Morgunblaðið - 28.12.1984, Side 23

Morgunblaðið - 28.12.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 23 Ólafsfjarðarvatn: „Nær ótakmarkað- ir möguleikar til hafbeitara — valdabarátta á stofnfundi hlutafé- lags um fiskeldi í vatninu í ÓLAFSFIRÐI er í undirbúningi stofnun hlutafélags um laxeldi í Ólafsfjard- arvatni. Ólafsfjarðarvatn er talið vera kjörið til fiskeldis og hafa þar verið í gangi laxeldistilraunir í nokkur ár á vegum veiðifélagsins. Á stofnfundi félagsins, sem á að heita Óslax hf., urðu nokkrar væringar vegna þess að meiri hlutafjárloforð söfnuðust en upphaflega var gert ráð fyrir. Gert hafði verið ráð fyrir 5 millj. kr. hlutafé og var stjórn Veiðifélags ólafsfjarðarár með hugmyndir um að eiga 20% hluta- fjár en að SÍS og KEA ættu sam- tals 40% og aðrir aðilar 40%. Fyrir stofnfundinn voru stofnaðil- ar búnir að skrifa sig fyrir 3,6 milljónum og á fundinum skrifuðu þeir sig fyrir 6,6 milljónum kr. til viðbótar þannig að hlutaféð var orðið helmingi meira en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Fyrir utan veiðifélagið, SÍS og KEA skrifuðu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Hrað- frystihús Magnúsar Gamalíels- sonar, Sæberg, Olíufélagið Skelj- ungur, Eimskip og fleiri aðilar sig fyrir hlutafé. Veiðifélagið, SÍS og KEA sam- þykktu ekki að svo mikið hlutafé yrði í félaginu og urðu um það snarpar umræður þannig að ekki tókst að ljúka stofnfundarstörf- um. Forsvarsmenn veiðifélagsins segjast vilja halda oddaaðstöðu landeigenda í félaginu en einka- rekstrarmennirnir telja að SÍS sé með þessu að tryggja yfirráð sín í félaginu og beiti veiðifélaginu fyrir sig í því efni. Hefur einkafyr- irtækjunum nú verið boðið að kaupa 20% þess hlutafjár sem þeir skrifuðu sig fyrir og ætla flestir þeirra að gera það. Þó er vitað að SH mun ekki taka þátt í félagsstofnuninni ef staðið verður að henni með þessum hætti. Framhaldsstofnfundur verður haldinn eftir áramót og þar væntanlega gengið frá stofnun fé- lagsins. Sveinbjörn Árnason á Kálfsá, formaður Veiðifélags ólafsfjarð- arár, sagði að undanfarin ár hefði veiðifélagið verið með fiskeldistil- raunir í vatninu. Skilyrðin 1 vatn- inu væru slik að þar virtust vera nær ótakmarkaðir möguleikar til hafbeitar. Vatnið sagði hann að væri lagskipt. Ofan á rynni ferska vatnið og myndaði eins konar gróðurhús fyrir sjóinn sem undir er þannig að hann hitnaði. Seiðin væru sett i 4 metra djúpar nætur og gætu vanist seltunni smám saman með því að færa sig neðar. Sveinbjörn sagði að í haust hefðu verið tekin um eitt þúsund seiði og sett í tjörn á landi sem væri fóðruð með dúk og yfirbyggð. I hana væri dælt heitum sjó úr vatninu og hefði þessi tilraun gef- ið góða raun. Seiðin hefðu verið 265 grömm í október en í byrjun desember hefðu þau verið orðin 600 grömm að þyngd. Virtust því vera góðir möguleikar til eldis í Leidrétting I frétt, sem birtist í Morgun- blaðinu 22. desember um menn, sem eru á förum til útlanda í kristniboð, var sagt að Ólafur Ólafsson væri læknismenntaður. Þetta er rangt. Ólafur Ólafsson er útskrifaður úr kristniboðsskólan- um í Osló, sama skóla og faðir hans, Felix Ólafsson, útskrifaðist frá, en Felix