Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Fimm ár frá innrásinni í Afghanistan: Afghanskir skæruliðar í fjalllendi í Kunarhéraði skammt frá landamær- um Pakistans. og sveitum myrti múgur, sem ærð- ist vegna árása stjórnvalda á siði þeirra og trúarbrögð, stuðnings- menn Khalq-armsins. í Herat voru 5.000 myrtir í hefndarárásum Khalq-armsins. Sama varð uppi á teningnum í öðrum bæjum og upp- reisnir voru gerðar í hernum. Eitt helzta skotmark uppreisn- armanna voru rússneskir ráðu- nautar, sem voru orðnir 5.000 tals- ins sumarið 1979. Rússar reyndu að grafa undan Amin og auka völd Taraki, þar sem hann var þægari. En Amin frétti um samsærið og steypti Taraki, sem lézt með dul- arfullum hætti í september 1979. Þá ríkti alger ringulreið á landsbyggðinni og herinn stóð á barmi upplausnar. Amin, sem vantreysti hinum rússnesku bandamönnum sínum vegna Tar- aki-málsins, réð raunverulega að- eins lögum og lofum í Kabul með stuðningi nokkurra tryggra her- manna. Frændi hans, Assadullah Amin, var skipaður yfirmaður leynilög- reglunnar og varð að styðjast við Afghanir sameinaðir í baráttunni gegn Rússum H\l\1 árum eftir að Rússar réðust inn í Afghanistan er ekkert lát á andspyrnu skæruliða gegn sovézka hernámsliðinu. Á pessu ári hafa Rússar staðið fvrir einhverjum hörð- ustu aðgerðum sínum síðan innrásin var gerð, en andspyrnusveitirnar virðast hafa staðið þær af sér og láta engan bilbug á sér finna. Innrásin átti sér nokkurn að- draganda. Mahmoud Daoud hers- höfðingi hafði steypt Zahir kon- ungi 1973 með stuðningi Parch- am-arms kommúnistaflokksins og stuðningsmanna í landher og flug- her. Hann hafði verið upphafsmaður náinnar samvinnu við Rússa og þáði hernaðarlega og efnahags- lega aðstoð frá þeim. Hernaðar- aðstoðin var nauðsynleg til að leggja áherzlu á kröfu Afghana til landsvæðis Pakistansmegin landamæranna (Paktúnistan). Daoud reyndist marxistum hins vegar ekki eins fylgispakur og þeir höfðu vonað og bæði Parcham- og Khaiq-armurinn, sem venjulega deildu sín í milli, steyptu honum 27. apríl 1978, þegar hann hafði reynt að takmarka áhrif Rússa. Eini hluti heraflans, sem hélt tryggð við hann, var flugsveit í Shindand-flugstöðinni, en hún var of langt i burtu til að hafa áhrif. Um 2.000 menn voru myrtir eft- ir byltinguna, þar á meðal öll fjöl- skylda Daouds. Nýju valdhafarnir voru að miklu leyti liðsforingjar, sem Rússar höfðu þjálfað. UPPREISN Ný stjórn Mohammed Taraki naut stuðnings Rússa og var mjög háð sovézkum ráðunautum. Marg- ir afghanskir Múhameðstrúar- menn snerust gegn tilraunum hans og Hafizullah Amins, sem var valdamikill að tjaldabaki, til að koma á jarðaskiptingu og auka réttindi kvenna. Aftökur þúsunda stjórnarandstæðinga vöktu reiði. Sumarið og haustið 1978 lét Khalq-armurinn til skarar skríða gegn Parcham-arminum og myrti eða fangelsaði þá stuðningsmenn hans sem til náðist. En leiðtogar l'archam-armsins, þeirra á meðal Skæruliðar með talstöð í fjöllunum fyrir ofan Panjshir- dal. Skæruliði með loftvarnabys.su í búðum í Suður-Afghan- istan. Babrak Karmal, voru óhultir í Moskvu þegar hér var komið. Konungar Afghanistans höfðu umgengizt ættflokka landsins með varúð og gengu aldrei of langt í kröfum sinum. Mikil spenna hafði rikt í sambúð konunganna og ættflokkanna, en ættflokkahöfð- ingjarnir viðurkenndu konungana sem jafningja. Daoud hafði notið virðingar, þar sem hann var harður í horn að taka og aðalsmaður af gamla skól- anum. Amin var aftur á móti smá- bóndi og höfðingjarnir gátu með engu móti sætt sig við hann, hvað þá marxistastefnu hans. Amin fylgdi harðlínustefnu: hann gerði sér grein fyrir því að voldugir hagsmunir mundu kæfa hæga byltingu í fæðingu og eina leiðin væri róttæk bylting, sem mundi leggja hið gamla skipulag að velli. Að undirlagi hans voru margir handteknir eða líflátmr og lands- menn fylltust mikilli heift í hans garð. Amin reyndi að umturna þjóðfélaginu og efnahagskerfinu, en tilraunir hans til að grafa und- an hinu gamla þjóðskipulagi með jarðaskiptingum, árásum á presta og landeigendur, marxísku skyldu- námi og banni við andlitsblæjum og heimanmundi mögnuðu and- stöðuna. BORGARASTRIÐ Áður en eitt ár var liðið frá valdatóku Khalq-armsins geisaði uppreisn í nær hverju héraði og stjórnin fékk ekki við neitt ráðið. Uppreisnarmenn fylltust stöðugt meiri dirfsku og Amin beitti þyrl- um búnum sovézkum