Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Fimm ár frá innrásinni í Afghamstan: KhBUL NEW TIMES Sanguinary Amin band ousted l híIímI rrign ol' l«>rror: niiiriL ri-r hhtI' lii' l:ilr % -* *i «.« Vktí <• * 9 Korsíða „Kabul New Times“ 1. janúar 1984 með frétt um myndun Karmal- Rússneskir hermenn hvíla sig við þjóðveginn frá Kabul til Salang-skarðs. stjórnarinnar. Með fylgja Ijósmyndir af helztu ráðherrum stjórnarinnar, þeirra á meðal Assadullah Sarwari og Mohammad Aslam Watanjar ofursta úr Khalq-arminum. sSl * . —-------------------iJiniiii imi • ii niaaimn Afghanskir ættflokkaleiðtogar á fundi í Sayd Karam. skorað á vestræn ríki að breyta stefnu sinni og hvatt til þess að Afghanir fái hergögn og aðstoð við þjálfun hermanna. Það bendir á að Rússar hafi aldrei hikað við að veita „frelsisfylkingum", sem þeir styðja, slíka aöstoð. KLOFNINGUR Iæiðtogar afghönsku andspyrn- unnar gera sér betur grein fyrir því en áður hverju er áfátt og eru staðráðnir í að kippa því í lag. Bardagar á ýmsum stöðum hafa sýnt að skæruliðahópum ólíkra flokka gengur betur að vinna sam- an en áður. Nú er svo komið að skæruliðar, sem berjast í Afghanistan, hundsa oft stjórnmálaflokkana í Peshaw- ar vegna klofnings þeirra. Skæru- liðar semja nú oft sín í milli í stað þess að snúa sér fyrst til flokk- anna. Vandamál andspyrnuhreyf- ingarinnar stafa að miklu leyti af því að öflugustu samtökin, flokkur strangtrúarmanna, Hizb-i-Islam (undir forystu Gulbuddin Hekma- ytar), hafa ekki náð samkomulagi við hina flokkana. Tiiraunir til að sameina flokkana í eina samein- aða hreyfingu hafa farið út um þúfur. Sumir flokkarnir vilja endur- reisn konungdæmisins, en aðrir vilja stofnun islamsks ríkis. Enn aðrir vilja lýðveldi án kommún- isma, eða svipað stjórnarfar og í tíð Daouds. Til alvarlegra átaka hefur komið milli hópa skæruliða, ýmist vegna þessarar togstreitu eða vegna undirróðurs útsendara afghönsku leynilögreglunnar, KHAD. Auðvelt er að ala á úlfúð Afghana (eða Púsjtúna) og minni- hlutahópa — Tajíka, Uzbeka, Haz- ara, Túrkmena, Balúka og Nurist- ana. Rússar virðast enga möguleika hafa á því að ná landinu öllu á sitt vald, þótt þeir geti haldið svæðum, sem þeir ná undir sig. Þótt þeim tækist að hrekja skæruliða úr vígjum í grennd við borgir og loka landamærum Pakistans gætu Af- ghanir haldið áfram að heyja hefðbundinn skæruhernað eins og þeir hafa gert mann fram af manni frá hæðunum inni í landi. Mikilvægt er að andspyrnu- hreyfingunni virðist hafa tekizt að halda stuðningi mikils meirihluta þjóðarinnar, sem ber virðingu fyrir henni. Fréttaritarar hafa dáðst að miklum baráttuhug skæruliða og miklu sjálfstrausti þeirra. Þar við bætist að á síðari árum hafa skæruliðar fengið þyngri vopn og leiðtogar þeirra hafa sýnt meiri forystuhæfni en áður. Skæruliðar hafa sýnt með árás- um inn í allar borgir Afghanistans og með verkföllum þar að þeir geta víkkað út stríðið og fært vettvang þess inn á mitt yfirráða- svæði óvinarins. LOFTÁRÁSIR Síðan 1980 hafa stjórnarher- menn hvað eftir annað orðið að gera loftárásir á Herat og Kanda- har til þess að ná aftur yfirráðum yfir þessum borgum og hræða íbú- ana frá því að hjálpa skæruliðum. Stór hluti borganna er á valdi skæruliða þrátt fyrir nærveru mikils fjölda sovézkra og af- ghanskra hermanna. Rússar hafa náð beztum árangri gegn skæruliðum með 400 þyrlum af gerðinni Mi 24. Loftárásir eru uppáhaldsaðferð þeirra í barátt- unni við skæruliða. Flestir rússn- esku hermennirnir, sem munu nú vera 110.000 talsins, gegna hlut- verki setuliðs eða hernámsliðs í bæjum og flugstöðvum og verja samgönguleiðir, en taka sjaldan þátt í bardögum við skæruliða. Með þessu hafa Rússar dregið úr manntjóni, en í lok ársins 1983 var talið að 15.000 hefðu fallið eða særzt (talið var að tala fallinna væri 5.000). Styrjöldin hefur færzt á mikil- vægt stig á þessu ári. Harðir bar- dagar hafa geisað frá Herat í vestri, Mazar-i-Sharif í norðri og Ghazni í suðri. Sovézkir hermenn og flugmenn hafa staðið fyrir víð- tækum sóknaraðgerðum gegn vígjum andspyrnusveita í mörgum héruðum. Engu er líkara en að Rússar vilji eyða landinu til að „bjarga" því í