Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Gistihúsið í Bláa lóninu, gufa frá virkjuninni í Svartsengi liðast upp í loftið að baki þess. Bláa lónið vakti áhugann — segir Þórður Stefánsson eigandi gistihússins á staðnum Vogum, 17. desember. ÞAÐ ER rúmlega eitt ár frá því að Þórður Stefánsson hóf rekstur gistihússins „Bláa lónið“, í ýfðu og óárennilegu hrauninu. Hann sagði í samtali við Mbl. að það væri ein- mitt eitt af sérkennum staðarins, útlendingum þstti alveg stórkost- legt að vera „á miðjunni á engu“. Eins og flestum er eflaust kunnugt dregur gistihúsið nafn af Bláa lóninu, sem er affalls- vatn frá Orkuveitu Hitaveitu Suöurnesja. Það er einmitt Bláa lónið sem vakti áhuga Þórðar á að setja á stofn gisti- og veit- ingarekstur á þessum stað. Hann sagði að BÍáa lónið væri stórkostlegasta baðströnd í víðri veröld. f lóninu væri brimsaltur sjór og hitinn eins og að fara í gott baðker, síðan er hægt að velja um hita sem hverjum hentar. Um 80% þeirra sem hafa gist í gistihúsinu við Bláa lónið eru út- lendingar. Norðmenn hafa verið sérstaklega duglegir við að sækja staðinn. Ennfremur hefur verið mikið um áhafnir á einka- flugvélum og einnig áhöfnin á flugvél British Airways, sem lenti á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar sl. sumar svo dæmi væru tekin. Þá hefur grænlenska landhelgisgæslan verið með föst viðskipti undan- farið. Þeir útlendingar sem koma í gistihúsið dvelja oftast í 7 til 14 daga. Norðmenn sem hafa komið til að baða sig í lón- inu hafa fengið skýran árangur á tveimur til þremur dögum. Þórður sagðist hafa fengið mikið af þakkarbréfum frá út- lendingum sem hafa dvalið hjá honum, en í haust var allt fullt þar til verkfallið byrjaði, en þá var eins og klippt á allt. Utlend- ingar sem hafa komið eru farnir að panta aftur. Það er stöðugur straumur í Bláa lónið, og það verður æ vin- sælla að fara í eftirmiðdagskaffi í gistihúsið við Bláa lónið. Metið í eftirmiðdagskaffi er 180 manns á dag. Þá hefur þótt hentugt að halda smáráðstefnur á staðnum, og er þegar töluvert pantað fram í janúar. í vetur hefur verið boðið upp á helgarpakka sem aðallega hafa verið notaðir af amerískum fjöl- skyldum. Er áberandi að þær ís- lensku fjölskyldur sem koma einu sinni koma aftur. í gistihúsinu við Bláa lónið eru 10 tveggja manna herbergi, í þeim eru sjónvarp, útvarpstæki með innbyggðri vekjaraklukku, og sturtubað með nuddi í hverju herbergi. í húsinu er mynd- bandstæki. Þá hefur staðurinn fengið leyfi fyrir létt vín. Þórður hefur áhuga fyrir að búa til skautasvell en veður hefur ekki gefið tilefni til þess í haust. E.G. Kjörís Hveragerði, 12. desember. ÍSGERÐIN Kjörís í Hveragerði hef- ur nú starfað í 15 ár og þ. 24. nóv- etnber sl. var þess minnst hátíðlega með veislu í hinum vistlegu húsak- ynnum fyrirtækisins að viðstöddum mörgum boðsgestum. Þar rakti Haf- steinn Kristinsson framkvæmda- stjóri sögu fyrirtækisins frá upphafi og gestir fengu að skoða alla þá tækni sem er til staðar og nota þarf við þessa margþættu framleiðslu. Ég hitti Hafstein að máli í hinni nýju fallegu skrifstofu hans og bað hann að segja örlítið frá starfseminni. „Við hófum framleiðsluna þ. 1. apríl 1969, í húsi sem var 275 m2. Var í fyrstu mjög þröngt um okkur, t.d. var fyrsta skrifstofan mín 6 m‘ og var jafnframt kaffi- stofa starfsfólksins. En við höfum jafnt og þétt verið að bæta við húsakynnin og erum nú með 1500 mz gólfflöt undir starfsemina. Sið- asta viðbyggingin er 450 mz og kostar 4 milljónir fullfrágengin eða aðeins innan við 10 þúsund hver fermetri og þykir það gott verð nú til dags. Framleiðslan hefur aukist í svipuðu hlutfalli og húsnæðið og tegundunum er sífellt að fjölga, munu vera komnar yfir 60 og er alltaf að bætast við. Á þessu ári komu 4 tegundir af Breeg-pinnum sem náðu miklum vinsældum og nýkomið er á markaðinn þeyti- krem, sem selt er frosið og þýtt fyrir notkun, það lofar góðu. Við keyptum vél frá Bandaríkjunum sem pakkar þeytikreminu í fernur, sem eru mjög þægilegar, smáar fyrir almenning en stórar fyrir hótel og mötuneyti. 