Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 12
Feröafélagarnir í glesilegri neðanjarðarbrautarstöð í Moskvu. Menn að veiðum í miðri Leningrad. Lestarferð um Rússland Á þaki kirkju heilags ísaks í Leningrad eru 100 kg af gulli. — eftir Önnu Bj. Steinsdóttur, Jó- hönnu Björnsdóttur og Sigurð Björnsson l»rjú íslensk ungmenni lögðu í langferð í haust austur yfír Sovétríkin til Kína. Munu þau skrifa nokkrar greinar frá þeirri ferð, og hér birtist sú fyrsta: Áhugavert er að heimsækja Sovétríkin, víðfeðmasta ríki heims, en það kostar töluverðan undirbúning sem felst meðal ann- ars í því að fá vegabréfsáritun. Til að fá hana þarf að hafa skipulagt og borgað ferðina og hótel þann tíma sem þar er dvalið. Við höfðum áhuga á að eyða sem minnstu í hótelkostnað en það var ekki hægt, þvi Intourist, „ferðaskrifstofa Sovétríkjanna", hefur einungis fyrsta klassa hótel á sínum vegum og aðeins eitt verð fyrir alla útlendinga. Við urðum því að taka því sem bauðst. Seinna komumst við að því að Rússar borga aðeins hluta þeirrar upp- hæðar fyrir samskonar herbergi. Við lögðum upp í ferðina með lest frá Kaupmannahöfn hinn 27. september með nákvæmt tima- plan upp á vasann. Þegar komið var að landamærum Finnlands og Sovétrikjanna þurftum viö að gefa skriflega skýrslu um öll verðmæti sem við höfðum meðferðis svo sem myndavélar, peninga, skartgripi og fleira. Auk þess þurfti að til- taka bækur og timarit. Þegar toll- verðir komu, voru bækur það sem þeir höfðu mestan áhuga á, og flettu þeir í gegnum leiðsögubæk- ur í leit að pólitískum áróðri. 1 hverri borg þar sem viö stöns- uðum var tekið á móti okkur af starfsmanni Intourist sem sá um að koma okkur á hótelið og til baka á brautarstöðina að dvðl okkar lokinni. Innan borganna gátum við síðan ferðast a vild. í Leningrad og Moskvu Fyrsti áfangastaður okkar í Sovétríkjunum var Leningrad þar sem við dvöldum í tvær nætur á nýju glæsilegu hóteli, Pribaltiska- ya. Leningrad er byggð á 43 eyjum sem tengdar eru með 530 brúm. Á hverri nóttu lyftast brýrnar þann- ig að skip geti siglt upp og niður árnar. Eftir það er erfitt að kom- ast milli borgarhluta öðruvísi en að synda — svo vissara er að vera réttu megin. Það sem vakti mesta athygli okkar í borginni voru söfn og stórkoslegar byggingar og má þar nefna Vetrarhöll Péturs mikla, kirkju heilags Isaks og Smolny Gonvent. Eftir einnar nætur lestarferð frá Leningrad komum við til Moskvu. Fyrsta dag okkar þar hittum við sovéska stelpu, Marinu að nafni, en við höfðum verið beð- in fyrir pakka til hennar frá ís- landi. Við vorum með Marinu all- an tímann sem við dvöldum í Moskvu og var upplifun okkar af borginni þess vegna mjög ánægju- leg og persónuleg. Sfberíuhraðlestin Hin eiginlega lestarferð með Síberíuhraðlestinni hófst er við fórum frá Moskvu. Lestin var ný- leg og snyrtileg með sérklósettum fyrir útlendinga. Klefinn okkar var fjögurra manna með svefnkojum og litlu baði á milli sætanna. Á gólfinu voru gólfteppi í persneskum stíl, sem ryksuguð voru daglega. Oft á dag var boðið upp á te og risastóra sykurmola fyrir lítinn pening sem gott var að fá þegar setið var að spilum. Þegar hungrið svarf að var haldið i matarvagn- inn. Fyrsta kvöldið settumst við niður og fengum i hendur matseðil einn mikinn á rússnesku. Við spurðum þjóninn, sem var tölu- vert við skál og talaði litla ensku, með hverju hann mælti. „Kjötboll- um“, sagði þjónninn. Ekki vildu allir kjötbollur og báðu um eitt- hvað annað, en þá kom i ljós, að ekki var um fleiri rétti að ræða það kvöldið. Næstu daga var boðið upp á álfka fjölbreyttan matseðil þannig að fljótlega urðum við leið á matnum. Eftir tveggja sólarhringa lest- arferð stoppuðum við í Novosi- birsk í nokkrar mínútur. Á lest- arstöðinni tók á móti okkur fjöl- skylda Marinu með fullar hendur af mat, þvf þau vissu upp á hvað var boðið f lestinni. Um kvöldið héldum við því veislu ásamt Bruce, klefafélaga okkar, þar sem við borðuðum þann besta mat sem við fengum f Sovétrikjunum. Föt og teketill í ferðinni höfðum við aftur og aftur verið spurð um dollara og hvort við hefðum eitthvað að selja, en það var ekki fyrr en í Irkutsk að við kynntumst svartamark- aðsbraskinu f Sovétrfkjunum af eigin raun. Þar hittum við tvo stráka sem vildu endilega kaupa vestræn föt, ilmvötn eða hljóm- tæki. Þegar við sögðumst ekkert hafa til sölu, buðu þeir i fötin sem við stóðum f. Eftir mikið þref lét- um við undan og seldum þeim jakka og buxur og sömdum um 130 rúblur (u.þ.b. 5.000 ísl. kr.). Þar sem við vorum að yfirgefa Sovét- ríkin innan örfárra daga kærðum við okkur ekki um greiðsluna f peningum. Við höfðum hins vegar ágirnst stóra rússneska tekatla og spurðum hvort við gætum fengið 80 rúblur og einn slíkan. Þeir héldu það nú, mamma ann- ars þeirra ætti einmitt einn. Við héldum þvf næst í hvítri Lödu þangað sem ketillinn var, en þurftum að taka stóran krók til aö forðast lögreglu. Þegar við komum á áfangastað biðum viö i bílnum, svo við vektum ekki grunsemdir nágrannanna meöan náð var í ket- ilinn. Eftir dágóða stund komu þeir með stóra íþróttatösku sem f var teketill mömmunnar og auk þess rússnesk loðhúfa, úlpa og peysa af pabbanum sem við feng- um auk 50 rúblna. Eftir viðskiptin buðu þeir okkur út að borða í tví- réttaða máltíð og kampavín eins og við gátum i okkur látið. Seinasti hluti lestarferðarinnar gegnum Síberíu var mjög fjörugur því farþegarnir voru farnir að kynnast. Eitt kvöldið var til dæm- is haldið samkvæmi i matarvagn- inum þar sem allir mættu f furðu- fötum og Joe, 75 ára Ameríkani, hélt uppi miklu fjöri. Hann dreif fólk út á gólfið og var dansað við tónlist úr „vasadiskói" milli borð- anna langt fram á nótt. Eftir að hafa dvalið í Sovétríkj- unum í 16 daga komum við til Na- hodka þar sem við tókum bátinn yfir til Yokama í Japan. Hong Kong, 15. nóv. 1984 Á hótelinu í Moskvu unnu konur að viðgerðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.