Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBKR 1984 13 Guð hefur lokaorðið Ljósm./Margrét Jakobsdóttir Biskupinn og dr. Zdizlaw Pawlik, framkvæmdastjóri pólska samkirkju- ráðsins, er þýddi reðuna á pólsku. Ávarpsorð mín til yðar í dag er að finna í Davíðssálmum, 37. sálmi, versum 3—5: „Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og „þú munt mettaður verða“ (ensk þýðing) þú munt þá gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Davíðssálm. 37:3—5) Kæru bræður og systur í Kristi í þesum lúterska söfnuði. I dag, hinn 25. nóvember, er síð- asti dagur kirkjuársins, er ég og eiginkona mín og fulltrúar Hjálparstofnunar kirkjunnar á íslandi heimsækjum yður. Boðskapur hvers einasta sunnu- dags í kirkju vorri endurnýjar vitrun vora um hjálpræði Guðs, og þennan síðasta sunnudag sjá- um vér fyrir oss frelsara vorn, mannssoninn og alla hina heil- ögu engla með honum, sitja í há- sæti dýrðar sinnar. Þesi vitrun um hið tilkomandi ríki minnir oss, á að Guð hefur lokaorðið, og sem vér erum hér þennan sunnudag getum vér tek- ið undir hvatningu Biblíunnar: „Fel Drottni vegu þína.“ Eftir- lát þá Honum. Hann mun gæta þeirra. „Hann mun vel fyrir sjá.“ Á þessu ári höfum vér á ís- landi haldið hátiðlegt 400 ára af- mæli íslenskrar Biblíu sem hinn mikilhæfi biskup Norðurlands á Islandi, Guðbrandur Þorláksson, þýddi og prentaði árið 1584. Svo er fyrir að þakka þessari ís- lensku útgáfu biblíunnar að vér gátum meðtekið hina lútersku siðbót á landi voru á ofanverðri 16. öld. Vegna þessarar þýðingar á vora fornu, norrænu tungu hefur oss auðnast að varðveita móðurmál vort hreint og lifandi eins og það var talað á öllum Norðurlöndunum fyrir þúsund árum. Þýðandinn Guðbrandur biskup var mikill trúmaður, hógvær og staðfastur í Guðs orði. Hann lést árið 1627. Gröf hans er í dómkirkju Norðurlands á íslandi, — og vér getum enn í dag lesið áletrunina á legsteini hans. Og biskupinn ákvað sjálfur fyir andlát sitt hvað ritað skyldi á legsteininn. „Eg, Guðbrandur Þorláksson, syndari Jesú Krists, vænti upprisu holdsins." Hann var þess fullviss fyrir sig og þjóð sína að Guð hefði lokaorðið. Verum þess minnug hvers þessi heimur endanlega er, sem vér lifum í, — í hvers höndum viðfangsefni lífsins eru í raun. „f upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ (1. Móse. 1:1). „Himnarnir Prédikun herra Pét- urs Sigurgeirssonar biskups á lokadegi kirkjuársins, sunnu- daginn 25. nóv. sl., í höfuðkirkju lút- erstrúarmanna í Varsjá í Póllasndi segja frá Guðs dýrð,/ og festing- in kunngjörir verkin hans handa./ Hver dagurinn kennir öðrum,/ hver nóttin boðar ann- arri speki.“ (Davíðssálm. 19:1-2.) — O — Á fyrstu árum íslandsbyggðar mælti vitur og fornfrægur mað- ur þessi orð: „Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.“ Með lögum og skipulagi varðveitir Guð sköpunarverk sitt. Umhyggja Guðs gæðir sér- hvert líf guðdómlegu ætlunar- verki. Guð varðveitir og frelsar líf vort um eilífð. Vísindamenn tjá oss, að í heimi efnisins sé ekki um að ræða nein umskipti. Álgildi lögmála sé viðurkennd staðreynd. Loftið sem vér öndum að oss, vatnið sem vér drekkum, séu byggð upp af efnum sem yllu hörmungum væri þau samansett í lítið eitt öðrum hlutföllum. Væri verksmiðju náttúrunnar breytt í leikvöll fyrir öfl lögleys- unnar, hvílíkri ringlureið yrðum vér vitni að. En það er ekki um að ræða nein umskipti, og allir hlutir, allt frá smæstu sameind til sólar, eru skipulagi háðir. Á sálarlaus heimur efnisins að lúta stjórn persónulegs Guðs, en allri fjöld mannanna leyfast að reika afskiptri og yfirgefinni í lífvana auðn tímans? Nei! — Jafnvel um stjörnurnar er sagt: Hann kallaði þær allar með nafni. Og vér erum meira verð en margar stjörnur. „Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir smápening?" — sagði Jesús í fjallræðunni. „Og ekki fellur einn þeirra til iarðar án vitund- ar föður yðar. A yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin. Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“ (Matth. 10: 29-31.) En hvernig eigum vér að sætta umhyggju Guðs við grimmd og illsku nú á tímum? — Vér hvorki getum né þurfum að gera það. Verum minnug orða Páls postula til Rómverja: „Vér vitum, að þeim, sem Guð elskar, samverk- ar allt til góðs.“ (Rómv. 8:28.) Þetta er órofa lögmál reynslunn- ar. Fullvissa um guðdómlega ást- úð og umhyggju byggir á andleg- um grunni, sem maðurinn hefur aðeins takmarkaða hæfileika til að brjóta til mergjar. Fullvissa um guðdómlega ást- úð og umhyggju byggir á guð- dómlegri opinberun. Og þess vegna játar kristin trú; Vér höf- um góða leiðsögn. Vissulega er það oss rökrétt huggun. Guð hef- ur lokaorðið. - O - Ég las um aldraðan hermann, látlausan mann, sem var ef til vill eftirtektarverðastur fyrir einstæða hugljómun í bænum sínum. Er kraftar hans dvínuðu og þrek hans þvarr, óx glaðværð hans og hann gekk í tignarlegri gleði til móts við það er beið hans. Að deyja olli honum ekki lengur áhyggjum. Hann kallaði það alltaf „að sofna burt“. Að morgni dánardags síns sagði hann: „Ég hef tekist á hendur marga ferð um mína daga. t dag tekst ég á hendur ánægjulegustu ferð allra minna ferða: ég er að fara heim í hús föður rníns." f hans lífi hafði Guð lokaorðið. Reynsla vorra sjálfra hefur kennt oss að skoða aðstæður í mannlegu lífi — góðar eða slæm- ar að því vér teljum — í ljósi, þeirrar löngu vegferðar sem æviskeið vort er. Vér erum ætíð of hvatskeytleg í dómum vorum, vottum að ákveðnar aðstæður séu ákjósanlegar eða afleitar, hagstæðar eða óhagstæðar. En þú getur ekki í raun sagt með vissu hvernig úr rætist fyrr en ástandið er fullkomnað, — hvernig Guð muni láta úr ræt- ast, fyrr en Hann — ekki þú — hefur lokið við kaflann. í íslensku erindi er þetta skýrt, hin óvænta og sanna merking lífsins. Það hljóðar þannig: Vegurinn, sem ég kalla krók, kann þó í lífsins vegabók að kallast brautin beina, og það sem helst mér harma jók og hjarta mínu sárast tók best verða bótin meina. Siðbótarmaður vor, Marteinn Lúter, lagði rika áherslu á dýrð þessa síðasta sunnudags kirkju- ársins. Hann varð að þola marg- ar raunir er hann varði sam- visku sína, sem var bundin orði Biblíunnar. Þar fann hann þann klett fyrir hjálpræði sitt sem var meira verður en nokkuð annað. Þar fann hann hvatningu til að halda ótrauður áfram. Játning hans er rituð í 31. sálminum: „I þinar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð!“ (Davíðssálm. 31:5.) Það var fullvissa hans að Guð hefði lokaorðið. - O - „í dag sigldum við áfram," — skrifaði Kolumbus í dagbók sina að lokum sérhvers dags er hann leitaði hins nýja lands hinna mörgu fyrirheita. Er hann braust gegn storm- um, margvislegum hættum, þeg- ar uppreisnir brutust út skrifaði hann ávallt: „I dag sigldum við áfrarn." Og Kolumbus hafði ekk- ert að reiða sig á nema draum og fáeinar sögusagnir um lönd handan sólarlagsins. Hve ólíkt er hlutskipti vort. Ferð vor inn í framtíðina. Vér höfum Guð. Vér endurtökum sí og æ að Hann hafi komið til vor einu sinni, dáið fyrir sérhverja einmana sál á meðal vor og risið upp á ný. Vér verðum að hafast eitthvað að í málinu! — Ó, — jú, vér gerum það með því að trúa því þar til