Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 25 Páll páfl biðst fyrir í glugga vinnustofu sinnar við Pét- urstorg að viðstöddum 100 þúsund áheyrendum. Páfi fordæmdi sprengjutilræðið á sunnudag og kvað það „hræðilegt fjoldamorð" og í biturri mótsögn við friðar- boðskap jólanna. Jóhannes Páll páfi II: Henry prins af Wales, yngri sonur Karls Bretaprins og lafði Diönu, sem skírður var í vikunni fyrir jól, var stjarnan í jólaboðskap ömmu sinnar, Elizabethar II Englandsdrottningar, sem hún fhitti þegnum sínum í Samveldislöndunum. A mynd þessari sem tekin var í tilefni af skírninni eru langamman, Elizabeth drottningarmóðir, Elizabeth II drottning og foreldrarnir, Karl og Diana, með barn sitt. Von mannkyns að ílnna í fagnaðarboðskap Krists Betlehem, Páf*ftar«i. London of New Vorlt, í HINU litla bæjarfélagi Betle- hem, sem er á hernámssvæði ísra- ela á Vesturbakkanum, birtist jóla- hátíðin fólki með ýmsu móti nú, ekki síður en fyrir 1984 árum, er Jesús fæddist. Elíasi Freij bæjarstjóra voru jólin ekki síst fagnaðarefni fyrir þá sök að Shimon Peres, heim- sótti bæinn, fyrstur ísraleskra forsætisráðherra. Freij kvaðst vona, að með heimsókninni væri stigið skref í þá átt að leysa sambúðarvandamál Araba og ísraela. Hermenn voru á verði á hús- þökum umhverfis Jötutorg og höfðu gát á hverri hreyfingu við Fæðingarkirkjuna. Pílagrímar voru margir hverjir komnir um langan veg til þess að líta fæð- ingarbæ Krists í Júdeuhæðum. „Mig hefur lengi langað til að sjá hvar Jesús gekk um, og ég held, að þessi ferð eigi eftir að styrkja mig í trúnni,“ sagði Eva Ver- hulst, sem er mótmælendatrúar og býr í Yuma í Arizona. 27. desember. AP. Ferðamálastjóri Betlehems- bæjar, George Sammour, taldi að um 6000 ferðamenn hefðu komið um jólahátíðina, um 3000 færri en í fyrra, og vildi hann kenna fækkunina slæmu efna- hagsástandi í heiminum. Ibúar Betlehem eru alls um 15000 tals- ins. Á Péturstorgi lýsti Jóhannes Páll páfi II yfir „bróðurlegri samstöðu" með fátækum, bæði þeim sem yrðu að þjást líkam- lega vegna hungursneyðar, eins og þeirrar er nú herjaði í Eþíópíu, Mozambique og víðar í Afríku, og þeim sem undirokaðir væru andlega af neyslustefnu eða alræðisstjórnum. Viðstaddir ræðu páfa voru um 100 þúsund áheyrendur og á sól- böðuðu Péturstorginu var fag- urlega skreytt jólatré í öllum regnbogans litum. Páfi bað um stuðning við „fórnarlömb ofbeld- is“ hvar sem væri í heiminum og kvað sprengjutilræðið sem átti sér stað á sunnudag í troðfullri ítalskri járnbrautarlest „hræði- legt fjöldamorð". Einnig nefndi páfi „þúsundir sem neyðst hefðu til að flýja heimili sín“, atvinnu- lausa, sjúka og aldraða. Páfi minntist fæðingar Krists og taldi von mannkyns, sem nú stæði frammi fyrir stöðugri kjarnorkuvá, að finna í fagnað- arboðskap hans. Loks flutti páfi óskir um „blessunarrík jól“ og mælti á 45 tungumálum, þar á meðal móð- urmáli sínu, pólsku. Athöfninni var sjónvarpað beint til 13 landa