vopnum til að ráðast á þorp, þar sem skotið var skjólshúsi yfir uppreisnar- menn. Mikil grimmd af beggja hálfu einkenndi átök skæruliða og stjórnarhermanna. Bæði í borgum áhrifamenn úr eigin fjölskyldu, þar sem hann gat engum öðrum treyst. í desember réð óþekktur árásarmaður Asadullah af dögum og Amin fór að ráðum rússnesks ráöunauts, sem sagði að erfitt yrði að vernda hann í borginni og hann yrði óhultari í Darulamanhöll utan við borgina. Sovézkur lög- regluforingi, Viktor S. Paputin, lézt af sárum eftir skotbardaga (sumir sögðu við Asadullah) og þar með var stjórn Amins dauða- dæmd. Margar afghanskar hersveitir voru undir áhrifum sovézkra hernaðarráðunauta og vegna þrýstings uppreisnarmanna hafði Amin orðið að treysta æ meir á hjálp Rússa. Um miðjan desember voru um 10.000 vopnaðir Rússar í Afghanistan og þeim reyndist auðvelt að koma í kring stjórnar- byltingu, sem kom Babrak Karmal til valda. Rússar töldu hann áreið- anlegan kommúnista og treystu honum til að sýna meiri gát. INNRAS Byltingin var gerð 27. desember 1979. Sovézk fallhlífahersveit á Kabul-flugvelli réðst á Darulam- anhöll og myrti Amin og nokkra helztu aðstoðarmenn hans. Sama dag réðust sex rússnesk herfylki yfir landamærin og sóttu suður á bóginn eftir vegum, sem höfðu verið lagðir með aðstoð Rússa á árunum 1950—1970. Nokkrum dögum áður höfðu fallhlífaher- menn verið sendir til flugvalla í Afghanistan til að taka stjórn þeirra í sínar hendur. Afghanski herinn fékk ekki rönd við reist, þótt nokkrar deildir skammt frá Herat, Kabul og Jal- alabad veittu viðnám í nokkra daga. Fjórum dögum eftir að inn- rásin hófst hafði sovézka herliðið tryggt sér yfirráð yfir helztu borg- um, flugvölium, herstöðvum og vegum. Þetta var fyrsta hernaðaríhlut- un Rússa í landi utan Austur- Evrópu og fyrsta innrás þeirra í land í Þriðja heiminum. Innrásin olli hættulegum árekstrum austurs og vesturs. Hún vakti ugg í Kína, íran og Pak- istan um framtíðaráform Rússa í þessum hluta heims. Margir vest- rænir leiðtogar töldu að hún mið- aði að því að tryggja Rússum yfir- ráð yfir Persaflóa og gera þeim kleift að ógna olíuflutningum til Vesturlanda. Sumir héldu því fram að íhlut- unin væri liður í tilraun Rússa til að tryggja sér íslausa höfn, en vafasamt er að þeir hafi þörf fyrir slíka höfn svo fjarri framleiðslu- miðstöðvum sínum. Ef þeir fengju slíka höfn yrðu þeir auk þess að fara yfir einhver torfærustu svæði heims til að komast til hennar. Aðrir sögðu að skýringin á inn- rásinni væri sú að leyniþjónusta Rússa hefði brugðizt og þeir hefðu misskilið land og þjóð í grundvall- aratriðum. Líklegt er talið að Rússar hafi lagt Afghani og mú- hameðska ættflokka í Mið-Asíu- héruðum Sovétríkjanna aö jöfnu. Kynni þeirra af afghönskum marxistum höfðu ekki bent til þess að Afghanir væru snjallir skæruliðar. Starfsmenn KGB í Afghanistan vissu lítið um ástandið á lands- byggðinni og virðast hafa ráðið gegn innrásinni. Hvað sem því líð- ur notfærðu Rússar sér ekki möguleika á því að komast að samkomulagi við þjóðernissinna, sem voru andsnúnir Amin, áður en innrásin var gerð. Hernám Rússa var almennt for- dæmt. Óháð ríki fylltust tor- tryggni og fjandskap í þeirra garð. Allsherjarþing SÞ samþykkti að fordæma innrásina með 104 at- kvæðum gegn 18, en 18 ríki sátu hjá. Nokkur ríki ákváðu að taka ekki þátt í Olympíuleikunum í Moskvu 1980. Spennan í alþjóðamálum jókst eftir innrásina og hún batt raun- verulega enda á þróunina í átt til slókunar í sambúð austurs og vesturs, sem mótað hafði áttunda áratuginn. Þannig færðist heim- urinn nokkru nær kjarnorkustyrj- öld í upphafi niunda áratugarins. Innrásin bar þess merki að hún hafði verið undirbúin í flýti. Til- gangur Rússa hefur liklega verið sá að koma Karmal til valda í stað Amins og trúlega hafa þeir talið að afghanski herinn væri fullfær um að bæla niður uppreisnina. Innrásin fór fram í pólitísku tómarúmi. Parcharm-arminum undir forystu Karmals varð ekk- ert betur ágengt en Amin að tryggja stuðning almennings, en Rússar neyddust til að styðja mis- heppnaða stjórn hans. ANDSPYRNA Andstaða Afghana gegn íhlutun Rússa var hörð og nær alger frá upphafi. Strax fyrstu dagana eftir innrásina réðust borgarar á sov- ézka hermenn með grjót og hnífa að vopni. Efnt var til allsherjar- verkfalls í Kabul og fleiri borgum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.