Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 56
r ftfgtmMafrtfe OPIÐALLA DAGA FRA KL 11 45 - 23 30 snÐRsr iAnstraiist AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 VERÐ I LAUSASOLU 25 KR. Jólahald í snjóhúsi „ÓneiUnlega var jólalegt um að litast, þó ekkert jólaskraut héngi á ísveggjunum, uUn grenibútur, sem við höfðum kippt með okkur. Við komumst í það mikið jólaskap, að við rauluðum það litla sem við kunnum af jólasöngvum.“ Sjá frásögn á bls. 30 og 31. Leysa línubátar togara af hólmi? „UTREIKNAÐ aflamagn línu- báU er um 65% af ársafla meðal- skuttogara hér við land. Þar sem fjármagnskostnaður við kaup á línubát er um helmingi minni en á togara, jafnvel minni, er hægt að kaupa tvo línubáta á móti einum skuttogara. Þessir tveir línubáUr gætu síðan aflað um það bil 30% meira á ári en meðal skuttogari.“ Þessa niðurstöðu er meðal annars að finna í kandidatsrit- Jólasveinagríman fuðraði upp á and- liti þriggja ára barns ÞRIGGJA ára drengur brenndist í andliti á Þorláksmessudag, er eldur komst í skegg á jóla- sveinagrímu, sem hann hafði fyrir andlitinu. Litli drengurinn liggur á BarnaspíUla Hringsins og er líðan hans eftir atvikum. Drengurinn var að blása á kerti á heimili sínu í Sandgerði, er slysið varð. Eldur komst í skegg áfast jólasveinagrímunni og fuðraði gríman upp á ör- skammri stundu á andliti barnsins. Að sögn móður drengsins, sem blm. Mbl. ræddi við í gær á Landspítalanum, eru horfur nú betri en í fyrstu á að hann nái bata og gat hann í gær séð með öðru auganu. Móð- "irin bað fyrir beztu kveðjur og þakklæti til ökumanns sjúkra- bifreiðar úr Keflavík og starfs- fólks barnadeildar Hringsins, sem hún sagði hafa reynst þeim frábærlega vel. Ástæða er til, nú rétt fyrir gamlaárskvöld, að brýna fyrir börnum og forráðamönnum þeirra, hversu alvarlegar af- leiðingar geta hlotist af óvar- kárni í meðferð eldfæra og skotelda. gerð Ingólfs Arnarsonar, sjáv- arútvegsfræðings, þar sem hann kemst að þeirri niður- stöðu, að fyrir frystihús sé það hagkvæmara að gera út línu- báta en togara. í niðurstöðum hans kemur fram, að línubát- arnir skili ekki aðeins betra hráefni að landi en togarar með minni tilkostnaði, heldur geti þeir jafnframt skilað hráefninu jafnar að landi. Niðurstöður Ingólfs eru byggðar á afla- brögðum íslenzkra fiskiskipa og færeyskra línubáta við Suðvest- urland. Sjá nánar um niðurstöður rit- gerðar Ingólfs Arnarsonar á bls. 4 í Morgunblaðinu í dag. Bandariskir tóbaksframleiðenduK Hafa haft á orði að hætta sölu á sígarettum hingað „ÞAÐ ER rétt að fulltrúar tóbaks- framleiðenda í Bandaríkjunum, frá Philip Morris, komu til landsins skömmu fyrir jól til þess að freista þess að fresta útgáfu reglugerðar um merkingar á tóbakspakkningum og þeir munu einnig hafa haft á oroi við íslenska ráðamenn, að þeir hefðu takmarkaðan áhuga á að selja tóbak til íslands með þeim merkingum, sem tóbaksvarnanefnd hefur lagt til við Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra," sagði Árni Johnsen al- þingismaður, formaður tóbaksvarna- nefndar í samtaii við blm. Mbl. í gær. „Þetta mál hefur verið vandlega undirbúið," hélt Árni áfran, „í samráði við fulltrúa heilbrigðis- ráðuneytisins og nefndin ræddi meðal annars við innlenda full- trúa tóbaksframleiðenda um ýmis tæknileg atriði og tók tillit til þess við ákvörðun, en auðvitað er það ekki erlendra framleiðenda að ráða ferðinni um það hvernig framfylgja á lögum Alþingis Is- lendinga. Þessar merkingar eru unnar á nýstárlegan hátt, öðru vísi en hef- ur tiðkast í slíkum merkingum víða um heim, en ætlað er að á sígarettupökkum verði um sinn í gangi sex mismunandi merkingar, ýmist mildar eða harðar eins og við höfum orðað það. Lögin eru sett vegna þess að hér er um heil- brigðisvandamál að ræða og það er ekki