu 1980, þegar innflutningur á sælgæti hófst fyrir alvöru, færðist mikið líf í það samstarf, sem staðið hafði milli Freyju hf. og A/S Freia í Noregi frá því 1965, um innflutning á sælgætisvörum. Síðan þá hafa vörur eins og Freia Firklöver, Freia-Twist og Freia-Kvikk Lunsj jafnan verið fáanlegar í verslunum og söluturnum víðast hvar á landinu. FREIA HÆTTIR Fyrr á þessu ári ákváðu stjórnendur A/S Freia, vegna meintra hagsmunaárekstra, að hætta að nýta sér hið víðfeðma dreifingarkerfi Freyju hf. hér á landi. Mun því dreifingu á vörum, sem bera Freia-nafnið, verða hætt hér á landi í byrjun næsta árs, enda væri slíkt óheimilt án samráðs við Freyju hf., samkvæmt dómi er gekk í Reykjavík hinn 9. maí 1969. FREYJA ÁFRAM Okkur er fullljóst að hinar norsku vörur hafa hlotið mjög góðar viðtökur hér á landi. Njóta þær i því efni meðal annars góðs af tilvist Freyju-sælgætis hér á landi um árabil. En þótt Freia- vörurnar hverfi brátt, mun Freyja hf. halda áfram að þjóna yður í framtíðinni og bjóða mikið og vaxandi úrval af sælgætisvörum. VIÐ ÓSKUM YÐUR ÖLLUM GLEÐILEGS ÁRS Freyja hí.. sælgætisgerð, Kársnesbraut 104, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.