Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 41 Sigurður A. Guð- mundsson málara- meistari - Minning Fæddur 3. febrúar 1925 I)áinn 15. desember 1984 Þann 15. desember sl. andaðist Sigurður Ásgeir Guðmundsson, málarameistari, Aðalstræti 19, ísafirði. Hann var fæddur á Isa- firði 3. febrúar 1925 og var því aðeins 59 ára gamall þegar hann lézt. Foreldrar Sigurðar voru þau hjónin Margrét Pétursdóttir frá Hnífsdal og Guðmundur E. Sæ- mundsson frá Arnardal, málara- meistari á ísafirði. Á unglingsárum sínum stundaði Sigurður sjómennsku á fiskiskip- um frá ísafirði og vann við þau störf fram yfir tvítugsaldur. I nokkur ár vann hann við akstur vörubifreiða. Sigurður nam mál- araiðn hjá föður sínum og tók sveinspróf í þeirri iðngrein á árinu 1949, þá 24 ára gamall. Hann vann lengi að iðn sinni hjá föður sínum og síðar til dánardægurs hjá fyrir- tækinu G.E. Sæmundsson hf. Sigurður kvæntist 23. júlí 1955 Önnu Hjartardóttur Sturlaugs- sonar í Fagrahvammi í Skutuls- firði og fyrri konu hans, Arndisar Jónasdóttur frá Borg í Reykhóla- sveit. Þau Sigurður og Anna eign- uðust þrjá syni. Elstur sona þeirra er Hjörtur Arnar, fæddur 7. júlí 1957. Hann vinnur nú skrifstofu- störf hjá Pólnum hf. á ísafirði. Annar sonur þeirra er Pétur Sig- urgeir, fæddur 28. desember 1958. Hann er vélstjóri og fiskiðnaðar- maður og starfar nú sem verk- stjóri hjá Niðursuðuverksmiðj- unni hf. á ísafirði. Hann er kvænt- ur Kristínu Böðvarsdóttur og eiga þau einn son. Þriðji sonur þeirra Sigurðar og Önnu er Gunnar Þór, fæddur 16. janúar 1964. Hann er málari og starfar hjá fyrirtækinu G.E. Sæmundsson hf. á ísafirði. Sá sem þessar línur ritar átti þess kost að kynnast Sigurði Á. Guðmundssyni allvel. í mörg ár þurfti ég oft að leita til fyrirtækis- ins G.E. Sæmundssonar hf. um málningarvinnu við hús okkar hjónanna, bæði innan húss sem utan. Alltaf eða oftast kom það í hlut Sigurðar að vinna þessi verk, stundum einsamall, en það kom líka oft fyrir að með honum unnu einn eða fleiri piltar, sem þá voru við nám hjá G.E. Sæmundssyni hf. I þeim tilvikum var Sigurður að sjálfsögðu verkstjórinn. Ég varð oft var við að Sigurður gerði sér far um að leiðbeina þeim iðnnem- um sem með honum unnu. Það var mín reynsla að Sigurður væri mjög duglegur og vandvirkur iðn- aðarmaður. Sigurður Á. Guðmundsson var maður vandaður til orðs og æðis. Ég heyrði hann aldrei viðhafa hnjóðs- eða köpuryrði í garð nokk- urs manns. Hann var maður vel- viljaður og hjálpsamur þegar hann gat því við komið. Ég votta Önnu Hjartardóttur, sonum hennar sem og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Jón Á. Jóhannsson Óskar Guðlaugs son — Minning í dag verður mágur minn, Óskar Guðlaugsson, borinn til hinstu hvíldar frá Fossvogskapellu. Hann andaðist eftir langa og erfiða sjúkdómslegu á Landspítalanum hinn 18. desember sl. Óskar fæddist hér í Reykjavík 31. janúar 1931, sonur hjónanna Guðlaugs Guðmundssonar, bryta, og Sigurlínar Jónasdóttur og var því tæpra 54 ára er hann lést. Hann ólst upp í Vesturbænum og eftir almennt skólanám vann hann ýmis störf m.a. hjá föður sínum, sem rak allumfangsmikla veitingastarfsemi um langt skeið. Hugur Óskars hneigðist snemma að flugi og lauk hann ungur að árum bæði einkaflugmannsprófi og síðar atvinnuflugmannsprófi. Hann réðst í að kaupa litla flugvél og rak hana um sinn, en sá rekstur varð ekki áfallalaus þar sem vélin eyðilagðist í lendingu án þess að slys yrðu á mönnum. Réðst hann eftir það til Veð- urstofu íslands og vann þar í rúmlega 10 ár, en stundaði síðan sjómennsku á togurum og ýmis Útförin í dag 1 DAG fer fram útför Jóhannesar Jónssonar Jans garðyrkjubónda í Dalbæ í Reykholtsdal. Minningar- orð um hann munu birtast hér í blaðinu á morgun, laugardag. störf meðan heilsan leyfði. Rúm- lega þrítugur að aldri tók hann að kenna þess sjúkdóms sem að lok- um varð honum að aldurtila. Þessi sjúkdómur var Multiple Sclerosis eða MS eins og hann er almennt nefndur nú á tímum. En í þá daga eða fyrir 20 árum þekkti fólk al- mennt lítið til þessa erfiða og lam- andi sjúkdóms og gerði sér litla grein fyrir áhrifum hans og þeim vanda, sem hrjáði sjúklinginn. Óskari og fjölskyldu hans var snemma Ijóst við hvers konar sjúkdóm hann átti að etja. En þó hann vissi það, bar hann ekki að- steðjandi vanda sinn á torg en reyndi eftir mætti að stunda þau störf bæði á sjó og landi er hann tókst á hendur af trúmennsku og samviskusemi. En fljótlega kom þó á daginn, að hann gekk síður en svo heill til skógar, þó við mörg hver af vandamönnum hans gerð- um okkur það ekki ljóst. Skugginn af þessum sjúkdómi, MS, hefur því grúft yfir æfi hans og fjölskyldu hans í um tvo ára- tugi. Árið 1955 gekk Óskar Guð- laugsson að eiga systur mína, Dýrleifi Jónínu Tryggvadóttur. