Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 7 Innheimta skatta svip- uð og í fyrra INNHEIMTA opinberra gjalda í Reykjavík var að kvöldi fimmtudags orðin 70% af álögðum gjöldum, en það er að sögn Guðmundar Vignis Jósefssonar gjaldheimtustjóra svip- að og á sama tíma í fyrra. Bjóst hann við að innheimtan um áramót yrði ekki lakari en í fyrra þegar hún var um 73%. Nokkrum erfiðleikum veldur að á skattstofunum í Reykjavík og Reykjanesumdæmi hefur ekki tek- ist að úrskurða kærur á sköttum lögaðila, það er hlutafélaga, sam- eignarfélaga og fleiri slíkra aðila. Mikið var um að þessir aðilar skil- uðu ekki inn skattframtölum fyrir lok framtalsfrests að sögn skatt- stjóranna og voru gjöld þeirra því áætluð. Áætlanir þessar eru yfir- leitt mun hærri en félögunum ber að greiða og þó að kærur eigi ekki að fresta innheimtuaðgerðum eru þessi bráðabirgðagjöld félaganna með öllu óinnheimtanleg, koma fram sem auknar eftirstöðvar hjá innheimtumönnum ríkissjóðs um áramót og draga úr innheimtu- hlutfalli þeirra. Sveinn Þórðarson skattstjóri Reykjanesumdæmis sagði að dráttur á úrskurðum kæra væri annars vegar vegna tafa vegna verkfalls BSRB og hinsvegar vegna þess að margt vanra starfsmanna hefðu hætt störfum á skattstofunni á árinu, meðal annars vegna lágra launa. Hugmyndir um stækkun Háskólabíós „Á ÞESSU haustí verður lögð fyrir háskólaráð tillaga um að bæta við sölum í Háskólabíó. Rekstrargrund- velli bíósins er ógnað ef ekki fást fieiri og minni salir.“ Svo segir m.a. í skýrslu háskólarektors, Guðmunds Magnússonar varðandi byggingamál Háskóla íslands í nýútkomnu frétta- bréfi skólans. Tillagan kemur væntanlega fyrir háskólaráð fyrir jól, en að sögn Friðberts Pálssonar, for- stöðumanns Háskólabíós er um að ræða hugmyndir að þremur söl- um, sem í fyrsta lagi myndu leysa úr brýnum vanda háskólans varð- andi kennslurými, auk þess að gegna hlutverki kvikmyndasýn- ingasala og hugsanlega einnig ráðstefnu-og tónlistarsala. Kvað Friðbert líklegast að slík stækkun á Háskólabíói yrði gerð með við- byggingu og einhverri tengibygg- ingu, þannig að anddyri hússins myndi nýtast fyrir alla salina. Sem fyrr segir hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort húsið verður stækkað eður ei, en hún verður væntanlega tekin af Háskólaráði og rektor í náinni framtíð. Engar teikningar um hugsanlega viðbyggingu hafa ver- ið gerðar, en arkitektarnir að Há- skólabíói, sem tekið var í notkun 1961, eru þeir Guðmundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Hall- dórsson. GROHE Ladylux - Ladyline: Nytt fjölhæft heimilistæki i eldhúsiö ER BYGGINGAVÖKURHK Stuðmenn verða meðal þeirra skemmtikrafta sem fram koma á skemmt- uninni „Við viljum lifa“. Stórskemmtun í Laugardalshöll: Safna fé til styrktar sveltandi fólki í Eþíópíu SKEMMTUN til styrktar sveltandi fólki í Eþíópíu verður haldin í Laugardagshöll sunnudaginn 6. janúar 1985 og ber hún yfirskrift- ina „Við viljum lifa“. Á skemmtuninni munu koma fram margir helstu skemmtikraftar landsins, og standa þeir að þessari skemmt- un í samvinnu við íþrótta- og Æskulýðsráð Reykjavíkur. Af þeim listamönnum, sem koma fram á skemmtuninni má nefna Stuðmenn, Mezzo- forte, HLH-flokkinn og Ríó tríóið. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. íþróttaráð leggur til húsnæði, Æskulýðsráð legg- ur til alla vinnu, en allir aðilar sem standa að skemmtuninni gefa vinnu sína. Markmiðið með skemmtuninni er að safna andvirði eins flugvélafarms af matvælum handa sveltandi börnum í Eþíópíu. getum útvegað nokkra FORD SIERRA 3ja dyra glæsivagna af árgerð 1984 á frábæru verði. Kr. 379.000.- (gengi 20.12 ’84) Komið - Skoðið - Reynsluakið Opið: fimmtudag 9-20 föstudag 9-20 laugardag 13-17 Ford Sierra Bíll 9. áratugarins SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.