Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 Fimm ár frá innrásinni í Afghamstan: KhBUL NEW TIMES Sanguinary Amin band ousted l híIímI rrign ol' l«>rror: niiiriL ri-r hhtI' lii' l:ilr % -* *i «.« Vktí <• * 9 Korsíða „Kabul New Times“ 1. janúar 1984 með frétt um myndun Karmal- Rússneskir hermenn hvíla sig við þjóðveginn frá Kabul til Salang-skarðs. stjórnarinnar. Með fylgja Ijósmyndir af helztu ráðherrum stjórnarinnar, þeirra á meðal Assadullah Sarwari og Mohammad Aslam Watanjar ofursta úr Khalq-arminum. sSl * . —-------------------iJiniiii imi • ii niaaimn Afghanskir ættflokkaleiðtogar á fundi í Sayd Karam. skorað á vestræn ríki að breyta stefnu sinni og hvatt til þess að Afghanir fái hergögn og aðstoð við þjálfun hermanna. Það bendir á að Rússar hafi aldrei hikað við að veita „frelsisfylkingum", sem þeir styðja, slíka aöstoð. KLOFNINGUR Iæiðtogar afghönsku andspyrn- unnar gera sér betur grein fyrir því en áður hverju er áfátt og eru staðráðnir í að kippa því í lag. Bardagar á ýmsum stöðum hafa sýnt að skæruliðahópum ólíkra flokka gengur betur að vinna sam- an en áður. Nú er svo komið að skæruliðar, sem berjast í Afghanistan, hundsa oft stjórnmálaflokkana í Peshaw- ar vegna klofnings þeirra. Skæru- liðar semja nú oft sín í milli í stað þess að snúa sér fyrst til flokk- anna. Vandamál andspyrnuhreyf- ingarinnar stafa að miklu leyti af því að öflugustu samtökin, flokkur strangtrúarmanna, Hizb-i-Islam (undir forystu Gulbuddin Hekma- ytar), hafa ekki náð samkomulagi við hina flokkana. Tiiraunir til að sameina flokkana í eina samein- aða hreyfingu hafa farið út um þúfur. Sumir flokkarnir vilja endur- reisn konungdæmisins, en aðrir vilja stofnun islamsks ríkis. Enn aðrir vilja lýðveldi án kommún- isma, eða svipað stjórnarfar og í tíð Daouds. Til alvarlegra átaka hefur komið milli hópa skæruliða, ýmist vegna þessarar togstreitu eða vegna undirróðurs útsendara afghönsku leynilögreglunnar, KHAD. Auðvelt er að ala á úlfúð Afghana (eða Púsjtúna) og minni- hlutahópa — Tajíka, Uzbeka, Haz- ara, Túrkmena, Balúka og Nurist- ana. Rússar virðast enga möguleika hafa á því að ná landinu öllu á sitt vald, þótt þeir geti haldið svæðum, sem þeir ná undir sig. Þótt þeim tækist að hrekja skæruliða úr vígjum í grennd við borgir og loka landamærum Pakistans gætu Af- ghanir haldið áfram að heyja hefðbundinn skæruhernað eins og þeir hafa gert mann fram af manni frá hæðunum inni í landi. Mikilvægt er að andspyrnu- hreyfingunni virðist hafa tekizt að halda stuðningi mikils meirihluta þjóðarinnar, sem ber virðingu fyrir henni. Fréttaritarar hafa dáðst að miklum baráttuhug skæruliða og miklu sjálfstrausti þeirra. Þar við bætist að á síðari árum hafa skæruliðar fengið þyngri vopn og leiðtogar þeirra hafa sýnt meiri forystuhæfni en áður. Skæruliðar hafa sýnt með árás- um inn í allar borgir Afghanistans og með verkföllum þar að þeir geta víkkað út stríðið og fært vettvang þess inn á mitt yfirráða- svæði óvinarins. LOFTÁRÁSIR Síðan 1980 hafa stjórnarher- menn hvað eftir annað orðið að gera loftárásir á Herat og Kanda- har til þess að ná aftur yfirráðum yfir þessum borgum og hræða íbú- ana frá því að hjálpa skæruliðum. Stór hluti borganna er á valdi skæruliða þrátt fyrir nærveru mikils fjölda sovézkra og af- ghanskra hermanna. Rússar hafa náð beztum árangri gegn skæruliðum með 400 þyrlum af gerðinni Mi 24. Loftárásir eru uppáhaldsaðferð þeirra í barátt- unni við skæruliða. Flestir rússn- esku hermennirnir, sem munu nú vera 110.000 talsins, gegna hlut- verki setuliðs eða hernámsliðs í bæjum og flugstöðvum og verja samgönguleiðir, en taka sjaldan þátt í bardögum við skæruliða. Með þessu hafa Rússar dregið úr manntjóni, en í lok ársins 1983 var talið að 15.000 hefðu fallið eða særzt (talið var að tala fallinna væri 5.000). Styrjöldin hefur færzt á mikil- vægt stig á þessu ári. Harðir bar- dagar hafa geisað frá Herat í vestri, Mazar-i-Sharif í norðri og Ghazni í suðri. Sovézkir hermenn og flugmenn hafa staðið fyrir víð- tækum sóknaraðgerðum gegn vígjum andspyrnusveita í mörgum héruðum. Engu er líkara en að Rússar vilji eyða landinu til að „bjarga" því í