hægt að horfa fram hjá því. Umræddir viðvörunarmiðar eru undirritaðir af landlækni." Hald lagt á 200 lítra af bruggi LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á um 200 lítra af bniggi í húsi við Laugaveg í fyrrinótt. Lögreglan var kvödd að húsinu vegna kvartana nágranna um háv- aða í íbúð. Átta ungmenni voru undir áhrifum áfengis í íbúðinni og hafði komið til ryskinga. Lög- reglan skakkaði leikinn, en fann jafnframt um 200 lítra af bruggi og tæki til þess að brugga. Um 100 lítrar voru í einum kút, 50 í öðrum og tveir 25 lítra kútar fundust. Ungmennin voru flutt í fanga- geymslur lögreglunnar og hefur tvítugur piltur viðurkennt að hafa bruggað mjöðinn. Fiskverð ákveðið í dag?: Meðalhækkun er 20 til 25 % „FISKVERÐSÁKVÖRÐUN er nú á lokastigi og ég tel líklegt að niðurstaða liggi fyrir á morgun, föstudag. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið,“ sagði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar og oddamaður í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið líklegt að full- trúar fiskkaupenda fallist á 20% hækkun fiskverðs, en fulltrúar seljenda hafa farið fram á 25% hækkun. Oft hefur borið meira á milli seljenda og kaupenda en að þessu sinni og því er talið líklegt að niðurstaða náist í dag, föstu- dag. Vegna markaðsaðstæðna verður hækkun á verði einstakra tegunda mjög mismunandi og verð á ufsa verður af þeim sökum tölu- vert undir meðaltals hækkun en verðhækkun á ýsu allt að tvöfalt meiri. Samkvæmt lögum frá Al- þingi á fiskverð að gilda frá og með 21. nóvember síðastliðnum. Hallgrfmskirkja: BM Vallá hefur gefið helm- ing allrar steinsteypu sl. 15 ár „Þaó er rétt að fyrirtækið BM Vallá hefur í u.þ.b. hálfan annan áratug gefið helmingsafslátt af allri steypu, sem farið hefur í byggingu Hall- grímskirkju og þannig létt undir með og flýtt fyrir byggingu kirkjunnar í kyrrþey," sagði Hermann Þorsteinsson, formaður byggingarnefndar Hallgrímskirkju, í samtali við Mbl. í gær. Við morgunguðsþjónustu í Hallgrímskirkju á Þorláks- messu, þar sem séra Karl Sigur- björnsson predikaði, var skýrt frá þessu mikla framlagi BM Vallár til byggingar Hallgríms- kirkju. Jafnframt afhenti Víg- lundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, kirkjunni að gjöf ljósmynd af Hallgrímskirkju, sem Garðar Pálsson tók á Jónsmessu fyrir nokkrum árum. „Það er ljóst, að i framlagi BM Vallár til byggingar kirkjunnar öll þessi ár felast feykilega mikil verðmæti og summan er stór,“ sagði Hermann Þorsteinsson, en kvaðst ekki treysta sér til þess að segja til um upphæðina, sem sparast hefði með þessum 50% afslætti af allri steypu til kirkj- unnar. „Nú er fertugasta byggingarár Hallgrímskirkju að hefjast og við höfum ástæðu til þess að vera bjartsýnir á að takast megi að fullgera kirkjuna á næstu tveimur árum, þannig að hún verði fullbúin á 200 ára afmæli Hallgríms Péturssonar, í ágúst 1986“, sagði Hermann. Alþingi lauk störfum fyrir jólaleyfi með því að samþykkja á fjárlögum 6,5 milljón króna fjár- veitingu til Hallgrímskirkju og við eigum einnig von á góðum stuðningi frá Reykjavíkurborg, e.t.v. öðru eins. Hallgrímskirkja á ýmsa góða vini, sem hafa lagt henni lið. T.d. arfleiddu tvær aldraðar konur, sem létust á árinu, kirkjuna að íbúðum sínum. Og svo ég nefni annað dæmi um velvilja almenn- ings hefur aldraður skipstjóri, sem þótti alltaf vænt um að sjá turninn af hafi meðan hann var á sjó, komið til mín með pen- ingaupphæð á hverju ári, einnig í ár. Kirkjan er orðin fokheld, kom- ið á hana koparþak og nær búið að steypa allar hvelfingar, þann- ig að nú er hægt að hefjast handa við innri gerð hennar og mikið fundað hjá Húsameistara ríkisins af þeim sökum þessa dagana," sagði Hermann Þor- steinsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.