Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 /(Hm ... róleg, el6k2*rt - - • 00, hm ■ ■ ■ hv/ctó er urn ah \jef<X?'' Ast er... .... ad standa saman í blíðu og stríðu TM R*fl. U.S. Pal. Olf. —All rlghls reserved €> 1977 Los Angeles Tlmee V Með morgunkaffinu í gamla daga braut ég ótal .sinnum rúóur en nú brýt ég bara hljóðmúrinn. HÖGNI HREKKVÍSI „HERHA HEFUepU SrÓRAM SKAMMT AF POPPKíPeNI TIC AP MUPLA A MEPAN þó HOKTlR SPENNTOP ’A Misséð úr turni valdsins 2106-6311 hringdi: Það hefur komið upp slæmur misskilningur í menntamála- ráðuneytinu þess efnis að íslend- ingar þyrsti eftir norsku sjón- varpi. Þessi fráleita skoðun hef- ur orðið til í einhverri kerfishol- unni, því hún á sér enga stoð í óskum almennings á íslandi. Mun nú vera í undirbúningi að eyða stórum peningaupphæðum til að opna norsku ríkissjónvarpi leið inn á íslensk heimili en í leiðinni á að biðja um afslátt hjá Norðmönnum — við verðum þá þegnar í byggðastefnu hinnar norsku miðstýringar. Nú er það svo að íslendingum leiðist skandinavískt sjónvarp, þó ein- kum norskt, sem er sýnu lakast. Dettur einhverjum í hug að norrænt sjónvarp sé gjaldgengt á alþjóðlegum mörkuðum? Því mega þá ekki fslendingar lifa í friði fyrir lágkúrulegu efni þeirra? Því valda forsjártíkur innan islenska rikiskerfisins sem vilja fyrir hvern mun láta íslendinga horfa á heiminn i gegnum hinn mjóa glugga Skandinava. Þetta bragðdaufa fólk á sér þá hugsjón að ísland hverfi hugmyndafræðilega í faðm „hinna Norðurlandanna" og setjist þar á bekk með sjálf- glöðum að dæma eign. Við sitjum nú uppi með skand- inavíska stöð í Vatnsmýrinni þar sem fram fer áleitin kynning á furðulegum viðhorfum nor- rænna manna. Astæðulaust er að auka við þá starfsemi með því að afhenda þessum öflum ís- lenska sjónvarpið meira en orðið er. Við eigum að líta hærra og víðar en að binda trúss okkar við Skandinava í menningarlegum og pólitískum efnum. Motettukor Hallgrimskirkju. Sumir gagnrýnend- ur eru ekki nógu vel með á Guðrún Þorsteinsdóttir hringdi: Nú á aðventunni hefur Mótettu- kór Hallgrímskirkju aftur glatt tónelska með fögrum söng. Sumir gagnrýnendur virðast þó ekki vera nógu vel með á nótunum um það, hvað hér er á ferðinni. Eyjólfur Melsteð tónlistargagnrýnandi DV hefur að vísu hugmynd um það að söngur sé ekki bara að þenja sig út, svo ég noti hans eigin orð. En að það sé kostur að geta sungið temprað og áreynslulaust eins vel og Sigurður Halldórsson og raun- ar allur Mótettukórinn gerir skil- ur hann varla. Og sannarlega kunni kórinn þann galdur að ná ljúflegum og hljómmiklum söng í lokasöng kórsins á tónleikunum sem var dýrðarsöngur englanna á Betlehemsvöllum. En svo ég víki að söng Sigurðar Halldórssonar í Magnificat Prim- itone þá söng hann ótrúlega stílhreint og hrífandi. Ef hann hefði gefið meiri tón, eins og gagn- rýnandi DV finnst hann hefði átt nótunum að gera, hefði þetta ekki orðið neinn Gregorssöngur, því hann krefst innhverfrar túlkunar. Þessi tegund söngs sannar það best að það þarf stundum meira en eyru til að heyra. Eins vefst það fyrir fyrrnefndum tónlistargagnrýn- anda að fleira getur verið stór kórtónvrk en hinar löngu messur og passíur. Mótettukórinn er þeg- ar búinn að flytja stór tónverk og mörg af hinum vandsungnustu kórverkum kirkjutónlistarinnar undir stjórn síns velmenntaða og mikilhæfa stjórnanda Harðar Áskelssonar. Ég skil ekki hvernig þetta hefur getað farið framhjá EM. Jafnvel þótt það hafi ekki verið útbásúnað i löngum blaða- greinum fyrir tónleika. Það væri ánægjulegt ef þessi háklassíski söngstíll sem Hörður Áskelsson hefur tileinkað sér næði að festa rætur hér hjá okkur á íslandi. Ég þakka Herði, Mótettukórnum, ein- söngvurum og hljóðfæraleikurum fyrir yndislega tónleika. Þessir hringdu... Gott atlæti og alúðlegt viömót Karl Þórðarson, Hátúni lOb, hringdi: Ég bý í húsnæði Landspítal- ans að Hátúni lOb í Reykjavík. Nú fyrir jólin kom Hamra- hlíðarkórinn og söng fyrir okkur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Söngur kórsins var mjög góður. Þessi stund var litlu jólin okkar og voru bornar fram af- bragðsgóðar veitingar, súkkul- aði, kökur o.fl. Það er sama um hvaða deild Landspítalans er að ræða, þar mætir maður alltaf góðu at- læti og alúðlegu viðmóti. Grár og grænn Tópas 10 ára neytandi hringdi: Um daginn keypti ég mér gráan Tópas. Ég hafði aldrei smakkað hann og langaði til að prófa. Seinna um kvöldið, þeg- ar ég ætlaði að fá mér sælgæt- ið, fannst mér óvenjulítið í pakkanum. Ég taldi upp úr honum að gamni mínu og kom þá í ljós að í pakkanum voru aðeins 16 stykki. Þennan sama dag keypti litli bróðir minn grænan Tópas, en í pakkanum hans voru 35 stykki. Nú borgar maður jafnmikið fyrir gráan og grænan Tópas. Af hverju er þessi mikli munur á magni í hverjum pakka? Leið 19 úr Breið- holti í Elliðavog Sveinn Einarsson hjá SVR hringdi: Sunnudaginn 16. desember sl. var pistill í Velvakanda frá Ingu Einarsdóttur sjúkraliða, þar sem hún kvartaði yfir því að ekki væru strætisvagna- ferðir úr Breiðholti i Elliða- vog. Hún minntist þarna einn- ig á að hafa oft skrifað SVR og ekki fengið svör. Ég kannast ekki við að hafa fengið bréf frá henni sem gæti stafað af því að ég hef gegnt þessu starfi í stuttan tíma. En nú get ég upplýst Ingu um það að á næstu dögum hrefjast strætisvagnaferðir úr Álfabakka í Breiðholti í Ell- iðavog. Þessar ferðir eiga að þjóna fólki sem vinnur við hina fjölmörgu og stóru vinnu- staði við Elliðavog. Vagninn, sem er númer 19, fer fjórar ferðir á morgnana og þrjár síðdegis. Endastöðin verður við Álfabakka, þar sem vagninn mun bíða eftir leið 11, 12,13 og 14. Sýnið Freedom með Wham! í Skonrokki Whaml-aðdáandi hringdi: Mig langar til þess að spyrja hvers vegna lagið Freedom með hljómsveitinni Wham! hefur ekki verið sýnt í Skon- rokki. Ég hef séð það í sjón- varpinu þegar platan er aug- lýst og er það þá ekki til á myndbandi? 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.