var fyrsti íslenzki kristniboðinn, sem fór til Konsó i Eþíópíu ásamt konu sinni, Krist- ínu Guðleifsdóttur. Þar er Ólafur fæddur. Hann hefur einnig stund- að framhaldsnám við Árósahá- skóla og mun taka prestsvígslu áð- ur en hann heldur til Bahrein, þar sem hann hefur verið ráðinn sjúkrahússprestur. tjörnum á landi samhliða hafbeit- inni sem aðaláherslan yrði þó lögð á. Sagði Sveinbjörn að ef hafbeit ætti rétt á sér einhvers staðar á Norðurlandi væri það í ólafsfirði, slík væru skilyrðin. FYRIR GAMLÁRSKVÖL Flugeldaskot fyrir haglabyssur 6 stk. pakkar blandaöir litir kr. 41£ ^ pakkinn. ~ huflime s p o R T B Ú Ármúla 38, sími 83555. Ð I Rafeindaritvélamar ZX 400 og ZX 500 Stafahjól. Vélarnar eru með 112 stafa leturhjól (..Daisywheel"), sem er komið fyrir i hlífðarstykki, og er mjög auðvelt að setja i vélina og taka úr. Hægt er að fá 8 mismunandi stafa- hjól í báðar vélarnar. ZX 500 vélin er auk þess búin mörgum þægilegum möguleikum, sem gera alla vinnu við vélritun auðveldari, Sem dæmi má nefna: 26 stafa skjá, sem gerir kleift að skoða orð og set- ningar, áður en þær eru settar á blað Þetta er einkar hentugt, þegar verið er að semja bréf, eða þarf að leið- rétta. Þá er hægt að sjá uppsetningu bréfsins fyrst, og leiðrétta, eftir því, sem þurfa þykir, og láta síðan vélina prenta bréfið út í einu lagi. Uppsetningarminni. ZX 500 ritvélin hefur 1Kbyte minni. I því er hægt að geyma bréfhausa, form og texta, jafnvel þó að straumur til vélarinnar sé rofinn. Hægt er að geyma allt að 26 atriði, eða 1024 stafi. Mjög aðgengilegt er aö kalla fram minnið, blaðstillingu með kóda | frá 0 til 9, og texta með stafakóda Minnið er hægt að | stækka upp (allt að 16 K. Rafeindastýrðar stillingar Rafeindastýrðar stillingar eru á vélunum, til að stilla stafabil, línu- færslu, áslátt, spássíðu, og ZX 500 hefur einnig val um, hvort vélin prentar út staf fyrir staf, orð fyrir orð eða línu fyrir línu. Allt þetta er hægt að stilla, með því að þrýsta á hnapp. Ljósdíóður syna, hvaða stilling er á vélinni. Minnl. SHARP ritvélarnar eru búnar þremur stillingum á stafabili. auk þess eru þær búnar PS (propotional spacing). Þessar stillingar haldast í minni, þótt slökkt sé á vélinni. Leiðréttingarminni. Nú er ekkert vandamál að leiðrétt stafavillur. Hægt er að leiðrétta allt að 6 línur eða 400 stafi (ZX 500). (ZX 400 hefur leiðréttingarminni 200 stafi eða 3 línur). Sjálfvirk pappírsmötun. Vélarnar hlaða sjálfar pappir á þann stað, sem notandi ákveöur. Þetta sparar tima. og losar fólk viö að stilla pappirinn af. Svolítið tækniundur Rafeindavélarnar ZX 400 og ZX 500 eru svolítið tækniundur fyrir venjulegt fólk. Báðar vélarnar eru búnar fjölmörgum þægilegum möguleikum varðandi ritvinnslu, s.s. endurstaðsetninu á örk, sjálfvirkri leiðréttingu, breittu letri, sjálfvirkri undirstrikun o.fl. Þær eru auðveldar í notkun, þægilegar og mjög hljóölátar. ZX 500 er búin skjá sem auðveldar uppsetningu bréfa, og útlit bréfanna er hægt að geyma í minni. Verö: ZX400 kr. 41.100,- ZX500 kr. 55.900,- :ÉEEEIEEE3:: 11. % .;.: 1 •: HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI25999 »»»]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.