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, en öll hafa þau vaxið upp í skugga þeirrar erfiðu lífsbaráttu, sem þau hjónin hafa háð í tvo ára- tugi við síþverrandi líkamsþrótt og vaxandi heilsuieysi eiginmanns og föður. Stundum er rætt um hetjur hversdagslífsins með nokkrum al- vöruþunga. En ég held að fáum sé gefið að geta sér einu sinni til um hve stórar þessar hetjudáðir eru í raun og veru. Við getum vorkennt og vottað samúð okkar þegar verst á stendur, en hverju skiptir það í raun og veru þegar um er að tefla raunhæfa hjálp við þessar hetjur jafnvel í okkar þróaða velferðar- ríki. Með Óskari Guðlaugssyni er fallin ein af þessum hetjum hvers- dagslífsins, sár á sál og líkama eftir linnulitla og nánast vonlausa lífsbaráttu um áratugaskeið. Ég og fjölskylda mín vottum af alhug eftirlifandi konu Óskars, Dýrleifi systur minni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum einlæga samúð okkar. Baldvin Tryggvason t SESSELJA SIGURDARDÓTTIR, Kársnesbraut 50, Kópavogi, áður húsmóðir á Akurholti, veröur jarösungin frá Kolbeinsstaöakirkju laugardaginn 29. desember kl. 13.30. Kveöjuathöfn veröur i Kópavogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 15.00. Borghildur Stefánsdóttir, systkíni, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, GUDBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, óöur Baldursgötu 4, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu laugardaginn 29. desember kl 13 30 Kristin Jónsdóttir, Arndis Jónsdóttir. t Móöir min, INGIBJÖRG GUDRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Brekkuhvammi 6, Hafnarfirði, sem andaöist 19. desember aö Sólvangi, veröur jarösungin i Þjóö- kirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 28. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir Fyrir hönd vandamanna, Maddý Guðmundsdóttir. t Kveöjuathöfn um móöur mina, STEFANÍU SIGURDARDÓTTUR frá Klöpp í Garði, Noröurbrún 1, Reykjavík, fer fram frá Askirkju laugardaginn 29. desember 1984 kl. 10.30. Utförin veröur gerö sama dag frá Utskálakirkju kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Askirkju eða Krabbameinsfélag íslands. Sigurður Jóhannesson, Efstasundi 39, Reykjavlk. t Eiginkona min, dóttir, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Blönduhlíð 22, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 28. desember, kl. 13.30. Þeim er vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Islands. Jóhannes Hannesson, Guðný Guömundsdóttir, Hannes Jóhannesson, Svavar Jóhannesson, Jónina Jóhannesdóttir, Halldóra Svavarsdóttir, ósklrð Svavarsdóttir, Már Karlsson, Elín Jóhanna Másdóttir, Krístján Már Arnarson, Stefanía María Másdóttir, Guðný Viktoria Másdóttir. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Njálsgötu 82, lést aö heimili sinu 24. desember. Jaröarförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13 30 Eyjólfur Gíslason, Gísli Eyjólfsson, Sigrlöur Guönadóttir, Alfreð Eyjólfsson, Guöjónia Bjarnadóttir, Guðmundur I. Eyjólfsson, Sigrún Bjarnadóttir, Gylti Eyjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Ásgeir Eyjólfsson, Sjöfn Eyfjörð og barnabörn. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANNESJÓNSSON, Dalbæ, Reykholtsdal, er lést aö heimili sinu 22. desember, veröur jarösunginn 28. des. kl. 13.00 frá Reykholtskirkju. Jarösett veröur frá Hafnarfjaröar- kirkjugaröi. Ferö veröur frá B.S.I. kl. 10.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Kiwanisklúbbinn Jökla. Jón Jakob Jóhannesson, Bernhard Jóhannesson, Hugrún Björk Hauksdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Bernhard Þór Bernhardsson, Magni Már Bernhardsson. t Faöir minn, JÓN STEFÁNSSON VOPNI, Gránufélagsgötu 43, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Unnur Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar. tengdafaöir og afi ÓSKAR GUÐLAUGSSON, Gnoöarvogi 34, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag föstudaginn 28. desember kl. 10.30. Dýrleif J. Tryggvadóttir, Guölaugur Tr. Óskarsson, Þorbjörg Árnadóttir, Baldvin Óskarsson, Sigurlin R. Óskarsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Óskar J. Óskarsson, Anna Elin Óskarsdóttir, Hjálmar /Evarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.