nafni sósíalisma. Með sóknaraðgerðunum tóku Rússar upp nýjar baráttuaðferðir, sem mörkuðu þáttaskil. Þær mið- uðu að því að rjúfa sjálfhelduna í stríðinu og sóknin beindist gegn mikilvægustu miðstöðvum and- spyrnunnar. Um 20.000 velþjálfaðir hermenn tóku þátt í sókn gegn skæruliðum í hinum mikilvæga Panjshirdal, þar á meðal menn úr úrvalssveit- um, sem hafa fengið sérstaka þjálfun í bardögum í návígi. Þar með lauk eins árs vopnahléi Rússa og skæruliða í dalnum, sem er norðvestur af Kabul og óþægilega nálægt Bagram-flugstöðinni í suðri og aðalþjóðveginum til sov- ézku landamæranna. Haldið var uppi stöðugum loft- árásum á dalinn og á eftir fylgdu árásir víkingasveita á jörðu niðri, með stuðningi þyrlna, og sókn skriðdreka. En skæruliðar höfðu verið varaðir við árásinni og flest- ir þeirra hörfuðu ásamt öllum óbreyttum borgurum, sem bjuggu í dalnum. Einum mánuði síðar laumuðust þeir aftur inn í dalinn og hófu aft- ur aðgerðir umhverfis fjóra staði, þar sem Rússar höfðu skilið eftir setulið þegar sókn þeirra lauk — Ruhka, Bazarak, Bahrak og Puzhgur. í september hófu Rússar aðra sókn, hina áttundu síðan innrásin var gerð, og aftur héldu þeir uppi loftárásum allan sólarhringinn og vörpuðu víkingahermönnum niður í fallhlífum nálægt stöðvum skæruliða. Vafasamt er hvort Rússum hafi orðið nokkuð ágengt með þessum aðgerðum. Ahmadsha Massoud, 31 árs gamall fyrrverandi verkfræði- stúdent og yfirmaður 5.000 til 10.000 skæruliða í Panjshirdal, segir að andspyrnusveitirnar hafi aðeins misst rúmlega 150 menn á þessu ári (þar af 50 í sjöundu sókninni og 13 í þeirri áttundu). Massoud hefur verið „felldur" a.m.k. tvisvar sinnum á þessu ári að sögn útvarpsins í Kabul. „í hvert sinn lýsa þeir því yfir að við höfum verið sigraðir, mánuði síð- ar verða þeir aftur fyrir miklu manntjóni og við hækkum í áliti," sagði Massoud nýlega. „Við ættum að þakka þeim fyrir þetta.“ Obreyttir borgarar hafa orðið harðar úti. Þrátt fyrir brottflutn- ing þeirra úr Panjshirdal áður en vorsókn Rússa hófst er talið að 1.200 óbreyttir borgarar hafi beðið bana á þessu ári í loftárásum og árásum víkingasveita. Manntjón Rússa hefur verið mikið. Að sögn Massouds felldu menn hans og særðu um 2.500 sov- ézka og afghanska hermenn í sjöundu sókninni og um 3.000 í þeirri áttundu. Auk þess segir hann að 500 herflutningabílar og brynvarðir bílar hafi verið eyði- lagðir og 10 þotur og 22 þyrlur skotnar niður. BETUR I>JÁLFAÐIR Sovézku hermennirnir, sem hafa tekið þátt í síðustu sóknarað- gerðunum, voru greinilega betur þjálfaðir i baráttu gegn skærulið- Byggingariðnaðarmenn Kynnisferð til Norðurlanda Stjórn lönþróunarverkefnis í byggingariönaöi efnir til hóp- feröar 10.—17. janúar nk. fyrir byggingariönaöarmenn til aö kynna sér starfsemi byggingariönaöarfyrirtækja. Heimsótt veröa fyrirtæki í Kaupmannahöfn og Osló ásamt skoöunarferö á byggingasýninguna „Byggeri for Milliarder“ í Kaupmannahöfn. Skráning og upplýsingar um feröina eru veittar hjá Landssambandi iönaöarmanna í símum 12380, 15363 og 15095. Verkefnisstjórnin. Veltir býður lækkað verð á varahlutum — Er aðeins byrjunin, segir Magnús Sigurðsson hjá Velti VELTIR hf. býður nú lækkað verð á ýmsum varahlutum fyrirtækisins og á sumum þeirra er jafnvel um hélmings verðlækkun að ræða, að sögn ráða- manna fyrirtækisins. Morgunblaðið innti Magnús Sig- urðsson, deildarstjóra varahluta- deildar Veltis hf., eftir ástæðunni fyrir þessari verðlækkun. „Það hafa lengi staðið yfir samningar milli Volvo-verksmiðjanna og um- boðsaðila þeirra um lægra inn- kaupsverð á varahlutum," sagði Magnús. „Nú hafa Volvo-verk- smiðjurnar loks náð hagstæðari samningum við undirframleiðend- ur sína um lægra verð á ýmsum tegundum varahluta, auk þess sem þær hafa í vissum tilvikum minnk- að álagningu sína á einstökum teg- undum. Þetta er þó aðeins byrjunin því þó að við höfum nú náð umtals- verðum árangri, verður ekki látið þar við sitja. Við munum halda áfram að semja við Volvo-verk- smiðjurnar um hagstæðara verð á varahlutum, þó að þær samn- ingaumleitanir geti tekið nokkurn tíma áður en þær skila árangri."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.