nafni sósíalisma. Með sóknaraðgerðunum tóku Rússar upp nýjar baráttuaðferðir, sem mörkuðu þáttaskil. Þær mið- uðu að því að rjúfa sjálfhelduna í stríðinu og sóknin beindist gegn mikilvægustu miðstöðvum and- spyrnunnar. Um 20.000 velþjálfaðir hermenn tóku þátt í sókn gegn skæruliðum í hinum mikilvæga Panjshirdal, þar á meðal menn úr úrvalssveit- um, sem hafa fengið sérstaka þjálfun í bardögum í návígi. Þar með lauk eins árs vopnahléi Rússa og skæruliða í dalnum, sem er norðvestur af Kabul og óþægilega nálægt Bagram-flugstöðinni í suðri og aðalþjóðveginum til sov- ézku landamæranna. Haldið var uppi stöðugum loft- árásum á dalinn og á eftir fylgdu árásir víkingasveita á jörðu niðri, með stuðningi þyrlna, og sókn skriðdreka. En skæruliðar höfðu verið varaðir við árásinni og flest- ir þeirra hörfuðu ásamt öllum óbreyttum borgurum, sem bjuggu í dalnum. Einum mánuði síðar laumuðust þeir aftur inn í dalinn og hófu aft- ur aðgerðir umhverfis fjóra staði, þar sem Rússar höfðu skilið eftir setulið þegar sókn þeirra lauk — Ruhka, Bazarak, Bahrak og Puzhgur. í september hófu Rússar aðra sókn, hina áttundu síðan innrásin var gerð, og aftur héldu þeir uppi loftárásum allan sólarhringinn og vörpuðu víkingahermönnum niður í fallhlífum nálægt stöðvum skæruliða. Vafasamt er hvort Rússum hafi orðið nokkuð ágengt með þessum aðgerðum. Ahmadsha Massoud, 31 árs gamall fyrrverandi verkfræði- stúdent og yfirmaður 5.000 til 10.000 skæruliða í Panjshirdal, segir að andspyrnusveitirnar hafi aðeins misst rúmlega 150 menn á þessu ári (þar af 50 í sjöundu sókninni og 13 í þeirri áttundu). Massoud hefur verið „felldur" a.m.k. tvisvar sinnum á þessu ári að sögn útvarpsins í Kabul. „í hvert sinn lýsa þeir því yfir að við höfum verið sigraðir, mánuði síð- ar verða þeir aftur fyrir miklu manntjóni og við hækkum í áliti," sagði Massoud nýlega. „Við ættum að þakka þeim fyrir þetta.“ Obreyttir borgarar hafa orðið harðar úti. Þrátt fyrir brottflutn- ing þeirra úr Panjshirdal áður en vorsókn Rússa hófst er talið að 1.200 óbreyttir borgarar hafi beðið bana á þessu ári í loftárásum og árásum víkingasveita. Manntjón Rússa hefur verið mikið. Að sögn Massouds felldu menn hans og særðu um 2.500 sov- ézka og afghanska hermenn í sjöundu sókninni og um 3.000 í þeirri áttundu. Auk þess segir hann að 500 herflutningabílar og brynvarðir bílar hafi verið eyði- lagðir og 10 þotur og 22 þyrlur skotnar niður. BETUR I>JÁLFAÐIR Sovézku hermennirnir, sem hafa tekið þátt í síðustu sóknarað- gerðunum, voru greinilega betur þjálfaðir i baráttu gegn skærulið- Byggingariðnaðarmenn Kynnisferð til Norðurlanda Stjórn lönþróunarverkefnis í byggingariönaöi efnir til hóp- feröar 10.—17. janúar nk. fyrir byggingariönaöarmenn til aö kynna sér starfsemi byggingariönaöarfyrirtækja. Heimsótt veröa fyrirtæki í Kaupmannahöfn og Osló ásamt skoöunarferö á byggingasýninguna „Byggeri for Milliarder“ í Kaupmannahöfn. Skráning og upplýsingar um feröina eru veittar hjá Landssambandi iönaöarmanna í símum 12380, 15363 og 15095. Verkefnisstjórnin. Veltir býður lækkað verð á varahlutum — Er aðeins byrjunin, segir Magnús Sigurðsson hjá Velti VELTIR hf. býður nú lækkað verð á ýmsum varahlutum fyrirtækisins og á sumum þeirra er jafnvel um hélmings verðlækkun að ræða, að sögn ráða- manna fyrirtækisins. Morgunblaðið innti Magnús Sig- urðsson, deildarstjóra varahluta- deildar Veltis hf., eftir ástæðunni fyrir þessari verðlækkun. „Það hafa lengi staðið yfir samningar milli Volvo-verksmiðjanna og um- boðsaðila þeirra um lægra inn- kaupsverð á varahlutum," sagði Magnús. „Nú hafa Volvo-verk- smiðjurnar loks náð hagstæðari samningum við undirframleiðend- ur sína um lægra verð á ýmsum tegundum varahluta, auk þess sem þær hafa í vissum tilvikum minnk- að álagningu sína á einstökum teg- undum. Þetta er þó aðeins byrjunin því þó að við höfum nú náð umtals- verðum árangri, verður ekki látið þar við sitja. Við munum halda áfram að semja við Volvo-verk- smiðjurnar um hagstæðara verð á varahlutum, þó að þær samn- ingaumleitanir geti tekið nokkurn tíma áður en þær skila árangri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.