í Vestur- Evrópu. Þar að auki var hún send til a.m.k. 21 lands í Norður- og Suður-Ameríku, Asiu og Af- ríku. Ekki var útvarpað þaðan til Póllands eða annarra Austur- Evrópulanda fremur en fimm síðustu árin. í jólaboðskap Elísabetar II Englandsdrottningar til sam- veldislandanna var yngsta barnabam hennar, Harry prins, aðalstjarnan. Kvað drottning þjóðum heims mundu ganga bet- ur að lifa í sátt, ef þær höguðu sér ögn líkara börnum. „Við gætum t.d. tekið okkur trúnaðartraust barna til fyrir- myndar, og fúsleika þeirra til að fyrirgefa. Það gæti dregið úr tortryggni og sjálfsblekkingu á meðal okkar og hjálpað okkur að standa saman,“ sagði drottning. Móðir Theresa sem er í píla- grímsför í Eþíópíu sagði við fréttamenn þegar hún kom tii Addis Ababa: „Ég er hingað komin til að hitta fátæka og sjúka.“ Móðir Theresa, sem er yfirmaður hjálparstarfs kaþ- ólska trúboðsins í Indlandi, fór eftir stutta viðdvöl til hjálpar- stöðva á þurrkasvæðunum. Um 26 indverskar systur úr reglu Móður Theresu vinna líkn- arstörf í hjálparstöðvum í Eþíópíu á meðal þúsunda fórnar- lamba hungursneyðarinnar í landinu. í E1 Salvador var lýst yfir vopnahléi yfir jólahátíðina. Víetnamar fara með báli og brandi um Kambódíu Sextíu þúsund manns flýja inn í Thailand eftir að Víetnamar höfðu kveikt í búðum þeirra Blýlaust benzín á markað Rotterdam, 27. desember. AP. Rfkisolíufélagið í Kuwait hefur nú sett biýlaust benzín á markað í Evr- ópu og fæst það á 30 benzínstöðvum í fimm ríkjum Vestur-Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem blýlaust benz- ín er fáanlegt í Evrópu. Benzínið blýlausa er framleitt í hreinsunarstöð fyrirtækisins í Rotterdam. Búist er við að í árs- byrjun 1989 komi í gildi reglur Evrópubandalagsins um mengun- arvarnir, og af þeim sökum er blý lausa benzínið sett á markað nú. Aðeins fjórðungur fólksbíla í Evr- ópu mun gerður til að brenna blý- lausu benzíni. Lítrinn af blýlausa benzíninu er seldur á 1,89 gyllini í Hollandi, jafnvirði 21,70 króna. Benzínið er einnig selt í Belgíu, Lúxemborg, Danmörku og Svíþjóð. Ríkisolíufélagið í Kuwait á Gulf-bensínstöðvarnar í sex Evr- ópulöndum. I Hollandi eru Gulf- útsölur samtals 270 og er blýlausa benzínið selt á 15 þeirra. Á næstu mánuðum verður stöðvunum fjölgað í 60, og er búist við að 10% allrar benzínsölu Gulf í Hollandi á næsta ári verði blýlaust benzín. Líbýa: Fjórir Bretar látnir lausir London, 27. des. AP. FJÓRIR Bretar, sem hafa verið fangar í Líbýu í 7 mánuöi, verða væntanlega látnir lausir í janúar- byrjun. Skýrði talsmaður erkibisk- upsins af Kantaraborg frá þessu í gærkvöldi. Moammar Khadafy, leiðtogi Líbýumanna, hét í gær Terry Waite, sérstökum sendimanni erkibiskupsins, að hann myndi gera það að sínu fyrsta verki að mæla með því við Þjóðþing Líbýu, að mennirnir verði látnir lausir, er þingið kemur saman í byrjun janúar nk. Mennirnir fjórir hafa verið hafðir í stofufangelsi í húsi einu í Trípólí. Veður víða