15 ára Við byrjuðum með 1 lítinn sendibíl en erum nú með 6 flutn- ingabíla, þar af 4 með frystikerfi og dreifa þeir vörunum um allt land, nema Austur- og Vestur- land. Höfum við umboðsmenn á Akureyri, ísafirði og í Vest- mannaeyjum. Á launaskrá eru núna 25 manns og fleiri eru yfir sumartímann. Salan var ágæt á þessu ári og við horfum björtum augum til fram- tíðarinnar," sagði Hafsteinn að lokum. Óska ég þeim til hamingju með áfangann og að vonir þeirra megi rætast. Sigrún Eldvíkin við bryggju á Vopnafirði, slökkvistarf er í gangi og reykinn leggur yfir höfnina. Eldur í flutninga- skipi, en lítið tjón Gaf dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi fánastöng VopnarirAi, 9. desember. Vöruflutningaskipið Eldvík sigldi á bryggju hér í morgun, sunnudag. Við ásiglinguna kom rifa og töluverð dæld á kinnung skipsins bakborðs- megin. Það var svo um hádegisbilið er skipverjar voru að sjóða í rifuna að eldur komst í einangrun og varð af mikill reykur, slökkvilið Vopna- fjarðar var kallað út og tókst að ráða niðurlögum eldsins fljótlega. Skemmdir urðu smávægilegar á tré- brettum og klæðningu í lest en talið er að saltfiskfarmurinn hafi að mestu eða öllu leyti sloppið. Héðan sigldi Eldvík svo síðdegis í dag áleiðis til Neskaupstaðar en þar var reiknað með að sjópróf vegna málsins færu fram. Þess má að lokum geta að slökkviliðið var mjög fljótt á vettvang eða um 7 mínútur frá útkalli og má það telj- ast mjög vel að verið ekki síst þeg- ar það er haft í huga að hjá slökkviliðinu er engin vakt. B.B. Hafa selt 100 t. af heyi til Færeyja Styfckbihólmi, 17. deNember. í HADST færði Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar í Keykjavík, dvalarheimilinu hér veg- lega fánastöng með fána og tilheyr- andi, en Gísli var hér smástund og kynnti sér mál aldraðra. Var hann mjög hrifinn af dvalarheimilinu, fyrir- komulagi öllu og rekstri. Átti hann tal við sveitarstjóra og forstöðukonuna sem lýstu fyrir honum fyrirkomulagi öllu. Sem þakklætis- og virðingarvott sendi svo Gísli dvalarheimilinu þessa myndarlegu flaggstöng sem nú hefir verið komið fyrir á góðum 3taö utan við heimilið. Högni Bær- ingsson, verkstjóri Stykkishólms- hrepps, sá um uppsetningu flagg- stangarinnar, en Guðlaug Vigfús- dóttir, forstöðukona dvalarheimilis- ins, veitti henni viðtöku. Flaggstöngin sómir sér vel og gef- ur umhverfinu sérstakan blæ. y h S íiTrrr x Gísla var sérstaklega þökkuð rausnarleg gjöf og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Gísli lítur ut á landsbyggðina með góðum hug og gjafmildi. Ahugi hans á velferð aldraðra er þjóðkunnur og lif sitt og störf hafa hann og fjölskylda hans helgað eldri borgurum landsins. Árni NOKKRIR bændur á Fljótsdalshér- aði hafa síðan í sumar selt um 10(1 tonn af heyi til Eæreyja. llndanfarin fimm ár hafa þeir selt hey þangað en aldrei jafn mikið og nú. Möguleikar eru til sölu enn meira magns en þar sem salan takmarkast við þá bæi þar sem aldrei hefur komið upp riðu- veiki er útlit fyrir að Austfirðingar geti ekki selt meira hey í ár. Þorsteinn Sveinsson, kaupfé- lagsstjóri hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa á Egilsstöðum, en kaupfé- Iagið hefur milligöngu um heysöl- una, sagði í samtali við Mbl. að heyið væri flutt út í gámum með skipum Skipareksturs sem sigla hálfsmánaðarlega á milli Aust- fjarðahafna og Færeyja. Sagði hann að það væru aðallega hesta- menn sem keyptu heyið en þeir keyptu mikið af heyi frá Dan- mörku sem þætti lélegra en það íslenska. Sagði hann að bændurnir fengju 1,40 kr. danskar (5 krónur íslenskar) fyrir hvert kíló, komið um borð í flutningaskipið en flutn- ingurinn til Færeyja kostaði 90 aura danska (3,30 kr. íslenskar) á kílóið þannig að komið til Færeyja kostaði heykílóið 2,30 kr. (8,30 kr. íslenskar). Aðspurður um hvort þarna gæti verið meiri markaður fyrir ís- lenskt hey sagði Þorsteinn að svo gæti verið en hinsvegar væri afar kostnaðarsamt að flytja heyið. Enginn grundvöllur virtist til dæmis til að flytja hey af Norður- landi og setja um borð í skipið á Austurlandi vegna kostnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.