dagar fyrir nýjum degi, og því erum vér staðföst í trú vorri og segjum, — og því endurtek ég: „Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og „þú munt mettaður verða“ þú munt þá gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Þetta er játning vor, vor kristilega sannfæring, klettur hjálpræðis vors, — og lát mig nú reyna að segja það á yður eigin tungu: Bóg ma ostatnie slowo, Guð hefur lokaorðið. Ég flyt yður kveðju frá Hjálp- arstofnun kirkjunnar á íslandi til biskups yðar, pólska kirkju- ráðsins, — og hins blessaða Pól- lands. (Þýóinguna úr ensku gerði Sig- mundur Böóvarsson.) Sá ísland sem orkulind heimsins Geimvísindamaðurinn dr. Kraft A. Ehricke látinn — eftir ívar Guðmundsson Geimvísindamaðurinn, sem sá fsland sem eina af helstu orku- lindum heimsins og sem einnig sá í anda nóttu breitt í dag á norður- hveli jarðar, með því að spegil- senda sólarljósið til jarðarinnar, er látinn. Dr. Kraft A. Ehricke, einn af fremstu og virtustu geim- vísinda- og eldfíaugafrömuðum heimsins, lést á heimili sínu í La Jolla í Kaliforníu þann 11. des- ember sl. Hann var 67 ára. Á íslandi mun Dr. Ehricke lengi minnst vegna tillagna hans um að framleiða rafmagn í stórum stíl með jarðhitaorku úr iðrum ís- lands og senda hana víða um lönd með gervihnetti í geimnum sem millilið. Dr. Ehricke ritaði ítar- lega um þessa hugmynd sína og flutti m.a. fyrirlestur við Háskóla íslands vorið 1976, á vegum raun- vísindastofnunarinnar. íslenskir sem aðrir vísindamenn viður- kenndu, að huemyndin væri vís- Dr. Kraft A. Ehricke indalega rökrétt og framkvæman- leg. En flestir töldu hana svo stórkostlega í framkvæmdinni, að frekar væri um að ræða framtíð- arverkefni en raunveruleika á þessari öld. Mönnum hraus hugur við fyrirætlunum um 60 ferkíló- metra svæði fyrir loftneta- keðjuna, sem Dr. Ehricke taldi að þyrfti til að senda rafmagnið upp i gervihnöttinn. Undir loftnetunum var gert ráð fyrir akurlendi þar sem hitinn frá loftnetunum myndi gera kleift að rækta gróður sólar- landa. Þegar Dr. Ehricke skýrði þessar hugmyndir sínar fyrir mér i fyrsta skipti gat ég ekki annað en látið í Ijós efasemdir um raungildi þeirra og framkvæmd. „Já, ekki lái ég þér það,“ sagði hann. „Ég hefi stundum sjálfur verið í efa. T.d. þegar við von Braun og aðrir félagar okkar stóðum á tröppun- um á Hvíta húsinu i Washington eftir fund með Kennedy forseta, þar sem við höfðum lofað honum, að Bandaríkjamenn myndu lenda á tunglinu innan tíu ára. Við litum hver á annan og hugsuðum: Ham- ingjan góða. Hverju höfum við lof- að forsetanum? Getum við efnt þetta?“ Eilíft sólskin nótt sem nýtan dag Aðra hugmynd, vísindalega at- hugaða og rökstudda á pappirn- um, átti Dr. Ehricke, sem hann taldi að gæti komið íslandi að gagni. Það var að gera nótt að degi á norðurhveli jarðar með því að senda sólskin til jarðarinnar með speglum úr geimnum. Loks ræddi hann um hagkvæmni þess að flytja kol frá Svalbarða til Islands og nota jarðhitaorku til að vinna nýtileg efni úr kolunum til út- flutnings til annarra landa. Aðrar hugmyndir þessa djarfa visinda- manns um framleiðslu lyfja og annarra efna í tæru loftþunga- lausa umhverfi geimsins eru nú að verða að veruleika, eftir velheppn- uð ferðalög geimskutlunnar. Dr. Ehricke sagði einu sinni við mig: „Ég sé í anda Islendinga sem bláeygða araba norðursins." Hann átti við, að íslendingar gætu orðið orkujöfrar á borð við olíufursta Arabíu. Það lét vel í eyrum á þeim árum en hann sá ekki þann draum sinn rætast. New York í des. 1984 fvar Guómundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.