um heim Akureyri 1 skýjaö Amsterdam 4 skýjað Aþena 15 skýjað Barcelona 9 skýjað Berlin snjókoma Brussel 4 bjart Chicago +1 skýjað Dublin 7 skýjað Feneyjar 0 þoka Franklurt 3 rigning Genl 2 skýjað Helsinki h4 skýjað Hong Kong 15 skýjað Jerúsalem 14 skýjað Kaupmannahötn 1 skýjað Las Palmas 20 skýjað Liaaabon 14 bjart London 7 skýjað Los Angeles 12 bjart Luxemborg 1 þokumóða Malaga 14 bjart Mallorca 12 skýjað Miami 26 skýjað Montreai +19 skýjað Moskva 415 bjart New York 6 skýjað Oslð 1 skýjað Parts 8 skýjað Peking 42 bjart Roykjavík 3 súld Rio de Janeiro 32 skýjað Rómaborg 9 skýjað Stokkhólmur 42 skýjað Sydney 22 bjart Tókýð 8 skýjað Vfnarborg 4l snjókoma Þórshötn 3 lóttskýjað Bugkok, 27. den. AP. Andkommúnískir skæruliðar í Kambódíu reyndu í dag að ná aftur á sitt vald bækistöð þeirri, sem þeir höfu mist í hendur Víetnömum í gær. Gerðu þeir ákafar gagnárásir í þessu skyni í dag og reyndu samtím- is að stöðva birgðaflutninga Víet- nama að baki víglínunnar. Anusorn Krissanasareni, tals- maður thailenska hersins skýrði fréttamönnum svo frá í dag, að herinn hefði verið látinn taka sér viðbragðsstöðu við landamærin við Kambódíu í því skyni að koma í veg fyrir, að bardagarnir bærust yfir á thailenskt landsvæði. Harðir bardagar geysa jafn- framt enn á milli Rauðu Kmer- anna og Víetnama fyrir sunnan borgina Aranyaprathet á landa- mærum Thailands. Herlið Víetnama hóf mjög harða sókn sl. þriðjudag gegn mörgum bækistöðvum Kambódíu- manna meðfram landamærum Thailands, en þaðan hafa þeir haldið uppi miklu viðnámi gegn Víetnömum. Náðu Víetnamar á sitt vald Rithisen-bækistöðinni, sem var sú stærsta í sinni röð af um 20 bækistöðvum á landamær- unum. í Rithisen höfðu dvalizt yfir 60.000 flóttamenn og voru það ein- göngu óbreyttir borgarar. Flýði þetta fólk inn í Thailand undan sókn Víetnama og verður nú að reiða sig á alþjóðlegar hjálpar- stofnanir varðandi húsaskjól og fæðuöflun. Stóðu búðir flótta- mannanna i Rithisen í ljósum log- um, eftir að Víetnamar höfðu bor- ið eld að þeim. f sókn sinni vestur á bóginn hafa Víetnamar beitt bæði skriðdrekum og öflugum fallbyss- um. Maoistar myrða 15 liuancayo, Perú. 27. desember. AP. SK/ERULIÐAR, Maoistar úr hreyfmgu, sem kallar sig „skín- andi stígur“ í Perú, réðust um jól- in inn í afskekkt fjallaþorp í And- esfjöllum, drógu 15 manns út úr kofum sínum og myrtu þá að öðr- um þorpsbúum áhorfandi. Gáfu skæruliðar fólkinu að sök að hafa aðstoðað stjórnarhcrmenn sem þeir berjast gegn. Koparnáma er í nágrenni þorpsins sem um ræðir og ku hafa farið vel á með þorpsbúum og hermönnum sem gæta nám- unnar. Hermennirnir hafa gert hinum „skínandi stíg“ skráveifur á þessum slóðum og hinir síðar- nefndu gjarnan svarað með hryðjuverkum gegn óbreyttum. 4.000 manns hafa fallið í hug- sjónastríði skæruliðanna gegn ríkisstjórn landsins síðustu 4 ár- in, skæruliðar, hermenn og ekki síst saklaust fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.